Þú ert rekin, þú vinnur of mikið.

Gleði gleði... ég var rekin á föstudaginn síðast liðinn. Aldrei verið rekin áður, alltaf að upplifa eitthvað nýtt í Kambódíu. Þetta er samt svo mikið kjaftæði, sko ástæðan yfir því að ég var rekin. Ég hef verið smá veik upp á síðkastið og hef ekki viljað fara í vinnuna þá daga sem ég er verst, og spurði hvort þau vildu ekki frekar að ég væri heima í staðin fyrir að kasta upp á grey krakkana og þeim fannst það rétt hjá mér, væri verra að ég myndi smita allann skólann. Og svo vann ég víst of mikið!?! Stundaskráin segir að ég eigi að kenna í 2 klukkutíma og lesa bækur eða syngja lög í 30 mín (hlé).. þetta er stundaskráin sem foreldrum er sýnt þegar þau skrá börnin sín í skólann, en ég átti að getað troðið þessu öllu í 1.5 tíma, eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en í síðustu viku. Þau sem stjórna þarna vilja “að sjálfsögðu” gera allt sem þau geta fyrir börnin, sem sagt að reka kennarann sem þau eru búin að hafa í 4 mánuði, kennarann sem þau þekja vel og hvetur þau til að nota ímyndunnaraflið sitt og fá sjálfboðaliða til að kenna þeim, sjálfboðaliða sem eru kannski í mánuð í Kambódíu. Sem er rangt á svo marga vegu. Bara til að nefna tvennt: þá finnst mér, ásamt mörgum örðum, að það sé rangt að fá sjálfboðaliða til að kenna í skóla þar sem foreldrar borga fyrir menntun barna sinna. Það eru hundruðir munaðarleysingjaheimila sem þurfa á sjálfboðaliðum á að halda til að kenna börnunum ensku. Einnig var tal um að nota aðstoðarkennarann sem ég átti að vera með til að kenna þeim, hún skildi ekki "litað eftir númerum", hún skildi ekki þegar ég vildi láta krakkana nota útklippt form til að búa til bíl, hún kann ekki að skrifa allt stafrófið.

Þetta er bara svo mikið kjaftæði að ég næ varla upp í það.

Eftir mikið þras og leiðindi og hálvitaskap hjá eiganda, aðstoðar skólastjóra og öllu öðru starfsfólki í þrjá daga tókst mér loksins að berja út peningana mína sem Heimskir krakkar skulduðu mér. Það var sagt við mig að ég væri ekki nógu professional, ég veit ekki hvaðan þau áttu að fá þá hugmynd (líklega því ég vann of mikið), en... mér skilst að þegar fólk er rekið annarstaðar að þá þarf að gefa allavega 2ja vikna frest eða að hafa launaávísunina tilbúna ef manneskjan á að hætta strax, nú eða að borga fólki út svo að það hætti og þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Engu af þessu var fylgt eftir. OG þau reyndu að komast undan því að borga mér full laun, sem ég hafði unnið [of mikið] fyrir.

Svo er líka súper stuð að leita að nýrri vinnu, ég er alltaf búin að vera að leita en ekki búin að sækja um mikið, kannski einhver 4 störf.. en núna þegar ég er að þessu fyrir alvöru, þá þarf ég að vera með ástralska menntun, ameríkani, 40 kambódískur karlmaður sem er með 20++ ára reynslu sem fer reglulega í kirkju. Sumar kröfurnar eru bara asnalegar, af hverju þarf ég að fara í krikju á hverjum degi ef ég vil vera skrifstofustýra? Afhverju þarf ég að vera 40 kambódískur karlmaður með ástrlaska menntun til að vera aðstoðarmanneskja við eitthvað verkefni, hjá fyrirtæki sem er ekki ástralskt? Þoli heldur ekki að vera ekki með einhverja eina reynslu, þó að ég sé með alskonar reynslur, en útaf því að ég er ekki búin að vinna í fjármálageiranum að þá get ég ekki fengið vinnu á skrifstofunni sem mig langar mest til að vinna á... en hvernig væri bara að gefa mér sjéns? Fyrir flestar kennara stöðurnar vilja skólarnir fá fólk með ensku sem fyrsta tungumál, ég vil samt meina að hafa lært ensku sem annað eða þriðja tungumál þá ættum við sem erum ekki enskumælandi að hafa meiri skilning á því hvernig það er að læra ensku. ... sem hefur augljóslega borgað sig þar sem ég er strax komin með 2 atvinnuviðtöl og 1 kannski og annað boð um að sækja um þegar næsta önn byrjar. Sérlega skemmtilegt þar sem ég veit um nokkra sem eru búnir að vera að leita að kennarastöðu í meira en mánuð og fá ekkert.

Annars er það líka í fréttum að ég olli slysi, ég var ekki í því en slysið var útaf mér. Ég er bara fegin að ég var ekki í kjól og sæt, heldur sveitt í gömlum stuttermabol og stórum gallabuxum. En þannig var það á fimmtudaginn að ég var á leiðinni heim aftan á mótórhjóli þegar maður sem var að keyra bíl hafði meiri áhuga á að stara á mig en að fylgjast með því sem hann ætti að vera að gera, keyra, þannig að hann klessti á mótórhjól með 2 farþegum, sem betur fer var enginn á mikilli ferð og enginn meiddist.

Áðan vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig. Justin eldaði kvöldmat. Og tók af borðinu og bað mig bara um að vera ekki fyrir sér. Ég stóð samt yfir honum allann tímann, því jú, ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.

Eyða eyða eyða... erum búin að panta sófa, sem kemur eftir 2 vikur, sértilbúna skó sem koma á morgun, kaupa DVD spilara þar sem X-Boxið dó um helgina, og fægiskóflu (ég keypti bláa svo að Justin noti hana, af því að hann neitar að nota straujárnið þar sem það er fallega bleikt og einstaklega gaman að strauja með því.)
Þetta er orðið ferlega langt.

Ég ætla að horfa á djévaffdjé með nýja spilaranum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu HA?

Þessi rök meika ekki sens! Verst að þú ert í landi þar sem mútanir gilda meira en lög :(

Gummi Kári (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 16:11

2 identicon

Æji sjitt hvað þú ert leim, ekki furða að þeir ráku þig.

Elvar Berg (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 21:47

3 identicon

oj!!

á ég að koma þangað yfir og lemja einhvern?

spíra (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband