Blóm og ferðalög

Ég ætti að vera að læra jafnvel að skrifa sundskýrslur eða ballet skýrslur, nú eða að plana næstu önn í sundinu og balletnum. Ekki má gleyma að vinna að verkefninu hjá Oríental. Sömuleiðs ætti ég að skúra og þvo fjall af þvotti En...það er svo langt síðan ég bloggaði að það fær að bíða

Justin átti afmæli fyrir 2 vikum, tuttugu og sjö ára unglamb. Ég bakaði köku. Hún misheppaðist smá, aðalega af því að hún neitaði að bakast. En hún var hryllilega góð. Bara svona venjuleg hvít kaka með balckberry sultu og súkkulaði krem búið til úr 55% súkkulaði og appelsínu líkjör. Ég bakaði líka smákökur með súkkulaði bitum og haframjöli. Og brauð, en það var eiginlega mest handa mér.

Við erum loksins komin með flug heim frá Sydney. Við verðum í 3 vikur í Ástralíu og erum búin að plana allt en bara gróflega. Phnom Penh-Bangkok-Melbourne-Adelaide-jól-keyra-Naracoorte-vín-keyra meira-Great Ocean Road-Point Break-Bells Beach-Patrick Swaze-Melbourne-Nýtt ár-Kampavín-veðkappreiðar í sveitinni-fæ ekki að vera með hatt-klappa kengúrúm-klappa emú-klappa kóala-borða emú og kangaroo-bíó-búðir-Sydney-Bondi-sigla-Manly-TeitiHart-Darwin-Singapore-Phnom Penh.
Ég hlakka rosalega til alls sem við ætlum að gera. Hlakka samt ekkert það mikið til að versla því ég þekki ekki búðirnar en ég verð að kaupa ný föt.. það er nú bara synd og skömm að vera hvít kambódísk eiginkona bankamanns í mölétnum fötum með eiginlega ónýta tösku. Justin ætlar að finna góðu Factory outletin fyrir mig svo ég geti keypt fullt Cheap and Best. Kannski hittum við líka The Wiggles því þeir voru að gefa okkur til að gefa Who Will fullt af dóti.

Eftir tvær vikur er frí hjá okkur, það er Vatnshátíð eða Water Festival. Það er ekki beint mín hugmynd að afslappandi fríi að vera föst í íbúðinni minni á fjórðu hæð og ef ég myndi hætta mér út myndi taka mig klukkutíma að labba það sem tekur 2 mínótur. Þannig að við ætlum til Siem Reap í nokkra daga, skoða Angkor í tuttugasta skipti og fara í fiskabað og slappa af við sundlaug. Ég verð að vera búin að læra allt fyrir þann tíma svo ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að fara í bikini-ið og hvar kokkteilinn minn er.

Þegar við vorum að tala um þetta um daginn föttuðum við að við höfum aldrei farið til Siem Reap saman né til vestræns lands. Við höfum heldur aldrei farið að versla föt saman. Alskonar nýtt að gerast.

Ég var að kaupa blóm handa Justin í gær. Það mætti halda að fólk hafi aldrei séð hvíta manneskju kaupa 5 gladíólur. Það voru allavega 20 manns sem hópuðust í kringum mig á meðan ég skipaði sölukonunni fyrir um hvaða blóm ég vildi og hvað ég ætlaði að borga mikið fyrir. Ég kýldi næstum því einn. Hann spurði mig þegar ég var á leiðinni í blómabúðina hvort ég vildi moto svona 13 sinnum, ég neitaði "oday awkun" í hvert skipti. Þá varð hann reiður og sagðist vita sko hvar ég ætti heima og gæti alveg keyrt mig heim. Ég beið eftir blómunum og hann ásamt 5 öðrum moto köllum héldu áfram að bjóða mér moto. Ég hefði haldið að 20 neitanir væru nóg en greinilega ekki. Þeir hafa eflaust ætlað að þreyta mig niður og að ég myndi taka moto bara til að þeir myndu halda kjafti. Þeir fóru að kalla mig ljótum nöfnum á khmer... Þegar ég loksins fékk blómin í hendurnar og ætlaði að labba í Sorya til að kaupa í matinn héldu þeir áfram, allir ætluðu að keyra mig heim. Þannig að ég sagði að þeir væru með andlit eins og gamlir apar og ég myndi sko muna þá og aldrei taka moto hjá þeim, frekar myndi ég labba í hinn enda Phnom Penh en að fara með þeim.

Fyrir utan þetta er ekkert að frétta. ELT í fríi, sundið og balletin ganga vel... hamingja og yndislegheit.

Best að snúa mér að störfum eftirmiðdagsins.
Þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh hamingja all around! maría og ævar hér heima, bergþóra og gummi í USA þið justin í kambó. sepnnó spennó mikið væri ég til í að fara að ferðast svona eins og þú.

hm ég er í fríi frá skóla í byrjun nóvember.....aðgerðarlaus frá 1.-6. nóv. what to do?? :D

gleði gleði peningaspreð :D

spíra (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Við verðum í Siem Reap frá 30. okt - 3 nóv ef þú vilt koma..

gleði gleði peningaspreði!

Erna Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 12:19

3 identicon

Whoah! Þetta virðist vera hreint út sagt svakalega erfitt mál að fá EKKi far heim :/

Anyway, innilega til hamingja með alltsaman. En mundu að TeitiHART™ er bara með Gumma Káranum þínum! :D

Gummi Kári (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

ég hef nefninlega lennt oft í því að fá EKKI far heim!

Erna Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 05:06

5 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Svo er það eiginlega bara Trethharth sem við gerum. Því Justin er ennþá að læra íslensku.

Erna Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 05:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband