Helgarstuð

Fólk er farið að verða svoldið paranojað hérna útaf kosningunum. Ég var heima hjá vini á föstudagskvöldið að misnota internetið hans þegar nágranni kemur hlaupandi niður í panikk kasti og spyr hvort að við heyrðum skot árásina og sprengingarnar sem væru í gangi. Jú jú við heyrðum það en vorum ekkert að spá í látunum. Nágranninn spyr hvort að þyrlan sem á að taka alla banka vini míni í burtu sæki þau ekki í blokkina eða hvort það væri bara á skrifstofunni. Þegar ég benti kurteislega og mjög rólega á það að það væri 4 júlí og ameríska sendiráðið væri með einhver hátíðarhöld og að þetta hlytu að vera flugeldar var hreytt í mig "Það er rigning! hver sprengir flugelda í rigningu?!" eins og ég væri rosalega heimsk og vitlaus að láta mér detta í hug að þetta væru flugeldar. Ég svaraði fullum róm "khmerar!" og dró frá gardenínurnar og viti menn, það var flugeldasýning í gangi í ameríska sendiráðinu.

Ætli það sé ekki best að ég haldi mér á góðu hliðinni hjá banka vinum mínum, svona ef skíturinn lendir í viftunni og allt fer til helvítis í kosningunum að ég fái að gista hjá einhverjum á Le Royal með öryggisverði á hverju strái með AK47. Þá verða einu áhyggjarnar okkar hvort að það sé ekki til nógu mikið af gini.

Ég er farin að hata kosningabaráttunna sem er í gangi...vaknaði í morgun klukkan 8 útaf því að Cambodian Peoples Party (CPP) bíll var að keyra fram hjá með miklum látum að boða loforð sín sem verður að sjálfsögðu aldrei framfleytt. Bílar og fólk eru alstaðar að múta fólki til að kjósa sig. Plaköt eru upp um alla veggi alstaðar. Þetta verður sem betur fer búið bráðum.

Ég er bara fegin að hafa ekki verið vakin í gær morgun, eftir Elsewhere partíið, sem var besta teitð til þessa. Var með stórum hóp vina, til að byrja með þóttumst við vera betri en skítugu bakpokaferðalangarnir og ætluðum sko ekki ofan í sundlaugina... um klukkan 3 á laugardagsmorgun vorum við öll 12 komin ofan í laugina í brjáluðum vatnsslag við khmer hórur, bakpokara og sexpata. Og sundlaugin er ekki stór. Ég datt ofan í. Ég ætlaði aldrei ofan í, ég var nefninlega í öðrum af betri bolunum mínum. Ég datt á hóru, bakpokara og sexpata. Stuð að eilífu hah?

Justin var bak við barinn til að byrja með að búa til furðulegustu drykki sem hægt er að hugsa sér, þar sem öllu sem er við hendina er hent ofan í blandara, klaki og blandað saman, á stórkostlega furðulegann hátt eru dyrkkirnir alltaf vel drekkanlegir. Enn þá furðulegri samræður í gangi og allir í súper stuði með kokteil í einni og kokteil á annari.
Vaknað um hádegi, alltof seint að sjálfsögðu, með stíft hár eftir sundlaugina, til að hjálpa hjúkkunni minni að pakka og bruna uppá flugvöll, hringi í flugvélagið og sagði að mjög mikilvæg og fræg manneskja frá Ástralíu væri á leiðinni, hún hafði tafist á fundi en mætti als ekki missa af vélini sem átti að fara 30 mínótum seinna. Hjúkkan mín náði vélini og ekkert mál. Fórum þá nokkur saman í dumplinga, súpermarkað, bókabúðir, bestu dvd búð bæjarins, málverka búðir, lista galleríin á stræti 178 þrædd, og lélegasta Stjörnustríðs myndin sett í tækið. Nú á ég bara eftir að sjá þátt 2 og 3. Við ætluðum í sund en eftir langann verslunnar dag með orkideurnar mínar í fanginu (þær eru með heimili en ekki ég) nennti ég ekki að fara á gistiheimilið og reyna að finna bikiníið í bakpokanum. Heimatilbúinn kvöldmatur, svona til tilbreytingar, Shepard´s pie eftir einhverri voðalega sérstakri uppskrift sem er topp leyndarmál. Ég bjó til kartöflumúsina, Justin bjó til kjötið og USA bjó til drykkina. Kvöldið tekið rólega og snemma í rúmið.

Í dag á ég að vera að vinna, en það gegnur frekar illa að byrja gerinina sem ég á að skila á miðvikudaginn, NGO og Fair Trade verslun. Ég ræð hvort það sé review eða feature, og ég vil gera feature af því að það eru áhrifameiri greinar, en það er aðeins erfiðara. Finna sjónarhorn og bara það að byrja.

Jæja...Mér skal takast það og ég skal byrja núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband