Fimmtudagur, 12. febrúar 2009
Orðlaus
Ég er orðlaus. Mig langar til að vita hvernig og hverjum var mútað fyrir að fá þessar niðurstöður. Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi..?! Mér finnst Leifsstöð alveg hryllilega leiðinlegur flugvöllur. Yfirborðskenndur og óþægilegur. Það væri líka gaman að vita við hvaða velli var verið að miða. Einhvern bush völl í fátækri borg einhverstaðar í austur Evrópu? Ég trúi þessari rannsókn ekki baun. ég á bara ekki aukatekið orð yfir þessari vitleysu. Þjónustulund?! jáh.. það þykja mér fréttir. Nei! þetta er snemmbúið fyrsta apríl gabb!! hah ég sé sko í gegnum þetta.
Ég var líka orðlaus þegar sturtan hætti að virka áðan. Leigan fyrir íbúðina sem við búum í er himin há! $1300 á mánuð og vatn og rafmang ofan á það (Takk ANZ) ... Ætti þá ekki vatnið að virka? Einstaklega gaman að vera með sjampó í augunum þegar sturtan fór hiksta, náði þó mestu úr hárinu, en það er ennþá smá sjampó í því.
Annars er ég mállaus í þokkabót, ekki var nóg að fá ljóta matareitrun, þannig að ég hélt engu niðri nema í 30 mín í mesta lagi, en þá er ég komin með ljóta hálsbólgu :( Justin og loftkælingin hans...
Hreingerningarkonurnar hafa gert mig enn einu sinni orðlausa... þær reyndu að kenna mér um að eyðileggja skyrtu af Justin, þær reyndu líka neita því að hafa eyðilaggt stuttbuxurnar mínar. Alveg sama hversu oft ég sýni þeim að það eigi ekki að nota klór á fötin okkar nota þær klór. Þær flissa bara, ég segji "aht mhin ni ai khnyom hai song saat, minh ni aht lahona" þær segja "tjchah miss" Ég spyr hvort þær skilji hvað ég er að segja, þær segjast skilja, og endurtaka það sem ég segji... næsta sem ég sé þær gera er að hella klór í þvottavélina! Ekki veit ég hvaðan þessi klór kemur, því ekki datt mér í hug að kaupa hann. Ég hef hins vegar oft hent honum, en alltaf er til klór.
Svo er ég líka tallaus, því ég hef engann síma þessa dagana.
Ætli þær, hreingerningarkonurnar, hafi ekki líka eyðilagt hleðslutækið mitt, eða símann minn... því ég get ekki hlaðið hann eða neitt. Hann virkaði fínt í fyrradag. Svo kom ég heim í gær eftir vinnu og hann virkaði ekki. Og í morgun þegar þær komu að þrífa voru þær heldur betur kindalegar...
Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. febrúar 2009
Otres og aðrar ferðir
Elsewhere hefur breyst, það var vissulega slatti af skítugum bakpokaferðalangum en fólkið sem var í teitinu var eldra en fyrir 5 mánuðum, og allir betur klæddir. Það var stuð, naktir karlmenn stukku ofan í laugina fyrir peninga, ekki að ég hafi staðið fyrir því. Mér voru boðnir 100 dollarar fyrir að hoppa nakin, ég horfði á kunningja minn gáttuð og spurði "heldurðu að ég sé virkilega svona ódýr?!" Gleði gleði, allt í einu var klukkan orðin 4 og við fórum heim. Þetta var síðasta "fyrsti föstudagurinn í mánuðnum partíið" afþví að leigan var hækkuð, eða afþví að landið var keypt af einum af þessum ríku spilltu köllum og hann æltar að sameina lóðina með 2 eða 3 öðrum lóðum og byggja hús handa kærustinni sinni.. en þetta eru bara orðrómar, enginn veit neitt.
Tókum svo rútuna til Sihanouk ville þar sem við gistum á Otres strönd í strá kofa án rafmagns. Það var ekkert smá afslappandi, flatmöguðum á ströndinni, syntum í heitum sjónum, borðuðum ferska ávexti og sjávarfang, lásum bækur og rákum blejur út úr kofanum okkar. Eiginlega engar kellingar að bjóða nudd eða humar eða kleinuhryngi eða armbönd. Engin brjáluð tónlist eða betlarar bara ró og friður.
Núna erum við að fara að plana næstu ferð, til Siem Reap. Og svo ferðina eftir það.. ekki alveg vitað hvert en það verður á nýja árinu í apríl... og svo eitthvað í Júní, liggur við að ég biðji bara um að gista á sófa hjá vinum mínum miðað við hvað ég ætla að fara mikið. Ó brunnur, ég sé hvað gerist.
Annars ætla ég núna að reyna að vinna hópverkefni fyrir mannfræðina og reyna að gleyma matareitruninni sem ég er með. Ég er mjög fegin að hafa ekki orðið veik í fyrri nótt í strá kofanum, ég hefð þá pottþétt dottið niður stigann, og þið vitið hvað ég er hryllilega mikið hrædd vid stiga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Skemmtilegt nokk.
Það var hringt í mig í gær, ég var ráðin sem forfallakennari á the Giving tree, ágætt svo sem. Það er bara þangað til að ég finn fulla vinnu, sem ætti að gerast á næstu dögum því ég fæ að vita í næstu viku hvort ég er kennari eða aðstoðar skólastjóri hjá Smart Kids Cambodia. Ég hlakka til að fá meiri vinnu...
Í hádeginu hringdi Justin í mig og sagði mér að hann ætti langa helgi, það er enn einn opinberi hátíðisdagurinn, ekki að við munum hvaða hátíðardagur það er á mánudaginn, og því ætlar hann að fara með mig til Sihanouk ville í fyrramálið. Það verður notalegt. Í dag eftir að hafa lesið í marga marga klukkutíma af því að ég hafði ekkert annað að gera í dag fór ég í sundlaugina og sólbað...þarf að venja húðina við sólina, því það er það eina sem ég ætla að gera í Snooky, liggja við sundlaug eða sjó í sólinni og borða sjávarfang.
Í kvöld er allra allra síðasta Elsewhere partíið. Ég er komin í glimmergalla sem er allt í lagi ef ég dett ofan í sundlaugina í... þannig að ég er eins og hver annar skítugur bakpokaferðalangur í kvöld, það mætti halda að ég hafi verið í skátunum, alltaf viðbúin!
Rosalega er skrítið að hugsa til þess að það sé síðasta Elsewhere í kvöld. Það eru góóóóð TEITI HART! Og ég hef hitt mikið af góðu fólki í teitunum, það eru til dæmis 48 vikur síðan Justin féll á mig og svo fyrir mér :) ... þegar ég hugsa um það þá kynntist ég eiginlega öllum sem ég kynntist í PPhen í þessu teiti. Ég hlakka til að fá Passion Paradise, Wing Sling og Disgustin' Justin þó það sé í síðasta skipti. Ég vona samt að ég endi ekki í lauginni, þar sem partíið er í Lonely Planet Cambodia bókinni þá koma alltaf fleiri og fleiri skítugir bakpokaferðalangar í teitið og ef maður lendir í lauginni fer maður heim lytktandi og útlýtandi eins og einn af þeim. OHJ bara...
Best að haska sér í teiti hart.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 1. febrúar 2009
Sund, rómantík og frí
Góðann daginn..
það er nú ekki mikið búið að gerast síðustu vikur.
Ég er byrjuð að kenna sund, sem er rosalega gaman. Krakkarnir fjörugir og alveg óhræddir við vatnið.
Ég er hugsanlega komin með íbúð með 3 amerískum stelpum, ef/þegar Justin þarf að flytja.
Við erum bæði búin að vera veik, það var ekki gaman. Hiti og ógurlegir beinverkir, endalaus höfuðverkur, illt í húðinni og almennt máttleysi.
Þessi helgi fór í sólbað, sund, göngutúra um PPhen, eldamennsku, súkkulaði, nudd og kertaljós. Allt planað af Justin. Og núna erum við að fara að plana frí til Siem Reap og Sihanoukville.
Meira er það ekki..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Á léttari nótum.
Það var minningarathöfn fyrir Ian á föstudaginn og á laugardaginn. Á föstudaginn komu munkar til að biðja fyrir sál hans og anda. Það er stelpa sem vinnur á veitingastað við hliðina á Magic Sponge þar sem Ian vann sem var hryllilega mikið skotin í honum, og var alltaf að reyna að tæla hann með mat. Hún var alltaf að gefa honum steik og franskar well done, eins og allir vita að þá er leiðin að hjarta mannsins í gegnum magann. Hún færði munkunum steik og franskar. Venjulega fá þeir hrísgrjón og eitthvað kambódískt. Það var allavega mjög fyndið að sjá steik og franskar fyrir framan munka.
Á laugardaginn söfnuðumst við svo öll saman á Magic Sponge til að minnast Ians. Bakpokaferðalangar sem vissu ekkert hvað var í gangi ráfuðu inn á barinn en þegar þeir sáu myndirnar af Ian og tárin í augum okkar voru þau fljót að láta sig hverfa, nema einn sem borðaði af matnum okkar og drakk ókeypis bjór þangað til honum var sagt að þetta væri minningarathöfn. Bjána ferðalangur. Við skáluðum Ian, skrifuðum í minningarbók sem verður send til foreldra hans því þau komust ekki til PPenh, hlustuðum á Pink Floyd og sögðum sögur af Ian. Það var góð stund sem við áttum saman.
Síðustu þrjár færslur hafa verið heldur þungar en afþví að það er svo fallegur dagur í dag ætla ég að hafa þetta létt.
Ég er að komin með smá vinnu sem byrjar bráðum, eða þegar það verður nógu heitt á morgnanna. Það er á leikskóla sem heitir The Giving Tree ( http://www.thegivingtreeschool.com ) þar mun ég kenna sund og kannski ballet líka. Skólinn sem ég fór í prufuna hjá datt upp fyrir vegna þess að ég átti fund með skólastjóranum klukkan 10 í síðustu viku, ég kom og enginn skólastjóri var á svæðinu. Hann hafði meira að segja hringt daginn áður til að staðfesta fundinn. Nú jæja... svo fór hann bara eitthvað annað og afboðaði aldrei fundinn við mig, ég skildi eftir skilaboð og hann er ekki ennþá búinn að hringja aftur. Ég held ég myndi heldur ekki vilja vinna þar, miðað við þessi vinnubrögð og krakkana sem ég var að kenna ensku. Þau þögðu í kannski 5 mínótur samtals af allri kennslustundinni, mættu of seint og töluðu í síma í tíma. Ef ég skammaði þau fékk ég bara hallærisstörur til baka og heimskulegt fliss.
Á eftir er ég að fara í viðtal í skóla sem heitir Footprints, þeim vantar hlutastarfs kennara, hálfur dagur, í minnsta lagi 500 dollarar á mánuði. Svo ætla ég að fara aftur í ACE sem er fjandi góður skóli, sem borgar líka ansi vel, og heimta vinnu á mjög kurteisann hátt.
Við Justin vorum að flytja á sunnudaginn, það var ekki langt, bara upp eina hæð. Þegar við byrjuðum flutninginn sagði hann að þetta myndi ekki taka neinn tíma... svo áttaði hann sig á því að á einu ári er hægt að sanka að sér ansi miklu dóti... Ég er búin að ganga frá öllu mínu, enda á ég bara 4 DVD myndir, 6 bækur og 15 kíló af fötum... Hann aðeins meira.
Það er búinn að vera endalaus gestagangur, manneskjur númer 9 og 10 komu á sunnudaginn. Þetta er að verða svolítið þreytandi.
Ég er svolítið búin að vera fíla mig sem heimavinnandi húsmóður síðustu daga, með alla þessa gesti. Alltaf að kaupa klósettpappír, ávexti og mjólk, skúrandi hægri vinstri, skipta á rúmum og þvo þvotta þess á milli sem ég fer í skóla með ferilskránna mína og á NACA til að sjá krakkana mína. Vegna þess að ég er ekki komin með endanlega stundaskrá hef ég ekki getað kennt þeim ensku og það fer alveg rosalega mikil orka í það að fara í atvinnuviðtöl.
Allt í einu er ég í söfnun í Ástralíu fyrir NACA, Nigel og Justin þekkja einhvern sem stjórnar einu af stærsta dagblaðið í Ástralíu og það eiga að birtast myndir sem ég hef tekið af krökkunum og lítill texti sem ég skrifaði um heimilið. Við erum ekki að biðja um peninga, þar sem þetta er ekki NGO og ekki skráð í Ástralíu og þá fær fólk ekki tax reduction fyrir það, heldur kenslu efni, bækur, plakköt og DVD, því það fæst voðalega lítið af góðu kennsluefni hérna. Fyndnast var þó að ég hafði ekki hugmynd að þeir feðgar væru að þessu fyrr en rétt fyrir jól þegar ég fékk tölvupóst þar sem ég var beðin um að skrifa blurb og taka góðar myndir af þeim þegar ég kæmi aftur til Kambódíu. Ég hefði ekki getað beðið um betri gjöf.
Justin var að hringja, ég þarf að fara heim að vinna einhvern aðgangs passa fyrir ANZRoyal bygginguna og minnismiða sem hann gleymdi í morgun og fara með það á skrifstofuna hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Á hann skilið réttarhöld?
Það sem Duch og aðrir innan Khmer Rouge (KR) gerðu er ófyrirgefanlegt! Það eru engin orð sem lýsa hryllingnum. Margir vitnisburðir segja að ráðamenn hafi allir verið alsgáðir og meðvitaðir um gjörðir sínar. Ég veit að það er ólöglegt að fangelsa menn án réttarhalda, en fjölda þjóðarmorðingar eiga ekki skilið lög og reglu. Og fjármagnið sem fer í réttarhöldin ætti að fara í eitthvað annað, eins og ég hef sagt nokkrum sinnum áður.
Duch var eflaust ekki myrtur vegna stærðfræðimenntunnar sinnar af KR vegna þess að hann var fangelsaður fyrir að vera kommúnisti.
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011923704/National-news/KRT-defence-supports-probe.html
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011923700/National-news/Victims-to-have-a-say-on-whether-KRT-should-try-more-suspects.html
http://www.phnompenhpost.com/index.php/2009011623677/National-news/Trial-meeting-begins-for-Tuol-Sleng-chief.html
http://www.trial-ch.org/en/trial-watch/profile/db/facts/duch__313.html
Mæli líka með að horfa á
The Killing Fields,
Biography - Pol Pot: Secret Killer
og lesa bækurnar:
First they killed my father, Loung Ung.
Pol Pot: Anatomy of a Nightmare, Philip Short
When Broken Glass Floats: Growing Up Under the Khmer Rouge, Chanrithy Him
The Lost Executioner: A Story of the Khmer Rouge, Nic Dunlop (þetta er saga Duch)
Ásamt svo mörgum bókum.
Eða að koma hingað og tala við fólkið, upplifa hörmungana og sjá spillinguna með eigin augum. Það eru margir ferðamenn sem ég hitti (þ.e. gista hjá okkur Justin (manneskjur númer 9 og 10 á 2 vikum komu í gær) sem vilja gera túristadótið með mér, þar sem ég hef unnið hér og þekki betur til en Lonely Planet, (og er ekki beint að gera mikið á daginn annað en að skrifa og senda CVs og fara í skóla) en ég hreinlega get ekki farið aftur í S21 eða á Killing Fields, einu sinni er meira en nóg. Mér var boðin íbúð í sömu götu og s21 er staðsett í, ég gæti aldrei búið þar. Ég á erfitt með að fara þarna framhjá því minningin um fangelsið, söguna og hryllingin er of sterk og ljós lifandi í mínu daglega lífi með því fólki sem ég almennt umgengst. Fólk hér á líka ansi erfitt með að tala um KR-regime, þegar ég tók viðtalið við Phan (http://www.expat-advisory.com/cambodia/phnom-penh/stranger-than-fiction.php) tók það 3 daga að fá hana til að opna sig um sína reynslu, og þá fékk ég mjög takmarkaðar upplýsingar. Því hún og aðrir hafa eflaust lokað úti reynsluna sína.
Lifið heil.
Fyrsti Rauði Khmerinn fyrir rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Síðustu dagar
Allir atburðir síðustu daga falla í skuggann af mínum kæra vini Ian, sem féll frá á föstudaginn sem var.
Ian var í Bangkok þegar hann fannst látinn. Við vitum ekki afhverju eða hvernig hann komst til Bangkok. Og það er ennþá óvitað afhverju hann fór frá okkur. Við erum ennþá að bíða eftir fregnum frá krufninguni.
Hugur okkar allra er með foreldrum hans sem þurfa að fara til Bangkok að sækja Ian. Við hér í Phnom Penh vonum þó að þau komist til Phnom Penh fyrir laugardaginn, þegar minningarathöfnin okkar verður. Við viljm að foreldrar hans sjái hversu mikið hann var elskaður af okkur og hversu mikið við söknum hans.
Ian var ótrúlega falleg manneskja, alltaf hress, alltaf brosandi, alltaf til í a good laugh. Alveg sama í hvernig skapi maður var í gat hann alltaf komið okkur til að hlæja. Oft þegar ég kom inn á barinn sem hann vann á greip Ian vaselín dollu og sagði its time babe og fór úr bolnum og gékk bak við skilrúm, þetta þýddi að ég ætti að bera vaselín á tattooið sem hann er með á bakinu. Þegar hann var í miklu stuði fór hann að blístra eins og brjálaður maður, og þegar stuðið náði hámarki beit hann gat í bjórdósina sína og og drakk bjórinn á hvolfi. Ian lifti upp lífinu á Lakeside.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Nu er nog komid
A theim tima sem eg hef buid i Kambodiu hef eg talad vid ansi marga Kamboda (khmera) um Khmer Rouge (KR) og hvad theim finnst ad thad eigi ad gera vid tha radamenn KR sem eru enntha a lifi. Lang flestir segja ad nu se nog komid og ad their vilji fa ad gleyma hormungunum sem dundu a thjodinni. Tho svo ad Victory over genocide day eigi 30 ara afmaeli 7 januar 2009 tha er rett rumlega aratugur sidan mordin haettu alveg, thvi margir KR voru i felum brodurpartinn af 9. og 10 aratugnum.
Eg er eiginlega sammala theim sem eg hef talad vid. Ef radamennirnir eru enntha a lifi eiga their ekki mikid eftir af lifinu sinu, og thegar rettarholdin fara loksins fram, ef thad verdur ad theim, verda their likelga danir. Betra vaeri ad nota peningana sem er verid ad daela i rettarholdin i menntun og uppbyggingu sem er ad skornum skammti.
Styrkja dómstól gegn Rauðu Khmerunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 8. janúar 2009
Fimmtudagur
Sturta og morgunsafi.
Tilbuin i slaginn..
skrifadi i klukkutima.
Bankann til ad fa bankareikning klukkan 10.
Photocopy bud til ad gera fleiri eintok af ferilskranni minni.
Fra 10:45-12:15 for eg a 5 stadi ad setja inn ferilskrana og tala vid skolastjora og adra radamenn.
For ad na i hadegismat handa veikum Justin.
13:15 aftur ut ad leita ad vinnu.
For a 7 stadi med ferilskrana mina og tala vid skolastjora og adra radamenn.
For heim i sma stund til ad anda adur en eg thurfti ad fara i try-out i Westline.
Reifst heiftarlega vid motostjora.
Heima i 20 minotur, sem foru i ad taka til eftir strakana...
Motostjorinn minn tyndist, tok thar af leidandi 25 min ad komast i skolann.
Maett i Westline klukkan 17:15.
Byrjadi ad kenna klukkan 17:30
Buin ad kenna klukkan 18:40.
Tok endalausann tima ad komast heim aftur.
Kom heim 19:10.
Kvoldmatur undirbuinn.
Kvoldmatur bordadur klukkan 19:30
Og nuna er klukkan rett rumlega 20:00 og vid erum ad fara ad horfa a Top Gun, aftvi ad allir voru einstaklega modgadir af eg se ekki buin ad sja hana.
Eigum vid ad raeda full on dag?!
Mig langar i nudd...Sem betur fer er helgi ekki a morgun heldur hinn!
MAN DAY!!
og Svo GIRL DAY!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 6. janúar 2009
Atvinna
Fór í mitt fyrsta atvinnuviðtal í dag, gékk nokuð vel. Er að fara í try out á fimmtudaginn, það er national public holiday á morgun sem þíðir ekkert annað en MAN DAY!
Eitt frekar óþægilegt í viðtalinu, ég er ekki viss hvort skólastjórinn var að dást af Marc Jacobs úrinu mínu sem hangir um hálsinn minn eða að dást af brjóstunum mínum eða hvort hann var japanskur.
Ég er mannfræðinemi frá deginum í dag.
Sigrún og Gummi: gúgglið það bara! Ef þið eruð of löt þá er Pho víetnömsk núðlusúpa sem er ÆÐI!
Læsti úti aftur í dag en þó bara í nokkrar mínótur, Gerði ráðstafannir og var með opin glugga sem ég gat klifrað inn um.
Núna erum við 6 saman að spila Kings of Leon mjög hátt og drekka bjór og skjóta af BB-Gun.
Og matur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)