Föstudagur, 13. mars 2009
Nýjustu fréttir
Ég get tuggt matinn minn aftur. Ég er búin að vera fárveik síðustu viku. Með hita og kvef og ennisholubólgur. Þannig að geta tuggt var mikill sigur, og að vera bara á daufum verkjalyfjum er enn meiri sigur. Ég sat í sófanum og grét af verkjum. Justin vaknaði meira að segja við mig hágrátandi í svefni, og ég ætla að kenna Domadolinu um þetta en ég talaði á dönsku í svefni! Íslenska, enska, indóensíska, malasíska, khmer jafnvel kínverska væri meira skiljanlegt en DANSKA?! Det er maget underligt.
Ég er loksins að fá fulla vinnu.
Ég er að flytja.
Ég er að fá ansi myndarlega bólu á nefbroddinn sem er mjög þægilegt fyrir grútkvefaða mig.
Það eru enn og aftur að koma gestir til okkar. Stelpa, ég held að hún verði ein, og bara í 2 daga. Þetta eru síðustu tvær vikur Justins (í bili) og ég vil vera sjálfselsk og njóta hans alein!
Ég er búin að finna íbúð. Hún er pínu pínu lítil, en voða sæt og notaleg með bleiku klósetti og gulum veggjum á tveim hæðum, full af nýlendutíma antík húsgögnum, og það er verið að gera hana upp bara núna! Kannski aðeins í dýrari kantinum miðað við stærð, en jafn mikið og herbergi í deildu húsnæði. Og ég fæ vatn og rusl frítt og húsgögn (ekki bara bambus drasl, heldur alvöru antík húsgögn sem eru gullfalleg) og hjálm og aðgang að þvottavél og hljóðkerfi og leigusalinn er listamaður og ætlar að búa til nafnspjald handa mér.
Það er allt að ganga upp :D
Ást, hamingja og yndislegheit.
Athugasemdir
Til hamingju. en 'Islenskan er okkar mál.
Tyggja tuggði hef tuggið.
Edda Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:22
til hamingju með íbúðina og vinnuna!!
hvað færðu að gera?? :D og danska finnst mér meiriháttar undarlegt :P
spíra (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:37
Edda: það er alltaf stór stafur á eftir punkti. Og orð með „sk“ eru alltaf með litlum staf.
Kristín Arnardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 06:01
Gangi þér vel Erna mín
fín síðan þín..bloggið
ég ætla ekkert að gerast íslensku lögga ...
sé að þú hefur eina sem er bara í því
Kveðja Dúdda
Dúdda (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.