Fullkominn laugardagur

Það er fullkomið vor veður í Phnom Penh í dag og ég er búin að eiga fullkomin laugardag hingað til og hann mun bara verða betri.

Í gær ringdi eins og væri hellt úr baðkerum í marga marga klukkutíma þannig að það varð ekki mikið úr kvöldinu mínu, flestir voru líka þreyttir eftir langa vinnuviku og ég leið eftir að hafa kvatt Justin á flugvellinum, en hann kemur aftur eftir 3 vikur þannig að það er bara stutt þar til við sjáumst aftur.
Vegna rigningarinnar er bara nokkuð svalt í PPhen í dag. Í morgun var ég reyndar vakin klukkan 5 af leiðinda nágrönnum sem skilja ekki hvað laugardagur þýðir. Þau gengu um á háuum hælum og spiluðu khmer karíókí klukkan 5!! svo var farið í framkvæmdir á íbúðinni þeirra með tilheyrandi hávaða. Auðvitað var eldað allann tíma, djúpsteiktur þurkaður fiskur og eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er en ætla að giska á eitthvað kjöt, ég fæ alveg hryllilega klýju af lyktinni sem fylgir þessu. Nema hvað... um 11 leitið var ég í góðu skapi og var að spila góða tónlist til að drekkja hávaðanum, þá ákváðu þau að það væri kominn tími á blund og eiginlega skipuðu mér með látum að slökkva á tónlistinni minni. Ég sýndi þeim bara hnefann og skellti hurðinni.
Um hádegið var ég orðin smá svöng og fór þá á markaðinn að kaupa kúst og klósettbursta. En endaði með silkitösku og pöddusprey og epli.. Fór svo í ísbúðina og fékk mér ís á meðan ég las í bókinni minni. ákvað svo að rölta niður að ánum og finna góðann stað í skugga og lesa bókina mína með svaladrykk við höndina í golunni. Svo hef ég bara verið að ráfa um göturnar að sjá hvað er nýtt og hvað er hætt. Fann ég ekki þennan fína veitingastað sem selur allt undir 3 dollurum og klæðskera sem ætlar að gefa mér góðann díl á kjólinn sem mig langar til að búa til.

Svo á eftir ætla ég að fara og kíkja aðeins á krakkana mína á NACA. Kannski borða með Kim vinkonu minni sem yfirgaf mig og fann annann Íslending til að hanga með í Kampot. Engann annan en Ásger úr Vogaskóla sem útskrifaðist nokkrum árum á undan mér. Skemmtilega lítill heimur. Svo er ég að fara að kveðja Erin vinkonu mína í hænuteitinu hennar. Hún er búin með verkefnið sitt í Kratie að bjarga fersksvatns höfrungum með unnusta sínum og eru að fara að gifta sig á Ítalíu í kastala systur hans ef ég man rétt. Alltaf minnkar vinahópurinn minn..

Á morgun ætlum við öll að skella okkur í keilu. Á mánudaginn er svo vinna frá 8-5 og svo að fara aftur á flugvöllin en nú sæki ég fólk, svona til tilbreytingar. Þannig að Sigrún eða Gústi verða vinsamlegast að senda mér ferða skipulagið sitt svo ég komi nú á réttum tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vííííííííííííííííííííí við komum til bjargar

hm var ég ekki annars búin að senda þér....æi nei, við vorum bara að tala um það á msn er það ekki?

Ef allt gengur að óskum og allt er á áætlun þá er lending 19:25 á vellinum í PP :D

spíra (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 11:26

2 identicon

Ekki skil ég að þér detti í hug að kaupa klósettbursta þegar þú ert svöng.

Mamma (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 13:14

3 identicon

Oh,kósý :)

Sakna þín krútta :*

Lena :) (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 15:06

4 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

YAY! Hlakka til að sjá ykkur. Mamma Adele vinkonu er einmit að koma í sama flugi og þið.. skemmtilegt nokk.

Jú, þegar maður er búinn að borða og melta þarf maður á klósettið og það þarf stundum að þrífa skálina.

Sakna þín líka sætasta mín.

Erna Eiríksdóttir, 4.5.2009 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband