Færsluflokkur: Dægurmál

Ástralía

Eftir þrjár æðislegar vikur í Ástralíu er ég komin aftur heim til Phnom Penh og er hálfnuð með flutningana í nýju tveggja hæða íbúðina okkar.

20. des flugum við til Melbourne í gegnum Taíland með AirAsia og Jetstar. Það var allt í lagi svo sem. Í Melbourne gerðum við alskonar, fórum í búðir og keyptum jólagjafir, lifðum af fyrstu Ikea ferðina okkar, fórum í bíó og drukkum Ástralskann bjór. Á Þorláksmessu fórum við í verslunnarmiðstöð og þegar við komum þangað spurði ég hvað erum við að fara að gera hér og Justin hafði ekki hugmynd um það svo við fórum bara í ráp þar til við urðum að bruna til St. Kilda hverfið í Melb. til að hitta Lee sem við kynntumst í Phnom Penh til að fara á skútuna hennar að sigla, við drukkum Mumm kampavín, borðuðum ostrur, rækjur, osta, jarðaber og súkkulaði, aðeins betra en að selja bækur í 13 klukkutíma í brennivíns og skötu fýlu. Besta var að ég fékk að keyra skútuna OG við sáum mörgæsir!... Á Aðfangadag flugum við til Adelaide, þannig að, ég var í loftinu þegar jólin hefðu átt að byrja.. en í Ástralíu eru jólin á jóladag. Vð fórum bara á pobbinn og borðuðum bestu önd sem við höfum bæði fengið í Kína-hverfinu í Adelaide. Alltaf stuð. Mér fannst reyndar ferlega skrítið að fara á bar og drekka GT á jólunum, en svona er þetta víst þar. Á jóladag aðstoðaði ég aðeins í eldhúsinu við að undirbúa hádegismatinn sem tók okkur 4 klukkutíma að borða. Kampavín, ostrur, rækjur, skinka, kalkúnn, kjúkklingur, ofnbakað grænmeti, kartöflur, jarðaber, hindber, ís, jólabúðingur, jólakaka, brandísmjör, brandírjómi, brandí brandí brandí. Á milli rétta og drykkja urðum við svo uppgefin að við urðum bara að leggja okkur út í garði því það var 30 stiga hiti og sól. Það var ljúft þar til Nigel (pabbi Justins) ákvað að henda brauðsósu á okkur. Hann er hress kall. Gjafir voru opnaðar. Ég fékk 2 pakka, fyrir utan það sem mér var sent frá Íslandi. Á annann í jólum fórum við að horfa á krikket. Ég fékk að prófa og var bara mjög góð, öllum að óvörum, í að hitta boltann. Skoraði nokkra fjarka og sexur. Justin bjó til eld og við grilluðum og drukkum öl í sólinni. Í Adelaide hitti ég kurteisasta almennings klósett í heimi. Það bíður mann velkominn og spilar tónlist svo þakkar það manni fyrir að nota sig.

Daginn eftir fórum við til Hanhdorf sem er þýskur bær fyrir utan Adelaide, stoppuðum á jarðaberja akri og í súkkulaði verksmiðju áður en brunað var til Naracoorte þar sem við ætluðum að eyða nóttinni hjá fjölskyldu vinum Justins. Þau eru bændur og rækta vín, hveiti og rollur. Vínið hefur verið valið það besta í sinni sýslu og unnið blind próf tvisvar sinnum í röð, ekki slæmt það. Það var gaman að fara á sveitabæinn. Ég fékk að keyra fjórhjól, leika við hunda, spila tennis og alskonar.

Og þá tók langa keyrslan við. Við keyrðum frá Naracoorte til Apollo Bay. Okkur var sagt að það tæki 3-4 tíma að keyra. 8 klukkutímum seinna komum við loksins til Apollo Bay. Við keyrðum Great Ocean Road og sáum postulina 12 sem eru reyndar bara 6 eða 8 núna. Þar sá ég líka fyrsta kóalann. Hann var að rölta yfir götuna og við keyrðum næstum því á hann! Sem betur fer gerðist það ekki. Nú þegar við loksins komum á áfanga stað vorum við uppgefin. Við gistum í húsi sem móðursystir Justins, börn og tengdabörn leigðu yfir jólin. Við sváfum við risastórann glugga með ótrúlegu útsýni yfir sjóinn, ströndina og stjörnurnar, hina nótina var okkur svo kalt að við kveiktum eld. Það getur verið gasalega rómó að gista á gólfinu í húsi með 6 öðrum. Við fórum á ströndina og reyndum að veiða fisk og sólbrúnku. Um kvöldið sáum við allavega 20 kóala og nokkra drop bears sem réðust ekki á okkur sem betur fer!

Til að komast aftur til Melbourne tókum við rútu og lest 30. des. Við vorum rétt yfir nýja árið í Melbourne og á ný árs kvöld var það frekar rólegt kvöld. Við grilluðum í rigningunni og borðuðum pulsur með öðru pari og drukkum freyðivín. Flugeldarnir voru frekar lélegir en allt í lagi. Svo fórum við bara heim til tölulega snemma. Við ætluðum að fara á kappreiðar á ný ársdag en fólkið sem ætlaði með okkur var veikt svo það varð ekkert úr því, við fórum bara í göngu um skrúðgarða Melbourne og tókum því rólega.

Annan janúar flugum við til Sidney þar sem við vorum síðustu vikuna okkar í Ástralíu. Við gerðum nú ekki mikið þar. Ráfuðum um miðbæinn, keyptum jólafjöfina mína frá Justin (kjóll og skyrta og sjávarrétta veisla með sverðfisk, ostrum, rækjum og kræklingar), ég fékk tölvuna mína viðgerða alveg frítt og við komumst að því að ég er mjög góð í lawn bowls. Skemmtilegast var þegar við keyrðum til Manly og Freshwater strandana og eyddum deginum þar. Justin fæddist í Manly sem, áður en hann fæddist, hét bara The Beach eða Ströndin. En því hann fæddist með bringuhár varð að breyta nafninu. Til að komast heim, því Moira (mamma Justins) keyrði okkur, tókum við ferjuna, á leiðinni höfðum við gott útsýni yfir Sydney höfnina, brúnna og óperu húsið. Á föstudaginn var pakkað og farið upp á flugvöll, ég var með 9 kíló þegar ég kom til Ástralíu en 18 þegar við fórum, ekki slæmt :)

Við vorum alltaf að hitta fólk með furðulegustu tengsl til okkar. Einn var hálfur Kambódi, besti vinur annars býr í PP og kenndi box með boxara sem við þekkjum, Emiliana Torrini var með tónleika bæði þegar ég var í Melbourne og í Sydney, enn annar er að fara til Íslands í sumar og svona mætti lengi telja!

En núna erum við komin heim til Kambódíu, 4 kílóum feitari og flutt inn í nýja íbúð sem er á 4-5 hæð með engri liftu. Eldhúsið og stofan eru tilbúin, fataherbergið er að klárast og svalirnar eru eftir. Við fáum grill sent frá Ástralíu bráðum.
Íbúðin var ógeðsleg þegar við komum inn, lyftum upp mottu sem var undir kaffi borðinu það var sentímeters þykkt lag af drullu og ógeði og risa pöddum sem ég hef aldrei séð áður. Þannig að gærdagurinn var hressandi.

Á morgun byrjar vinnan aftur. Það er skemmtilegt. Efast um að við getum farið ofan í sundlaugina því það er svo kalt hérna, þó ekki eins kalt og var í Ástralíu flesta dagana sem við vorum.

Jæja, ég ætla að halda áfram að taka upp úr kössum.

Gleðilegt nýtt ár!


Viltu koma út að leika Villi prins?

Eins mikið og það var þjarmað að manninum sem átti að útvega okkur invæt í kvöldverðinn í kvöld, kom allt fyrir ekkert og við fáum ekki að hitta prinsinn. Kannski í næstu viku þegar hann er búinn að vera 11 daga á dörtbæk. Þetta er ekkert smá fyrirtæki fyrir prins að vilja fara á dörtbæk í Kambódíu. Tveir gædar. 4 trukkar af græjum og öryggisvörðum. Ein Þyrla. Slatti af gúrkum (eða nepölskum hermönnum)... Ég er með krosslagða fingur um að við fáum að hitta hann í næstu viku þegar hann kemur til baka.

Annars fékk ég ROSA góðar fréttir í dag. Við fáum ÆÐISLEGA íbúð. Þegar ég er búin í prófum byrja ég að pakka og svo fáum við fluttninga menn 9 janúar (því við förum til Ástralíu í millitíðinni) og svo flytjum við á Riverside í 2ja hæða íbúð sem er 2ja herbergja, 2 baðherbergi, svalir, útsýni og víst með fullbúnu eldhúsi og það er víst bar í íbúðinni líka. Og það verða engir reikningar, bara leiga, því það er bara einn rafmagnsmælir og hann er fyrir bankann sem þýðir að ég geti hætt að vera sveitt heima að læra því við getum notað loftkælingu! Besta er: enginn leigusali, engin rotta og engar framkvæmdir!

Talandi um rottur. Þegar ég var að hengja upp þvott í þvotta/gestaherberginu uppgötvaði ég að rottan hafi komist þar inn og fengið niðurgang á náttborðið. Hressandi.

Ég keypti loksins hjálm í dag. Ég er búin að máta svona milljón og tvo hjálma en enginn hefur passað þar til í dag. Ég fékk þennan fína Zeus hjálm. Eini gallinn er sá að hann er ekki með hökuvörn, en það er betra en að vera með engan hjálm eða hjálm sem er með hökuvörn og er alltof stór. Þar sem að Justin á tvo (einn venjulegann og annann dörtbæk) þá hef ég verið að nota hans venjulega en hann er að sjálfsögðu of stór.

3 vikur eftir af skólanum, prófin klárast eftir mánuð (9. des) og þá frí! Jeij!

Verið sæl að sinni.


Hús og Híbýli

Eins og það getur nú verið gaman að skoða húsablöð og húsgögn, þá getur það verið algjör martröð að skoða íbúðir og hús, sér í lagi í PPhen. Ég fór í dag að skoða tvennt. Ein var furðuleg og lyktaði asnalega og stórkostlega over priced.. Hin var allt í lagi, en samt einhvernvegin ekki...það var bara eitthvað rangt við hana. Og ég var ekki heldur það hrifin af garðbekknum sem var notaður sem sófi. En mjög stórar og góðar svalir. Svo fékk ég að sjá eitt að utan sem gæti verið ágætt, samt á 1stu hæð og frekar nálægt girlie börum og engar svalir. Ég vildi óska að Brocon væri með eitthvað á leigu sem við Justin gætum fengið. Því ég sakna fyrstu íbúðarinnar minnar. Hún var fullkomin. Ég mun aldrei gleyma svipnum á Justin þegar hann kom að sækja mig á fyrsta stefnumótið okkar. Hann hélt að ég byggi í einhverri skítaholu, svo sem skiljanlegt eftir að hafa vaðið rusl upp á læri og hoppað yfir skít þar sem eitt rör var sprungið og drepið nokkra kakkalakka og veifað af sér leðurblöku (og ég átti bara heima á annari hæð). Svo opnaði ég hurðina og þá blasti við honum lítið loftkælt himnaríki, en skelfingarsvipur hans blast við mér. Eitthvað er að vefjast fyrir þessum fasteignamönnum mínum með litlu frönsku nýlendu tíma villuna sem þeir ætluðu að sýna mér, ég vona að það skýrist á næsu dögum... Svo ákvað ég líka að tjékka á annari fasteignastofu, bara til að auka möguleika mína á að finna drauma heimilið. Það getur verið algjör brandari að lesa lýsingar á íbúðum, sér í lagi hjá visalrealestate.com !

Annars er það Indónesía ekki á morgun heldur hinn!
Singapore 19. apríl.
Phnom Penh 20. apríl
Pabbi verður ári eldri 23. apríl
Singapore 24. apríl
Phnom Penh 27. apríl
Eydís verður 6 ára 1 maí
Justin fer til Ástralíu 1 maí
Sigrún og Gústi koma 3 maí.
Kóngurinn á afmæli 13-15 maí.(frí í marga daga, og þýðir ekkert nema að fara á ströndina Sigrún og Gústi!)
Sigrún og Gústi fara 17 maí.
Justin kemur heim 20 maí.
Við flytjum vonandi 21 maí og fáum vonandi lánaðann bíl í það allt saman.


Líka í Kambódíu

Einu sinni var ég í dvd búð í Phnom Penh, var að leita að einhverju í joðinu og fann þá JarCity. Mér fannst þetta alveg stórkostlega fyndið, keypti hana að sjálfsögðu, horfði á hana með stralla, breta, kiwi og kana.

mbl.is Bretar og Frakkar sjá Mýrina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland..

bezt í heimi? æji ég veit það ekki. Þetta er nú alveg búið að vera ágætt. Teiti hart, skóli, strætó og vinna. Ég veit samt um fullt af skemmtilegri stöðum til að búa á heldur en þetta kalda land.

Námið virkar mjög áhugavert, og kennararnir mínir fínir.
Vinnan er sú sama. Ekkert frá sögu færandi úr bóksölu bransanum. Nema það að ég hef verið við vinnu on and off í bókabúðum í 7 ár! Jú eitt alveg stórkostlega fyndið gerðist.
Ég var að afgreiða Ástrala sem spurði mig hvaðan í Melbourne ég kæmi og hvað ég væri að gera á Íslandi. Ég væri ekki eins sátt hefði hann spurt hvaðan í Northern Territory ég væri frá, því ég er ekki a bit larry eða bogan.

Mér finnst allir í kringum mig tala um hvað tíminn líður hratt hérna, mér finnst vera liðinn meira en mánuður síðan ég kom aftur, en það eru bara komnir 10 dagar. Tíminn í Phnom Penh leið óþarflega hratt, ég vaknaði á mánudegi og það var föstudagur. Ohhh Phnom Penh. Mér er sagt að Elsewhere hafi verið ömurlegt síðasta föstudag. Justin gerði meira að segja drekkanlega drykki.

Jæja, þýðir ekki að velta sér upp úr þessu, ég verð að make the best out of my situation.

Best að gera heimavinnuna mína.


Hvernig veistu að...

þú býrð í þróunnarríki?

Meðleigjandinn segir að þegar það er ekki hægt að fá tandoori kjúkkling og grænmeti og masala í morgunmat klukkan 10 mætti halda að við byggjum í þróunnarlandi.

Hvernig veistu að þú býrð í þróunnarlandi í Suðaustur Asíu:
Það eru um það bil 30 leigubílar í höfuðborginni, í landi þar sem búa c.a. 14 milljónir.
Allir fara leiðar sinnar á mótorhjóli, hvort sem það sé eigið hjól eða motodop, eða með cyclo eða tuktuk.
Að vera feitur er frábært.
Að vera hvítur er toppurinn á tilverunni.
Að borga meira en 5 dollara í hádegismat er fáranlegt.
Þegar það er farið í Go-kart spyr eigandinn hvort þú hafir keyrt áður, alveg sama hvort það sé bíll eða hjólbörur, og hvort þú viljir hafa hjálm.
Bensín er selt í stórum kók glerflöskum, á sama götuhorni er hægt að fá grillaðann kjúkkling og nýja sandala.
Það eru berrössuð börn útúm allt.
Fólk pissar þar sem það stendur, í Kambódíu er Public Display of Personal Hygiene (PDPH) í hávegum haft. Flott að hafa langar neglur til að bora í nefið með eða klóra á skyggðum svæðum líkamans.
Að sjá bara tvær manneskjur á mótorhjóli er óvenjulegt. Venjulega eru það 3-7 á einu hjóli.
Það lyktar allt eins og rusl, chili, hrísgrjón, te og jasmín.
Hvítunnarkermsprufur í súpermarkaðnum, ég fæ oft prufur gefins, mér finnst það mjög fyndið.
það er ekki hægt að kaupa sápu eða krem eða svitalyktareyði nema með hvítunnarmátti.
Annað hvort er mjög heitt, eða RISA rigning.
Maturinn er svo ferskur að kjúkklingnum er slátrað fyrir framan þig, fiskurinn hoppar og skoppar útum allt þar til hann rotast og krabbinn klípur þig í nefið.
Bjór er seldur á herstöðinni þar sem hægt er að fá að skjóta úr byssum, þar eru hermennirnir sofandi við hliðið, strákar hoppa yfir vegginn og flestir eru bara blindfullir eða eld gamlir. Á herstöðinni færðu menu fyrir byssur og skotmörk (kjúkkling, gæs, kallkún, belju, spítu)
Þú situr inni á tiltölulega fínu kaffihúsi að skrifa á tölvuna þína, það er rigning og grátt úti. Þú gætir verið hvar sem er í heiminum..allt í einu labbar fíll framhjá.

þú sért strákur:
go-kart og að skjóta úr AK47 og bjór er fullkominn laugardagur.
Það er frábært að fá drullupoll í andlitið þegar go-kart brautin er rennanblaut í grenjandi rigningu.
Það er ömurlegt að tapa fyrir 22ja ára stelpu í go-karti. (já ég vann!!)
Fullkominn sunnudagur er: djúpsteiktur kjúkklingur, Die Hard og Top Gun á nærbuxunum.
Það besta við stelpur: þegar þær geta ekki klárað matinn sinn.

Þú ert ég:
þú býrð í Kambódíu.
Af einhverri dularfulli ástæðu áttu eiginlega bara strákavini, þar sem það eru víst 5 stelpur á hvern einn karlmann í borginn. Ég hef hinsvegar 10 karlmenn í kringum mig...mjög áhugavert.
Það er asnalegt að borga meira en 4 dollara í hádegismat.
Þú átt 26 gullfalleg börn.

Allavega..
Allt gott að frétta, átti góða helgi þrátt fyrir að fara ekki á ströndina, héldum aftur upp á Man-Day, Go-kart, byssur, bjór, þrjú kveðjupartí, það eru eiginlega bara allir að fara. Aumingja meðleigjandinn, hann verður bara aleinn eftir nokkrar vikur.
Ég ætlaði að hitta Charlie í einn drykk á laugardagskvöldinu og fara snemma að sofa, allt í einu var klukkan orðin 4, síðasti emotions leikurinn spilaður, það er svo gaman að leika emotions, drukkum The Erna, Justin bjó til verstu drykki í heimi, engin ROSApulsa til í pulsuvagninum, urðum að búa til dumplinga í staðinn.

Ætti ég að týna vegabréfinu mínu og bakpokanum mínum og flugmiðunum mínum vera hérna áfram? Eða horfast í augu við þetta og byrja að pakka?

Hvíldarstundin er búin...krakkarnir bíða óþreyjufullir eftir næstu Disney mynd... spurning hvað það ætti að vera.


Thar sem ekkert er um thetta á mbl.is...

ákvad ég ad segja ykkur ad Sofía Drottning frá Spáni er hér í heimsókn. Ég er ekki búin ad hitta hana ennthá, en thar sem ég bý rétt hjá konungshollinni er ég ad vonast eftir ad hitta hana. Kannski verdum vid vinkonur. Thá aetla ég sko til Spánar.

Thad er búid ad setja upp alskonar "banners" sem stendur á Long live the Royal Kongdom Cambodia og Welcome Royal Queen Sofía of Spain og Long last the friend with Spain and Cambodia. Spaensku bordarnir eru hins vegar málfraedilega réttir. En ég hef ekki hugmynd um hvad bordarnir á khmer segja en ég giska á ad thad sé thad sama. Svo eru spaenskir fánar útum allt, og audvitad Kambódíski fáninn. Thetta er samt mest á Norodom blvd og vid Independence Monument.

Annars thekki ég stelpu sem vinnur í listagalleríi og er ad setja upp myndasýningu. Hún hitti haegri hond kóngsins um daginn. Thad var ad sjálfsogdu mjog spennandi dagur. Ef kónginum lýst vel á sýninguna kemur hann á opnunina. Hugsanlega í Hummer. Ég er búin ad sjá nokkra Hummera í kringum hollina. Og einn Jaguar. Ég giska á ad kóngurinn eigi thá.

Ég elska Khmelish, Khmer og enska blandad saman. Hún er oft betri en Chinglish.

Mig langar líka til ad segja ykkur hvad ég er althjódleg. Ég er íslensk, ég kenni á ensku, Ann og Holly (nýjasti sjálfbodalidinn) eru frá USA og UK. Mr. Lee er eitthvad smá kínverskur. Ég bordadi Kambódískt braud med fronskum osti í morgunmat og Ný Sjálenska mjólk med. Í hádeginu fékk ég mér kambódískann mat. Í kvoldmat fékk ég Taco og Lipton kalt te, og bordadi med thailenskri hóru. Ég fór á internet kaffi sem kóreumadur rekur og fékk mér japanskann bjór á írskum pub med 2 ísraelskum drengjum. Sá sem ég legji hjá er Aussie og property managerinn heitir Visal, en er samt bara 1/4 indverskur. Flestir vinir mínir eru breskir, ný sjálenskir, saenskir eda kanadískir. Thetta er algjor sudupottur.

Ég bý ekki ein lengur. Thad flutti inn til mín RISAvaxid sjónvarpsbord. Thad tekur hálfa stofuna mína! Vid verdum bara ad laera ad búa saman í sátt og samlyndi. Kanski ég kaupi bord handa Thórbergi, Beggi til styttingar. Bordid er svo stórt ad ég vard ad skýra thad eitthvad. Beggi var ódýr, svo lítid skítugur thegar ég fékk hann, en eftir gott bad er hann alveg eins og nýtt bord.

Nú verd ég ad fara ad drífa mig á LHO.

P.s. Sigrún thad er indverskur veitingastadur rétt hjá íbúdinni minni sem heitir Cheap and Best!


Lighthouse

Stundum thegar ég vakna á morgnanna, kl 6:30, spyr ég: "til hvers er ég ad thessu? Hvad fékk mig til ad yfirgefa allt og alla sem ég thekki, fara yfir naestum tví thrjár heimsálfur, til ad reyna ad kenna ensku á mundarleysingja heimili í Kambódíu?" Svarid er einfalt, eitt nafn í rauninni: Hong. Hann er yndislegur. Hann talar eiginlega ekki neitt í khmer, hvad thá ensku, en hann kann ad segja nafnid mitt. á hverjum morgni thegar ég kem inn á Lighthouse kemur Hong hlaupandi kallandi Erna og fadmar mig svo fast! Svo í hádeginu fer hann og kaupir vatnsflosku handa mér. Og bidur mig um ad lesa, thad er eitt af fáu ordunum sem hann og ég kunnum í khmer. Hong er ad laera stafina í enska stafrófinu, hann er 12 ára. Oft kemur hann med stílabókina sína og skrifar stafina sína í tímanum sem ég kenni, Cutting Edge sem er fyrir krakkana sem eru bestir í ensku. Hong er med stórt kýli á heilanum. Thad er ekkert sem er haegt ad gera. Honum myndi ekki batna ef vid faerum med hann í heilaskurdadgerd. Hugsanlega versna. Ég sá x-ray myndirnar hans, kýlid er á staerd vid hnefann minn! En hann er svo fallegur og gódur. Seinni partinn thegar ég er ad fara gefur hann mér Háa Fimmu, eda high five og segir tomor.

Svo eru nokkrar stelpur, Sopea, Sokea, Sreynit, Thyra og Chooung, sem kalla mig teacha Pretty, thaer halda sérstaklega mikid upp á mig. Gefa mér blóm thegar thaer koma heim úr skólanum. Vilja alltaf sitja hjá mér og halda utan um mig thegar ég stend.

Thau minstu hlaupa um berrossud mest allann daginn, leika sér fallega saman eda slást, eins og gengur og gerist. Thad eru 10 born sem eru yngri en 3ja. Thau eru óskop saet.

Tho thad sé frábaert ad vera med krokkunum, er ég ad efast um mig sem kennara. Ég var med Dictation í gaer. 35 ord. Ord sem vid vorum búin ad fara vandlega í gegnum, glósa fram og til baka. af 15 nemendum sem eru í Cutting Edge fengu 8 krakkar 3 ord rétt. Meira ad segja gaf ég theim séns, ef thau settu e í stadin fyrir a gaf ég hálfann. Á medan ég var ad lesa yfir blodin theirra vissi ég ekki hvad ég var ad lesa. Daemi> ég las upp ordid: Husband, thad var einn sem skrifadi> Tjulspont. Ýkjulaust! Thad voru audvitad nokkrir sem fengu alveg 18-25 ord rétt sem er nokkud gott. Einn skiladi 7 ordum. Ég aetla ekki ad gefast upp.

Ég er hins vegar ad gefast upp á Sokhorn, thad er ungi madurinn sem saekir mig á morgnanna. Hann er ad ollum líkindum skotinn í mér. Hann hlaer svo hátt thegar ég er nálaegt. Thegar ég var ad bada krakkana og hann var ad sá fraejum reif hann sig úr skyrtunni. Daginn eftir, sem var heitari dagur en sá sem á undan var, badadi Ann krakkana. Sokhorn var kófsveittur í skyrtunni. Svo á mótórhjólinu er hann alltaf ad faera sig aftar svo ad ég verd ad faera mig aftar, hann gerir thad ekki vid Ann, ég spurdi hana. Ég held ad hann haldi ad ég sé skotin í honum líka. Allt útaf tví ad ég borgadi 1500 riel (35 cent af 1 usd) fyrir ad gera vid dekkid á hjólinu hans fyrir 3 vikum. Thad er fullt af litlum hlutum sem benda allir til thess ad hann sé skotinn í mér. Ég bíd bara eftir ad vera klipin í upphandlegginn.

Í gaer fór ég í brúdkaup. Ég skrifa um thad seinna. Núna verd ég ad fara í nudd ferdin thangad var rosaleg!

Thar til naest.

p.s.

... ég er med símanúmer sem virkar. Thannig ad ef thid viljid hringja í mig, sms held ég ad virki ekki thá er númerid mitt: +855 99 806184, ekki gleyma tíma mismuninum. Ég held ad thad séu 7 tímar. Og heimilsfangid mitt er

83e2

Street 130

Phnom Penh

Ég er ekki ennthá viss med 'póstinn, Nick segist hafa fengid bréf send til sín. Vid erum hvorugt med póstkassa. Hlakka til ad fá bréf, eda póstkort med myndum af íslandi, ég gleymdi ad taka thannig med mér. Krakkarnir eru alltaf ad spurja um ísland og ég get ekki sýnt theim neitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband