Indonesia

Tha er eg komin heim i heidadalinn... thad var nu meira en eg helt ad komast hingad. Ad flugja i 3 klukkutima tok 17 tima ferdalag! Sma gongutur, tuktuk, bedid eftir flugvel, flogid til Singapore, bedid i 5 klukkutima, flogid til Jakarta, bedid eftir rutu, farid um bord i rutu til Bogor... Venjulega tekur 1.5 klukkutima ad komast thetta fra flugvellinum. En i dag var oedlilega mikil umferd og thad tok 4 klukkutima! Hressandi. Svo tok klukkutima allavega ad komast heim fra rutustodinni i Bogor. Jaeja... thad hafdist tho. Thegar eg fer svo heim i naestu viku ad tha mun thad taka lengri tima! Tvi eg tharf ad sofa a Changi, sem verdur hressandi tvi eg get ekki tjekkad mig inn allaleid med Jetstar. Svona eru thessi Budget flugfelog leidinleg.

A morgun eru kosningar, fra klukkan 7 ad morgni til hadegis. Eg aetla bara ad fara i Tajur og skoda galladar toskur. Og i Hypermart a Hyperutsolu ad kaupa kodda og lak. Svo er thad afmaeli vinkonu minnar, og Jakarta og  hitta alla. Gaman! Thad er vist islendingur i hverfinu minu...annar en eg. 

 En mikil oskop er Bogor buin ad breytast. Alskonar nytt. Ny hotel, nyjir vegir, nyjar verslanir, fullt af utlendingum. Thegar eg var her fyrst var eg ein af 5 hvitingjum i baenum. Allavega sa eg ekki fleiri en 5 a heilu ari.

En ja, eg er eiginlega bara ad rofla herna. Held ad thad se kominn timi a ad eg fari ad sofa! Vaknadi alveg sjalf an vekjaraklukku fyrir klukkan 5, var svo stressud ad missa af velinni minni og thar ad leidandi ad tapa fullt af peningum. 

Gledilega paska. Mig langar i paskaegg og malshatt... ekkert svoleidis her, ne i Kambodiu.


Hús og Híbýli

Eins og það getur nú verið gaman að skoða húsablöð og húsgögn, þá getur það verið algjör martröð að skoða íbúðir og hús, sér í lagi í PPhen. Ég fór í dag að skoða tvennt. Ein var furðuleg og lyktaði asnalega og stórkostlega over priced.. Hin var allt í lagi, en samt einhvernvegin ekki...það var bara eitthvað rangt við hana. Og ég var ekki heldur það hrifin af garðbekknum sem var notaður sem sófi. En mjög stórar og góðar svalir. Svo fékk ég að sjá eitt að utan sem gæti verið ágætt, samt á 1stu hæð og frekar nálægt girlie börum og engar svalir. Ég vildi óska að Brocon væri með eitthvað á leigu sem við Justin gætum fengið. Því ég sakna fyrstu íbúðarinnar minnar. Hún var fullkomin. Ég mun aldrei gleyma svipnum á Justin þegar hann kom að sækja mig á fyrsta stefnumótið okkar. Hann hélt að ég byggi í einhverri skítaholu, svo sem skiljanlegt eftir að hafa vaðið rusl upp á læri og hoppað yfir skít þar sem eitt rör var sprungið og drepið nokkra kakkalakka og veifað af sér leðurblöku (og ég átti bara heima á annari hæð). Svo opnaði ég hurðina og þá blasti við honum lítið loftkælt himnaríki, en skelfingarsvipur hans blast við mér. Eitthvað er að vefjast fyrir þessum fasteignamönnum mínum með litlu frönsku nýlendu tíma villuna sem þeir ætluðu að sýna mér, ég vona að það skýrist á næsu dögum... Svo ákvað ég líka að tjékka á annari fasteignastofu, bara til að auka möguleika mína á að finna drauma heimilið. Það getur verið algjör brandari að lesa lýsingar á íbúðum, sér í lagi hjá visalrealestate.com !

Annars er það Indónesía ekki á morgun heldur hinn!
Singapore 19. apríl.
Phnom Penh 20. apríl
Pabbi verður ári eldri 23. apríl
Singapore 24. apríl
Phnom Penh 27. apríl
Eydís verður 6 ára 1 maí
Justin fer til Ástralíu 1 maí
Sigrún og Gústi koma 3 maí.
Kóngurinn á afmæli 13-15 maí.(frí í marga daga, og þýðir ekkert nema að fara á ströndina Sigrún og Gústi!)
Sigrún og Gústi fara 17 maí.
Justin kemur heim 20 maí.
Við flytjum vonandi 21 maí og fáum vonandi lánaðann bíl í það allt saman.


Síðustu vikur

Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi um það sem hefur drifið á daga mína..

Það er nú ekki mikið svo sem...

Það eru 3 mánuðir og 2 dagar síðan ég kom hingað aftur, mér finnst ég vera búin að vera hér í viku.

Helstu fréttirnar eru þær að Justin hefur ákveðið að vera áfram í Kambódíu með mér. Hann tók dúndur starfi hjá bankanum. Þannig að núna hefst íbúðarleitin aftur! Núna verður það aðeins auðveldara því Justin er tilbúin að eyða ágætri slummu í hýbíli. Fasteignamaðurinn minn segist vera með lítið franskt nýlendutíma hús með litlum garði á leigu. Ekki amalegt það. Mig hefur alltaf langað til að búa aftur í einbýlishúsi og ekki væri french colonial villa amaleg byrjun. Svo mikið er víst að ég hef ekki áhuga á að fara aftur í þjónustu íbúð fyrir útlendinga, miklu skemmtilegra að búa lókal.

Í gær fór ég í brúðkaup vinkvenna minna, Anandi og Michelle létu vaða og giftu sig á Mekong ánni í roki og rigningu. Þar kom fram að undirstaða lesbísks hjónabands væri "trust and union as this hand fisting shows" eins og Charlie mismælti sig kostulega! Það var gleði og ást og hamingja í loftinu. Og þær brúðir yfir sig ástfangnar.
Gæsunin var víst rosaleg, en ég komst ekki í hana því..

Ég flutti í fyrradag þegar gæsunin var.. og allt sem mér var lofað að yrði búið að gera í íbúðinni þegar ég kæmi var ekki búið að gera! Þannig að ég get ekki tekið úr kössum eða töskum, aðalega því hillu einingin sem ég átti að fá er ekki hér.. en þetta vonandi reddast á morgun. Justin var svo elskulegur að fara til Siem Reap til að fara til Laos til að fara til Japan daginn sem ég varð að flytja en skildi bílstjórann sinn eftir til að hjálpa mér. Sary hljóp upp og niður tröppur í gegnum þröngt húsasund í myrkrinu með kassana mína. Honum fannst þetta nú frekar mikil breyting hjá mér og flissaði alltaf smá þegar hann kom inn í nýju íbúðina. Ég gaf honum bjór og handklæði fyrir hjálpina.
Það var mjög skrítið að vera ein núna, því ég hef ekki verið fullkomlega ein síðan í október þegar mamma og Óli voru á Flórída. En ég lít á björtu hliðarnar, nú get ég borðað það sem mér sýnist og horft á stelpu myndir fram eftir öllu.

Það er alltaf nóg að gera hjá Smart-kids. Ég hef tekið Magnús sögukennara í FÁ á þetta og handskrifa öll verkefni. Krakkarnir eru alveg ágætir og farnir að treysta mér. Það eru engin tár lengur hjá Vorthanak, Dara Tepi er farin að tala, Rathanak segir mér ennþá fleiri sögur og Miriam er búin að vera fjarverandi í viku.. Tepi er ný stelpa eftir hádegi, mjög þögul en góð í að skrifa stafina. Mér finnst samt ferkar óþægilegt eitt, þau eru öll í sama bekk, en á sitthvoru efninu, þannig að það er erfitt að kenna tvennt í einu. 2 þeirra kunna að skrifa stafina upp til stórt J og lítið j en hin 2 bara stórt B og lítið b... en það þau eru öll eins með tölurnar, þekkja ekki muninn á 2 og 8. Miriam sem er ný orðin 4ra ára segir alltaf að allar tölur séu 4.
Það er líka nóg að gera hjá Giving Tree. Krakkarnir þar hafa tekið mér rosalega vel og elska sundtímana. Nokkur þeirra hafa meira að segja sagt mér að það sé uppáhalds tíminn þeirra. Það er alveg stórkostlegt að sjá hvað mörg þeirra hafa lært mikið. Þau alveg geisla þegar þeim tekst að gera eitthvað sjálf. Stefna Giving Tree er að kenna í gegnum leik, þannig að við gerum mikið "ring a ring a rosy a pocket full of posy, i teach you i teach you, we all blow BIG bubbles" og svo gerum við "burr" í vatnið. Svo var ég í Lucky Market um daginn þegar Leo litli kom hlaupandi til mín og bað mig um að synda. Svo verða alltaf risastór tár hjá krökkunum þegar þau geta ekki synt, vegna veikinda eða vegna þess að mamma/pabbi/barnfóstran þeirra gleymdu að pakka sundfötum.
Ég skammast mín fyrir hvað ég hef farið lítið á NACA upp á síðkastið, það er bara búið að vera svo mikið að gera eitthvað. En ég fékk alveg stórkostlega og yndislega símhringingu frá krökkunum um daginn úr símanum hennar Kim. Justin finnst alltaf svo sérstakt hvað krakkarnir klifra mikið á mér þegar ég kem þangað, þau svo sem klifra á öllum, en eru æstari í að klifra á mér í rólegheitunum á meðan við spjöllum og lesum ég er alltaf allavega með 6 krakka í fanginu, enginn hamagangur.

Eftir stórfelldar spekúleringar hef ég ákveðið að skella mér til Indónesíu með mánaðarlaunin mín og eyða þeim í átlettum og verslunarmiðstöðvum. Mig vantar gallabuxur. Og ný sundföt þar sem mér tókst að týna uppáhalds bikini buxunum mínum í fluttningunum. Ég fer á miðvikudaginn 8 apríl og verð yfir kambódíska nýja árið og kem heim á mánudags morgun 20. apríl. Ég hlakka svo til að fara til Indónesíu. Komin 2 ár síðan síðast. Fyrir utan að hitta fjölskyldu og vini hlakka ég mest til að fá Mie Baso og Satay Kambing Kecap.

Jæja ég er með eina úrvals lélega stelpumynd tilbúna, og ég ætla svo sannarlega að nýta tækifærið næstu 7 vikurnar!


Ný vinna!

Jæja, ég er komin með vinnu eftir hádegi. :) ég er sund-, ensku- og danskennari hjá Smart Kids. Ég fæ ekki eins mikið borgað og ég vonaðist eftir, en það er ágætt engu að síður, og þá hef ég meira að gera loksins. Það eru samt bara 4 krakkar sem ég kenni. Miriam er kanadísk/Khmer algjör orkubolti og hress stelpa. Rathanak kann 15 orð í ensku, það stoppar hann ekki í að segja mér endalausar sögur á khmer. Dara er voða krúttleg en ferlega feimin en situr alltaf nálægt mér og finnst gaman að sýna mér uppáhaldsbækurnar sínar, Varatanak er feimnari en Dara og frekar hikandi, tekur ekkert sérlega mikinn þátt í því sem við gerum en finnst gott að fylgjast með.
Í dag lærðum við tölurnar, þau kunna að telja, en vita ekki hvað 2 er... en það kemur fljótlega vonandi. Þau kunna nokkra stafi. Við lærðum nýtt lag og dans sem er eins og hókípókí en með tölum. Eftir það lásum við eina bók, púsluðum smá og byggðum sandkastala.
Þannig að núna vinn ég mánudaga til miðvikudaga frá 8-16:30 og fimmtudaga og föstudaga frá 13:30-16:30, eftir vinnu þarf ég að læra sem ég geri líka í hádegishléinu mínu, sjá um heimilið, skrifa og vinna sjálfboðavinnu á NACA (sem ég þarf ekki að gera, en geri því mér finnst það skemmtilegt), ég er eiginlega dottin út úr Who Will, því ég hef bara 24 klukkutíma í hverjum sólarhring.

Það eru 2 vikur í að ég flytji.

Það eru 3.5 vikur í Khmer nýja árið. Nú verð ég að ákveða hvort ég vilji fara til Laos, Vietnam, Kuala Lumpur, Tælands eða Indónesíu. Ákvarðannir ákvarðannir.

Það eru 5 vikur í helgarferð til Singapore.

Það eru 6 vikur í að ég fái Gústa og Sigrúnu í heimsókn, sem er spennandi og smá ógnvekjandi, bara mamma og amma hafa séð lífið mitt hér. Jú Sara Kistín og Steinunn, en enginn úr vinahópunum mínum.


Nýjustu fréttir

Ég get tuggt matinn minn aftur. Ég er búin að vera fárveik síðustu viku. Með hita og kvef og ennisholubólgur. Þannig að geta tuggt var mikill sigur, og að vera bara á daufum verkjalyfjum er enn meiri sigur. Ég sat í sófanum og grét af verkjum. Justin vaknaði meira að segja við mig hágrátandi í svefni, og ég ætla að kenna Domadolinu um þetta en ég talaði á dönsku í svefni! Íslenska, enska, indóensíska, malasíska, khmer jafnvel kínverska væri meira skiljanlegt en DANSKA?! Det er maget underligt.

Ég er loksins að fá fulla vinnu.

Ég er að flytja.

Ég er að fá ansi myndarlega bólu á nefbroddinn sem er mjög þægilegt fyrir grútkvefaða mig.

Það eru enn og aftur að koma gestir til okkar. Stelpa, ég held að hún verði ein, og bara í 2 daga. Þetta eru síðustu tvær vikur Justins (í bili) og ég vil vera sjálfselsk og njóta hans alein!

Ég er búin að finna íbúð. Hún er pínu pínu lítil, en voða sæt og notaleg með bleiku klósetti og gulum veggjum á tveim hæðum, full af nýlendutíma antík húsgögnum, og það er verið að gera hana upp bara núna! Kannski aðeins í dýrari kantinum miðað við stærð, en jafn mikið og herbergi í deildu húsnæði. Og ég fæ vatn og rusl frítt og húsgögn (ekki bara bambus drasl, heldur alvöru antík húsgögn sem eru gullfalleg) og hjálm og aðgang að þvottavél og hljóðkerfi og leigusalinn er listamaður og ætlar að búa til nafnspjald handa mér.

Það er allt að ganga upp :D
Ást, hamingja og yndislegheit.


Barnarán úr pagóðu

Þetta er alveg hræðilegt.

Við hjá Who Will vorum búin að lofa að taka við 2 börnum (stelpa, 6 ára og strákur, 5 ára) sem búa með móður sinni í pagóðu ásamt nunnum. Móðirin er ekki nunna, hún vinnur í fataverksmiðju en getur ekki leitað til neins annars. Á daginn þegar móðirin er að vinna er enginn sem sér um börnin. Jane þekkir tiltölulega vel til í þessari pagóðu, hún á vinkonu sem er dótturdóttir einnar nunnunar.

Í gærkvöld fékk Jane símhringingu frá vinkonu sinni.

Það er búið að ræna börnunum! Ég giska helst á að það hafi einhver heyrt frá því að einhver frá Who Will myndi koma að sækja þau farið og sagst vera frá Who Will og tekið þau. Það var víst einhver kona sem tók börnin. Móðirin er að sjálfsögðu móðursjúk og örvæntingafull, það er ekkert sem við getum gert nema að bíða og vona að börnunum verði skilað.

Ef ekki, þá get ég ekki einu sinni ímyndað mér hvað verður gert við þau. Seld í þrælkun, vændi, myrt... eflaust allt.


mbl.is „Slúðurblöðin rústuðu næstum lífi mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsmóðir í hjáverkum

Þess utan að gera allt sem ég geri á venjulegum degi er ég orðin húsmóðir. Hreingerningarkonurnar telja sig eiga skilið að launahækkun, því íbúðin okkar „þarfnast svo mikillar vinnu", þannig að við rákum þær. Þær hafa aldrei unnið vinnuna almennilega hvort eð er. Ég fékk að segja "It's so hard to find good help nowadays". Ég verð nú að segja að það var pínu ógnvekjandi og spennandi að reka þær, því ég hef aldrei rekið neinn. Ég veit ekkert hvað þær meina með að íbúðin þarfnist mikillar vinnu. Jú það tók mig allavega 90 mín að þrífa þvottavélina sem var svo full af sveppagróðri að mér varð flökurt, sem þeim hafði að sjálfsögðu ekki dottið í hug að þrífa og kannski klukkutíma að þrífa baðherbergin almennilega. En ég get með stolti sagt að við erum núna með eflaust hreinustu baðherbergi í Kambódíu, Justin sagði að þau voru ekki einu sinni svona hrein þegar hann flutti inn. En almenn þrif eru ekki meira en 40 mín. Það væri hægt að fá þjónustukonu sem þrífur og eldar ofan í okkur fyrir peningana sem þær vilja. Aðstoðarkennararnir á Giving Tree fá ekki mikið meira en það sem þær vilja í laun, og þær á Giving Tree tala allar ensku og sumar líka frönsku, hreingerningarkonurnar okkar kunna að segja "I clean" og "I go home". Heldur betur óraunhæfar kröfur! Kannski er það gráðugi bróðir þeirra sem vill meira, hver veit. Kona sem ég vinn með sagði mér frá vinkonu sinni sem fór í frí en kom heim fyrr en hún bjóst við. Fann hún ekki bara hreingernignarkonuna sína í góðum fíling í húsinu í fötum af konunni!
En ohj! Við eigum víst að búa í frekar öruggu húsi. Maðurinn við hliðina á okkur kom heim í dag eftir að hafa verið einhverstaðar í 2 vikur. Það er einhver búinn vera að búa í íbúðinni hans! Hann fann íste og mat sem var ekki frá honum í eldhúsinu og óhrein handklæði. Svo hef ég líka séð konu vera að prófa lykla á öllum íbúðunum sem ég þarf að fara fram hjá á leiðinni út. Hún hefur líka reynt að koma hingað inn..en ég er alltaf með hengilásinn á þegar ég er ein heima á daginn. Frekar óþægilegt að vita að einhver sé að skoða dótið okkar. Sem betur fer erum við með peningaskáp þannig að við getum sett skartið mitt, tölvurnar og myndavélarnar þar inn þegar hvorugt okkar er heima.
Jæja nóg af rambli um óprúttið þjónustufólk. Ég lofa!

Á morgun fáum við gesti. Ég hef ekki hugmynd hvað þau ætla að vera lengi. Bróðir Justins og kærasta hans. Eftir morgundaginn verð ég búin að hitta alla helstu "kossana" í fjölskyldunni.

Annars er það helst í fréttum að ég er að bíða eftir svari um almennilega vinnu. Ég vil ekkert segja áður en ég fæ svör sem ætti að vera á næstu vikum.
Einnig er ég komin með fasteignamann sem ætlar að finna handa mér fullkomna íbúð. Ég er á báðum áttum hvort ég vilji búa ein eða hvort ég vilji búa með einhverjum. Það er mjög gott að búa með Justin, það er alltaf félagsskapur og skemmtilegra að elda fyrir fleiri en mig (þá er það bara soðið pasta með osti eða eitthvað álíka spennandi). En á hinn bóginn veit ég ekki hvort ég vilji búa með einhverjum ókunnugum. En svo kemur það á móti að ég get fengið fallegri íbúð, sem kostar aðeins meira en það sem ég hef efni á ef ég leigi með einhverjum sem deilir kostnaðinum. Ákvarðannir ákvarðannir....


Með kork og kút

Ég er aldeilis komin inn í sundkennsluna. Til að byrja með var ég frekar óörugg, og krakkarnir efins með mig því þau þekktu mig ekki. Ég var heldur ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera... ég bókstaflega hoppaði út í djúpu laugina. Jæja í dag mætti ég rúmlega 8 í skólann en hafði ekki sund tíma fyrr en klukkan 10. Ég fór inn í Monkey class og tengdi form við eins form, svo hjálpaði ég Travis að byggja þyrlu og bjó til lest með Lennox, eftir það sat ég á gólfinu og tók á móti plast mat og drakk te með álfavængi og kórónu ásámt Yani, Aziza, Sonisa og Lyka. Loks varð klukkan 10 og ég fór í sund með Owl class. Það eru tvær litlar franskar stelpur sem hreinlega ELSKA að synda. Alice sem er rétt 2ja ára kafar á bólakaf og sækir dót sem sekkur á botninn. Lennox var fyrst frekar mikið hikandi við það að synda með mér, núna er hann fyrstur að rífa sig úr fötunum, hann segir líka að við þurfum að finna stærri laug, því hann er svo stór strákur að allt vatnið gusast upp úr þegar hann hoppar inn. Crystal, á aðeins 2 vikum fór hún úr því að segja „Nei, ég kann ekki að gera þetta” í að segja „Kennslu kona, fröken Ena, ég get gert sjálf!”. Leo vildi ekki sjá sundlaugina eða vatnið til að byrja með, ef ég hjálpa honum ekki í sundgallann fyrst verður hann smá móðgaður út í mig...þegar sundtíminn er búinn þvertekur hann fyrir það að koma upp úr. Tevint talar ekki stakt orð í ensku og er svo ferlega kitlin að það er varla hægt að fá hann til að synda, en hann elskar vatnið, stundum er ég reyndar ekki viss hvort hann sé spenntur eða hræddur. Satoshi tók strax ástfóstri við mig, hann kom í fyrsta skipti í dag með og var í björgunarvesti, með sundgleragu og með bát, við fórum fram og til baka um laugina á meðan ég lét stelpurnar kafa eftir dóti sem Mala (aðstoðarkonan mín) henti á botninn. Í dag var líka í fyrsta skipti sem ég var ein með eina aðstoðarmanneskju. Til að byrja með fór forstoðu konan með mér í laugina, og í síðustu viku stóð hún á bakkanum, en í dag var of mikið að gera hjá henni. En kennslan gékk vel. Mig langaði alltaf á sundnámskeið... núna kenni ég sundnámskeið og mig langar helst til að fara til Japan eða eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fer bara til Singapore... og í einhverjar ferðir um Kambódíu. Ég man samt eftir því að vera í sundkennslu í grunnskóla. Það var settur á okkur kútur og okkur réttur korkur og sagt syndið og kennarinn var á bakkanum. Ég er alltaf ofan í laugini með krökkunum og held undir bumbuna og hvet þau áfram eða syngjum lög til að haldast á floti. Það er líka mikið gaman að henda alskonar dóti, hoppa í gegnum húlla hring og synda eins og hvolpur til að sækja dótið.

Krakkarnir mínir á NACA hafa ekki haft ensku kennara frá því að ég fór til Íslands í Ágúst. Vegna mikilla anna hjá mér hef ég ekki getað kennt, en hef haft mikið samviskubit yfir því. Svo var ég að kaupa inneign og vatn í lítilli búð á lakeside, það var stelpa á undan mér sem ætlaði að kaupa þvottaefni en það voru bara til svo stórir pokar, þannig að ég benti henni á að nota bara sjampóið sitt og að það væri gott að vinda fötin inn í handklæði. Við fórum að tala saman... hún er ástfangin af Kambódíu og vill vera hérna í einhvern tíma og langaði alveg rosalega til að vera sjálfboðaliði á munaðarleysingjaheimili og núna er hún ensku kennari á NACA! Og kannski ætlum við að búa saman á meðan Justin er í burtu. Fyndið hvernig maður eignast vini hérna, það er allt svo random.. Svo þarf ég að finna tíma fyrir 25 börn hjá tannlækni. Það er NGO hérna sem býður upp á fría tannlækna þjónustu.

Á kvöldin ef ég þarf ekki að vinna verkefni eða lesa eða eitthvað fyrir skólann aðstoða ég Justin með vinnuna hans.
Ég er óbeint launaður starfsmaður hjá ANZRoyal.. Það er aðalega að fara í gegnum skjöl og setja þau í réttar möppur, og skoða tölur, hjálpa með verðbréfin hans... Best að eiga ekkert, þá er ekki hægt að tapa neinu!

Við héldum upp á konudaginn.. ég þurfti ekki að gera neitt nema að vera sæt allann daginn. Um kvöldið fórum við að borða steik, á leiðinni á veitingastaðinn týndi Justin bleik blóm í einhverjum nágrannagarði. Justin fannst það ekki nóg þannig að ég fékk RISA dollu af Jelly Belly Beans í gær. Ég er búin að horfa miklum löngunar augum á hana í 2 mánuði í Lucky en tímdi aldrei að punga út peningnum (keypti bara kjól í staðinn). Við héldum samt ekki upp á sprengi-, bollu- né öskudaginn..

Ég fer til Singapore í apríl að hitta Justin, flugin eru hallærislega ódýr, 144 usd return! Svo fann ég líka flug til Melbourne frá K.L. á aðeins 300 ástralska dali, það eru þá 400-450 usd fram og til baka! En flug til Japan, sem ég ætlaði að fara í nýársfríinu, kostar 1200 dollara! NEI takk! Ég þarf líka að fara til Bangkok að kjósa, verlsa og taka viðtöl við dömudrengi því það er ritgerðarefnið mitt í kynjafræðinni.

Jæja, ég ætla að halda áfram að skóla...


Það rignir, rignir alveg rosalega

á kannski ekki alveg við fyrstu rigningu ársins... ég blotnaði um 6 dropa. En það var hressandi breyting frá endalausri sól og blíðu..

MAN DAY, MARK IX

Á föstudaginn var ég rosalega sátt við að vera ein heima að gera ekki neitt nema að borða bláberja möffins sem ég bakaði fyrr um daginn, dreka hvítvín og borða súkkulaði og hindber. Justin var í einhverju vinnuhófi Svo fæ ég skilaboð um að bílstjórinn okkar væri á leiðinni til að sækja mig. Ég fór að hitta Justin og yfirmenn hans (þar á meðal forstjóra bankanns) á skítugri matar/karíókí búllu... ég hélt að ég væri að fara á stað eins og Metro eða Chow... allir í rífandi fíling að syngja illa og drekka ódýran bjór í teppalögðu herbergi inn af eldhúsinu. Stuð!

Já það var MAN DAY á laugardaginn. Ég, Justin, Jasmine, Manuel og Jean tróðum okkur inn í bílinn með The Sarinator (Sary, sem er bílstjórinn okkar) og héldum út á Kambol Raceway ... stuðið byrjaði þegar bílinn bilaði. Viftureimin slitnaði. Ég reyndi að segja karlmönnunum þetta... því ég var að sjálfsögðu með nefið ofan í húddinu og tók eftir því að viftan virkaði ekki.. auðvitað var ekkert hlustað á mig. Við fundum tuktuk og Sary fór með bílinn í viðgerð.
Go-kart er alltaf jafn skemmtilegt. Ég var í öðru sæti, bara af því að keðjann datt af kerrunni minni á síðasta hring og ég varð að fá aðra kerru sem var hundléleg, fór svo hægt að ég þurfti ekki einu sinni að nota bremsuna á U beyjurnar! Jæja, svo kom Sary aftur og sagði okkur að viftureimin hafði slitnað.. hversu miklir sauðir eru þessir karlar? Bjór og smá pása fyrir næstu keppni, ég tók ekki þátt því ég nennti því ekki, tók bara myndir af þeim í staðinn. Mjög sniðugt að það sé bar og sundlaug í Kambol Raceway...
Eftir Go-kartið var farið að skjóta úr byssum. Ég skaut að sjálfsögðu ekki, en Manuel og Jean deildu einu AK-47 hylki. Þegar þeim ósóma var lokið fórum við í sjónvarpið, CTN er alltaf með Khmer Kick Boxing í sjónvarpinu á laugardögum og sunnudögum svo við horfðum á síðustu keppni dagsins, sem var heldur betur ósanngjörn. Sá sem sigraði átti að tapa því hann svindlaði. Eftir að bjallann hringdi í round 2 kýldi hann hinn strákinn svo fast að hann datt niður... og... það var talið yfir honum! Mjög rangt.
Jæja, Stuðið var ekki búið þar, fórum niður á lakeside til að fá okkur hádegismat klukkan 17:30 og horfa á sólsetrið. Að sjálfsögðu voru það karlmannslegir hamborgarar og bjór.
Heim í sund og sturtu og ferskleika og kvöldmat til að hittast aftur á Revolution í karlmannslega Gin og Tónik. Eftir nokkra drykki var haldið á Girlie bars.. ég elska þá bari. Það er svo gaman, fyrir utan sexpatana að sjálfsögðu. En stelpurnar sem vinna þar hafa mjög gaman af því að dansa við okkur Jasmine og strjúka á okkur hárið tala um hvað við erum fallega hvítar og nudda okkur. Við ætluðum á þann dónalegasta, þar sem stelpurnar eru í eiginlega ekki neinum pilsum og dansa við súlur en þá var hann lokaður, fórum bara á 5 aðra í staðinn. Enduðum svo fyrir utan Hjarta myrkursins í leit að hórum, en þá var búið að loka.. fengum okkur bara pulsu og pork spare ribs í staðinn.
MAN DAY er æði! Stanslaust stuð og ævintýri.

Í dag voru svo bara notaleg heit heima í stofu. Horfðum á 2 bíómyndir pöntuðum flatbökur, lásum bækur, gerðum skattskýrslu og elduðum kjöthleif, kartöflur, salad og ískrem.
Ég fór reyndar að skoða eina íbúð.. Já nei! kjallri með einum litlum glugga, tveir leigufélagar og herbergi sem er minna en baðherbergið okkar og bókstaflega ekkert skápapláss, það var ein hilla í skítugum skóskáp. Það var svo lágt til lofts að ég gat snert loftið án þess að teygja mig! Og þær vildu fá 80 dollara fyrir þessa kytru plús vatn plús rafmagn plús rusl!

Á morgun kemur vonandi pípulagningamaður til að athuga hvað er að vatninu okkar. Þetta er náttúrulega bara brandari að það sé ekki búið að vera almennilegt vatn í næstum viku. Þrýstingurinn í rassasprautunni er meiri en í sturtuni á mesta styrk! Það kom reyndar einhver í gær, skrúfaði frá öllum krönum og þóttist vita hvað hann var að gera. Það eru ekki kranarnir sem eru vandamálið, það er eitthvað að aðrennslisrörunum. Reyndar er eitthvað að frárennslinu líka, því baðherbergis gólfin eru alltaf rennandi blaut sem er stórhættulegt í flíslagðri íbúð þegar ég er klaufi. Ég er búin að hella klór, já klórnum sem hreingerningarkonurnar nota á fötin okkar, í öll niðurföll og sturta fötu af soðnu vatni þarna niður líka, en ekkert hreinsast. Verst að við eigum ekki drullusokk..

Jæja, ég er sybbin og fyrirlesturinn sem ég er að hlusta á í gegnum ugluna virkar ekki.. eða hann rennur áfram en ekkert hljóð. Mikið gagn í því ekki satt?

Ég vona að ykkar helgi hafi líka verið svona góð.

P.s.
Sihanouk ville næstu helgi, Siem Reap helgina eftir það eða þar eftir, Man Day Mark X... Japan?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband