Trygging, þarftu virkilega á henni að halda?

Nýtt nýtt! Eftir mig! :D

http://blog.dohop.com/index.php/2009/10/01/insurance-do-you-really-need-it/

það kaldhæðnislega er að ég var ekki með tryggingu í mánuð.. en þá passaði ég mig líka voða vel.

njótið.


Kominn tími á upp-stefnumót

Langt síðan ég skrifaði síðast.. og það er fullt búið að gerast.

Ég er eiginlega alveg búin að ná mér eftir aðgerðina. Verð samt stundum óskiljanlega mikið þreytt, en það er þegar ég er búin að vera að allann daginn án þess að stoppa neitt. Örið mitt er tiltölulega lítið og mjög snyrtilegt, það eru allir voðalega hissa yfir því. Ég var mjg heppin að fá heila viku aukalega í hvíld því The Giving Tree gaf öllum starfsmönnum alla vikuna í frí fyrir Pchum Ben.

Við Justin fórum til Kampot og Keb yfir Pchum Ben hátíðina. Við áttum mjög góða og rómantíska daga að keyra um sveitina, taka myndir og borða krabba. Við sáum eitt magnaðasta sólsetur sem við höfum séð í Kambódíu, það var eins og atom bomba og alskonar litir sem eru venjulega ekki hér. Kampot er voðalega sætur bær, mjög fáir sem voru þar því allir héldu að vegurinn væri ónýtur. Hann var reyndar mjög holóttur og í slæmu ástandi, sem var mjög hressandi fyrir auma bumbuna mína. Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma í Kampot, næst bara.
Við hittum 5 íslendinga í Kampot. Justin hefur sagt öllum að við hittum hálft Ísland í Kampot, hinn helmingurinn hafi þurft að vera eftir á Íslandi að mótmæla... Allavega þau sem við hittum voru Ásgeir sem var líka í Vogaskóla, hann var þar ásamt 2 strákum (Dóri og Elli) og 2 stelpum (Helga og Helga?) sem hann hafði hitt í Nha Trang held ég.. Nema hvað... Dóri og Geiri (unnusti hennar Lenu minnar) eru bestu vinir og við höfðum heyrt als konar sögur af hvort öðru.

Á miðvikudaginn byrjaði ég að kenna ballet. Þær eru svo krúttulegar stelpurnar sem ég kenni. Við vorum rétt búnar að syngja góðar góðar góðar tær, ljótar ljótar ljótar tær og standa aðeins í fyrstu stöðu þegar ég var spurð "Hvenær dönsum við alvöru ballet". Frekar erfitt að svara því, ætli ég verði ekki að hafa stopp dans næst. En við gerðum plié og tondué í fyrstu og annari stöðu, gerðum smá hopp og hneygðum okkur. Þeim fannst það víst voðalega gaman, foreldrar búnir að koma til mín ferlega sáttir og stelpurnar senda mér fingurkossa.

Ég held að það sé alveg öruggt að ég sé í alvöru kærustupari. Við fórum með málverk og ljósmyndirnar hans Justin í innrömmun og erum búin að vera að þræta hvar allt á að fara svo að heimilið okkar sé sem fallegast síðustu daga.
Ekki stoppar fjörið þar heldur héldum við fyrsta matarboðið okkar á laugardaginn. Við buðum Ádísi, Ben og dætrum í mat. Justin keypti mud-crabs og blue-swimmer crabs á markaðnum. Mud-crabs-arnir voru svo ferlega ferskir að þeir klifruðu útum allt í eldhúsinu okkar og við settum þá í kapphlaup eftir gólfinu áður en við settum þá inni í frysti til að svæfa þá. Nema krabbarnir neituðu að sofna. og einn var svo ferlega sprækur að hann kleip mig. Mér er ennþá illt!! Þess utan að vera með kramdann putta var mjög gaman hjá okkur.

Ætli ég verði ekki að hætta að fresta því að læra.. mér finnst æðislegt að vinna 3 verkefni í einu.

Já og ég er Erna dreki núna... Ég var ráðin sem erindreki eða Special Agent hjá The Oriental Travel ferðaskrifstofunni (www.theorientaltravel.com). Spennandi!!


MANDAY á Dohop

Meira nýtt! eftir MIG!

Þið þekkið þetta. coppí-peist á linkinn:

http://blog.dohop.com/index.php/2009/09/11/man-day/

Skellið ykkur á laxerandi, fjárfestið í spandex galla og komið í heimsókn fyrir MANDAY!

njótið


Strandarferð

Ný færsla eftir MIG! á dohop blogginu um Siganoukville strendurnar.

http://blog.dohop.com/index.php/2009/09/07/beach-holiday-in-cambodia/

njótið.


Flakkar um á spítthjólastjól

Já það væri óskandi, en ég á víst að labba eins mikið og ég get til að geta prumpað úr mér öllum vindi. Það sagði læknirninn allavega. Justin gefur mér hæfæv og segist vera stoltur af mér þegar ég prumpa og ropa eins og versti ruddi.
Ég var með botnlanga, ekki lengur.
Byrjaði á laugardagskvöldinu, nú er ég ekki vön að kvarta undan sársauka og bít bara á jaxlinn, þannig að þegar ég fór að hágráta af verkjum vissi Justin að eitthvað væri að. Ég var samt svo þreytt eftir langann dag að ég vildi bara fara að sofa og sjá hvernig ég yrði daginn eftir, hélt að þetta væru kannski bara meltingartruflannir.
Fórum á spítalann á sunnudagsmorgun, og ég fór í alskonar próf þar til ég var drifin inn á skurðstofu því botnlanginn var við það að springa. Klukkutíma seinna var ég öskuill og vildi fara á klósettið kallaði Justin feitann ameríkana því hann var í crocks og stórri skyrtu. Ég er nokkuð viss um að það hafi farið fram á ensku.. 4ml af morfíni seinna og ég var uppdópuð og hamingjusöm. Svo rak ég Justin heim, vildi ekki sjá hann, aðalega því ég vildi að hann myndi sofa sæmilega heima í staðinn fyrir á stól við hliðina á mér, grey Justin var svo uppgefinn og áhyggjufullur.
Á mánudeginum var ég á morfíni líka stórkostlega bólgin á maganum og sátt með lífið... eða svoleiðis. Þurfti að skipta um herbergi og gat fært mig á börurnar alveg sjálf! Það var MJÖG erfitt en ég gat það!
Hjúkkuköllunum fannst ég ferlega fyndin, ég brummaði alla leiðina að liftuni og svo bíbaði ég þegar við bökkuðum út úr henni.

Spítalinn sem ég var á er mjög góður, Royal Rattanak Hospital, kemur frá Thailandi og allar græjur. Læknirinn minn vann víst í St. Pete í Florida í rúm 30 ár. Herbergið mitt var eins og á fínu hóteli, með kitchenette og flatskjá og inn á baði var sjampó, sturtusápa, bodílótjón, sturtuhetta, greiða, tannbursti, bómullar pinni og sápa í mini pökkum eins og á hótelum. Maturinn var eins og á öllum spítölum, ógeð, svo Justin smiglaði alskonar inn handa mér. Fyrir rúmu ári hefði verið erfiðara að fá góða læknishjálp, ég hefði þurft að fara í sjúkraflug til Bangkok eða til Singapore. Mjög gott að það sé kominn góður spítali til Phnom Penh.
Sem betur fer borga tryggingarnar mínar fyrir þetta.. Ég keypti árstryggingu á rúmlega 400 dollara, botnlanginn kostaði tæplega 4000 dollara..

En það er allt í lagi með mig núna, er komin heim og líður bara ágætlega, svoldið aum og lítil í mér.. sem líður hjá. Vinnurnar mínar voru líka mjög góðar með þetta allt . ELT gaf mér 2 vikur í frí og Giving Tree sagði mér að koma when ever..

Núna er ég þreytt, minnsta hreyfing og áreiti tekur svo mikið á að ég verð að fá mér blund.


Bananar talandi Khmer með heimþrá í sundlauginni hjá pósthúsinu sem flaug til og frá.

Á þriðjudaginn kom leigusalakonan mín og dinglaði bjöllunni rétt áður en ég varð að fara í ELT. Hún hafði miklar áhyggjur af mér.
Hún hafði séð Justin fara með Inu, með töskur og alskonar, eldsnemma morguninn áður. Hún hélt að hann hefði farið frá mér fyrir aðra konu....
Kim spurði mig "eiginmaður þinn, hvar er hann? Er hann farinn frá þér fyrir þessa ljósku". Hún var svo einlæg og áhyggjufull yfir þessu öllu saman að ég átti erfitt með að hrynja niður í gólfið og hlæja eins og vitlaus kona. Kannski hafði hún bara svona miklar áhyggjur af þessu öllu því það er hann sem kemur alltaf með peningana fyrir leigunni okkar.
Jæja, hún gaf mér banana til að hugga mig og til að biðjast afsökunnar á látunum í framkvæmdunum sem áttu að vera búnar fyrir 2 vikum. Mér finnst nú að hún hefði getað skipt um ljósaperur áður en við fluttum inn... eða jafnvel sett nýjan hurðarhún svo ég hætti að læsa mig inni.

Ég og Sokuntea (aðstoðarmanneskjan mín) létum öllum illum látum í gær í sundi. Við urðum að bíða í 15 mín eftir fyrsta hópnum okkar svo við stukkum bara útí, gerðum bombur og dýfðum okkur og stóðum á höndum og fórum heljarstökk og syntum eins og höfrungar. Öðrum kennurum og börnunum til mikillar lukku, ég er líka viss um að það hafi verið einhver öfund í loftinu, því það var heitt heitt.. nú er ég ekki manneskja sem kvarta mikið undan hita, en það er búið að vera sérstaklega heitt upp á síðaskastið, engin rigning, veðurfréttirnar segja 32 gráður og 60% líkur á rigningu en sannleikurinn er sá að það eru 44 gráður og 10% líkur á rigningu.

Það er alveg ferlega skemmtilegt að fara á pósthúsið. Justin er að bíða eftir pakka, þannig að ég að fór að reyna að sækja hann... Ég var send á alskonar borð og bása, þar til ég fann loksins hvert ég átti að fara alveg sjálf, þar var mér rétt RISA bók með milljón nöfnum og mér sagt að skoða. Ég skoðaði í klukkutíma. Ekki ennþá kominn, það eru liðnir 2 mánuðir síðan þetta var sent.

Að leita að flugum til og frá Phnom Penh er alveg martröð. Kambódía, og þar að leiðandi Phnom Penh er í miðjunni á Suðaustur Asíu en það þýðir ekki að það séu milljón bein flug til annara landa eins og fra BKK eða KL eða S'pore... Við sumsé finnum ekki flug sem henta okkur frá Sydney. Kannski að Sydney sé vandamálið, það eru mun fleiri þægileg flug frá Melbourne. En þetta er ein af bölvununum við að búa [oftast] í paradís. ó brunnur, þetta reddast allt saman.

Annars get ég ekki neitað því að ég er með smá heimþrá, það er líka svo langt eitthvað þangað til ég kemst til Íslands (10-12 mánuðir). Justin talar varla um annað en að fara "heim til Oz" um jólin. Ég fæ líka alveg nóg af PP einstaka sinnum svona þegar tuktuk og motodopar eru að gera mig brjálaða og mér finnst ég ekki vera að komast í gegnum nemendur mína og verð alveg vonlaus og vill stundum gefast upp á hjálparstörfunum sem ég er í... Ég sakna líka fjölskyldu og vina minna stundum og þess að getað nálgast allt sem ég þarf á einum stað, það er reyndar ein verslun hér sem selur alveg furðulegt órval af vörum, derhúfur, skólatöskur og klósett.. Þannig að það er alltaf eitthvað til að létta lund mína og minna mig á það afhverju ég elska að búa hérna.

Khmer tímarnir ganga ágætlega, en ég held að kennarinn okkar muni yfirgefa okkur bráðum, hann var að fá dúndur vinnu á 5 stjörnu skemmtiferðarbát sem siglir frá Siem Reap til Saigon. Hann fær meira að segja vegabréf og allt, ég held að hann sé mest spenntur yfir vegabréfinu sem hann fær. Þetta er mjög spennandi fyrir hann.

En já,
ást og gleði og allt það,
verð að einbeita mér að flugum Barainn vill ekki að ég sé að slóra svona..


Sund, enska, ballet

Já, ég er kannski að verða ballet kennari líka.
Það er víst mikil eftirspurn hjá litlum stelpum að læra að dansa, sérstaklega í hjá The Giving Tree (TGT) en það eru engir danstímar fyrir börn í Phnom Penh. Fyrst þarf náttúrulega að setja parket eða dúk á gólfið og spegla og slár á veggina. En það væri gaman að kenna ballet hjá TGT. Mér finnst þetta alveg ferlega spennandi. Ég var líka að skrifa undir nýjann sund samning hjá TGT..Gleði gleði.

Ég fékk kennslumat frá ELT í síðustu viku, mjög sátt við það. Ég tala víst ekki alveg nógu skýrt... en þau eru sátt við að ég sýni öllum jafna athygli, hvet þau til að læra og hvernig ég klæði mig. Þannig að núna get ég hætt að stressa mig yfir því.

Fórum í Superhetju partí á föstudaginn. DuffMan og Bananaman og Batman og Rubies-gang var þar í góðum fíling. Ég fór sem Icemaiden og Justin var SuperBanker og Ina (vinkona Justins frá Melbourne) fór sem WonderWoman going out for dinner. Það var stuð og gaman en við þurftum að fara heim snemma til að vakna alltof snemma til að taka rútu til Sihanoukville.

Komum til Snooky um hádegi og fórum á gistiheimilið sem ég var búin að bóka og brunuðum á Otres þar sem ég og Justin sváfum í marga klukkutíma. Ég komst líka að því að ég nauðsynlega verð að kaupa nýtt bikini þar sem minikinið mitt var bara ekki að meika þetta. Mér tókst að flassa alla á ströndinni...eða svoleiðis, enginn nema Justin sá aðra túttuna mína. Ferskur sjávarmatur og sundsprettur.
Svo var tjúttað aðeins eftir að hafa fengið næst bestu borgara í Kambódíu. Fötur og stríðsmálning...
Ljóta rútu fyrirtækið seldi sætin okkar því við vorum ekki komin 20 mín áður en hún átti að fara, og rútan fór 5 mín á undan átætlun. Og þau voru með kjaft og leiðindi, neituðu að endurgreiða okkur en enduðu á að senda okkur heim með frekar lélegri rútu frá allt öðru fyrirtæki. Auma pakkið.

Og núna er Justin í Siem Reap með Inu og ég er bara ein heima. Finnst það bara ekkert skemmtilegt, en ég á ekki fyrir því að fara til SR. Hann kemur svo sem aftur heim á morgun þannig að þetta er allt í lagi.

Jæja, best ég fari að vinna... verð að skrifa meira.

Þar til síðar.


Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.

Nýja vinnan er mjög fín. Ég held að mér gangi vel og ég held að nemunum mínum líki vel við mig. Ég er að kenna 3ja stig í ensku. Ég er samt ekki alveg viss hvað það þýðir, þetta er 9unda - 10unda bekkjar enska en þau sem sækja tímana eru miklu eldri.Það er einn strákur skotinn í mér og horfir dreyminn á mig í klukkutíma, hann mætir líka alltaf fyrstur og er síðastur til að fara, svo er hann ferlega æstur í að svara spurningunum mínum. Svo er annar sem er yndislega dramatískur, við vorum að læra um Past Continuous og heimavinnan var að skrifa 10 setningar í P.C. hans voru t.d. "Juliette was sleeping when Romeo died", ég er reyndar ekki alveg viss hvernig hann þekkir Rómeo og Júlíu, þar sem ég hef aldrei séð kambódíska unglinga lesa eitthvað annað en glansblöð. Þau eru öll alveg ágæt sem sækja tímana mína. Þau eru samt ennþá svolítið feimin en við erum að vinna í þessu.. kannski hressist eitthvað í þeim þegar við leikum orðaforða keppnina á eftir.
Einnig var ég að fá fleiri tíma í sundinu. þannig að núna vinn ég alveg 12.5 tíma á viku og þjéna næstum því stóra peninga.
Ég er mjög ánægð með vinnustaðina mína, því það er svo gott andrúmsloft á báðum stöðum og samstarfsfólkið mitt skemmtilegt og allir hjálpast að. Nú hef ég farið í prufur í marga skóla og hvegi kunnað við mig betur en í ELT og The Giving Tree.

Við Justin erum loksins byrjuð í Khmer tímum, betra er seint en aldrei ekki satt? Við erum búin að læra fullt og ferlega skemmtilegt. Kennarinn okkar, Khiench (ég hef ekki hugmynd um hvernig nafnið hans er skrifað en svona hljómar það) er alveg handviss um að við verðum reiprennandi í Khmer eftir bara nokkrar vikur. Ég er nú ekki alveg svo viss. Þetta er nú ekkert svo erfitt tungumál, allavega í framburði og málfræði. Sjáum til hvrenig fer ef ég reyni að læra að lesa og skrifa.

Í síðustu viku var byrjað að vinna í húsinu mínu. Það mætti halda að byggingamennirnir séu í keppni um hver geti búið til mesta hávaðann, frá klukkan 7 á morgnanna. Best var samt að það var sett tilkynningin um yfirvofandi framkvæmdir daginn eftir að þau lömdu veggi og glugga og eldhús út úr 4 íbúðum.

Vinkona hans Justins kemur í heimsókn eftir 2 vikur og þá ætlum við á ströndina, mikið hlakka ég til að gera ekkert í 2 daga, við ætlum að sleppa Serendipity og þeim látum og fara beint á Otres í slökun.
Það eru líka nokrrir Íslendingar á leiðinni hingað. Það verður gaman. Kannski ég grafi upp Ópalið?
Einnig er frí í September og þá ætlum við til Kampot og Kep.
Svo ég tali nú ekki um fríið í Nóvember, water festival. Ég vona að við verðum komin í aðra íbúð þá við Riverside svo við getum fylgst með bátunum. Í fyrra voru víst 2 milljónir manns á Sisowath Quay, það tók hátt í klukkutíma að fara yfir götuna sem er bara tvíbreið.
Og í Desember er það Ástralía. Alltaf gaman að fara eitthvað nýtt

Ást og hamingja.


Gerðu eins og heimamenn og sparaðu krónurnar

Ný færsla eftir mig dohop blogginu um það sem fólk gerir sér til dægrastyttingar á ýmsum stöðum í Asíu (sér í lagi ég)

http://blog.dohop.com/index.php/2009/08/10/going-local-and-saving-a-buck/

Njótið.

Til athugunnar: ég meina ekkert illt með neinu af því sem stendur í greininni eins og sumir vilja halda.


Að gefa Tælandi annað tækifæri

Ný færsla eftir mig á dohop blogginu um Tæland: http://blog.dohop.com/index.php/2009/08/05/giving-thailand-a-second-chance/

Njótið


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband