Mánudagur, 5. janúar 2009
Lok lok og læs og allt í stáli
Það er satt að fjörið endar aldrei hér í Kambódíu.. Ég fékk bráðabirgðaríbúð í dag. Sá sem leigir hana átti að flytja inn fyrir 3 mánuðum en ákvað að lána mér hana. Það hefur enginn búið hér í 3 eða 4 mánuði, svo að eftir að hafa komið töskunum mínum upp skúraði ég. Eftir skúringar ætlaði ég að athuga hvernig svalirnar eru, hvort að það væri mikið af leðurblökukúk og þess háttar. Nema hvað, þá skellist svala hurðin á eftir mér... og... ég var læst úti á svölum í rúmlega 4 klukkutíma!!
Ég fann einn opinn glugga, en að sjálfsögðu er öryggisgrind þannig að ég komst ekki inn. En ég náði að troða mér hálfri inn, ná taki á sófanum og toga hann með miklum erfiðleikum upp að glugganum og þá gat ég tekið pullurnar úr sófanum mjög varlega til að getað látið símann minn detta á akkúrat réttan staðs svo ég gæti náð honum. Jæja, þá ætlaði ég að hringja og biðja um hjálp. Engin inneign. Allt þetta erfiði sem tók meira en klukkutíma og mikil eymsli í viðbeininu og enginn möguleiki á hjálp.
Loksins kom einhver kona út til að sitja við sundlaugina, ég veifaði og kallaði en allt kom fyrir ekki, þar til loksins hætti allur hávaðinn á götunni. Hún hringdi í þann sem er að lána mér íbúðina sem kom að bjarga mér, henti fyrst 20 lyklum upp til mín, en enginn virkaði á svalahurðina. Eftir mikið brask og spekúleringar tókst honum að losa hengilásinn utan frá á aðalhurðinni minni og bjargaði mér.
Dagur sem átti að fara í að finna vinnu og íbúð fór í að hanga út i á svölum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
Sprenging á Bamboo Island
Vegna þess að það er lítið sem ekkert símasamband á Bamboo varð að hlaupa hinum megin á eyjuna til að biðja um bát til að koma manninum í land. Síðustu fregnir herma að hann er á gjörgæslu í Bangkok.
Svo ég vitni í Adelle sem sagði mér frá þessu núna áðan "there was just a big bomb, the fireworks didn't even go off".
Við vonum öll að honum batni sem fyrst.
61 látinn í Bangkok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. janúar 2009
montrass
Eg sit herna i stuttbuxum og lettri skirtu og mer er kalt, thad er bara 28 stiga hiti.
Í Singapore gisti ég á thessu hóteli http://www.swissotel.com/EN/Destinations/Singapore/Swissotel+The+Stamford/Hotel+Home/Hotel+Description
Eg er ad fara ad eiga fullkomin Lazy Sunday, med vídjói, chicken murgh, poppi, blundi, sma lestri, sundspretti og almennri leti.
Í gaer hitti eg krakkana mina aftur! Thad voru oskur og hlatur og gratur og gledi og risa stor bros. Thad var otrulegt ad sja krakkana aftur. Phan var lika alveg himinlifandi. Attadi sig ekki alveg a thvi afhverju krakkarnir voru ad oskra og hlaupa thar sem hun sa mig ekki strax. Eg var fodmud i klessu, bokstaflega thannig ad ég datt aftur fyrir mig. Theim fannst thetta alveg otrulegt, thvi eg var ekkert buin ad lata vita. A leidinni a NACA aftan a motorhjoli i gaer slo hjartad mitt svo hratt af spenningi ad eg helt ad eg myndi detta af hjolinu. Nuna hafa thau loksins enskukennara aftur, en eg veit ekki hvernig stundaskrain min verdur, thad er hvernig vinnu eg fae og thess hattar. Thetta raedst allt a naestu dogum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. janúar 2009
Phnom Penh
'Aramotin voru rosaleg! Mekong whiskey, muscle wine, midnaetur sund, dansad undir berum stjornubjortum himni, teiti hart med svium, finnum, bretum, konum, kiwi, strollum og dutch man. Einstaklega ahugavert ad deila herbergi sem er i rauninni bara fyrir 4 i mesta lagi... en vid vorum 8 i thessu litla herbergi, thad var ekkert laust nein stadar. Vid forum a oll gistiheimilin ad reyna ad finna eitthvad. ...Eitt slaemt vid thetta var ad eg tyndi stuttbuxunum minum. Thaer voru ordnar alltof storar, og svo losnadi talan, og eg var ad synda..Eg reyndi ad kafa eftir theim, en thad er dimmt a nottunni i Sihanoukville. Allir tyndu sandolunum sinum. Eg held reyndar ad theim hafi verid stolid, aetli their poppi ekki upp a einhverjum markadi a naestu dogum.
A nyarsdag var bara leti.. nema eg, vaknadi klukkan 8 og fann annad gistiheimili miklu odyrara og betra, for svo a strondina og fekk mer morgun sund og la i solbadi allan daginn, nema ad thad var ekkert serlega mikil sol uti sem var svo sem agaett, eg brann allavega ekki neitt.
Eg var ad koma til Phnom Penh bara fyrir halftima eda svo, og var ad labba a Riverside, thegar eg kom ad stadnum thar sem tuk tuk stjorarnir sem eg gat alltaf treyst a sau their mig og voru ad benda og hlaeja og fodmudu mig svo allir, alveg hryllilega gladir ad sja mig. Ef tuktuk stjorarnir lata svona er eg spennt ad sja hvernig krakkarnir taka a moti mer.
Nuna tharf eg ad fara a gistiheimili, fa hraeodyrt herbergi, na i toskuna mina til Charlie, fara aftur a gistiheimilid med toskuna mina, fara a NACA og i kvold aetla eg i nudd og alskonar. Kannski eg bordi eitthvad lika.. mig langar i Pho!
Gledilegt 2009!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 29. desember 2008
Ferðalag.
Ég er í London. Búin að tjékka mig inn og búin að hanga og bíða í 3.5 klukkutíma, ennþá 5.5 tími í flugið mitt :(. En Singapore Air gaf mér 10 pund til að kaupa mat. Og þegar ég lendi í Singapore á morgun þá verð ég keyrð á A flokks hótel og fæ 3 matarmiða. Almennilegt! Eitthvað annað en að þurfa að borga fyrir afnot af heyrnartólum í Icelandair vélunum.
Núna er ég að borða fría máltið.
Núna er ég að fara að hitta Charlie á eftir, það hefði verið æði ef hún hefði tekið Singapore air flugið, tvær á flottu hóteli í Singapore yfir nótt.. oh jæja. Ég fékk morgunflug frá Singapore í staðinn, en fyndna er að við lendum á eiginlega alveg sama tíma... sem er fullkomið því Martin og hinir kallarnir koma að sækja okkur á völlin, fara með okkur heim til Charlie þannig að við getum rifið upp bikini-in og annann strandaklæðnað til að keyra niður til Sihanouk ville og búa til súper parteyh! Ég veit ekki alveg hvað planið er... en ég ætla að fara aftur til PP á laugard í síðasta lagi. Ég þarf að gera ýmislegt og svo kemur Justin 4ja.
En það verður ljúft að liggja í sólbaði og kokkteilum í nokkra daga.
Ég hvet alla til að fá sér Skype! ég er með innbyggða myndavél svo að allir geta séð mig :D
Ég ætla að ráfa núna um Heatrow og eyða síðust 2 pundunum sem Singapore gaf mér, held ég kaupi bara köku, þar sem ég var að fatta það að ég borðaði aldrei afgangin af jóladesertnum, en ég er með flatkökur með smjöri í plastpoka í töskunni minni og fjólubláann Tópas.
Gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 28. desember 2008
Með trega kveð ég.
Mig langar til að þakka öllum sem komu í teitið mitt. Það var svo gaman, og allir í glimmergallanum, enda var þemað gleði glamúr og glimmer. Mér þykir afskaplega mikið vænt um ykkur öll..en hjartað mitt er úti í Kambódíu.
Og nú er komið að kveðju stund. Ég legg af stað í fyrramálið frá heimili mínu klukkan 06:30 til að fara til Keflavíkur til að fara til London til að fara til Singapore og vera yfir nótt í Singapore á kostnað Singapore Airlines til að fara til Phnom Penh morguninn eftir :D..
Verið þið sæl. Sjáumst bráðum aftur... og ég hvet alla til að koma í heimsókn :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Góðann daginn get ég aðstoðað?
Þá er ég hætt í Máli og menningu... í 3ja skiptið. Gærdagurinn var góður, seldum alveg heil lifandis ósköp af bókum og spilum, hillurnar voru hálf tómar í nótt þegar við lokuðum á miðnætti, við unnum líka! Það er BMM seldi laaang mest :D Ég held ég hafi setið í svona 15 mínótur af deginum í gær eftir að ég mætti til vinnu, og mikil ósköp að ég er fegin að ég hafi ekki farið í hæla..þá fengi ég eflaust aldrei tilfinningu aftur í fæturnar.
Jólasveinninn gaf mér í sokkinn í nótt, því ég er búin að vera svo þæg og góð þetta árið. Ferlega fínt konfekt frá Anthon Berg og jólastafur bíðu mín í hádeginu þegar ég vaknaði.
Og ég er búin að opna eina jólagjöf, reyndar tvær... en frá mömmu og óla fékk ég iPod í nóvember og frá mér til mín fékk ég ný gleraugu, eitthvað sem mig er búið að langa í lengi.
Þegar ég var lítil fékk ég svo roooosalega mikið af pökkum að það tók allann daginn, einn á c.a. 2ja tíma fresti og svo á milli hvers réttar eftir klukkan 6 og svo margir klukkutímar í pakkaopnun, núna er þetta allt búið fyrir klukkan 9. En ég held svo mörg jól í ár. Ein með mömmu, óla og ömmu, ein með pabba, mömmu og systur minni, nokkur jólaboð í sveitinni með ömmum og öfum og föður og móður systkinum, ein með krökkunum á NACA, ein með Justin.
Eitt stykki brjáluð tilviljun! Charlie hélt að ég myndi flúgja út á föstudaginn (26.des) og allt í lagi með það, svo var ég að tala við hana í fyrra dag og sagði henni að endilega koma á Heathrow til að halda mér félagsskap í transit-inu mínu á mánudaginn, er þá ekki Charlie bara líka að flúgja til Kambódíu á mánudaginn!! Og það munar 2 tímum á fluginu okkar. Ég var að spá í Cathay Pacific sem Charlie tekur en ákvað að borga 30 pundum meira til að flúgja með Singapore air og þurfa ekki að vera í 12 tíma transitti í Bangkok. En ætli við hittumst ekki á Heathrow. Mér finnst þetta alveg ótrúleg tilviljun!
Ég ætla að klára að pakka in gjöfunum..ég hef aldrei verið svona sein að þessu.
Ég var svo þreytt áðan í sturtunni að hún breyttist í heitt bað og ég spurði mömmu hvort að það væri ekki hægt að halda jólin inn á baði ef ég færi bara í nýja bikini-ið mitt. Það var ekkert sérlega vel tekið í það, augljóst að ég er ekki lengur litli króinn hennar mömmu sinnar..
Takk fyrir og Gleðilega hátið :) ..NÆSTI GJÖRI SVO VEL!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. desember 2008
Allt það fína í Kína
Ég gleymdi alveg að segja frá einu rosalegu öðru sem gerðist í vinnuni um helgina.
Ég var að afgreiða útlending, og var nokkuð viss um hvaðan hann væri en spurði samt, og jújú hann var kínverji. Þannig að ég kláraði afgreiðsluna á kínversku! Hann vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga!
Ni hui shuo hanyu?!?! (Geturðu talað kínversku?) spurði hann furðu lostinn, og ég svaraði Dangran! (að sjálfsögðu) eins og það væri ósköp eðlilegt :) og útskýrði svo að "wo zai Bingdao Daxue xuexi hanyu" (ég er í HÍ að læra kínversku)
Hressandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 13. desember 2008
Bölvaður ruddi.
Ég var alveg hryllilega dónaleg alveg óvart í dag. Það var einhver að hringja í deildina mína, en ég var í miðri afgreiðslu, og síminn hætti hreinlega ekki að hringja, ég leit snöggt á símann og sá númerið og hélt að það væri Guðrún að hringja í mig. Síminn hélt áfram að hringja og hringja.... þannig að ég greip tólið og sagði heldur höstug "Ég hringi í þig á eftir!" Þegar ég var að leggja á sá ég að síðasti stafurinn í númerinu var ekki sá sami og í númerinu hjá Guðrúnu.. ÚPS!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Fyrsta önnin
JEIJ, ég er búin með mína fyrstu önn í háskóla, mér finnst ég vera svo fullorðin, byrjuð að drekka kaffi, búin með 1/6 af BA gráðu... núna er bara að skoða á hverju degi oft á dag til að sjá einkunnir þegar þær koma inn...vona að þær komi fljótt inn... annars fer ég bara og gef kennurunum mínum einn á túllann. :D
Prófin gengu bara ágætlega, hef aldrei skrifað eins mikla steypu í einni ritgerð og ég gerði í Forspjallsvísindunum. Og kínverskan var mun auðveldari en ég bjóst við.
Þá er bara að þvo af sér prófaslen, skella hafragraut í bumbuna, rífa upp freyðivínið, gefa skít í storminn og fara í teiti.
Jólafrí á morgun... það verður þó skamm líft, byrja eins og brjáluð að lesa allar barnabækurnar sem hafa verið gefnar út fyrir þessi jól á laugardaginn, verð að klára þetta sem fyrst, ég er byrjuð á nokkrum. en... Ekki mikið af krassandi, eða skemmtilegum bókum að koma út núna því miður. Nema endurútgáfurnar, Bangsímon og Pollyana.
Gleði gleði gleði....
Vinna, jól, taska, teiti, flúgja, lenda, íbúð, vinna, skóli
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)