Með kork og kút

Ég er aldeilis komin inn í sundkennsluna. Til að byrja með var ég frekar óörugg, og krakkarnir efins með mig því þau þekktu mig ekki. Ég var heldur ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera... ég bókstaflega hoppaði út í djúpu laugina. Jæja í dag mætti ég rúmlega 8 í skólann en hafði ekki sund tíma fyrr en klukkan 10. Ég fór inn í Monkey class og tengdi form við eins form, svo hjálpaði ég Travis að byggja þyrlu og bjó til lest með Lennox, eftir það sat ég á gólfinu og tók á móti plast mat og drakk te með álfavængi og kórónu ásámt Yani, Aziza, Sonisa og Lyka. Loks varð klukkan 10 og ég fór í sund með Owl class. Það eru tvær litlar franskar stelpur sem hreinlega ELSKA að synda. Alice sem er rétt 2ja ára kafar á bólakaf og sækir dót sem sekkur á botninn. Lennox var fyrst frekar mikið hikandi við það að synda með mér, núna er hann fyrstur að rífa sig úr fötunum, hann segir líka að við þurfum að finna stærri laug, því hann er svo stór strákur að allt vatnið gusast upp úr þegar hann hoppar inn. Crystal, á aðeins 2 vikum fór hún úr því að segja „Nei, ég kann ekki að gera þetta” í að segja „Kennslu kona, fröken Ena, ég get gert sjálf!”. Leo vildi ekki sjá sundlaugina eða vatnið til að byrja með, ef ég hjálpa honum ekki í sundgallann fyrst verður hann smá móðgaður út í mig...þegar sundtíminn er búinn þvertekur hann fyrir það að koma upp úr. Tevint talar ekki stakt orð í ensku og er svo ferlega kitlin að það er varla hægt að fá hann til að synda, en hann elskar vatnið, stundum er ég reyndar ekki viss hvort hann sé spenntur eða hræddur. Satoshi tók strax ástfóstri við mig, hann kom í fyrsta skipti í dag með og var í björgunarvesti, með sundgleragu og með bát, við fórum fram og til baka um laugina á meðan ég lét stelpurnar kafa eftir dóti sem Mala (aðstoðarkonan mín) henti á botninn. Í dag var líka í fyrsta skipti sem ég var ein með eina aðstoðarmanneskju. Til að byrja með fór forstoðu konan með mér í laugina, og í síðustu viku stóð hún á bakkanum, en í dag var of mikið að gera hjá henni. En kennslan gékk vel. Mig langaði alltaf á sundnámskeið... núna kenni ég sundnámskeið og mig langar helst til að fara til Japan eða eitthvað og gera eitthvað skemmtilegt. Ég fer bara til Singapore... og í einhverjar ferðir um Kambódíu. Ég man samt eftir því að vera í sundkennslu í grunnskóla. Það var settur á okkur kútur og okkur réttur korkur og sagt syndið og kennarinn var á bakkanum. Ég er alltaf ofan í laugini með krökkunum og held undir bumbuna og hvet þau áfram eða syngjum lög til að haldast á floti. Það er líka mikið gaman að henda alskonar dóti, hoppa í gegnum húlla hring og synda eins og hvolpur til að sækja dótið.

Krakkarnir mínir á NACA hafa ekki haft ensku kennara frá því að ég fór til Íslands í Ágúst. Vegna mikilla anna hjá mér hef ég ekki getað kennt, en hef haft mikið samviskubit yfir því. Svo var ég að kaupa inneign og vatn í lítilli búð á lakeside, það var stelpa á undan mér sem ætlaði að kaupa þvottaefni en það voru bara til svo stórir pokar, þannig að ég benti henni á að nota bara sjampóið sitt og að það væri gott að vinda fötin inn í handklæði. Við fórum að tala saman... hún er ástfangin af Kambódíu og vill vera hérna í einhvern tíma og langaði alveg rosalega til að vera sjálfboðaliði á munaðarleysingjaheimili og núna er hún ensku kennari á NACA! Og kannski ætlum við að búa saman á meðan Justin er í burtu. Fyndið hvernig maður eignast vini hérna, það er allt svo random.. Svo þarf ég að finna tíma fyrir 25 börn hjá tannlækni. Það er NGO hérna sem býður upp á fría tannlækna þjónustu.

Á kvöldin ef ég þarf ekki að vinna verkefni eða lesa eða eitthvað fyrir skólann aðstoða ég Justin með vinnuna hans.
Ég er óbeint launaður starfsmaður hjá ANZRoyal.. Það er aðalega að fara í gegnum skjöl og setja þau í réttar möppur, og skoða tölur, hjálpa með verðbréfin hans... Best að eiga ekkert, þá er ekki hægt að tapa neinu!

Við héldum upp á konudaginn.. ég þurfti ekki að gera neitt nema að vera sæt allann daginn. Um kvöldið fórum við að borða steik, á leiðinni á veitingastaðinn týndi Justin bleik blóm í einhverjum nágrannagarði. Justin fannst það ekki nóg þannig að ég fékk RISA dollu af Jelly Belly Beans í gær. Ég er búin að horfa miklum löngunar augum á hana í 2 mánuði í Lucky en tímdi aldrei að punga út peningnum (keypti bara kjól í staðinn). Við héldum samt ekki upp á sprengi-, bollu- né öskudaginn..

Ég fer til Singapore í apríl að hitta Justin, flugin eru hallærislega ódýr, 144 usd return! Svo fann ég líka flug til Melbourne frá K.L. á aðeins 300 ástralska dali, það eru þá 400-450 usd fram og til baka! En flug til Japan, sem ég ætlaði að fara í nýársfríinu, kostar 1200 dollara! NEI takk! Ég þarf líka að fara til Bangkok að kjósa, verlsa og taka viðtöl við dömudrengi því það er ritgerðarefnið mitt í kynjafræðinni.

Jæja, ég ætla að halda áfram að skóla...


Það rignir, rignir alveg rosalega

á kannski ekki alveg við fyrstu rigningu ársins... ég blotnaði um 6 dropa. En það var hressandi breyting frá endalausri sól og blíðu..

MAN DAY, MARK IX

Á föstudaginn var ég rosalega sátt við að vera ein heima að gera ekki neitt nema að borða bláberja möffins sem ég bakaði fyrr um daginn, dreka hvítvín og borða súkkulaði og hindber. Justin var í einhverju vinnuhófi Svo fæ ég skilaboð um að bílstjórinn okkar væri á leiðinni til að sækja mig. Ég fór að hitta Justin og yfirmenn hans (þar á meðal forstjóra bankanns) á skítugri matar/karíókí búllu... ég hélt að ég væri að fara á stað eins og Metro eða Chow... allir í rífandi fíling að syngja illa og drekka ódýran bjór í teppalögðu herbergi inn af eldhúsinu. Stuð!

Já það var MAN DAY á laugardaginn. Ég, Justin, Jasmine, Manuel og Jean tróðum okkur inn í bílinn með The Sarinator (Sary, sem er bílstjórinn okkar) og héldum út á Kambol Raceway ... stuðið byrjaði þegar bílinn bilaði. Viftureimin slitnaði. Ég reyndi að segja karlmönnunum þetta... því ég var að sjálfsögðu með nefið ofan í húddinu og tók eftir því að viftan virkaði ekki.. auðvitað var ekkert hlustað á mig. Við fundum tuktuk og Sary fór með bílinn í viðgerð.
Go-kart er alltaf jafn skemmtilegt. Ég var í öðru sæti, bara af því að keðjann datt af kerrunni minni á síðasta hring og ég varð að fá aðra kerru sem var hundléleg, fór svo hægt að ég þurfti ekki einu sinni að nota bremsuna á U beyjurnar! Jæja, svo kom Sary aftur og sagði okkur að viftureimin hafði slitnað.. hversu miklir sauðir eru þessir karlar? Bjór og smá pása fyrir næstu keppni, ég tók ekki þátt því ég nennti því ekki, tók bara myndir af þeim í staðinn. Mjög sniðugt að það sé bar og sundlaug í Kambol Raceway...
Eftir Go-kartið var farið að skjóta úr byssum. Ég skaut að sjálfsögðu ekki, en Manuel og Jean deildu einu AK-47 hylki. Þegar þeim ósóma var lokið fórum við í sjónvarpið, CTN er alltaf með Khmer Kick Boxing í sjónvarpinu á laugardögum og sunnudögum svo við horfðum á síðustu keppni dagsins, sem var heldur betur ósanngjörn. Sá sem sigraði átti að tapa því hann svindlaði. Eftir að bjallann hringdi í round 2 kýldi hann hinn strákinn svo fast að hann datt niður... og... það var talið yfir honum! Mjög rangt.
Jæja, Stuðið var ekki búið þar, fórum niður á lakeside til að fá okkur hádegismat klukkan 17:30 og horfa á sólsetrið. Að sjálfsögðu voru það karlmannslegir hamborgarar og bjór.
Heim í sund og sturtu og ferskleika og kvöldmat til að hittast aftur á Revolution í karlmannslega Gin og Tónik. Eftir nokkra drykki var haldið á Girlie bars.. ég elska þá bari. Það er svo gaman, fyrir utan sexpatana að sjálfsögðu. En stelpurnar sem vinna þar hafa mjög gaman af því að dansa við okkur Jasmine og strjúka á okkur hárið tala um hvað við erum fallega hvítar og nudda okkur. Við ætluðum á þann dónalegasta, þar sem stelpurnar eru í eiginlega ekki neinum pilsum og dansa við súlur en þá var hann lokaður, fórum bara á 5 aðra í staðinn. Enduðum svo fyrir utan Hjarta myrkursins í leit að hórum, en þá var búið að loka.. fengum okkur bara pulsu og pork spare ribs í staðinn.
MAN DAY er æði! Stanslaust stuð og ævintýri.

Í dag voru svo bara notaleg heit heima í stofu. Horfðum á 2 bíómyndir pöntuðum flatbökur, lásum bækur, gerðum skattskýrslu og elduðum kjöthleif, kartöflur, salad og ískrem.
Ég fór reyndar að skoða eina íbúð.. Já nei! kjallri með einum litlum glugga, tveir leigufélagar og herbergi sem er minna en baðherbergið okkar og bókstaflega ekkert skápapláss, það var ein hilla í skítugum skóskáp. Það var svo lágt til lofts að ég gat snert loftið án þess að teygja mig! Og þær vildu fá 80 dollara fyrir þessa kytru plús vatn plús rafmagn plús rusl!

Á morgun kemur vonandi pípulagningamaður til að athuga hvað er að vatninu okkar. Þetta er náttúrulega bara brandari að það sé ekki búið að vera almennilegt vatn í næstum viku. Þrýstingurinn í rassasprautunni er meiri en í sturtuni á mesta styrk! Það kom reyndar einhver í gær, skrúfaði frá öllum krönum og þóttist vita hvað hann var að gera. Það eru ekki kranarnir sem eru vandamálið, það er eitthvað að aðrennslisrörunum. Reyndar er eitthvað að frárennslinu líka, því baðherbergis gólfin eru alltaf rennandi blaut sem er stórhættulegt í flíslagðri íbúð þegar ég er klaufi. Ég er búin að hella klór, já klórnum sem hreingerningarkonurnar nota á fötin okkar, í öll niðurföll og sturta fötu af soðnu vatni þarna niður líka, en ekkert hreinsast. Verst að við eigum ekki drullusokk..

Jæja, ég er sybbin og fyrirlesturinn sem ég er að hlusta á í gegnum ugluna virkar ekki.. eða hann rennur áfram en ekkert hljóð. Mikið gagn í því ekki satt?

Ég vona að ykkar helgi hafi líka verið svona góð.

P.s.
Sihanouk ville næstu helgi, Siem Reap helgina eftir það eða þar eftir, Man Day Mark X... Japan?


Orðlaus

Ég er orðlaus. Mig langar til að vita hvernig og hverjum var mútað fyrir að fá þessar niðurstöður. Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi..?! Mér finnst Leifsstöð alveg hryllilega leiðinlegur flugvöllur. Yfirborðskenndur og óþægilegur. Það væri líka gaman að vita við hvaða velli var verið að miða. Einhvern bush völl í fátækri borg einhverstaðar í austur Evrópu? Ég trúi þessari rannsókn ekki baun. ég á bara ekki aukatekið orð yfir þessari vitleysu. Þjónustulund?! jáh.. það þykja mér fréttir. Nei! þetta er snemmbúið fyrsta apríl gabb!! hah ég sé sko í gegnum þetta.

Ég var líka orðlaus þegar sturtan hætti að virka áðan. Leigan fyrir íbúðina sem við búum í er himin há! $1300 á mánuð og vatn og rafmang ofan á það (Takk ANZ) ... Ætti þá ekki vatnið að virka? Einstaklega gaman að vera með sjampó í augunum þegar sturtan fór hiksta, náði þó mestu úr hárinu, en það er ennþá smá sjampó í því.

Annars er ég mállaus í þokkabót, ekki var nóg að fá ljóta matareitrun, þannig að ég hélt engu niðri nema í 30 mín í mesta lagi, en þá er ég komin með ljóta hálsbólgu :( Justin og loftkælingin hans...

Hreingerningarkonurnar hafa gert mig enn einu sinni orðlausa... þær reyndu að kenna mér um að eyðileggja skyrtu af Justin, þær reyndu líka neita því að hafa eyðilaggt stuttbuxurnar mínar. Alveg sama hversu oft ég sýni þeim að það eigi ekki að nota klór á fötin okkar nota þær klór. Þær flissa bara, ég segji "aht mhin ni ai khnyom hai song saat, minh ni aht lahona" þær segja "tjchah miss" Ég spyr hvort þær skilji hvað ég er að segja, þær segjast skilja, og endurtaka það sem ég segji... næsta sem ég sé þær gera er að hella klór í þvottavélina! Ekki veit ég hvaðan þessi klór kemur, því ekki datt mér í hug að kaupa hann. Ég hef hins vegar oft hent honum, en alltaf er til klór.

Svo er ég líka tallaus, því ég hef engann síma þessa dagana.
Ætli þær, hreingerningarkonurnar, hafi ekki líka eyðilagt hleðslutækið mitt, eða símann minn... því ég get ekki hlaðið hann eða neitt. Hann virkaði fínt í fyrradag. Svo kom ég heim í gær eftir vinnu og hann virkaði ekki. Og í morgun þegar þær komu að þrífa voru þær heldur betur kindalegar...


mbl.is Keflavík meðal bestu flugstöðva í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Otres og aðrar ferðir

Elsewhere hefur breyst, það var vissulega slatti af skítugum bakpokaferðalangum en fólkið sem var í teitinu var eldra en fyrir 5 mánuðum, og allir betur klæddir. Það var stuð, naktir karlmenn stukku ofan í laugina fyrir peninga, ekki að ég hafi staðið fyrir því. Mér voru boðnir 100 dollarar fyrir að hoppa nakin, ég horfði á kunningja minn gáttuð og spurði "heldurðu að ég sé virkilega svona ódýr?!" Gleði gleði, allt í einu var klukkan orðin 4 og við fórum heim. Þetta var síðasta "fyrsti föstudagurinn í mánuðnum partíið" afþví að leigan var hækkuð, eða afþví að landið var keypt af einum af þessum ríku spilltu köllum og hann æltar að sameina lóðina með 2 eða 3 öðrum lóðum og byggja hús handa kærustinni sinni.. en þetta eru bara orðrómar, enginn veit neitt.

Tókum svo rútuna til Sihanouk ville þar sem við gistum á Otres strönd í strá kofa án rafmagns. Það var ekkert smá afslappandi, flatmöguðum á ströndinni, syntum í heitum sjónum, borðuðum ferska ávexti og sjávarfang, lásum bækur og rákum blejur út úr kofanum okkar. Eiginlega engar kellingar að bjóða nudd eða humar eða kleinuhryngi eða armbönd. Engin brjáluð tónlist eða betlarar bara ró og friður.

Núna erum við að fara að plana næstu ferð, til Siem Reap. Og svo ferðina eftir það.. ekki alveg vitað hvert en það verður á nýja árinu í apríl... og svo eitthvað í Júní, liggur við að ég biðji bara um að gista á sófa hjá vinum mínum miðað við hvað ég ætla að fara mikið. Ó brunnur, ég sé hvað gerist.

Annars ætla ég núna að reyna að vinna hópverkefni fyrir mannfræðina og reyna að gleyma matareitruninni sem ég er með. Ég er mjög fegin að hafa ekki orðið veik í fyrri nótt í strá kofanum, ég hefð þá pottþétt dottið niður stigann, og þið vitið hvað ég er hryllilega mikið hrædd vid stiga.


Skemmtilegt nokk.

Það var hringt í mig í gær, ég var ráðin sem forfallakennari á the Giving tree, ágætt svo sem. Það er bara þangað til að ég finn fulla vinnu, sem ætti að gerast á næstu dögum því ég fæ að vita í næstu viku hvort ég er kennari eða aðstoðar skólastjóri hjá Smart Kids Cambodia. Ég hlakka til að fá meiri vinnu...

Í hádeginu hringdi Justin í mig og sagði mér að hann ætti langa helgi, það er enn einn opinberi hátíðisdagurinn, ekki að við munum hvaða hátíðardagur það er á mánudaginn, og því ætlar hann að fara með mig til Sihanouk ville í fyrramálið. Það verður notalegt. Í dag eftir að hafa lesið í marga marga klukkutíma af því að ég hafði ekkert annað að gera í dag fór ég í sundlaugina og sólbað...þarf að venja húðina við sólina, því það er það eina sem ég ætla að gera í Snooky, liggja við sundlaug eða sjó í sólinni og borða sjávarfang.

Í kvöld er allra allra síðasta Elsewhere partíið. Ég er komin í glimmergalla sem er allt í lagi ef ég dett ofan í sundlaugina í... þannig að ég er eins og hver annar skítugur bakpokaferðalangur í kvöld, það mætti halda að ég hafi verið í skátunum, alltaf viðbúin!
Rosalega er skrítið að hugsa til þess að það sé síðasta Elsewhere í kvöld. Það eru góóóóð TEITI HART! Og ég hef hitt mikið af góðu fólki í teitunum, það eru til dæmis 48 vikur síðan Justin féll á mig og svo fyrir mér :) ... þegar ég hugsa um það þá kynntist ég eiginlega öllum sem ég kynntist í PPhen í þessu teiti. Ég hlakka til að fá Passion Paradise, Wing Sling og Disgustin' Justin þó það sé í síðasta skipti. Ég vona samt að ég endi ekki í lauginni, þar sem partíið er í Lonely Planet Cambodia bókinni þá koma alltaf fleiri og fleiri skítugir bakpokaferðalangar í teitið og ef maður lendir í lauginni fer maður heim lytktandi og útlýtandi eins og einn af þeim. OHJ bara...

Best að haska sér í teiti hart.


Sund, rómantík og frí

Góðann daginn..

það er nú ekki mikið búið að gerast síðustu vikur.

Ég er byrjuð að kenna sund, sem er rosalega gaman. Krakkarnir fjörugir og alveg óhræddir við vatnið.

Ég er hugsanlega komin með íbúð með 3 amerískum stelpum, ef/þegar Justin þarf að flytja.

Við erum bæði búin að vera veik, það var ekki gaman. Hiti og ógurlegir beinverkir, endalaus höfuðverkur, illt í húðinni og almennt máttleysi.

Þessi helgi fór í sólbað, sund, göngutúra um PPhen, eldamennsku, súkkulaði, nudd og kertaljós. Allt planað af Justin. Og núna erum við að fara að plana frí til Siem Reap og Sihanoukville.

Meira er það ekki..


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband