Afsakið hlé...

Vinna og lærdómur er það eina sem er í lífi mínu núna.

En þetta er búið að gerast síðasta mánuðinn:

Hitti ekki Villa prins.

Hitti eiganda Óríental ferðaskrifstofunnar, Viktor Sveinsson, sem er jafnframt yfirmaður minn, betra er seint en aldrei... búin að vinna saman í nokkra mánuði en bara með tölvupóstum og skype.

Svínaflensan, eða svo er mér sagt, fór ekki til læknis því ég vildi ekki vera læst inn á Calmette s(kíta)pítala í einangrun í byrjun prófatarnarinnar og þegar ég var að leggja lokahönd á öll verkefnin mín. STUÐ!

Við fengum frábæra íbúð. $400 á mánuði með öllu, rafmagn, vatn, sjónvarp, húsgögn, alvöru eldhús með safavél og alskonar, þvottavél og þurkari, skrifstofa og fataherbergi í báðum herbergju (hint hint fólk að koma í heimsókn í gestaherbergið mitt), skrifstofa (YES! alvöru aðstaða til að vinna og læra heima), svalir með útsýni yfir Tonle Sap og Mekong, öryggisvörður. Eeeen bara eitt baðherbergi á neðri hæðinni, ekkert uppi, flísar á öllum gólfum og ef eðlur eða skordýr fara óvart fyrir skynjarana niðri í bankanum munum við vakna... Það er ekkert fullkomið í þessum heimi greinilega.

Árshátið ANZRoyal. Það var gaman. Justin var kóngur í skemmtiatriði deildarinnar sinnar. Þau unnu ekki sem er bara fáranlegt! Árshátíðinni var sjónvarpað í beinni útsendingu. Ég er ekki að grínast.

Erum með hreingerningarkonu í láni. Það er sko ekkert grín að vera að gera lokaverkefni og lokapróf í rúmlega fullri vinnu og að eiga að sjá um heimilið líka. Rithia er æði.

Ég veiddi rottu í gildru. Fyrst komu bara geckoar í gildruna og festust á límplötunni og svo 2 dögum seinna voru þeir horfnir og maurar útum allt. Það var ekki skemmtilegt að myrða mitt fyrsta dýr, en þetta er stórkostlega sýkt dý, alskonar pöddur sem búa á þeim sem geta drepið mann ef þau komast á mannfólk og ekki gott að hafa rottukúk útum allt, gjörsamlega allt. Justin hefði nú átt að sjá um þetta, en hann var í Siem Reap að gefa mér frið til að læra og hlaupa í hálfu maraþoni í góðgerðarskyni, og hann þurfti að fara á ráðstefnu.

Ég keypti nýjann kjól, sólgleraugu, bol, tvær bækur, 6 DVD, brauð, hlaup og súkkulaði á innan við 4000 krónur. Ekki slæmt það... Miklu betra en að læra fyrir próf.

Próf í inngangi, gekk bara vel.

Próf í etnógrafíu er á miðvikudaginn. Búin að lesa fullt af greinum og Malinowski, nú eru það Nuer og beljurnar þeirra sem eiga mig, þar á eftir koma konur sem eru þreyttar á að gráta í Guinea-Bissau. Gleði gleði!

Frábært að læra undir próf í Kambódíu. Frábært að taka próf alein inn í einhverju fundarherbergi með manni sem starir á mig eins og enginn sé morgundagurinn í þrjá klukkutíma!

Hanwei vinur minn ætlar að kíkja í heimsókn um helgina. Nóg að gerast þá, leikrit, próflokafagnaður, óviðeigandi partí og kampavíns bröns til að fagna próflokum (að öllum líkendum, ef Justin verður kominn frá Singapore).

Núna eru bara 13 dagar í að við förum til Ástralíu! og 5 vikur þar til við flytjum!

Læra = gleði :) eða ég er að reyna telja sjálfri mér trú um það

Þar til síðar,

Erna


Viltu koma út að leika Villi prins?

Eins mikið og það var þjarmað að manninum sem átti að útvega okkur invæt í kvöldverðinn í kvöld, kom allt fyrir ekkert og við fáum ekki að hitta prinsinn. Kannski í næstu viku þegar hann er búinn að vera 11 daga á dörtbæk. Þetta er ekkert smá fyrirtæki fyrir prins að vilja fara á dörtbæk í Kambódíu. Tveir gædar. 4 trukkar af græjum og öryggisvörðum. Ein Þyrla. Slatti af gúrkum (eða nepölskum hermönnum)... Ég er með krosslagða fingur um að við fáum að hitta hann í næstu viku þegar hann kemur til baka.

Annars fékk ég ROSA góðar fréttir í dag. Við fáum ÆÐISLEGA íbúð. Þegar ég er búin í prófum byrja ég að pakka og svo fáum við fluttninga menn 9 janúar (því við förum til Ástralíu í millitíðinni) og svo flytjum við á Riverside í 2ja hæða íbúð sem er 2ja herbergja, 2 baðherbergi, svalir, útsýni og víst með fullbúnu eldhúsi og það er víst bar í íbúðinni líka. Og það verða engir reikningar, bara leiga, því það er bara einn rafmagnsmælir og hann er fyrir bankann sem þýðir að ég geti hætt að vera sveitt heima að læra því við getum notað loftkælingu! Besta er: enginn leigusali, engin rotta og engar framkvæmdir!

Talandi um rottur. Þegar ég var að hengja upp þvott í þvotta/gestaherberginu uppgötvaði ég að rottan hafi komist þar inn og fengið niðurgang á náttborðið. Hressandi.

Ég keypti loksins hjálm í dag. Ég er búin að máta svona milljón og tvo hjálma en enginn hefur passað þar til í dag. Ég fékk þennan fína Zeus hjálm. Eini gallinn er sá að hann er ekki með hökuvörn, en það er betra en að vera með engan hjálm eða hjálm sem er með hökuvörn og er alltof stór. Þar sem að Justin á tvo (einn venjulegann og annann dörtbæk) þá hef ég verið að nota hans venjulega en hann er að sjálfsögðu of stór.

3 vikur eftir af skólanum, prófin klárast eftir mánuð (9. des) og þá frí! Jeij!

Verið sæl að sinni.


Vilhjálmur Bretaprins að koma í heimsókn!

Helvítis rottan sem ég fann inni hjá mér um daginn meig í ullarteppið mitt, sérlega skemmtilegt þegar við eigum bara eitt teppi og veturinn fer að leggjast yfir Kambódíu. Nú er ég búin að þvo það tvisvar sinnum og ekki skánar lyktin.. Termítarnir sem ég fann í vikunni hafa ekki gert vart við sig í nokkra daga, kannski eru þeir í verkfalli eftir að ég spreyjaði svo eftirminnilega á þá, hálfur brúsi af Raid á svefnherbergisgólfið mitt.

Villi Prins var að lenda í Phnom Penh, enginn komst neitt og mikið af vegum lokaðir og búnir að vera lokaðir í klukkutíma, það tók Justin 40 mínótur að komast heim frá mótórhjólavirkjanum sínum sem býr 5 mín frá okkur. Nema hvað... Villi prins er að fara á dörtbæk í 11 daga einmitt með mótórhjólagaurnum hans Justins og 40 öðrum. Við erum mikið búin að reyna að pressa á hann að fá invæt í kvöldverðin sem er á þriðjudaginn. Ef við bara gætum tekið frí og farið með, því allir eru víst velkomnir með í túrinn, það á að fara um Cardamoms fjöllin upp til Preah Vihear og alskonar spennandi. Nú er eins gott að rottan hætti að kúka á gólfið svo að ef við fáum invæt í kvöldverðin og tökum Villa svo á djammið að þá er skilda að enda kvöldið með svínarifjum og special magic sauce frá Indónesíu sem þýðir að hann yrði að koma heim til okkar. Ég get ekkert lært mannfræði þegar svona mikið liggur við, verð að kaupa nýja moppu og skúra í sparifötunum svo ég geti stukkið til að hitta verðandi kónginn. Justin er álíka spenntur og ég yfir þessu öllu saman og langar mikið að fá mynd með prinsinum, sér í lagi þar sem hann er nú hálf-breskur og Ástralía er ennþá undir pilsfaldi drottningarinnar.

 Nóg um dagdrauma, best að skrifa um hvernig trú er notuð til að stjórna samfélögum. (Ef þú átt 1000-1300 orða ritgerð um það efni máttu endilega gefa mér hana í snemmbúna jólagjöf Happy)


Óvinurinn

Einkar áhugavert að Taílendingur hafi verið ráðinn sem sértækur efnahagslegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar þar sem Taíland og Taílendingar séu almennt talin óvinurinn.

Ég vona að þetta ýti ekki mikið undir spennuna sem er hér nú þegar. Kambódar eru að sjálfsögðu á því að ef stríð brýst út að þá munu þeir vinna, sem er eiginlega bara heimskulegt og langsótt. Kambódískir hermenn sem eru við landamærin að verja Preah Vihear eru bara bændur sem kunna varla að fara með byssur.

Nú er bara að bíða og vona að Thaksin komi einhverri reglu á eyðslu ríkisstjórnarinnar. Það var til dæmis verið að byggja nýja byggingu í Phnom Penh fyrir Ministry of Interior, Hun Sen samþykkti bygginguna víst en þegar það var búið að byggja hana fór hann til að vera við opnunina og sagði "nei, mér líkar hún ekki, gerið nýtt!!" og nú stendur þessi risa bygging auð. Augljóst að Hun Sen samþykkti ekki teikningarnar sjálfur, heldur bara einhver aðstoðarmanneskja. Þar fuku milljónir dala sem hefði verið hægt að nota í t.d. betri skóla, betri spítala, nýja vegi eða í forvarnarstarf.
Það mun náttúrulega ekki gerast að Thaksin minnki spillinguna sem er hér, enda sakfelldur sjálfur um spillingu og, eins og nafnið hans segir, þá tekur Thakasin Shinawarta til sín sína parta...

Kannski ég ræði þetta í ensku tíma á eftir... það væri áhugavert að sjá hvað nemendurnir mínir hafa að segja um þetta.


mbl.is Taíland og Kambódía deila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljúfa líf

Ég og Justin áttum yndislega 4.5 dag í Siem Reap. Hótelið var æðislegt, fyrir utan það að það var ekkert beikon með morgunverðar hlaðborðinu (Justin var mjög ósattur með það!!). Við ætluðum að skoða Angkor en svo varð ekkert úr því þannig að við nutum þess bara að vera saman. Gerðum eiginlega ekkert annað en að sofa, borða og sofa meira. Justin fór í golf og ég fór á spa í skrub og nudd.
Við fundum frábærann japanskann veitingastað, vel falinn í hliðar götu langt frá öllum túristum og með pínu pínu lítið skilti sem sést ekki! En maturinn æðislegur og stórir skammtar. Kona eigandans kom út úr eldhúsinu alveg furðulostin á pöntuninni okkar og spurði "Eruð þið viss um að þið viljið allann þennann mat!?", þegar allt (miso súpa, 2 forréttir, salat, kjúkklingabitar, svína-katso og 12 sushi bitar) var horfið ofan í okkur ásamt potti af Woolong tei var konan alveg agndofa.
Það var voðalega gott að komast út úr Phnom Penh í smá tíma, alveg best í heimi. Það var líka Water Festival í Siem Reap en ekkert í samanburði við það sem gengur á í Phnom Penh. Við fundum góðann stað til að standa á og horfðum á fullt af bátum keppa í kappróðri. Skemmtilega mikið af stelpu liðum en það lið sem vann var að sjálfsögðu ANZRoyal liðið!

Nú fer svo sannarlega að styttast í Ástralíu! Og ég hlakka svo til! Þrjár vikur af stuði og gleði, sól og hita, ströndum og ströllum. Justin er búinn að þjálfa mig í áströlsku:
Við förum til Radelaide (Adelaide) að hitta rellies (ættingja) til að halda chrissie (jól). Svo förum við á barinn og fáum skúner (1/2 líter af bjór) og pöj (pæ, baka) og ég mun segja með nöldur tón "chuck us a pöj, luv" (gemmér böku, ljúfan).
Ég ætla að panta að fara í Ikea svo að jólin mín geti byrjað, er meira að segja búin að finna það út á netinu hvað það er langt í næstu Ikea búð í Melbourne og Sydney. Eldfastamótið mitt brotnaði nefninlega, eða hreinlega klofnaði í tvennt og kallinn á markaðnum vildi fá 27 dollara fyrir skitið skítugt mót! Svo langar mig líka til að kaupa ostaskera, ég er búin að skera mig einum of oft á puttunum við það að skera ost.

Best að skúra og setja utan um sófann um leið og ég er búin að koma rottunni, sem var að hlaupa yfir stofugólfið mitt, út!! Ewww!


Gleði gleði

Helgin var góð, ég vann samt ekki grænmetið. Öllum fannst hugmyndin mín stórkostleg en allt kom fyrir ekki. Ég meina Mikjál Jackson maís: maís sem er hvítur, disformed og poppaður = poppkorn!
Það var einn sem kom sem grænmeti. Hann stal spítala fötum, var með IV í melónu og slefaði mikið... Sú sem vann tók kálhaus, teiknaði á hann gleraugu og gróf smá gat og tróð sígarettu þar inn. Kálhausinn var svo sem líkur kálhausnum honum Dene þannig að... Liv sagði samt að hún trúði því ekki að hún hefði unnið Scott grænmeti og Mijkál.. Hún er viss um að hún hafi óvart mútað Dene!

Vorum svo bara slök það sem eftir var helgar, ég lærði mikið mikið og fékk vegabréfs áritun til Ástralíu.

Dagurinn í dag var æðislegur.
Símanum mínum var stolið í vinnuni.
Krakkarnir í sundinu voru sum frekar erfið.
Uppgötvaði að ég var næstum rekin frá ELT fyrir að vera ekki sammála öllu hjá þeim! Búið að reka tvo kennara nú þegar útaf klutum sem þau sögðu á síðasta fundi... þannig að núna ætla ég bara að þeygja og vera ótrúlega góð.
Byrjaði með 37 nemendur á þessari önn, missti næstum helminginn því ég vil ekki gefa þeim of mikið af hand-outs þar sem ég vil að þau venjist alvöru námi, þar sem maður fær ekki nærri því allt upp í hendurnar. Hefur greinilega öllið mikilli gremju. En þau 21 sem eftir eru spurja spurninga, hlæja að mér og eru virk svo það er gott, næstum allir skiluðu meira að segja helgar heimavinnunni sinni!! Ótrúlegt! Gerðist aldrei á síðustu önn.
Svo var alveg óþarflega mikið starað á mig í dag sem gerði mig ferlega pirraða. Allt í lagi þegar fólk lýtur á mann og kannski kíkir aðeins en þegar það er starað með galopinn munninn og ekkert verið að fela það verð ég eiginlega bara ill. Um daginn var t.d. einn sem starði svo mikið á mig að hann varð að ná í 2 aðra til að stara líka. Þetta eru ekki góðlátleg áhorf, als ekki.

En nóg um leiðindi og pirring.

Sá að McD ætlar að hætta á Íslandi. Alltaf líkjast löndin mín hvort öðru meir og meir. Hér er bara hægt að fá Lucky Burger og BBWorld (eða Salmonella-world eins og það er gjarnan kallað). Skemmtilegt nokk.

Enn meira skemmtilegt: Nýtt á Dohop um nudd: http://blog.dohop.com/index.php/2009/10/26/massaging-south-east-asia/ mmmmmmmmmmmmm nudd mmmmmmmmmmmmmm

Og bara þriðjudagur, miðvikudagur, frídagur, föstudagur, laugardagur=flug til SR, frí, frí,frí, hálfurdagur frí, frí, hálfurdagur frí, helgi, mánudagur: aftur eðlilegt. Svo sem verður ekkert frí alvöru frí þar sem heimalærdómurinn er alltaf hangandi yfir mér, en ég þarf allavega ekki að elda eða þrífa!

Best að halda áfram, 13 tíma dagur kominn so far.. bara nokkrir tímar eftir, þetta fer að verða þreytandi.

Ást og hamingja.


Óttaslegið grænmeti.

Ég er að fara í afmæli í kvöld. Þemað er grænmeti. Allir eiga að koma með grænmeti og sá sem kemur með það frumlegasta vinnur. Ég ætla að fara með Michael Jackson maís. Þá hlýt ég nú að vinna.

Nú erum við búin að bóka flug til Siem Reap, undarlega ódýrt miðað við að við förum á Water Festival. Við ætlum við að gista á : angkormiracle.com/ ...5 stjörnur á $60 (kostar annars $300,næst best á eftir minnstu svítunni), ekki slæmt. Það verður ljúft! Fjórir dagar af rómantík, Angkor, svefni. 

Á miðvikudaginn borðaði ég kóreiskt í fyrsta skipti. Við fórum í viðskitpakvöldverð með Mr.Lee sem er kóreiskur viðskiptamaður og fjárfestir bauð okkur út til að halda upp á að hann er að fara að kaupa hrísgrjónamarkaðinn í Kambódíu, og ætlar að búa til mörg hundruð störf og alskonar. Það var skemmtilegt. Hann sagði okkur eitt mjög áhugavert, fyrir einhverjum árum þegar hann vann í Kaliforníu. Þar eru ræktuð hrísgrjón og allri umframframleiðslu var bara hent í sjóinn, en ekki gefin til fátækra. Hann talaði um allt upp að 40 tonnum í fiskamat! Synd og skömm.

 Það tók mig rúmlega hálftíma að komast í vinnuna í morgun. Minn vanalegi motodop var ekki fyrir utan húsið okkar, bara einhverjir unglingar sem ég þoli ekki, þeir keyra of hratt og kölluðu mig feita belju og sýndu mér löngutöng einu sinni þannig að ég þygg ekki far með þeim. Enívei, ég varð því að taka einhvern góðlegan ókunnugann mann. Bað hann að fara Norodom, hann sagði nei, förum Presstræti. Ég sagði ok... svo sagði hann nei því það er svo mikil umferð þar. OK, sagði ég, förum þá niður Monivong. Já góð hugmynd sagði hann.. en nei... hann hélt bara áfram og áfram og reyndi eftir bestu getu að láta hann stoppa og snúa við, en hann sagðist vita um styttri leið. Og hann fór lengra og lengra niður Russian Blvd.  ég var ekki sátt við þetta og öskraði á hann "Farðu til baka, ég þarf að fara í vinnuna, ég er orðin of sein allt útaf þér gamli api". Hann sagði já já ég beygji hérna niður og við förum í BKK1. Svo stoppaði hann og vildi láta mig bíða einhverstaðar út í andskota. Ég þver neitaði og um leið og hann hvarf bak við bíl til að fara inn í eitthvað hús hljóp ég! Ég veit ekkert hvað hefði gerst ef ég hefði beðið en ætlaði ekki að ógna örlögunum! Var samt frekar skelkuð og vonaði að hann kæmi ekki á eftir mér og um leið og ég fann annann móto gæja stökk ég á hjólið og bað hann um að fara hratt hratt í BKK. Mig sakaði ekki, en þetta var frekar óhuggnalegt!

Eftir vinnu fór ég á markaðinn... aldrei áður hef ég kúgast á markaðnum. Ég ætti að vera vön lyktini sem er þar en allt í einu bara var ég ekki að meika það. Þurkaði fiskurinn, betel hneturnar, kjötið, smokkfiskurin...allt bara varð of mikið.

Þetta er bara búinn að vera einn af þessum dögum einhvernvegin.

 Ég kenndi samt sjálfri mér að gera heljarstökk! Það var hryllilega gaman! Ég og Sokuntea (aðstoðarmanneskjan mín) stukkum alveg milljón sinnum á milli sundtíma. 

 Góða helgi, ég veit að mín verður full af lærdóms-stuði!! Ohj bara! 

 

 


Phnom Penh, skemmtileg borg

Undur og stórmerki, nýtt blogg bara strax...

ELT byrjaði aftur í dag, ég er aftur að kenna 3B og er með 27 nemendur kannski fæ ég fleiri kannski fæ ég færri en mér lýst miklu betur á bekkinn minn núna heldur en á síðustu önn. Þau lögðu sig fram við að koma með spurningar og ég gerði ofboðslega mikið grín af sjálfri mér. Getur líka verið að ég sé mun öruggari með mig í þessu starfi en á síðustu önn.

Svo var ég að ganga heim, mér finnst það alveg nauðsynlegt til að hreinsa höfuðið áður en ég kem heim svo ég taki ekki of mikla vinnu heim þar sem ég vinn nú alveg nóg heima. Þetta er ekkert það merkilegt en ég labbaði fram hjá einni ráðuneytisbyggingu sem er á Norodom og þar er smá tjörn eða brunnur fyrir framan. Þar voru átta karlmenn á lendarskýlum að baða sig. Svo neyddist ég til að fara framhjá ruslabíl sem lyktað ekki illa!! Ég var sko tilbúin með lófann fyrir framan andlitið en fann svo bara enga ógeðslykt.

Annars hefur þetta verið mjög góður í Phnom Penh. Fór á ferlega svankí stað í hádeginu, fullt af business köllum flissandi eins og skólastelpur og skólastelpurnar að lesa blöðin mjög alvarlegar á svip, einn háttsettur og dónalegur hermaður.. þetta var nú bara götu búlla þar sem ég fékk frítt te og núðlur fyrir dollar. Justin hefur því tekið kredit kortið sitt til baka, hann er ekki sáttur við að ég sé að eyða 4000 rílum í mat á svona hip og trendí stöðum. Svo við tölum nú ekki um peningaspreðið á mér á spa og verslunnarferðir, með nýju Prada töskuna mína sem er ekki að detta í sundur..

Nú erum við að verða of sein í teiti, end of term parteyh fyrir Giving Tree.

Verið heil og sæl.


Föstudagur Laugardagur Sunnudagur

Það munar ekki um það. Ég og Justin vöknuðum bara spræk klukkan 6 í gærmorgun en því það var laugardagur og við fengum okkur öl á föstudaginn ákváðum við að kúra aðeins lengur en spruttum á fætur um átta og elduðum morgunmat. Justin sá um smoothie-inn (mangó, ástaraldin, léttmjólk og bláberja ís) og ég sá um eggin. Justin vildi samt eiginlega sjá um eggin og ég ætti að meðhöndla smoothie gerð Whistling ... Svo rauk pilturinn út að kaupa mótórhjól. eitt stykki 250cc RX tryllitæki. Sem betur fer er hann búinn að kaupa allann öryggisbúnað, annars mætti hann sko ekki fara á mótórhjólið. Um daginn datt hann og hnéhlífin brotnaði í tvennt þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hefði getað gerst! Justin ætlaði að kaupa hjól fyrir mánuði, en þá ákvað botnlanginn minn að vera með stæla og svo ákvað tryggingafélagið mitt að vera með ennþá meiri stæla þannig að hjólkaupin töfðust heldur betur. Hann er búinn að tala um þetta síðan í apríl og ég er búin að fara í milljón hjólabúðir með honum og svo að sjálfsögðu kaupir hann það fyrsta sem við skoðuðum Woundering

Á föstudaginn áttum voða gott kvöld. Ég gerði roast chicken og kartöflustöppu og mango salsa salat í kvöldmatinn. Hristi það hreinlega út úr erminni Justin sagði að undirstaða þessa yndislega mat væri hversu vel hann hefði þvegið kartöflurnar og raðað þeim í pottinn fyrir mig. Fórum svo á leiksæd að hitta vinina. Liv vinkona mín var að koma heim úr ricksaw rally í Indlandi (http://madashatters2009.blogspot.com/) , ferlega skemmtilegt að heyra sögurnar hennar lið tapaði ekki og þau safnaði fullt af peningum fyrir góðgerðarmál svo allir eru sigurvegarar.  Við komum svo heim fyrir miðnætti eins og góðum krökkum sæmir. 

Í dag og í gær varð ég svo að vinna og læra eins og galin kona. Fór samt aðeins í búðir í gær með Ásdísi, Það var alveg ferlega sæt búð að opna í gær sem heitir Wanderlust. Sem var alveg nauðsynlegt þar sem kjólinn minn rifnaði á föstudaginn. Ég var að labba niður stiga og svo heyrði ég krtssh og kjólinn ónýtur. Þar fer gæða, uppáhalds flík og 40 dalir beint í ruslið. En... water, water everywhere but not a drop to drink.. Ótrúlega sætir kjólar og mig langar í alveg 15. Kannski seinna ef ég á fyrir því. 

Það var rugby æfing í gær. Ástraskar reglur. Eins og hollenskur vinur okkar kallar þetta "rugby with the fist". Þetta er brútal leikur! Liðið hans Justins samanstendur af honum og fullt af litlum kambódískum strákum sem voru sorphaugs-strákar en hafa fengið tækifæri til að gera eitthvað við líf sitt. Justin kom heim í einu stykki...svona næstum því illa bólgin á hægra læri en í góðum gýr á fullt af bólgu eyðandi með vodkaflösku.

 Við fórum á bar í gærkvöldi að hitta nokkra félaga, sem er nú ekki frásögurfærandi en... Ég horfði á fótbolta leik. Ekki bara einn heldur sex! Jább!! ég er sko ekki að ljúga. Við sáum klukkutíma af fyrri leiknum (man ekki hvaða lið það voru) og svo allan ManU og Bolton leikinn um leið voru fimm aðrir í gangi. Munar ekki um það!

Justin er núna úti á nýja hjólinu. Vona að honum gangi vel með bólgið læri og brjóti ekki neitt meira af öryggistólunum. Þegar hann er full dressaður lítur hann út eins og Teenage Mutant Ninja Turtle Wink

Best að læra meira og kannski hrista út eina eða tvær greinar fyrir dohop í leiðinni..

 Ást og yndislegheit alltaf hreint.

Þar til næst

p.s. ég var að fatta broskallana bara áðan LoL  

 


Blóm og ferðalög

Ég ætti að vera að læra jafnvel að skrifa sundskýrslur eða ballet skýrslur, nú eða að plana næstu önn í sundinu og balletnum. Ekki má gleyma að vinna að verkefninu hjá Oríental. Sömuleiðs ætti ég að skúra og þvo fjall af þvotti En...það er svo langt síðan ég bloggaði að það fær að bíða

Justin átti afmæli fyrir 2 vikum, tuttugu og sjö ára unglamb. Ég bakaði köku. Hún misheppaðist smá, aðalega af því að hún neitaði að bakast. En hún var hryllilega góð. Bara svona venjuleg hvít kaka með balckberry sultu og súkkulaði krem búið til úr 55% súkkulaði og appelsínu líkjör. Ég bakaði líka smákökur með súkkulaði bitum og haframjöli. Og brauð, en það var eiginlega mest handa mér.

Við erum loksins komin með flug heim frá Sydney. Við verðum í 3 vikur í Ástralíu og erum búin að plana allt en bara gróflega. Phnom Penh-Bangkok-Melbourne-Adelaide-jól-keyra-Naracoorte-vín-keyra meira-Great Ocean Road-Point Break-Bells Beach-Patrick Swaze-Melbourne-Nýtt ár-Kampavín-veðkappreiðar í sveitinni-fæ ekki að vera með hatt-klappa kengúrúm-klappa emú-klappa kóala-borða emú og kangaroo-bíó-búðir-Sydney-Bondi-sigla-Manly-TeitiHart-Darwin-Singapore-Phnom Penh.
Ég hlakka rosalega til alls sem við ætlum að gera. Hlakka samt ekkert það mikið til að versla því ég þekki ekki búðirnar en ég verð að kaupa ný föt.. það er nú bara synd og skömm að vera hvít kambódísk eiginkona bankamanns í mölétnum fötum með eiginlega ónýta tösku. Justin ætlar að finna góðu Factory outletin fyrir mig svo ég geti keypt fullt Cheap and Best. Kannski hittum við líka The Wiggles því þeir voru að gefa okkur til að gefa Who Will fullt af dóti.

Eftir tvær vikur er frí hjá okkur, það er Vatnshátíð eða Water Festival. Það er ekki beint mín hugmynd að afslappandi fríi að vera föst í íbúðinni minni á fjórðu hæð og ef ég myndi hætta mér út myndi taka mig klukkutíma að labba það sem tekur 2 mínótur. Þannig að við ætlum til Siem Reap í nokkra daga, skoða Angkor í tuttugasta skipti og fara í fiskabað og slappa af við sundlaug. Ég verð að vera búin að læra allt fyrir þann tíma svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að fara í bikini-ið og hvar kokkteilinn minn er.

Þegar við vorum að tala um þetta um daginn föttuðum við að við höfum aldrei farið til Siem Reap saman né til vestræns lands. Við höfum heldur aldrei farið að versla föt saman. Alskonar nýtt að gerast.

Ég var að kaupa blóm handa Justin í gær. Það mætti halda að fólk hafi aldrei séð hvíta manneskju kaupa 5 gladíólur. Það voru allavega 20 manns sem hópuðust í kringum mig á meðan ég skipaði sölukonunni fyrir um hvaða blóm ég vildi og hvað ég ætlaði að borga mikið fyrir. Ég kýldi næstum því einn. Hann spurði mig þegar ég var á leiðinni í blómabúðina hvort ég vildi moto svona 13 sinnum, ég neitaði "oday awkun" í hvert skipti. Þá varð hann reiður og sagðist vita sko hvar ég ætti heima og gæti alveg keyrt mig heim. Ég beið eftir blómunum og hann ásamt 5 öðrum moto köllum héldu áfram að bjóða mér moto. Ég hefði haldið að 20 neitanir væru nóg en greinilega ekki. Þeir hafa eflaust ætlað að þreyta mig niður og að ég myndi taka moto bara til að þeir myndu halda kjafti. Þeir fóru að kalla mig ljótum nöfnum á khmer... Þegar ég loksins fékk blómin í hendurnar og ætlaði að labba í Sorya til að kaupa í matinn héldu þeir áfram, allir ætluðu að keyra mig heim. Þannig að ég sagði að þeir væru með andlit eins og gamlir apar og ég myndi sko muna þá og aldrei taka moto hjá þeim, frekar myndi ég labba í hinn enda Phnom Penh en að fara með þeim.

Fyrir utan þetta er ekkert að frétta. ELT í fríi, sundið og balletin ganga vel... hamingja og yndislegheit.

Best að snúa mér að störfum eftirmiðdagsins.
Þar til næst


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband