Borg Englana í dag

Það var meiri spenna fannst mér í dag í Bangkok, samt sýndist mér vera meira opið í hádeginu í dag þegar við vorum að fara af hótelinu, það hefur eflaust verið áður en allt varð vitlaust í dag. Stærra svæði er lokað núna,enginn kemst inn og enginn kemst út. Ekket rafmagn eða vatn. Þessi kjarni borgarinnar liggur í lamasessi. 20.000 manns komast ekki til vinnu og þau vita ekki hvort þau fái útborgað fyrir maí mánuð. Markaðurinn fellur. Starfsmenn á hótelinu okkar virtust frekar taugaóstyrkir en héldu samt kúlinu.

Ég er ennþá í Bangkok, þó komin út í útjaðrinn, rétt á flugvellinum og við bíðum eftir fyrsta hópnum frá Óríental sem kemur annað kvöld. Svo fer ég á flugvöllinn á þriðjudaginn að taka á móti mínum hóp og svo ekkert aftur fyrr en í lok ferðar.

Í gærkvöld fórum við Draupnir út af hótelinu til að fá kvöldverð, vorum svo sein í því að það var búið að loka veitingastaðnum á hótelinu samt var klukkan bara rúmlega átta. Jæja, hótelið er jú rétt hjá svæðinu en svona aðeins af aðalgötunni, kannski mínótu niður hliðargötuna. Þegar ég fór út heyrði ég ekkert nema sírenur. Þegar við gengum niður að aðalgötunni brunuðu þrír brynvarðir lögreglutrukkar stútfullir af mönnum í hjálmum og skotheldum vestum. Við hikuðum en héldum svo ótrauð áfram og reyndum að fara á ítlaskan stað í næsta húsi sem var lokað snemma, afhverju spurðum við, þau bentu niður að svæðinu og sögðu "bomb"... við héldum aðeins lengra og fórum á írskann bar. Þar var stuð. Við fengum spræt og appelsín og kvöldmat.

Ég heyrði ekki mikið í skot árásunum, bara smá, þegar ég var að reyna að heyra og var með slökkt á öllu í herberginu. Ég vildi vita hvort það væri satt sem þau voru að segja í fréttunum um bergmálið í skotunum, það er hvort það heyrðist eins mikið og þau vildu meina...
Núna er Silom (þar sem ég var) lokað af mest megnis, við vorum held ég bara rétt tímanleg að fara á næsta stað.

Herinn er útum allt í kringum mótmælabúðrinar og talað er um þá sem vatnsmelónumenn. Það er, grænir að utan (styðja stjórnina eða sýnast ekki hafa skoðun á þessu) en eru rauðir að innan. Það ver vegna þess að margir þeirra eru frá sömu héröðum og rauðstakkar. Eftir dauðsföllin 10. apríl voru jarðarfarir fyrir þá sem féllu, hvort sem það var rauður eða hermaður og þeir voru frá sama bæ víst á svipuðum tíma og sama fólk fór í þær og jafnmikið lagt í jarðarfarinar.

Það er rosalega erfitt að lýsa þessu. Bangkok er í ruglinu í miðbænum og allir eru áhyggjufullir. Í útjaðrinum veit fólk einhvernvegin ekkert hvað er í gangi. Á hótelinu sem við erum á núna sátum við í andyrinu að horfa á fréttirnar og starfsmönnum fundust fyrirsagnirnar frekar fyndnar. Þar til þau sáu myndirnar úr miðri Bangkok. Þá datt niður kjálkinn á þeim og þau steinþögðu. Gerðu sér greinilega ekki grein fyrir því hversu alvarlegt málið er í miðri Bangkok. Við fórum aðeins út að ganga í dag og allt líf var bara venjulegt. Klæðskeri út á götu, götumatur útum allt og börn að leika sér. Engin áhyggja í andlitum fólks og það labbaði og hreyfði sig hægt. Ekkert eins og í

Þar til næst...


mbl.is 22 látnir í átökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er alveg rosalegt að heyra!! en þú bara heldur þig á öruggum svæðum og svona og hérna koma góðu straumarnir: ~~~~~~~~~~ hmmmm :D

spíra (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 17:26

2 identicon

Úff, gott þú ert farin úr ólátunum.

Mamma (IP-tala skráð) 15.5.2010 kl. 18:16

3 identicon

Þetta er rosalegt! Haltu áfram að koma með fréttir hingað inn svo við vitum að það sé í lagi með þig.

Gummi Kári (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband