Gleði gleði

Helgin var góð, ég vann samt ekki grænmetið. Öllum fannst hugmyndin mín stórkostleg en allt kom fyrir ekki. Ég meina Mikjál Jackson maís: maís sem er hvítur, disformed og poppaður = poppkorn!
Það var einn sem kom sem grænmeti. Hann stal spítala fötum, var með IV í melónu og slefaði mikið... Sú sem vann tók kálhaus, teiknaði á hann gleraugu og gróf smá gat og tróð sígarettu þar inn. Kálhausinn var svo sem líkur kálhausnum honum Dene þannig að... Liv sagði samt að hún trúði því ekki að hún hefði unnið Scott grænmeti og Mijkál.. Hún er viss um að hún hafi óvart mútað Dene!

Vorum svo bara slök það sem eftir var helgar, ég lærði mikið mikið og fékk vegabréfs áritun til Ástralíu.

Dagurinn í dag var æðislegur.
Símanum mínum var stolið í vinnuni.
Krakkarnir í sundinu voru sum frekar erfið.
Uppgötvaði að ég var næstum rekin frá ELT fyrir að vera ekki sammála öllu hjá þeim! Búið að reka tvo kennara nú þegar útaf klutum sem þau sögðu á síðasta fundi... þannig að núna ætla ég bara að þeygja og vera ótrúlega góð.
Byrjaði með 37 nemendur á þessari önn, missti næstum helminginn því ég vil ekki gefa þeim of mikið af hand-outs þar sem ég vil að þau venjist alvöru námi, þar sem maður fær ekki nærri því allt upp í hendurnar. Hefur greinilega öllið mikilli gremju. En þau 21 sem eftir eru spurja spurninga, hlæja að mér og eru virk svo það er gott, næstum allir skiluðu meira að segja helgar heimavinnunni sinni!! Ótrúlegt! Gerðist aldrei á síðustu önn.
Svo var alveg óþarflega mikið starað á mig í dag sem gerði mig ferlega pirraða. Allt í lagi þegar fólk lýtur á mann og kannski kíkir aðeins en þegar það er starað með galopinn munninn og ekkert verið að fela það verð ég eiginlega bara ill. Um daginn var t.d. einn sem starði svo mikið á mig að hann varð að ná í 2 aðra til að stara líka. Þetta eru ekki góðlátleg áhorf, als ekki.

En nóg um leiðindi og pirring.

Sá að McD ætlar að hætta á Íslandi. Alltaf líkjast löndin mín hvort öðru meir og meir. Hér er bara hægt að fá Lucky Burger og BBWorld (eða Salmonella-world eins og það er gjarnan kallað). Skemmtilegt nokk.

Enn meira skemmtilegt: Nýtt á Dohop um nudd: http://blog.dohop.com/index.php/2009/10/26/massaging-south-east-asia/ mmmmmmmmmmmmm nudd mmmmmmmmmmmmmm

Og bara þriðjudagur, miðvikudagur, frídagur, föstudagur, laugardagur=flug til SR, frí, frí,frí, hálfurdagur frí, frí, hálfurdagur frí, helgi, mánudagur: aftur eðlilegt. Svo sem verður ekkert frí alvöru frí þar sem heimalærdómurinn er alltaf hangandi yfir mér, en ég þarf allavega ekki að elda eða þrífa!

Best að halda áfram, 13 tíma dagur kominn so far.. bara nokkrir tímar eftir, þetta fer að verða þreytandi.

Ást og hamingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurslags er þetta?
Eru þetta tómir fasistar sem reka ELT? 

Þeir ættu að passa sig að missa ekki svona góða konu úr vinnu!

Var ég búin að segja þér að ég er líka að kenna ensku?
Litlum krúttibollum á aldrinum 3-6 ára. Er einmitt að fara að kenna núna.

Keep up the good work,
kínaknús
A

Anna í Nanjing (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 05:58

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Það mætti halda það!

Ég fékk svona reglu bók þegar ég byrjaði um hvað ég mætti og mætti ekki segja í tíma, þar á meðal má ég ekki gagnrýna ELT, Kambódíu, Kónginn, Hun Sen forsætisráðherra og einræðisherra, eða segja þeim að eitthvað sé betra í mínu landi! Ef ég tala um Ísland verð ég að segja frá öllu því vonda og segja svo að það sé ástæðan fyrir því að ég vilji búa í Kambódíu.

Erna Eiríksdóttir, 29.10.2009 kl. 04:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband