Ný vinna!

Jæja, ég er komin með vinnu eftir hádegi. :) ég er sund-, ensku- og danskennari hjá Smart Kids. Ég fæ ekki eins mikið borgað og ég vonaðist eftir, en það er ágætt engu að síður, og þá hef ég meira að gera loksins. Það eru samt bara 4 krakkar sem ég kenni. Miriam er kanadísk/Khmer algjör orkubolti og hress stelpa. Rathanak kann 15 orð í ensku, það stoppar hann ekki í að segja mér endalausar sögur á khmer. Dara er voða krúttleg en ferlega feimin en situr alltaf nálægt mér og finnst gaman að sýna mér uppáhaldsbækurnar sínar, Varatanak er feimnari en Dara og frekar hikandi, tekur ekkert sérlega mikinn þátt í því sem við gerum en finnst gott að fylgjast með.
Í dag lærðum við tölurnar, þau kunna að telja, en vita ekki hvað 2 er... en það kemur fljótlega vonandi. Þau kunna nokkra stafi. Við lærðum nýtt lag og dans sem er eins og hókípókí en með tölum. Eftir það lásum við eina bók, púsluðum smá og byggðum sandkastala.
Þannig að núna vinn ég mánudaga til miðvikudaga frá 8-16:30 og fimmtudaga og föstudaga frá 13:30-16:30, eftir vinnu þarf ég að læra sem ég geri líka í hádegishléinu mínu, sjá um heimilið, skrifa og vinna sjálfboðavinnu á NACA (sem ég þarf ekki að gera, en geri því mér finnst það skemmtilegt), ég er eiginlega dottin út úr Who Will, því ég hef bara 24 klukkutíma í hverjum sólarhring.

Það eru 2 vikur í að ég flytji.

Það eru 3.5 vikur í Khmer nýja árið. Nú verð ég að ákveða hvort ég vilji fara til Laos, Vietnam, Kuala Lumpur, Tælands eða Indónesíu. Ákvarðannir ákvarðannir.

Það eru 5 vikur í helgarferð til Singapore.

Það eru 6 vikur í að ég fái Gústa og Sigrúnu í heimsókn, sem er spennandi og smá ógnvekjandi, bara mamma og amma hafa séð lífið mitt hér. Jú Sara Kistín og Steinunn, en enginn úr vinahópunum mínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvaða hvaða

hvað helduru að við gerum eða segjum?

spíra (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

nei...það er ekki það... mér finnst bara skrítið að einhver fái að sjá mig í Kambódíu, því þetta er svo mikið minn heimur.

Erna Eiríksdóttir, 23.3.2009 kl. 04:23

3 identicon

Til hamingju með nýju vinnuna :*

(fékkstu ekki sms-ið frá mér?...er þetta nýja númerið sem þú sendir úr)

Lena :) (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:27

4 identicon

Ég er að senda á þig fólk, sjá nánar á www.kristinogdora.com þær eru líka Selfossgemlingar. Ég held þær verði á Lakeside, er búin að segja þeim frá þér og Naca.

Saaaaaakna þín og Kambódíu!

sara Kristín Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband