Fluttningaævintýrið mikla

Það að flytja er sko ekkert grín. Við pökkuðum öllu dótinu okkar í kassa og töskur, seldum sófann því það var ekki möguleiki fyrir hann að komast upp stigana á nýja staðnum. Það var búið að bóka fluttningakalla og bíl til að taka allt dótið okkar því ég lofaði að ég myndi aldrei bera einn kassa enn upp neina stiga svo lengi sem ég bý í Kambódíu. Jæja, við komum frá Singapore klukkan 8 á laugardagsmorgun, og kallarnir áttu að mæta til okkar klukkan 11. Ég og Justin ákváðum að fara að kíkja á staðinn. Þá kom í ljós að það var allt harðlæst og enginn vissi hvar fjarstýringin að öryggishurðinni okkar væri. Ákveðin manneskja átti að vera búin að setja fjarstýringuna og fjóra aðgangspassa á skrifborðið hans Justins. Það kom í ljós eftir klukkutíma að reyna að ná í fólk að manneskjan sem átti að sjá um að koma lyklinum til Justins hafði sett hann í skrifborðsskúffuna sína og læst henni og farið út í sveit og það var búið að búa til einn auka aðgangspassa sem er ennþá ofan í skúffu hjá einhverjum sem er í fríi allavega út þessa viku. Hressandi! Endaði með því að það var brotist inn í skúffuna hjá þessari manneskju sem var með fjarstýringuna. Það var enginn sem gat sagt "Fyrirgefðu, ég gerði mistök, ég gleymdi að koma þessu til þín" Nei... það er ekki hægt, öllum, þar á meðal okkur, var kennt um þetta. Sem betur fer er Justin með einn passa en við getum ekki verið ein heima skyldi koma upp eldur... allavega á milli 16 og 8:30 því annars mun annað hvort okkar deyja. Það er mjög upplífgandi.

Þegar flutningakallarnir voru búnir að bera allt dótið okkar niður fjórar hæðir og upp aðrar fjórar gátum við farið að taka úr kössum. Við vorum bæði dauð uppgefin eftir stress kastið fyrr um morguninn en um leið og allt dótið okkar var komið urðum við svo spennt að koma öllu fyrir og eiga heima einhversstaðar. Vegna þess að allt sem við höfum verið í áður hefur verið eiginlega tímabundið, það er, við ekki verið viss um hversu lengi við ætlum okkur að vera í Kambódíu.

Nema hvað, við færðum mottu og þá stukku pöddur út úr drullunni sem var þar undir. Það tók góðan klukkutíma að spúla svalirnar sem voru svartar... gólfið sem kom undan er rautt... Mygla bakvið ferlega ljótar myndir og vatnsskemmdir. Brotin gólfflís, myglaður skápur biluð bjalla og þvottavél sem vindir ekki. STUÐ! en hinsvegar... ÆÐISLEG eldavél, Fullkominn ofn, fullt af plöntum og fataherbergi.

Núna eigum við bara eftir að hengja upp nokrar flíkur, henda 11 kössum, kaupa lök, straubretti, og þvottasnúru. Því lítil tík sem vinnu með Justin sem þénar 4 sinnum meira en ég og Justin til samans fannst að hann ætti fullkomlega rétt á því að taka allt út úr íbúðinni sem hann þurfti í nýja húsið hans sem bankinn borgar fyrir.. En það er önnur saga sem ég nenni ekki að fara inn í.

Annars var áhugavert að fara aftur í vinnuna í dag. Ekki búin að lyfta fingri í þrjár vikur og allt í einu þarf ég að fara að gera eitthvað. Það var svo sem ágætt, krakkarnir hressir og góðir. ELT byrjar á eftir. Ég held að þetta sé síðasta önnin mín, það er eiginlega of mikið að vinna fulla vinnu með fullu námi. Ég verð bara að klára þessa önn hjá ELT svo að þeir steli ekki 100 dollurum frá mér.

Og núna er verið að loka kaffihúsinu sem ég er á.

Þar til síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er nú meira flutningsástandið á þér.....og hvað ætlaru núna að vera lengi í þessari íbúð? haha

Spíra (IP-tala skráð) 11.1.2010 kl. 12:31

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

um það bil ár... Við áttum að vera löngu flutt hingað...

Erna Eiríksdóttir, 11.1.2010 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband