Þau ættu að búa hér.

Ég er reyndar orðin vön látunum, en.. það var barið og lamið og sagað og borað við hliðina á mér og fyrir ofan mig og í bygginguni á móti frá klukkan 6 á hverjum degi í þá 5 mánuði sem ég bjó í íbúðinni minni. Og oft til klukkan 11 á kvöldin. Og veggirnir mínir eru ekki þykkir og ekkert sem heitir tvöfalt gler.
Það er verið að byggja 8 hæða blokk við hliðina á húsi kunningja míns, hún átti að vera tilbúin fyrir 3 mánuðum, það er ennþá í gangi. Sundlaugin heima hjá vini mínum átti að vera tilbúin í fyrra. Það er ennþá að henda til og frá einhverjum spítum, það er ekki einu sinni búið að grafa holu fyrir sundlaugina. Og lætin við þetta allt saman eru ótrúleg, oft að ég varð að flýja út ef ég var að vinna heima. En oftast dugar það ekki neitt þar sem öll borgin er "under construction". Það hreinlega þýðir ekki að kvarta hérna yfir látunum, en lætin venjast óvenju vel. Borið og sagið og neglið er ennþá betra en CPP hávaðinn.
mbl.is Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er naumast að þú ert alltaf að bera saman kambódíu og ísland... ekki alveg í sömu categoríunni en jæja

Guðrún (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 17:34

2 identicon

Hahaha, pabbi er gegt að gera þessi læti :p

Inga! (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband