Í sól og sumaryl...?

Það er kalt og grátt og rigning sem kemur alstaðar frá og það er búið að rigna síðan í gær.. Mætti halda að ég væri á Íslandi yfir hásumar en ekki í Kambódíu á þurka tímabilinu. Mig langar að vera með vettlinga í sokkum og stígvélum það er svo kalt og leiðinlegt. Ég vona að veðrið batni sem fyrst! Af því að bæði það er leiðinlegt og því við erum að fara að fá grillið okkar sem var sent frá Ástralíu. Þar sem að við búum núna í íbúð með stórum svölum og frumskógi verður að hafa grill, annars gæti Justin ekki kallað sig Stralla! Sérstaklega því það er ekki auðvelt að grilla haldandi á bjórnum, regnhlífinni og töngunum þegar maður hefur bara tvær hendur.

Annars er nú ekki mikið að frétta.
...
Tvær íslenskar stúlkur komu í heimsókn í síðustu viku og eftir tvær vikur koma þrír aðrir íslendingar. Síðan koma nokkrir ástralir til okkar. Alltaf gaman að fá gesti :)

Heimilið okkar er svo gott sem tilbúið. Nema að þvottavélin neitar að vinda eða losa frá sér vatn þannig að ég er að bíða eftir að fá nýja. Sömuleiðis ætlum við að láta loksins verða að því að fá nýja hreingerningarkonu, við erum bæði að vinna frameftir og svo hef ég skólann þannig að það gefst enginn tími við að vaska upp eða sópa gólfið

Ég fékk 84% í kennslukönnun í ELT...það er mjög gott. Eina sem ég gerði vitlaust var að gefa ekki nógu mikla heimavinnu (ég gaf fjall á hverjum degi! og fékk rosalegar stunur og andvörp og kvartað í mér að þau hefðu ekki tíma) og ég tala ekki nógu hátt, þannig að núna öskra ég í nýja bekknum mínum. Já!.. ég er hætt að kenna 3b (9unda bekkjar ensku) og er farin að kenna 6a (12ta bekkjar ensku). Gaman. Samt erfitt að fá þau út úr skelinni og að fá þau til að tala í tíma. Það kemur allt einhvern daginn..

Skólinn minn er byrjaður. Ég fékk 7,5 fyrir vinnulag (klúðraði tveim verkefnum, annars hefði einkunin verið hærri), 8 fyrir inngang og 8,5 í etnógrafíu. Mér lýst bara nokkuð vel á áfangana sem ég tek núna, færri verkefni og þau eru dreifðari, núna þarf ég ekki að skrifa tvær ritgerðir í einu eða neitt.

Who Will gengur vel, Jane sem byrjaði það er reyndar farin aftur til Suður Afríku en það er gott fólk sem tók við, krakkarnir hressir og elska að læra þannig að það er allt gott og frábært. Við komum með fullt af lærdóms DVD sem The Wiggles gáfu Who Will og það mun koma að góðum notum.

NACA er samt við sig. Við erum reyndar ekki með neinn kennara þessa stundina. Vona að ég finni einhvern bráðlega en þau eru alltaf að lesa og gera krossgátur og orðaleiki þannig að það er gott og blessað útaf fyrir sig.

Já, lífið er ljúft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að allt er gott :)

þú færð þó varla íslenska rokið þarna úti er það nokkuð? ;)

spíra (IP-tala skráð) 20.1.2010 kl. 06:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband