Óttaslegið grænmeti.

Ég er að fara í afmæli í kvöld. Þemað er grænmeti. Allir eiga að koma með grænmeti og sá sem kemur með það frumlegasta vinnur. Ég ætla að fara með Michael Jackson maís. Þá hlýt ég nú að vinna.

Nú erum við búin að bóka flug til Siem Reap, undarlega ódýrt miðað við að við förum á Water Festival. Við ætlum við að gista á : angkormiracle.com/ ...5 stjörnur á $60 (kostar annars $300,næst best á eftir minnstu svítunni), ekki slæmt. Það verður ljúft! Fjórir dagar af rómantík, Angkor, svefni. 

Á miðvikudaginn borðaði ég kóreiskt í fyrsta skipti. Við fórum í viðskitpakvöldverð með Mr.Lee sem er kóreiskur viðskiptamaður og fjárfestir bauð okkur út til að halda upp á að hann er að fara að kaupa hrísgrjónamarkaðinn í Kambódíu, og ætlar að búa til mörg hundruð störf og alskonar. Það var skemmtilegt. Hann sagði okkur eitt mjög áhugavert, fyrir einhverjum árum þegar hann vann í Kaliforníu. Þar eru ræktuð hrísgrjón og allri umframframleiðslu var bara hent í sjóinn, en ekki gefin til fátækra. Hann talaði um allt upp að 40 tonnum í fiskamat! Synd og skömm.

 Það tók mig rúmlega hálftíma að komast í vinnuna í morgun. Minn vanalegi motodop var ekki fyrir utan húsið okkar, bara einhverjir unglingar sem ég þoli ekki, þeir keyra of hratt og kölluðu mig feita belju og sýndu mér löngutöng einu sinni þannig að ég þygg ekki far með þeim. Enívei, ég varð því að taka einhvern góðlegan ókunnugann mann. Bað hann að fara Norodom, hann sagði nei, förum Presstræti. Ég sagði ok... svo sagði hann nei því það er svo mikil umferð þar. OK, sagði ég, förum þá niður Monivong. Já góð hugmynd sagði hann.. en nei... hann hélt bara áfram og áfram og reyndi eftir bestu getu að láta hann stoppa og snúa við, en hann sagðist vita um styttri leið. Og hann fór lengra og lengra niður Russian Blvd.  ég var ekki sátt við þetta og öskraði á hann "Farðu til baka, ég þarf að fara í vinnuna, ég er orðin of sein allt útaf þér gamli api". Hann sagði já já ég beygji hérna niður og við förum í BKK1. Svo stoppaði hann og vildi láta mig bíða einhverstaðar út í andskota. Ég þver neitaði og um leið og hann hvarf bak við bíl til að fara inn í eitthvað hús hljóp ég! Ég veit ekkert hvað hefði gerst ef ég hefði beðið en ætlaði ekki að ógna örlögunum! Var samt frekar skelkuð og vonaði að hann kæmi ekki á eftir mér og um leið og ég fann annann móto gæja stökk ég á hjólið og bað hann um að fara hratt hratt í BKK. Mig sakaði ekki, en þetta var frekar óhuggnalegt!

Eftir vinnu fór ég á markaðinn... aldrei áður hef ég kúgast á markaðnum. Ég ætti að vera vön lyktini sem er þar en allt í einu bara var ég ekki að meika það. Þurkaði fiskurinn, betel hneturnar, kjötið, smokkfiskurin...allt bara varð of mikið.

Þetta er bara búinn að vera einn af þessum dögum einhvernvegin.

 Ég kenndi samt sjálfri mér að gera heljarstökk! Það var hryllilega gaman! Ég og Sokuntea (aðstoðarmanneskjan mín) stukkum alveg milljón sinnum á milli sundtíma. 

 Góða helgi, ég veit að mín verður full af lærdóms-stuði!! Ohj bara! 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:D

:D :D

oO

:S

oO

:)

gangi þér vel með lærdóminn :)

spíra (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:21

2 identicon

Mikjall Jakkason maís er of fyndið :D

Húsmaður (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband