MAN DAY, MARK IX

Á föstudaginn var ég rosalega sátt við að vera ein heima að gera ekki neitt nema að borða bláberja möffins sem ég bakaði fyrr um daginn, dreka hvítvín og borða súkkulaði og hindber. Justin var í einhverju vinnuhófi Svo fæ ég skilaboð um að bílstjórinn okkar væri á leiðinni til að sækja mig. Ég fór að hitta Justin og yfirmenn hans (þar á meðal forstjóra bankanns) á skítugri matar/karíókí búllu... ég hélt að ég væri að fara á stað eins og Metro eða Chow... allir í rífandi fíling að syngja illa og drekka ódýran bjór í teppalögðu herbergi inn af eldhúsinu. Stuð!

Já það var MAN DAY á laugardaginn. Ég, Justin, Jasmine, Manuel og Jean tróðum okkur inn í bílinn með The Sarinator (Sary, sem er bílstjórinn okkar) og héldum út á Kambol Raceway ... stuðið byrjaði þegar bílinn bilaði. Viftureimin slitnaði. Ég reyndi að segja karlmönnunum þetta... því ég var að sjálfsögðu með nefið ofan í húddinu og tók eftir því að viftan virkaði ekki.. auðvitað var ekkert hlustað á mig. Við fundum tuktuk og Sary fór með bílinn í viðgerð.
Go-kart er alltaf jafn skemmtilegt. Ég var í öðru sæti, bara af því að keðjann datt af kerrunni minni á síðasta hring og ég varð að fá aðra kerru sem var hundléleg, fór svo hægt að ég þurfti ekki einu sinni að nota bremsuna á U beyjurnar! Jæja, svo kom Sary aftur og sagði okkur að viftureimin hafði slitnað.. hversu miklir sauðir eru þessir karlar? Bjór og smá pása fyrir næstu keppni, ég tók ekki þátt því ég nennti því ekki, tók bara myndir af þeim í staðinn. Mjög sniðugt að það sé bar og sundlaug í Kambol Raceway...
Eftir Go-kartið var farið að skjóta úr byssum. Ég skaut að sjálfsögðu ekki, en Manuel og Jean deildu einu AK-47 hylki. Þegar þeim ósóma var lokið fórum við í sjónvarpið, CTN er alltaf með Khmer Kick Boxing í sjónvarpinu á laugardögum og sunnudögum svo við horfðum á síðustu keppni dagsins, sem var heldur betur ósanngjörn. Sá sem sigraði átti að tapa því hann svindlaði. Eftir að bjallann hringdi í round 2 kýldi hann hinn strákinn svo fast að hann datt niður... og... það var talið yfir honum! Mjög rangt.
Jæja, Stuðið var ekki búið þar, fórum niður á lakeside til að fá okkur hádegismat klukkan 17:30 og horfa á sólsetrið. Að sjálfsögðu voru það karlmannslegir hamborgarar og bjór.
Heim í sund og sturtu og ferskleika og kvöldmat til að hittast aftur á Revolution í karlmannslega Gin og Tónik. Eftir nokkra drykki var haldið á Girlie bars.. ég elska þá bari. Það er svo gaman, fyrir utan sexpatana að sjálfsögðu. En stelpurnar sem vinna þar hafa mjög gaman af því að dansa við okkur Jasmine og strjúka á okkur hárið tala um hvað við erum fallega hvítar og nudda okkur. Við ætluðum á þann dónalegasta, þar sem stelpurnar eru í eiginlega ekki neinum pilsum og dansa við súlur en þá var hann lokaður, fórum bara á 5 aðra í staðinn. Enduðum svo fyrir utan Hjarta myrkursins í leit að hórum, en þá var búið að loka.. fengum okkur bara pulsu og pork spare ribs í staðinn.
MAN DAY er æði! Stanslaust stuð og ævintýri.

Í dag voru svo bara notaleg heit heima í stofu. Horfðum á 2 bíómyndir pöntuðum flatbökur, lásum bækur, gerðum skattskýrslu og elduðum kjöthleif, kartöflur, salad og ískrem.
Ég fór reyndar að skoða eina íbúð.. Já nei! kjallri með einum litlum glugga, tveir leigufélagar og herbergi sem er minna en baðherbergið okkar og bókstaflega ekkert skápapláss, það var ein hilla í skítugum skóskáp. Það var svo lágt til lofts að ég gat snert loftið án þess að teygja mig! Og þær vildu fá 80 dollara fyrir þessa kytru plús vatn plús rafmagn plús rusl!

Á morgun kemur vonandi pípulagningamaður til að athuga hvað er að vatninu okkar. Þetta er náttúrulega bara brandari að það sé ekki búið að vera almennilegt vatn í næstum viku. Þrýstingurinn í rassasprautunni er meiri en í sturtuni á mesta styrk! Það kom reyndar einhver í gær, skrúfaði frá öllum krönum og þóttist vita hvað hann var að gera. Það eru ekki kranarnir sem eru vandamálið, það er eitthvað að aðrennslisrörunum. Reyndar er eitthvað að frárennslinu líka, því baðherbergis gólfin eru alltaf rennandi blaut sem er stórhættulegt í flíslagðri íbúð þegar ég er klaufi. Ég er búin að hella klór, já klórnum sem hreingerningarkonurnar nota á fötin okkar, í öll niðurföll og sturta fötu af soðnu vatni þarna niður líka, en ekkert hreinsast. Verst að við eigum ekki drullusokk..

Jæja, ég er sybbin og fyrirlesturinn sem ég er að hlusta á í gegnum ugluna virkar ekki.. eða hann rennur áfram en ekkert hljóð. Mikið gagn í því ekki satt?

Ég vona að ykkar helgi hafi líka verið svona góð.

P.s.
Sihanouk ville næstu helgi, Siem Reap helgina eftir það eða þar eftir, Man Day Mark X... Japan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég elska bloggið þitt :)

Inga! (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 13:06

2 identicon

hvað er man day??

i want in on that! :D

oooog það styttist nú í að ég kaupi flugið mitt, má ekki versla neitt þangað til hehe, ekki einu sinni komin með sumarvinnu oO oooo það reddast nú ;)

spira (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband