Nóg að gera.

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að ég átti afmæli fyrir tveim vikum. Og þvílikur dagur.

Tók reyndar forskot á sæluna og hélt smá afmæli á NACA. Ég Steinunn keyptum heilt fjall af flatbökum og ávaxtasafa handa þeim. Uppi varð fótur og fit og brjálæðiskast. Steinunn hafði sagt krökkunum að ég ætti afmæli í síðustu viku og þau bjuggu til afmæliskort handa mér. Eftir að hafa borðað helling af pizzu og drukkið safa var spurt hvort ég hefði komið með köku, en ég hafði ekki verið svo grand á því. Þá laumuðust nokkrar stelpnanna út til að kaupa cup-keik handa mer laumuðust upp á efri hæðina og setti fullt af kertum í hana og komu svo að sækja mig. Eftir að þau höfðu troðið kökunni upp í mig fóru þau að stilla mér upp eins og það væri að fara úr tísku. Ansi skemmtilegt og mikið hleygið.

Tuttuguasti og fyrstu júli, tuttugasti og þriðji afmælisdagurinn minn byrjaði bara eins og hver annar þriðjudagur svo sem, fór í vinnuna, sem átti að vera síðasti dagurinn minn í sundinu. Svo varð ég að bruna heim og undirbúa mig fyrir kennslupróf sem ég rústaði! Justin hafði hjálpað mér kvöldið áður að undirbúa 2 kennslustundir, eina fyrir unglinga og eina fyrir fullorðna. Og já... ég rústaði því. Byrja í dag hjá ELT (elt.edu.kh) ferlega spennandi

Fór svo og hitti Steinunni sem gaf mér klukkustund af himnaríki í afmælisgjöf... við fórum á Bliss Spa (http://blissspacambodia.com/). Eitt af mínum uppáhalds, og Bliss Boutique er alveg æði líka, allt svo blómalegt og fallegt, og alveg tilvalið í veðrinu hér. Þegar himnaríki kláraðist í sundlauginni sem var inn í nuddherberginu mínu fórum við á The Shop, sem er yndislegt lítið belgískt kaffihús, þar sem við fegnum súper góðar kökur.
Steinunn varð þá að drífa sig á NACA og ég kíkti aðeins í búðirnar á st.240, sem er eiginlega hátískugata Phnom Penh og fór svo heim til að bíða spennt eftir Justin. Mjög skemmtilegt að bíða því ég fékk að tala við pabba og Eydísi á Skype og þau eru loksins komin með vefmyndavél, góð afmælisgjöf það.
Justin tók mig svo út í 3ja rétta máltíð á uppáhalds veitingstaðnum mínum Scoop (það er engin heimasíða...). Kampavín var pantað um leið og við settumst og hörpudiskar og sniglar, epla sorbet til að hreinsa munninn og ferska bragðlaukana, í aðalrétt var steikarsalat fyrir mig og Kobe svín handa Justin, í eftirrétt var súkkulaði Sufflé handa Justin og Lava cake handa mér. Ég fór á salernið á meðan við vorum að bíða eftir aðalréttinum og þá talaði Justin við þjónanna og þegar það var kominn tími til að fá eftirréttinn voru ljósin dimmuð og sett eitthvað stuð lag á sem passaði ekki alveg við stemminguna, en klukkan var að verða 9 (sem er mjög seint í Kambódíu) ég djókaði eins og bjáni “hva, er bara verið að breyta Scoop í skemmtistað?” en þá kom allt starfsfólkið með yfirkokkinn í fararbroddi að syngja fyrir mig og yfirkokkurinn hafði meira að segja sett bleikt kerti hjá kökunni minni.
Allt í allt, ferlega góður dagur og kvöld.

Nú gleðin hættir ekki þar... á laugardaginn (25 júlí) var kveðju teiti fyrir Paul og Steinunni, að sjálfsögðu, misskildi þetta allt saman, hélt að Paul hefði skipulagt þetta allt saman fyrir hana. Steinunni fannst hann ferlega góðhjartaður að gera þetta fyrir hana miðað við hvað þau þekkjast mjög lítið... Allavega... þá byrjuðum við á því að sigla niður Tonle Sap og upp Mekong og til baka, ótrúlega skemmtilegt og fallegt að horfa á sólsetrið. Brunuðum svo í karaoke sem var dúndur stuð. Við vorum líklega 20 í uber stuði. Svo byrjaði pöbba-rölt sem endist nú ekki lengi.. við fórum á 1 bar... Justin, Steinunn og ég vorum ekki á þeim buxunum að fara heim strax og fórum í spilavítið Nagaworld þar sem Justin vann fullt af seðlum í 21 og ég vann nokkra í spilakassa.. ekki skemmdi fríi bjórinn fyrir.
Daginn eftir kom svo loksins nýji fallegi æðislegi sófinn okkar. LOKSINS. Íbúðin miklu fallegri núna eftir að við losnuðum við þetta ljóta óþægilega sófadrasl.

Síðasta vika hefur ekki verið neitt sérlega viðburðarrík. ... fórum í networking teiti.. ég þarf að fara að fá mér nafnspjald til að gefa fólki. Væri erfitt að koma öllu fyrir sem ég geri, en það má reyna. Justin stakk upp á “teacher extraordinaire”, ég held að það sé aðeins og mikið kannski.

Justin notaði spilavítispeningana sína til að kaupa Nitendo Wii um helgina. Vííí, núna spilum við keilu og tennis og trivial og einhvern Agatha Christie leik. Ég hefði nú samt vilja að hann hefði splæst í lök og rúmteppi.. ég hef bara eitt orð: karlmenn!

Jæja ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir fyrsta daginn minn.

Ást og hamingja.


Ódýrt fyrir þig, vinur minn.

Grein eftir mig, Kambódía í mjöööög grófum dráttum.. á eftir að setja inn greinar bara um PPhen, Siem Reap og fleiri vinsæla staði.

http://blog.dohop.com/index.php/2009/07/27/cheap-price-for-you-my-friend/

Njótið.


Réttarhöldin: Khmer Rouge Tribunal

Ég og Steinunn fórum í Toul Sleng (S21) á sunnudaginn. Þetta var annað skiptið fyrir okkur báðar, en okkur fannst við verða að fara aftur, sér í lagi þar sem við höfðum ákveðið að fara og fylgjast með réttarhöldunum sem eru í gangi yfir Duch. Áður en lengra er haldið er rétt að rekja aðeins sögu Duch og S21.

Duch, var fæddur 1942, hann gékk í skóla og varð stærðfræði kennari. Hann varð síðar einn af hæstu mönnunum í Khmer Rouge (KR) þegar hann varð yfirfangavörður í S21. Eftir KR fluttist hann úr Phnom Penh. Eftir að konan hans dó skipti hann um trú og er kristinn maður í dag. Árið 1999 var hann uppgötvaður fyrir tilviljun af blaðamanni og var í kjölfarið handtekinn. Til að kynnast manninum betur er hægt að lesa um hann á wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Kang_Kek_Iew
S21 var gagnfræðiskóli sem var breytt í fangelsi 1976. Það var alræmdasta fangelsið í KR tímanum. Karlar, konur og börn voru pyntauð og myrt fyrir litlar eða engar sektir. Þau sem voru myrt voru tekin á Killing Fields (Drápshaga), fólk var barið til dauða og börnum var lamið upp við tré. Meiri upplýsingar um S21 má einnig finna á wikipediu: http://en.wikipedia.org/wiki/Tuol_Sleng_Genocide_Museum

Að fara í S21 er virkilega erfitt. Að sjá 30 ára gamlar blóðslettur á veggjum og gólfi, að sjá hvar fólk var pyntað með því að hengja það upp á fótunum þar til það missti meðvitund og þá léttað á slakanum og því dýft ofan í ker af fúlu vatni. Að sjá myndir af fórnarlömbunum. Að lesa sögur fóranarlambana og fjölskyldna þeirra. Að lesa þjóðsöng Kambódíu á tímum KR fær mann til að kúgast. Sér í lagi þegar það er hugsað til þess að í sömu herbergjum sátu skólabörn að læra líffræði og erlend tungumál og samfélagsfræði bara nokkrum mánuðum áður.
Hvernig menn geta verið eins illir og raun ber vitni er, fyrir mér, með öllu illskiljanlegt.

Það tekur u.þ.b. klukkutíma að komast frá húsinu mínu sem er í miðri Phnom Penh út að Extraordinary Chambers in the Courts of Cambodia (ECCC) og hver sem er getur farið inn. Það þarf að skrá sig og vegabréfsnúmerið sitt í bók, en ekki sína vegabréfið sitt (og það þarf ekki að múta neinum) fara í gegnum öryggishlið og láta gramsa í töskunni sinni. Það má samt ekki fara inn með regnhlífar(?!), myndavélar, farsíma eða munnhörpur(?!), karlarnir sem gramsa útvega númeraða poka þar sem öllu er haldið til haga. Svo fer maður að húsinu, upp stigann og þá taka aðrir karlar sem gramsa aftur í töskunni manns, það má ekki fara með neitt matarkyns (vatn, instant núðlur), kveikjara eða auka skó/buxur í plastpoka(?!).

Þar sem lögfræðingarnir eru franskir, enskir, belgískir, kambódískir og örugglega frá fleiri löndum fær maður heyrnartól til að hlusta á það sem fer fram á því tungumáli sem maður kýs. Við vorum seinar í morgun tímann þannig að okkur var hljóðlega vísað til sætis mjög utarlega og erfitt að sjá hvað var að gerast. Vert er að taka fram að það er eiginlega eins og maður sé í bíó eða að horfa á eitthvað sem er ekki raunverulegt. Við, áhorfendur réttarhaldanna fáum ekki að sitja inn í sama herbergi og dómararnir og lögfræðingarnir og saksóknarar og verjendur og vitni og sá seki, þau eru öll inn í byssukúluheldnu glerherbergi.

Við Steinunn vorum heppnar með dag, því það var heljarinnar aksjón í gangi. Við fylgdumst með í 2 tíma (hefði viljað verið lengur en ég varð að fara í atvinnuviðtal) á meðan fyrrum fangavörður í S21 var spurður fram og til baka. Hann svaraði eiginlega engu.. talaði bara í hringi og endurtók sig. Hann var t.d. spurður hvort hann hafði pyntað og yfirheyrt fanga, í febrúar í fyrra sagðist maðurinn hafa tekið þátt í yfirheyrslum og pyntingum, síðasta mánudag sagðist hann ekki hafað pyntað eða yfirheyrt neinn, vegna þess að hann kunni hvorki að lesa né að skrifa. Lögfræðingunum (og mér) fannst það nú ansi asnalegt svar. Ég vissi ekki að maður yrði að vera læs til að getað pyntað einhvern, til þess að rífa táneglur af fólki. Það voru fórnarlömb S21, þau fáu sem lifðu það af (6 manns ef ég man rétt, ekki viss hvað margir eru ennþá á lífi í dag) voru 2 vikum áður í stúkunni og þá sagði einn að fangavörðurinn, sem ég sá, hafði pyntað sig. Svarið hans er líka algjörlega á skjön við eitt af verkefnunum sem hann sá um, hann tikkaði við nöfn á Killing Fields, hvernig gat hann gengt því starfi en ekki pyntingum?

Eitt mjög mikilvægt sem Duch endurtekur mikið er að hann hafði víst ekki vald til að frelsa neinn úr S21 þó eru einhver gögn um að hann hafi freslaði nokkra. Það sem mig langar samt til að vita, ef hann hafði ekki vald til að sleppa neinum úr fangelsinu, hafði hann þá vald til að halda fólki í fangelsinu?

Ég held að það sé ekkert sem getur lýst því hvernig það er að sitja í herbergi með manni eins og Duch. Sér í lagi ef maður er fórnarlamb. Það var einn gamall maður sem sat inni í glerherberginu sem missti konuna sína í S21 og vildi vita hvar hún hafði verið myrt og hvar/hvort hún væri grafin einhversstaðar, maðurinn fékk að sjálfsögðu engin svör frá verðinum.
Að sjá Duch í sjónvarpinu er nóg fyrir mig, ég verð bara ill og sár út í hann, en að sjá hann fyrir framan mig skil ég vel afhverju allt öryggið er og afhverju þau eru inn í byssukúluheldnu herbergi.

Réttarhöldin hafa valdið miklum ágreiningi á milli fólks. Jú öllum finnst að það eigi að færa Duch til saka, en það liggur í augum uppi að hann er sekur. Sumir eru hlyntir aðrir eru ekki hlyntir [þar á meðal ég]. Við sem erum á móti réttarhöldunum erum á þeirri skoðun að peningarnir sem eru að fara í réttarhöldin gætu farið á mun mun betri stað. Það eru ferlega margir sem vinna við að dæma Duch, sameinuðuþjóðirnar að sjálfsögðu borga íbúðir útlendinganna. Ég heyrði t.d. um einn sem fékk bílinn sinn og bátinn sinn sendann hingað svo hann gæti búið hér á meðan á réttarhöldum stendur. Væri ekki réttara að setja fjármagnið í menntun og uppbyggingu? Ég leitaði að því hvað KRT hafa kostað hingað til, en fann engar tölur. Árið 2003 var áætlað að þau myndu kosta 19 milljónir yfir 3 ár, nokkrum arum síðar var talað um 60 milljónir yfir 3 ár… það sem ég hef heyrt á götunni hér er að réttarhöldin séu komin yfir 200 milljónir, sumir segja jafnvel 300 milljónir! Hugsa sér ef þessum fjár væri eytt í menntun og uppbyggingu, Kambódía yrði fljót að koma sér framarlega aftur, eins og hún var 1965.

Ég hreinlega hef ekki talað við neina sem eru hlyntir réttarhöldunum nema 2 lögfræðinga sem vinna við þau, ég held að þeir séu hlyntir þeim því þeir fá borgað fyrir að vinna við þau.

Það er rosalega áhugavert, ógnvekjandi og skrítið að fylgjast með réttarhöldunum, sér í lagi eftir að hafa lesið eins mikið og ég hef gert og talað við fólk sem upplifði þjóðarmorðin, en ég hvet alla sem eiga leið um Kambódíu að líta við í ECCC.
Einnig er þáttur á CTN-International, á ensku og Khmer, sem segir frá réttarhöldunum. Ef mér skjátlast ekki er hann á hverjum degi um 9 leitið.


Gamanþáttur í hádeginu

Morguninn var hress. Í dag er síðasti lati morguninn minn... þar sem ég byrja að vinna á hverju morgni í næstu viku. Allavega, vaknaði með Justin eins og venjulega og settist fyrir framan tölvuna til að vinna svolítið, en vegna þess að við fórum allt of seint að sofa í gær varð ég þreytt um hálf ellevu leitið og ákvað að leggja mig rétt svo í 10-20 mínótur. Ekki leið á löngu en Justin kom færandi hendi með samlokur frá FatBoy, sem eru alveg bestu pínu skítugu samlokurnar í borginni, þá var ég búin að sofa í 2 tíma.. jæja, ég brölti fram og gleymdi að skipta um föt, var bara í náttkjólnum en snéri við til að fara í eitthvað. Þetta er svo sem ekki frásögu færandi nema að það koma vindkviða og skellti svefnherbergishurðinni, hurðinn er búin að vera með ferlega mikla stæla upp á síðkastið. Kannski ekki hurðinn en húninn, hann er alltaf að detta af of læsa mig inni í herbergi (eins og í gær þegar ég var læst inni í 2 tíma og náði ekki að taka aðeins til áður en gestir komu til okkar bækurnar mínar og pappírar útum allt...). Að sjálfsögðu var hurðin læst innan frá. Þannig að ég stóð á náttkjólnum læst út úr herberginu mínu. Justin fór niður að sækja leigusalann því það var slökkt á símanum þeirra. Ég gat illa tekið á móti manninum í ljóta náttkjólnum mínum og Justin þurfti að fara aftur í vinnuna... neyðin kennir naktri konu að stelast til að gramsa í ferðatösku hjá helgargestunum sínum og stelast í föt af þeim.. Hvernig ég passaði í fötin hennar Tash er óskiljanlegt, en það tókst. Leigusalinn kom upp með 4 RISA lyklakippur... eftir 20 mínótur fann hann loksins lykilinn að herberginu.

Allt sem ég ætlaði að gera í dag tafðist þar að leiðandi um rúmlega klukkutíma.

Svo las ég stjörnuspána mína á mbl.is

Krabbi: Krabbinn upplifir fáránlegan hlykk á atburðarás um miðjan daginn sem minnir meira á gamanþátt en veruleika. Um þessar mundir ættir þú að einbeita þér að heimilinu og fjölskyldunni.


I hope I get it...

Þessa dagana syng ég eins og galin manneskja “God, I hope I get it, I hope I get it! How many people does he need? How many people does he need? God, I hope I get it! I hope I get it! ... I really need this job, please, God, I need this job! I've got to get this job!” Ég sleppi samt að dansa, ég kann ekki dansinn við lagið, það er of langt síðan ég sá A Chorus Line.
Allavega..
Ég er að bíða eftir svörum frá slatta af NGOum og sendiráðum og tímaritum… Jú ég er komin með annað kennarastarf, sem þýðir því miður að ég verð að hætta í sundinu eins og það er gaman, en ég verð líka að hugsa um budduna.

Annars er ferlega lítið búið að gerast eitthvað. Við fáum nýjann sofa um helgina, loksins!
Ég þarf að sofa undir ullarteppi því það er svo kallt þessa dagana. Rignir og rignir og rignir. Ég hlakka alveg ferlega til þegar regntíminn verður búinn.
Það var einhver sem sparkaði í mig í morgun þegar ég sat aftan á mótorhjóli á leiðinni í vinnuna. Ég veit ekki afhverju eða hver eða hvaða tilgangi það átti að þjóna.
Við fórum í bíó síðustu helgi á nýju StarTrek myndina. Þetta er fyrsta bíóið í PPhen sem sýnir vestrænar bíómyndir, og það eru dýnur og koddar á pöllum og loftkæling sem er alltaf stillt á 16 gráður og poppið er ný poppað í örbylgjuofninum þeirra. The Flicks er alveg æði.

Þetta er alveg ferlega tilgangslaust blogg eitthvað, því að er ekkert að gerast. Nema auðvitað að ég á afmæli bráðum.
Svo er Steinunn að fara bráðum og Paul líka.

Þar til eitthvað áhugavert gerist.


Að hjálpa án þess að valda skaða.

Jæja, þar kom loksins að því Dohop birti fyrsta bloggið eftir mig.

Hér er slóðin:
http://blog.dohop.com/index.php/2009/07/08/helping-without-harming/

Þá er bara að bíða eftir næstu greinum..


Þú ert rekin, þú vinnur of mikið.

Gleði gleði... ég var rekin á föstudaginn síðast liðinn. Aldrei verið rekin áður, alltaf að upplifa eitthvað nýtt í Kambódíu. Þetta er samt svo mikið kjaftæði, sko ástæðan yfir því að ég var rekin. Ég hef verið smá veik upp á síðkastið og hef ekki viljað fara í vinnuna þá daga sem ég er verst, og spurði hvort þau vildu ekki frekar að ég væri heima í staðin fyrir að kasta upp á grey krakkana og þeim fannst það rétt hjá mér, væri verra að ég myndi smita allann skólann. Og svo vann ég víst of mikið!?! Stundaskráin segir að ég eigi að kenna í 2 klukkutíma og lesa bækur eða syngja lög í 30 mín (hlé).. þetta er stundaskráin sem foreldrum er sýnt þegar þau skrá börnin sín í skólann, en ég átti að getað troðið þessu öllu í 1.5 tíma, eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en í síðustu viku. Þau sem stjórna þarna vilja “að sjálfsögðu” gera allt sem þau geta fyrir börnin, sem sagt að reka kennarann sem þau eru búin að hafa í 4 mánuði, kennarann sem þau þekja vel og hvetur þau til að nota ímyndunnaraflið sitt og fá sjálfboðaliða til að kenna þeim, sjálfboðaliða sem eru kannski í mánuð í Kambódíu. Sem er rangt á svo marga vegu. Bara til að nefna tvennt: þá finnst mér, ásamt mörgum örðum, að það sé rangt að fá sjálfboðaliða til að kenna í skóla þar sem foreldrar borga fyrir menntun barna sinna. Það eru hundruðir munaðarleysingjaheimila sem þurfa á sjálfboðaliðum á að halda til að kenna börnunum ensku. Einnig var tal um að nota aðstoðarkennarann sem ég átti að vera með til að kenna þeim, hún skildi ekki "litað eftir númerum", hún skildi ekki þegar ég vildi láta krakkana nota útklippt form til að búa til bíl, hún kann ekki að skrifa allt stafrófið.

Þetta er bara svo mikið kjaftæði að ég næ varla upp í það.

Eftir mikið þras og leiðindi og hálvitaskap hjá eiganda, aðstoðar skólastjóra og öllu öðru starfsfólki í þrjá daga tókst mér loksins að berja út peningana mína sem Heimskir krakkar skulduðu mér. Það var sagt við mig að ég væri ekki nógu professional, ég veit ekki hvaðan þau áttu að fá þá hugmynd (líklega því ég vann of mikið), en... mér skilst að þegar fólk er rekið annarstaðar að þá þarf að gefa allavega 2ja vikna frest eða að hafa launaávísunina tilbúna ef manneskjan á að hætta strax, nú eða að borga fólki út svo að það hætti og þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Engu af þessu var fylgt eftir. OG þau reyndu að komast undan því að borga mér full laun, sem ég hafði unnið [of mikið] fyrir.

Svo er líka súper stuð að leita að nýrri vinnu, ég er alltaf búin að vera að leita en ekki búin að sækja um mikið, kannski einhver 4 störf.. en núna þegar ég er að þessu fyrir alvöru, þá þarf ég að vera með ástralska menntun, ameríkani, 40 kambódískur karlmaður sem er með 20++ ára reynslu sem fer reglulega í kirkju. Sumar kröfurnar eru bara asnalegar, af hverju þarf ég að fara í krikju á hverjum degi ef ég vil vera skrifstofustýra? Afhverju þarf ég að vera 40 kambódískur karlmaður með ástrlaska menntun til að vera aðstoðarmanneskja við eitthvað verkefni, hjá fyrirtæki sem er ekki ástralskt? Þoli heldur ekki að vera ekki með einhverja eina reynslu, þó að ég sé með alskonar reynslur, en útaf því að ég er ekki búin að vinna í fjármálageiranum að þá get ég ekki fengið vinnu á skrifstofunni sem mig langar mest til að vinna á... en hvernig væri bara að gefa mér sjéns? Fyrir flestar kennara stöðurnar vilja skólarnir fá fólk með ensku sem fyrsta tungumál, ég vil samt meina að hafa lært ensku sem annað eða þriðja tungumál þá ættum við sem erum ekki enskumælandi að hafa meiri skilning á því hvernig það er að læra ensku. ... sem hefur augljóslega borgað sig þar sem ég er strax komin með 2 atvinnuviðtöl og 1 kannski og annað boð um að sækja um þegar næsta önn byrjar. Sérlega skemmtilegt þar sem ég veit um nokkra sem eru búnir að vera að leita að kennarastöðu í meira en mánuð og fá ekkert.

Annars er það líka í fréttum að ég olli slysi, ég var ekki í því en slysið var útaf mér. Ég er bara fegin að ég var ekki í kjól og sæt, heldur sveitt í gömlum stuttermabol og stórum gallabuxum. En þannig var það á fimmtudaginn að ég var á leiðinni heim aftan á mótórhjóli þegar maður sem var að keyra bíl hafði meiri áhuga á að stara á mig en að fylgjast með því sem hann ætti að vera að gera, keyra, þannig að hann klessti á mótórhjól með 2 farþegum, sem betur fer var enginn á mikilli ferð og enginn meiddist.

Áðan vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig. Justin eldaði kvöldmat. Og tók af borðinu og bað mig bara um að vera ekki fyrir sér. Ég stóð samt yfir honum allann tímann, því jú, ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.

Eyða eyða eyða... erum búin að panta sófa, sem kemur eftir 2 vikur, sértilbúna skó sem koma á morgun, kaupa DVD spilara þar sem X-Boxið dó um helgina, og fægiskóflu (ég keypti bláa svo að Justin noti hana, af því að hann neitar að nota straujárnið þar sem það er fallega bleikt og einstaklega gaman að strauja með því.)
Þetta er orðið ferlega langt.

Ég ætla að horfa á djévaffdjé með nýja spilaranum okkar.


Ef ég væri orðin lítil fluga...

þá myndi ég sko flúga til Íslands og Ástralíu.

Get það ekki.. því ég þarf að fara í flugvél. Og það kostar mun mun mun meira en mánaðarlaunin mín.

Ég byrjaði að hata AirAsia meira en ég hef gert hingað til í gær. Það var auglýst flug til Melbourne á 84 dali.. engin aukagjöld, þetta er verðið. Svo er það bara lygi og það kostar hátt í 300usd aðra leiðina frá KL. Svo var auglýst flug 160 dalir aðra leiðina frá KL til London... Nei... 4 dögum og 800 dollurum seinna yrði ég að fara aftur til Kambódíu næsta dag, því fríið mitt væri búið..

Mitt hjarta er brotið og ég er svekt. Afhverju gera flugfélög þetta. Hvergi í auglýsingunni stóð verð frá. Og ég prófaði fleiri daga bara randomly frá 1 okt - 30 apríl sem er ferðatímabilið og það var allt í ruglinu ekki einu sinni nálægt verðinu sem var auglýst.

:(


Stuð og meira stuð og bara ekkert tuð..

Úfff.. það sem ég gerði ekki um helgina.. þetta var alveg rosalegt. Byrjuðum föstudagskvöldið á því að hitta krakkana mína af NACA og horfa á þau dansa á næturmarkaðnum. Þau vöktu mikla lukku og margir að horfa á. Litlar stelpur sem vildu vera eins og Srey Meas og Lyny.
Eftir að hafa kvatt krakkana héldum við Justin og Steinunn á indverskan stað sem var fullur af indverjum og borðuðum á okkur gat og holu og komum út lyktandi eins og indverji. Alveg dæmalaust góður matur. Komum svo við í ísbúðinni og gripum nokkra pinna til að fara heim í vídjókvöld. Justin sá um myndavalið, við erum með smá Patrick Swaysathon í gangi, vorum búin með Point Break og að sjálfsögðu skildi maðurinn hneturnar eftir frammi á stiga pallinum og valdi Dirty Dancing. Sem vakti mikla lukku hjá okkur Steinunni. Reyndum svo að horfa á Fast and Furious 4, svo að Justin gæti gert heiðarlega tilraun við að endurheimta karlmennsku sína, en án árángurs svo við skelltum bara American Graffiti í í staðinn. Á laugardaginn var vaknað tiltölulega snemma og framreyddur dýrindismorgunverður af hreinni jógúrt, ferskum ávextum og múslí. Fórum svo í gallabuxur og alvöru lokaða skó (mjög skrítið að fara í sokka...það eru alveg 6 mánuðir síðan ég var seinast í sokkum) og örkuðum í nokkrar hjólabúðir að skoða dörtbæk. Fundum svo loksins hjálmabúð. Ég ætlaði sko að fjárfesta í hjálm... en engin svoleiðis lukka... Justin fann fínann hjálm eftir að hafa mátað aðeins 4. Ég fann engann hjálm eftir að hafa mátað alla í búðinni! í tveim búðum! Ég vil nefninlega almennilegann hjálm ekki bara einhverja bleika skel eins og flestir vildu selja mér.
Jæja... við fórum svo að leigja mótórhjól. Ákváðum að punga út 5 dollurum fyrir nýja druslu í staðinn fyrir 3 dollara fyrir eldri druslu.. Meira ruslið. Eftir að hafa verið á hjólinu í minna en 10 mínótur vorum við stoppuð af lögreglunni. Justin ekki með ökuskýrtenið sitt og afþví að hjólið var drasl héldu þeir að hann væri fullur. Löggimann bað um 5 dollara mútur, ég þverneitaði og Justin sagðist vera lögga í Ástralíu svo við komumst upp með að borga minna en það sem lókallinn borgar, hressandi. Jæja, við héldum af stað og fundum sófabúð, skoðuðum og sátum í öllum sófunum og fengum "matseðill" ef við viljum fá sérhannaðann sófa. Svo var ferðinni haldið áfram og Justin var bitinn af hundi. Sem betur fer var hann í gallabuxum og var góður strákum með sokkana upp á kálfa svo að hundurinn særði hann ekki, annars hefði það verið hundaæðissprauta beint í bumbuna. Svo brunuðum við aðeins meira um þar til að við heyrðum skothvell.. Fundum svo rólega götu fyrir mig að prófa hjólið. Ég hef aldrei keyrt í SA-Asíu, né keyrt mótórhjól, en þetta var súper gaman. 6 mótodop kallar komu að horfa á mig og kenna mér á hjólið, því Justin var klárlega ekki nógu góður til að gera það. Svo af stað brunaði ég. Náði að skipta um gýr og allar græjur. Öryggisvörður á hinum enda götunnar kom líka út að kenna mér þegar ég klessti næstum hjólið þegar ég var að beygja. Mér tókst líka að tæma byggingarsvæði því ég þótti augljóslega meira spennandi en að moka steypu. Ekki á hverjum degi sem fólk sé hvíta stelpu skelli hlæjandi á 10 km hraða. Mér tókst líka að klessa næstum því á kyrrstæðann tuktuk. Stuð!! Það er samt alveg ár og dagur þar til ég treysti mér í umferðina hérna, ég meina ég er hálf hrædd við að keyra á Íslandi í bíl, hvað þá hér á mótórhjóli og að þurfa að horfa í allar áttir í einu þar sem það er bara ein regla "það eru engar reglur".
Skiluðum svo ruslhjólinu í sjoppuna og fórum á markaðina að kaupa í matinn. Einn drullu krabbi (mud crab) 6 risa rækjur (sem eru samt bara litlar hérna) slatti af grænmeti, krydd og súkkulaði. Justin eldaði veislumat og ég sá um að brytja niður súkkulaðið í eftirrétt. Fórum svo á Touk að hitta vinina og hafa stuð. Það var sungið og trallað, urðum vitni af árekstri og slagsmálum þar sem 2 byssur voru dregnar upp en engin mega læti samt, gestir af barnum hinum megin við götuna lokkaðir inn því við spiluðum mun betri tónlist, spilað pool, og dansað við vændiskonur. Bara venjulegt laugardagskvöld í Kingdom of Wonder.
Á sunnudaginn vorum við bara róleg fram eftir degi. Ég eldaði chili con carne og kartöflur og fórum svo í verslunnar leiðangur sem endaði með 5 bókum og 12 DVD myndum og sunnudagsteik á veitingastað sem ætti að reka þjónustufólkið sitt og ráða annað og matreiða japanskann mat, nafnið gefur japanskt til kynna en svo er þetta bara breskur pub. Ég fékk líka gleði fréttir. Núna kenni ég sund 5 tíma á viku... hugsanlega meira þegar skólinn byrjar fyrir alvöru sem þýðir að ég fer að moka inn seðlunum, eða svoleiðis, allavega miðað við hve lítið ég vinn.
Já helgin var góð.
Í dag og í gær er bara vinna eins og venjulega. Annars erum við byrjuð í nýju sjálfboða prógrammi. Að tala við hermenn sem eru í ensku námi til að efla orðaforðann þeirra. Ansi skemmtilegt, frír matur og ölið flæðandi. Hins vegar var ekki gaman þegar ég var spurð hversu langt ég væri gengin, já þeir héldu að ég væri ófrísk... Sem ég er ekki.
Á morgun höldum við svo upp á árs afmælið okkar. Það var samt eiginlega í maí, en við ákváðum að fresta því um 6 vikur, ein vika fyrir hvern mánuð sem við vorum í burtu. Eina sem ég veit að það verður eitthvað franskt og eitthvað rómantískt. Justin laug að mér að hann vissi um alveg ágætann khmer grill stað þar sem maturinn kostar minna en 50 cent. Hann er svo mikill grallari. Ég á samt ekkert að vita þetta.. ég heyrði hann bara vera að tala við einhvern í símann í gær þar sem hann var að spurja um franskt og rómantískt.

Augnsýkingin er að verða búin vona ég. Ferlega pirrandi og óþægilegt. Það er eins og húð sem á að vera bakvið augað sé að þröngva sér framm.

Oh jæja, er þetta ekki komið nóg? Ég ætla að fara í seinni parts vinnuna mína og hlaða svo upp eins og einni eða fimm greinum á dohop.com og elda sítrónu kjúkkling með jarðeplastöppu og strengbaunum.


Raud augu

Eg er med augnsykingu, og ofnaemi fyrir thvottaefni. Skemmtilegt. Eg er ad verda frekar threytt a endalausum slappleika og veikindum og sykingum.

 Annars var 17. juni fagnad med glaesibrag. Vid toludum ensku med islenskum hreim. Atum, drukkum Opal og öl, eg bjo til fana forum i karioki og sveifludum okkur a sulu, forum i hjolatur og alskonar. Vid vorum heppin ad drottningin atti afmaeli i gaer svo vid thurftum ekki ad maet a vinnu. Skemmtilegt ad segja fra thvi ad eg var spurd hvort eg hefdi farid i lytaadgerd a nefinu. 

I gaer forum vid Justin i brudkaup. Af einhverri storkostlegri astaedu halda eiginlega alltaf allir ad vid seum systkini! Vid erum ekkert lik i utliti. 

A eftir er eg ad fara ad horfa a krakkana mina dansa a naeturmarkadnum. Gefid ad timaskyn her er allt annad en a Islandi thydir naeturmarkadur bara kvoldmarkadur. Thad aetti ad vera gaman.

Svo um helgina aetlum vid ad klara ad kaupa allt sem tharf og panta sofa og plana fri.. 

//' + msg + '' ); jQuery('#admin-msg-lower').html( '' + msg + '' ); }); } add_callback('logout:logout',function(){location.href=location.href}); //]]>

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband