Sunnudagur, 7. desember 2008
Kaffi
"Sigurður tók líka dæmi af fólki sem bregzt hið versta við manni sem ryðst fram fyrir það í biðröð orðalaust, en helypir fram fyrir sig öðrum manni sem gefur þá skýringu á framhleypninni að hann sé með appelsínu í vasanum"
"að segja um það sem er að það sé er satt, og að segja að að sé ekki er ósatt: og að segja um það sem ekki er að það sé er ósatt og að segja að það sé ekki er satt"
"vísindi eru siðlaus"
"samtekin ræða á föstuformi"
"Ef hann er gyðingur segir maður að sjálfsögðu gefstu upp" ..."
"Ungi ameríski nemandinn hefur ekki virðingu fyrir neinu"
"Það er glæpur að hugsa um eitthvað án gagnrýninngar hugsunnar"
Það er stuð að læra undir próf!
Ég byrjaði að drekka kaffi í nótt... án mjólkurfroðu.. reyndar með súkkulaði útí, en ég meina, ég er ekki kaffidrykkjumanneskja svona yfirleitt, hef ekki drukkið neitt kaffi nema frappochino á starbucks, og þá er það náttúrulega með sírópi og súkkulaði bitum og mjólk og gervirjóma, þannig að þetta er stórt skref.. I'm growing up, og er nú orðin alvöru háskóla nemi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 1. desember 2008
Próf
eina sem ég mun gera næstu 2 vikurnar er að læra fyrir þessu 2 próf sem ég er að fara í. Ég er reyndar heppin miðað við marga, að fara bara í 2 próf og að það sé gott bil á milli þeirra. Ég hef heyrt af þeim sem fara í 4 próf á 5 dögum. Líklega geranlegt í menntaskóla, en í háskóla? ég veit ekki.
Að skrifa blogg, skoða facebook, og allt annað eins og til dæmis að taka til í fataskápnum mínum er svo mun meira spennandi en að lesa þessi tákn í kínversku og heimspeki texta f. forspjalla vísindin. En ég fæ bráðum fyrstu einkunina mína, ég hlakka mikið til þess. Er búin að ná áfanganum, en ég vil að sjálfsögðu hærri enkun en það sem er komið, vantar ennþá 25%.
En, núna eftir að hafa lamið stelpu og fellt strák, sit ég í bás á bókhlöðunni að hlusta á Britney Spears og annað gæða popp, að mestu leiti frá Asíu... Audy og Chris Lee og SHE og Tata Young. Stuð!
Nú hefst mössun! óskið mér lukku um leið og ég óska öðrum nemum lukku og samúðar á þessum skemmtilegu tímum. Það verður æði að vera búin, 11 desember og fyrsta önnin mín í háskóla búin.
Þetta ár er búið að vera magnað, svo mikið er víst, Kambódía, Naca, Phan, Who Will, Advisor, teiti hart, Expat Advisory, spilling, kennsla, Mekong River, Sihanoukville, Siem Reap, Malasía, Thailand, Ísland, H.Í., Ísland í dag, DV, teiti hart, Ameríka, nærbuxur, fjármál, vinna, skóli,... gott að getað hugsað til góðra tíma í prófatörninni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 22. nóvember 2008
Spilakvöld bankastjóranna
Það er alltaf gaman að halda spilakvöld, hitta góða vini og draga upp eitthvað spil eins og t.d. Monopoly..
Forstjórar bankana á Íslandi hafa spilað annars konar Monopoly eins og kemur fram í viðtali við Karlheinz Bellmann, Þjóðverjann sem kom hingað til lands eftir að hafa tapað 110.000 Evrum í dagblaðinu The Age frá Melbourne, Ástralíu.
"...just as the cynical reactions among Icelandic bank executives at the bar in the Grand Hotel: "Of course we played Monopoly with the country," they told me. "And we had fun. Most of the time it went fine."
( http://news.theage.com.au/business/icelanders-in-shock-after-global-crisis-20081121-6do9.html )
(Ísl: "...bitrir forstjórar bankanna á Íslandi sögðu á bar Grand Hótels "við spiluðum Monopoly með landið og höfðum gaman af því. Oftast fór allt á besta veg")
Mér er spurn, ætli þeir hafi verið með Monopoly spilið fyrir framan sig og hennt teningum og notað alvöru seðla?
Við komu Bellmanns kom fram í fjölmiðlum hér á landi að hann ætlaði ekki heim fyrr en að hann væri búinn að fá allt sitt sparifé til baka. Fjórum dögum síðar, eftir að hafa hitt Íslendinga í tárum yfir ástandinu hélt hann heim á leið. án sparifésins en þó með loforð um að það myndi skila sér á endanum, með því hugarfari um hvað væri hægt að gera fyrir okkar vesælu þjóð, sem átti allt.
Við ættum kannski að gera eins og í Kambódíu, taka upp erlendann gjaldmiðil, en halda krónunni sem klinki. Til þess að þetta fyrirkomulag virki þarf einhver spilltur og ríkur að dæla inn erlenda gjaldmiðlinum til að halda genginu alltaf á sama róli. Augljóst er að það hefur verið mikil spilling í fjármálaheimi Íslands, samanber að þeir hafi skemmt sér í "fjárhættuspilum" með peningana okkar, svo það ætti ekki að vera mikið mál að finna eins og einn íslenskann Hun Sen hér, ég er meira að segja með einn í huga, þó ég nefni engin nöfn.
Ætli við förum aftur í torfkofana? Það er ekki nema rétt rúm öld síðan við skriðum úr þeim al-lúsug, í skítugum rifnum görmum, með keytu í hárinu, að slepja dauðann úr skelinni, og nú er sykur að verða munaðarvara. Við hreinlega risum of hátt alltof hratt.
Ísland bezt í heimi?
Ekki að setja sig í neyðarsnöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
læra læra læra...veik
Hvað fæ ég fyrir að reyna að vera dugleg? hita, beinverki, mígreni, skemmtilega mikinn flökurleika, lystarleysi og svaðalega svöng á sama tíma og almenna uppgjöf. Og ég þarf að skrifa ritgerð og læra fullt af táknum og málfræði sem mér þykir ómögulegt, því annað hvort kann maður kínversku eða ekki.
Gott þó að það sé þessi helgi sem ég þarf að fá flensu en ekki næsta eða síðasta, þar sem það er vinnu helgi og ég þarf sannarlega á klinkinu að halda.
Það er búið að bjóða mér vinnu sem ritstjóri hjá fjármálablaði, og sem prófarkarlesari fyrir hinar ýmsu deildir Sameinuðu þjóðanna, og sem ensku kennari á háskóla stigi, og sem leiksskólakennar, og auðvitað sem freelance greinahöfundur. Þá er bara hvað ég vil.. Eitthvað sem drepur mig í stressi með endalausa skilafresti og mjög laaanga daga en lýtur rosalega vel út á ferilskránni minni, eða eitthvað sem er afslappað. Ég sé bara til.
best að reyna að lesa glósurnar mínar til að skrifa ritgerðina, ef augun á mér hætta að detta úr fókus og flökta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Lífið á Íslandi
Það var verið að skamma mig fyrir að blogga ekki, fleiri en einn meira að segja. Jæja, það er bara ekki svo mikið sem gerist á Íslandi, og lífið er ekkert sérlega spennandi hérna.
Ég fékk átta fyrir fyrstu háskólaritgerðina mína, ekki slæmt það.
Mér tókst að æfa 5 sinnum á rúmlega sólarhring, 2x í ræktina, 2x út að hlaupa og 1x að synda í Laugardalslaug. Og nei það var enginn sem tók mynd af því þegar ég fór út að hlaupa eða að synda, þannig að þið verðið bara að trúa mér.
Ég held ég sé með ofnæmi fyrir nammi og ávöxtum. Ég og mamma keyptum okkur að sjálfsögðu nammi á laugardaginn, og ég hætti hreinlega ekki að hnerra, sama gerðist þegar ég var að borða banana í gær og í dag og epli í morgun.
Það er kalt. Sólin rís seint á morgnanna og sest snemma á eftirmiðdaginn... það er kominn vetur.
Ég ætti að vera að vinna í heimildavinnu fyrir næstu ritgerð... en stundum nenni ég því als ekki. Þannig að ég ákvað að kippa þessu bloggleysi í lag.
En já... það er ekkert sérlega mikið að gerast þessa dagana, jú ég fór í bíó með Guðrúnu í gærkvöldi eftir að hafa verið á hlöðunni að læra í 6 klukkutíma með einni pásu til að borða eitthvað. Við sáum Burn after reading, hún er frábær! Magnaðir karakterar og sprenghlæjileg, ekki að maður læri neitt af henni..
Jæja, best að halda áfram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. október 2008
Ísland, Japan, Ástralía, þorskur og ljóskur.
Mér finnst það mjög áhugavert að það er hvergi nefnt viðræður Íslendinga við Japan til að fá lán. Nú sel ég það ekki dýrar en ég fékk það, en samkvæmt theage.com.au að þá eru stjórnvöld víst að því. Ætli það sé eitthvað leyndarmál? Annars getur það líka verið að þetta séu gamlar fréttir. Hvað veit ég? Bara nemi sem hefur ekki tíma að lesa fréttir, hvað þá horfa á þær..
en þetta er það sem ég fann á theage.com.au: http://business.theage.com.au/business/iceland-hopes-for-japanese-support-20081023-579l.html
Einnig las ég aðra grein á The Age, reyndar tekin úr Brisbane Times þar sem er verið að tala um að Ástralía gæti verið næsta Ísland vegna fasteignamarkaðarins þar. Í greininni er þessi frábæra klausa:
... Redeker continued: "There is a risk, however remote, that Australia could face some of the foreign funding difficulties we have seen in Iceland."
Iceland! Iceland was the most leveraged economy in the developed world when it became the first economy to be bankrupted by the credit crisis. You do not want to be mentioned in the same sentence as Iceland unless the discussion is fishing or blondes.
( http://www.brisbanetimes.com.au/articles/2008/10/19/1224351113115.html )
Justin sagði mér líka frá teiknimyndasögu sem hann fékk senda, eða sá á netinu. Þá voru einhverjir útlenskir business menn að ræða um stöðuna á íslandi. Annar þeirra segir "In Iceland they only have COD!" hinn segir "meaning that their economy can't be crashing that hard? seeing they have Cash On Demand" sá fyrrir horfir á hinn og segir "no no no... actual cod, you know the fish".
Skemmtilegt.
Viðræður standa enn yfir við Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 13. október 2008
Sunshine state og kínverska.
Það er komið og farið, árlega fjölskyldufríið mitt. Ég mamma og amma skelltum okkur til Florida í miðri kreppuni. Við lágum í sólbaði og ráfuðum í búðir. Allt frá því allra ódýrasta upp í það næst dýrasta, ég fór ekki í Tiffany's & Co, eða haute couture búðir í þetta skiptið. Það er samt svo gaman að skoða og máta Jimmy Choo skó og Prada kjóla.
Því miður hitti ég ekki Mikka Mús í þetta skiptið, kannski næst.
Ég hef ferðast þónokkuð eins og margir hverjir vita, Sanford flugvöllurinn í Orlando er hreinlega með þeim verstu sem ég hef farið á, og nú hef ég séð þá marga. Ég sakna þess að flúga í gegnum Orlando International Airport. Note to self, ef ég þarf að fara þarna í gegn aftur verð ég með nesti og smygla einhvernvegin inn vatni, einnig ætla ég að taka með mér Toilly Toilet seat covers sem Guðrún gaf mér einu sinni.
Nú er ég að svíkjast undan því að læra. Á að vera að skrifa úrdrátt úr tveim köflum til að auðvelda okkur próflestur. Ég ætti líka að vera byrjuð á ritgerð, og að læra öll táknin.
Annars var ég að velta þessum kínversku táknum fyrir mér. Þau eru þannig séð ekkert erfiðari en að nota okkar stafróf. Því það vefst fyrir mörgum, þar á meðal mér að stafsetja orð rétt, y og i, n og nn, r og s, j og ekki j, d og g rennur allt í eitt hjá mér. Og við þurfum náttúrulega að muna hvernig það á að stafsetja öll orðin. Og svo afhverju segji ég Kaupa, kauptu og keypti? Afhverju ekki kaupti? Eða frambjóðendur en ekki frambjóðönd?
Og í ensku, hvort ég eigi að skrifa með amerísku eða bresku z eða ekki z, to z or not z hefði Hamlet átt að segja.
Það er til gamans að nefna það að ég lærði svo mikið í fríinu mínu að bækurnar mínar bráðnuðu! Það er límið í kilinum, á meðan ég lá við sundlaugina í sól og hita að verða gyllt, þar sem ég verð aldrei brún. Ég hef verið mikið spurð síðustu 2 mánuði hvað í ósköpunum ég hafi verið að gera í Kambódíu allann þennan tíma fyrst ég er ekki brún, á landið ekki að vera rétt fyrir ofan miðbaug?
Er komið nóg hangs og slugs?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 26. september 2008
Boðsmiðar og lúxus.
Bankamaðurinn minn fékk boðsmiða fyrir okkur á kappaksturinn í Singapore. Stúku sæti með nokkrum af helstu bankastjórum og stjórnarformönnum Asíu og Eyjaálfu. Ekki amalegt það... Hefði verið mjög gott að byggja sambönd og kynna hjálparstarfsfélögin mín. Ég hefði ekki mikið á móti því að fljúga frá "Phen" á fyrsta farrými til að fara á kappakstur, þó ekki nema rétt rúmlega klukkutímaflug. Ekki nóg með það, heldur fylgdi miðunum gisting á Sentosa, sem er resort island-ið í Singapore. Auðvitað hefði ég þurft að fara að versla á Orchard rd., sem sjálfboðaliði í Kambódíu var ég ekki mikið í því að ganga í fínum fötum, ekki væri hægt að vera í skítugu gallabuxunum mínum með jakkafataklæddum karlmönnum. Ætli ég hefði þurft að vera með hatt? Gera bankamannakonur það ekki í kokkteil boðum? Kannski er það bara þegar þau skella sér á veðreiðarnar.
En... í staðin kúri ég með námsbókum á Íslandi og bölva veðrinu í sand og ösku.
Það eru pottþétt allir sem ég þekkja að hrista hausinn núna, Erna horfa á F1? ALDREI.. Aldrei segja Aldrei, hefði alveg getað verið gaman, með kampavíninu.
Mót ársins um helgina? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 22. september 2008
Meira fræg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. september 2008
Klukk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)