Er réttlætinu náð?

 

Það hafa verið ansi skiptar skoðanir um réttarhöldin og ég er mjög á móti þeim. Jú það á að draga mennina bak við Khmer Rouge til réttlætis en hvernig getur Extraordinary Chambers of the Court in Cambodia (ECCC) og Sameinuðu Þjóðirnar réttlæt það að eyða tæplega 80 miljónum dollara í réttarhöldin og þau eru ekki nálægt því að vera búin. Það er aðeins búið að rétta yfir einum manni. ... Eins og það hefði verið hægt að gera mikið fyrir 80 milljónir dollara. Þrjátíu og fimm ár... það er nú ekki mikið fyrir það að hafa stjórnað pyntingum og skipað að berja lífið úr allavega 16.000 manns. Það var áhugavert að fylgjast með réttarhöldunum því það var aldrei talað um að drepa, myrða, eða slátra heldur var orðið "smash" notað eða mölva/mölbrjóta. Eins og það sé mannúðlegra.  

 

Duch fær 35 ár en mun eflaust ekki vera lengur í fangelsi en 19 ár. Fólk sem fór á réttarhöldin misbauð og fannst dómarar svívirða fjölskyldu sína vegna þess hve refsingin er í rauninni væg. Verjendur Duch töluðu mikið vörninni um að hann hefði bara verið að fylgja skipunum. Fólk hefur samt alltaf val um hvað það gerir. Verjendur töluðu um að hann væri endurbættur kristinn maður sem iðrast mikið þess sem hann gerði, þó að margt sem hann sagði og hvernig hann hagaði sér í réttarhöldunum sýndi fram á annað.. 

 

Mér er oft hugsað til Pich, nemenda sem ég hafði einu sinni í fyrra í ELT. Ég þurfti að útskýra orðið satellites eða gervihentti. Ég sagði að þeir væru búnir að vera til lengi og væru notaðir til að fyljgast með heiminum og fólkinu, hvað væri að gerast víðsvegar og þess háttar. Herinn notaði þá tildæmis mikið. Ein 13 ára stúlka spurði „Voru til gervihnettir 1976?" Ég svaraði já og sá fyrsti hefði verið notaður 1957. Stúlkan spurði þá "Ef gervihnettir voru notaðir 1957 og ef það var hægt að sjá hvað var að gerast alstaðar í heiminum þá, í gamla daga, afhverju kom enginn hingað þegar var verið að myrða fjölskylduna mína?" ... Meiri og ýtarlegri umfjöllun um réttarhöldin: http://www.phnompenhpost.com/index.php/2010072340753/National-news/long-road-to-day-of-reckoning.html


mbl.is 35 ár fyrir glæpi gegn mannkyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Íslendingr vita lítið um þessi réttarhöld svo þetta er fróðlegur lestur. En hvernig má ná fram réttlæti, svona yfirleitt, nema með réttarhöldum sem hlóta alltaf að kosta peninga. Hverjir eru aðrir valkostir, hafa engin réttarhöld og sleppa bara hinum ákærðu sem sýnast samt eki iðrast í verki að því er þú segir. Ég skil ekki alveg grundvallarhugsun þína þegar þú segist vera á móti réttarhöldunum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.7.2010 kl. 11:02

2 identicon

Ég get svo sem vel skilið að þér ofbjóði kostnaðurinn við þessi réttarhöld og mér finnst hann óheyrilegur. Skil engan vegin hvers vegna þetta er svona dýrt.  Ég er hins vegar er ekki á móti þeim. Það hlýtur að vera illskásta leiðin til að rétta hlut fórnarlamba að illmenni þessa heims séu dreginn fyrir rétt, látin svara til saka og dæmd til refsingar. Burt séð hvort okkur finnst sakborningur sleppa létt frá þessu með 11, 19 eða 35.ára dóm. Mig langar því að varpa því yfir til þín, hvað hefðir þér þótt sanngjörn refsing fyrir þetta illmenni sem þarna hlaut dóm? 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:49

3 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Það er þörf á réttarhöldum jú, en í landi þar sem meira en þriðjungur þjóðarinnar er undir fátæktarmörkum og grunnmánaðarlaun fólks eru 50 dollarar, finnst mér rangt að eyða 80++ miljónum í réttarhöld. Hægt hefði verið hægt að eyða 80 milljónum í að reyna að koma af spillingu, laga menntakerfið, opna almennilega spítala þar sem læknar hafa raunverulega lært læknisfræði. Og það eru c.a. 4 ár eftir af réttarhöldunum. Einnig þegar sönnunargögnin eru eins grjóthörð og þau eru hér, þarf að fara í gegnum mörg ár af rannsóknum og réttarhöldum? Auðvitað þarf að fara yfir öll sönnunargögn og staðfesta gildi þeirra, en, mér finnst vinnulagið í kringum ECCC til háborinnar skammar. Þegar ég hef farið að fylgjast með réttarhöldunum var ekkert sagt, þeir sem voru í vitnastúkunni komu sér undan því að svara lugu fram og til baka fóru á móti því sem þeir höfðu sagt áður í yfirheyrslum eða í ævisögum. Réttarhöld voru haldin stuttu eftir að Víetnam kom inn og tók yfir landið af Pol Pot. Þar féllu dómar en allir fengu að ganga lausir. Margir spyrja afhverju réttlætinu var ekki fylgt þá. Margir segja einnig að réttlæti vegna gjörða þeirra sem sitja nú og bíða réttarhalda verði aldrei náð því að Pol Pot fékk að deyja í sínu eigin heimili í útsveitum Kambódíu. Í blöðunum í dag kemur fram að margir þeirra sem lifðu af óttast að ef Duch eða hinir sem bíða réttarhalda verði sleppt lausum muni Khmer Rouge taka saman höndum aftur og kynslóðin sem er að komast á legg í dag muni þá þjást eins og þau gerðu fyrir 30 árum. Annað álit (sem kom frá fyrrum KR hermanni finnst að Duch hefði aðeins átt að fá 10 ár svo að hann geti eytt tíma í hofinu í elli sinni. Sá maður fylgist ekki nógu mikið með því Duch er víst endurbættur kristinn maður. Þetta er ansi erfitt mál að fjalla um og þau sem ég þekki sem lifðu Khmer Rouge af eiga mjög erfitt að tala um sína lífsreynslu. Þeirra vegna og til að bera virðingu fyrir öllum þeim sem Duch skipaði til mölvunar hefði hann átt að fá lífstíðarfangelsi. Vissulega er hann gamall maður (67) og á hugsanlega ekki mörg ár eftir í sér, en í virðingarskyni fyrir þær sálir sem lífið var murkað úr og fyrir fjölskyldur þeirra ætti það að hafa verið lífstíð.

Erna Eiríksdóttir, 27.7.2010 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband