Færsluflokkur: Menntun og skóli
Mánudagur, 7. desember 2009
Afsakið hlé...
Vinna og lærdómur er það eina sem er í lífi mínu núna.
En þetta er búið að gerast síðasta mánuðinn:
Hitti ekki Villa prins.
Hitti eiganda Óríental ferðaskrifstofunnar, Viktor Sveinsson, sem er jafnframt yfirmaður minn, betra er seint en aldrei... búin að vinna saman í nokkra mánuði en bara með tölvupóstum og skype.
Svínaflensan, eða svo er mér sagt, fór ekki til læknis því ég vildi ekki vera læst inn á Calmette s(kíta)pítala í einangrun í byrjun prófatarnarinnar og þegar ég var að leggja lokahönd á öll verkefnin mín. STUÐ!
Við fengum frábæra íbúð. $400 á mánuði með öllu, rafmagn, vatn, sjónvarp, húsgögn, alvöru eldhús með safavél og alskonar, þvottavél og þurkari, skrifstofa og fataherbergi í báðum herbergju (hint hint fólk að koma í heimsókn í gestaherbergið mitt), skrifstofa (YES! alvöru aðstaða til að vinna og læra heima), svalir með útsýni yfir Tonle Sap og Mekong, öryggisvörður. Eeeen bara eitt baðherbergi á neðri hæðinni, ekkert uppi, flísar á öllum gólfum og ef eðlur eða skordýr fara óvart fyrir skynjarana niðri í bankanum munum við vakna... Það er ekkert fullkomið í þessum heimi greinilega.
Árshátið ANZRoyal. Það var gaman. Justin var kóngur í skemmtiatriði deildarinnar sinnar. Þau unnu ekki sem er bara fáranlegt! Árshátíðinni var sjónvarpað í beinni útsendingu. Ég er ekki að grínast.
Erum með hreingerningarkonu í láni. Það er sko ekkert grín að vera að gera lokaverkefni og lokapróf í rúmlega fullri vinnu og að eiga að sjá um heimilið líka. Rithia er æði.
Ég veiddi rottu í gildru. Fyrst komu bara geckoar í gildruna og festust á límplötunni og svo 2 dögum seinna voru þeir horfnir og maurar útum allt. Það var ekki skemmtilegt að myrða mitt fyrsta dýr, en þetta er stórkostlega sýkt dý, alskonar pöddur sem búa á þeim sem geta drepið mann ef þau komast á mannfólk og ekki gott að hafa rottukúk útum allt, gjörsamlega allt. Justin hefði nú átt að sjá um þetta, en hann var í Siem Reap að gefa mér frið til að læra og hlaupa í hálfu maraþoni í góðgerðarskyni, og hann þurfti að fara á ráðstefnu.
Ég keypti nýjann kjól, sólgleraugu, bol, tvær bækur, 6 DVD, brauð, hlaup og súkkulaði á innan við 4000 krónur. Ekki slæmt það... Miklu betra en að læra fyrir próf.
Próf í inngangi, gekk bara vel.
Próf í etnógrafíu er á miðvikudaginn. Búin að lesa fullt af greinum og Malinowski, nú eru það Nuer og beljurnar þeirra sem eiga mig, þar á eftir koma konur sem eru þreyttar á að gráta í Guinea-Bissau. Gleði gleði!
Frábært að læra undir próf í Kambódíu. Frábært að taka próf alein inn í einhverju fundarherbergi með manni sem starir á mig eins og enginn sé morgundagurinn í þrjá klukkutíma!
Hanwei vinur minn ætlar að kíkja í heimsókn um helgina. Nóg að gerast þá, leikrit, próflokafagnaður, óviðeigandi partí og kampavíns bröns til að fagna próflokum (að öllum líkendum, ef Justin verður kominn frá Singapore).
Núna eru bara 13 dagar í að við förum til Ástralíu! og 5 vikur þar til við flytjum!
Læra = gleði :) eða ég er að reyna telja sjálfri mér trú um það
Þar til síðar,
Erna
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Sund, enska, ballet
Já, ég er kannski að verða ballet kennari líka.
Það er víst mikil eftirspurn hjá litlum stelpum að læra að dansa, sérstaklega í hjá The Giving Tree (TGT) en það eru engir danstímar fyrir börn í Phnom Penh. Fyrst þarf náttúrulega að setja parket eða dúk á gólfið og spegla og slár á veggina. En það væri gaman að kenna ballet hjá TGT. Mér finnst þetta alveg ferlega spennandi. Ég var líka að skrifa undir nýjann sund samning hjá TGT..Gleði gleði.
Ég fékk kennslumat frá ELT í síðustu viku, mjög sátt við það. Ég tala víst ekki alveg nógu skýrt... en þau eru sátt við að ég sýni öllum jafna athygli, hvet þau til að læra og hvernig ég klæði mig. Þannig að núna get ég hætt að stressa mig yfir því.
Fórum í Superhetju partí á föstudaginn. DuffMan og Bananaman og Batman og Rubies-gang var þar í góðum fíling. Ég fór sem Icemaiden og Justin var SuperBanker og Ina (vinkona Justins frá Melbourne) fór sem WonderWoman going out for dinner. Það var stuð og gaman en við þurftum að fara heim snemma til að vakna alltof snemma til að taka rútu til Sihanoukville.
Komum til Snooky um hádegi og fórum á gistiheimilið sem ég var búin að bóka og brunuðum á Otres þar sem ég og Justin sváfum í marga klukkutíma. Ég komst líka að því að ég nauðsynlega verð að kaupa nýtt bikini þar sem minikinið mitt var bara ekki að meika þetta. Mér tókst að flassa alla á ströndinni...eða svoleiðis, enginn nema Justin sá aðra túttuna mína. Ferskur sjávarmatur og sundsprettur.
Svo var tjúttað aðeins eftir að hafa fengið næst bestu borgara í Kambódíu. Fötur og stríðsmálning...
Ljóta rútu fyrirtækið seldi sætin okkar því við vorum ekki komin 20 mín áður en hún átti að fara, og rútan fór 5 mín á undan átætlun. Og þau voru með kjaft og leiðindi, neituðu að endurgreiða okkur en enduðu á að senda okkur heim með frekar lélegri rútu frá allt öðru fyrirtæki. Auma pakkið.
Og núna er Justin í Siem Reap með Inu og ég er bara ein heima. Finnst það bara ekkert skemmtilegt, en ég á ekki fyrir því að fara til SR. Hann kemur svo sem aftur heim á morgun þannig að þetta er allt í lagi.
Jæja, best ég fari að vinna... verð að skrifa meira.
Þar til síðar.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.
Nýja vinnan er mjög fín. Ég held að mér gangi vel og ég held að nemunum mínum líki vel við mig. Ég er að kenna 3ja stig í ensku. Ég er samt ekki alveg viss hvað það þýðir, þetta er 9unda - 10unda bekkjar enska en þau sem sækja tímana eru miklu eldri.Það er einn strákur skotinn í mér og horfir dreyminn á mig í klukkutíma, hann mætir líka alltaf fyrstur og er síðastur til að fara, svo er hann ferlega æstur í að svara spurningunum mínum. Svo er annar sem er yndislega dramatískur, við vorum að læra um Past Continuous og heimavinnan var að skrifa 10 setningar í P.C. hans voru t.d. "Juliette was sleeping when Romeo died", ég er reyndar ekki alveg viss hvernig hann þekkir Rómeo og Júlíu, þar sem ég hef aldrei séð kambódíska unglinga lesa eitthvað annað en glansblöð. Þau eru öll alveg ágæt sem sækja tímana mína. Þau eru samt ennþá svolítið feimin en við erum að vinna í þessu.. kannski hressist eitthvað í þeim þegar við leikum orðaforða keppnina á eftir.
Einnig var ég að fá fleiri tíma í sundinu. þannig að núna vinn ég alveg 12.5 tíma á viku og þjéna næstum því stóra peninga.
Ég er mjög ánægð með vinnustaðina mína, því það er svo gott andrúmsloft á báðum stöðum og samstarfsfólkið mitt skemmtilegt og allir hjálpast að. Nú hef ég farið í prufur í marga skóla og hvegi kunnað við mig betur en í ELT og The Giving Tree.
Við Justin erum loksins byrjuð í Khmer tímum, betra er seint en aldrei ekki satt? Við erum búin að læra fullt og ferlega skemmtilegt. Kennarinn okkar, Khiench (ég hef ekki hugmynd um hvernig nafnið hans er skrifað en svona hljómar það) er alveg handviss um að við verðum reiprennandi í Khmer eftir bara nokkrar vikur. Ég er nú ekki alveg svo viss. Þetta er nú ekkert svo erfitt tungumál, allavega í framburði og málfræði. Sjáum til hvrenig fer ef ég reyni að læra að lesa og skrifa.
Í síðustu viku var byrjað að vinna í húsinu mínu. Það mætti halda að byggingamennirnir séu í keppni um hver geti búið til mesta hávaðann, frá klukkan 7 á morgnanna. Best var samt að það var sett tilkynningin um yfirvofandi framkvæmdir daginn eftir að þau lömdu veggi og glugga og eldhús út úr 4 íbúðum.
Vinkona hans Justins kemur í heimsókn eftir 2 vikur og þá ætlum við á ströndina, mikið hlakka ég til að gera ekkert í 2 daga, við ætlum að sleppa Serendipity og þeim látum og fara beint á Otres í slökun.
Það eru líka nokrrir Íslendingar á leiðinni hingað. Það verður gaman. Kannski ég grafi upp Ópalið?
Einnig er frí í September og þá ætlum við til Kampot og Kep.
Svo ég tali nú ekki um fríið í Nóvember, water festival. Ég vona að við verðum komin í aðra íbúð þá við Riverside svo við getum fylgst með bátunum. Í fyrra voru víst 2 milljónir manns á Sisowath Quay, það tók hátt í klukkutíma að fara yfir götuna sem er bara tvíbreið.
Og í Desember er það Ástralía. Alltaf gaman að fara eitthvað nýtt
Ást og hamingja.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 8. júlí 2009
Að hjálpa án þess að valda skaða.
Jæja, þar kom loksins að því Dohop birti fyrsta bloggið eftir mig.
Hér er slóðin:
http://blog.dohop.com/index.php/2009/07/08/helping-without-harming/
Þá er bara að bíða eftir næstu greinum..
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Þú ert rekin, þú vinnur of mikið.
Gleði gleði... ég var rekin á föstudaginn síðast liðinn. Aldrei verið rekin áður, alltaf að upplifa eitthvað nýtt í Kambódíu. Þetta er samt svo mikið kjaftæði, sko ástæðan yfir því að ég var rekin. Ég hef verið smá veik upp á síðkastið og hef ekki viljað fara í vinnuna þá daga sem ég er verst, og spurði hvort þau vildu ekki frekar að ég væri heima í staðin fyrir að kasta upp á grey krakkana og þeim fannst það rétt hjá mér, væri verra að ég myndi smita allann skólann. Og svo vann ég víst of mikið!?! Stundaskráin segir að ég eigi að kenna í 2 klukkutíma og lesa bækur eða syngja lög í 30 mín (hlé).. þetta er stundaskráin sem foreldrum er sýnt þegar þau skrá börnin sín í skólann, en ég átti að getað troðið þessu öllu í 1.5 tíma, eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en í síðustu viku. Þau sem stjórna þarna vilja að sjálfsögðu gera allt sem þau geta fyrir börnin, sem sagt að reka kennarann sem þau eru búin að hafa í 4 mánuði, kennarann sem þau þekja vel og hvetur þau til að nota ímyndunnaraflið sitt og fá sjálfboðaliða til að kenna þeim, sjálfboðaliða sem eru kannski í mánuð í Kambódíu. Sem er rangt á svo marga vegu. Bara til að nefna tvennt: þá finnst mér, ásamt mörgum örðum, að það sé rangt að fá sjálfboðaliða til að kenna í skóla þar sem foreldrar borga fyrir menntun barna sinna. Það eru hundruðir munaðarleysingjaheimila sem þurfa á sjálfboðaliðum á að halda til að kenna börnunum ensku. Einnig var tal um að nota aðstoðarkennarann sem ég átti að vera með til að kenna þeim, hún skildi ekki "litað eftir númerum", hún skildi ekki þegar ég vildi láta krakkana nota útklippt form til að búa til bíl, hún kann ekki að skrifa allt stafrófið.
Þetta er bara svo mikið kjaftæði að ég næ varla upp í það.
Eftir mikið þras og leiðindi og hálvitaskap hjá eiganda, aðstoðar skólastjóra og öllu öðru starfsfólki í þrjá daga tókst mér loksins að berja út peningana mína sem Heimskir krakkar skulduðu mér. Það var sagt við mig að ég væri ekki nógu professional, ég veit ekki hvaðan þau áttu að fá þá hugmynd (líklega því ég vann of mikið), en... mér skilst að þegar fólk er rekið annarstaðar að þá þarf að gefa allavega 2ja vikna frest eða að hafa launaávísunina tilbúna ef manneskjan á að hætta strax, nú eða að borga fólki út svo að það hætti og þurfi ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Engu af þessu var fylgt eftir. OG þau reyndu að komast undan því að borga mér full laun, sem ég hafði unnið [of mikið] fyrir.
Svo er líka súper stuð að leita að nýrri vinnu, ég er alltaf búin að vera að leita en ekki búin að sækja um mikið, kannski einhver 4 störf.. en núna þegar ég er að þessu fyrir alvöru, þá þarf ég að vera með ástralska menntun, ameríkani, 40 kambódískur karlmaður sem er með 20++ ára reynslu sem fer reglulega í kirkju. Sumar kröfurnar eru bara asnalegar, af hverju þarf ég að fara í krikju á hverjum degi ef ég vil vera skrifstofustýra? Afhverju þarf ég að vera 40 kambódískur karlmaður með ástrlaska menntun til að vera aðstoðarmanneskja við eitthvað verkefni, hjá fyrirtæki sem er ekki ástralskt? Þoli heldur ekki að vera ekki með einhverja eina reynslu, þó að ég sé með alskonar reynslur, en útaf því að ég er ekki búin að vinna í fjármálageiranum að þá get ég ekki fengið vinnu á skrifstofunni sem mig langar mest til að vinna á... en hvernig væri bara að gefa mér sjéns? Fyrir flestar kennara stöðurnar vilja skólarnir fá fólk með ensku sem fyrsta tungumál, ég vil samt meina að hafa lært ensku sem annað eða þriðja tungumál þá ættum við sem erum ekki enskumælandi að hafa meiri skilning á því hvernig það er að læra ensku. ... sem hefur augljóslega borgað sig þar sem ég er strax komin með 2 atvinnuviðtöl og 1 kannski og annað boð um að sækja um þegar næsta önn byrjar. Sérlega skemmtilegt þar sem ég veit um nokkra sem eru búnir að vera að leita að kennarastöðu í meira en mánuð og fá ekkert.
Annars er það líka í fréttum að ég olli slysi, ég var ekki í því en slysið var útaf mér. Ég er bara fegin að ég var ekki í kjól og sæt, heldur sveitt í gömlum stuttermabol og stórum gallabuxum. En þannig var það á fimmtudaginn að ég var á leiðinni heim aftan á mótórhjóli þegar maður sem var að keyra bíl hafði meiri áhuga á að stara á mig en að fylgjast með því sem hann ætti að vera að gera, keyra, þannig að hann klessti á mótórhjól með 2 farþegum, sem betur fer var enginn á mikilli ferð og enginn meiddist.
Áðan vissi ég ekkert hvað ég ætti að gera við sjálfa mig. Justin eldaði kvöldmat. Og tók af borðinu og bað mig bara um að vera ekki fyrir sér. Ég stóð samt yfir honum allann tímann, því jú, ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera.
Eyða eyða eyða... erum búin að panta sófa, sem kemur eftir 2 vikur, sértilbúna skó sem koma á morgun, kaupa DVD spilara þar sem X-Boxið dó um helgina, og fægiskóflu (ég keypti bláa svo að Justin noti hana, af því að hann neitar að nota straujárnið þar sem það er fallega bleikt og einstaklega gaman að strauja með því.)
Þetta er orðið ferlega langt.
Ég ætla að horfa á djévaffdjé með nýja spilaranum okkar.
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Síðustu vikur
Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi um það sem hefur drifið á daga mína..
Það er nú ekki mikið svo sem...
Það eru 3 mánuðir og 2 dagar síðan ég kom hingað aftur, mér finnst ég vera búin að vera hér í viku.
Helstu fréttirnar eru þær að Justin hefur ákveðið að vera áfram í Kambódíu með mér. Hann tók dúndur starfi hjá bankanum. Þannig að núna hefst íbúðarleitin aftur! Núna verður það aðeins auðveldara því Justin er tilbúin að eyða ágætri slummu í hýbíli. Fasteignamaðurinn minn segist vera með lítið franskt nýlendutíma hús með litlum garði á leigu. Ekki amalegt það. Mig hefur alltaf langað til að búa aftur í einbýlishúsi og ekki væri french colonial villa amaleg byrjun. Svo mikið er víst að ég hef ekki áhuga á að fara aftur í þjónustu íbúð fyrir útlendinga, miklu skemmtilegra að búa lókal.
Í gær fór ég í brúðkaup vinkvenna minna, Anandi og Michelle létu vaða og giftu sig á Mekong ánni í roki og rigningu. Þar kom fram að undirstaða lesbísks hjónabands væri "trust and union as this hand fisting shows" eins og Charlie mismælti sig kostulega! Það var gleði og ást og hamingja í loftinu. Og þær brúðir yfir sig ástfangnar.
Gæsunin var víst rosaleg, en ég komst ekki í hana því..
Ég flutti í fyrradag þegar gæsunin var.. og allt sem mér var lofað að yrði búið að gera í íbúðinni þegar ég kæmi var ekki búið að gera! Þannig að ég get ekki tekið úr kössum eða töskum, aðalega því hillu einingin sem ég átti að fá er ekki hér.. en þetta vonandi reddast á morgun. Justin var svo elskulegur að fara til Siem Reap til að fara til Laos til að fara til Japan daginn sem ég varð að flytja en skildi bílstjórann sinn eftir til að hjálpa mér. Sary hljóp upp og niður tröppur í gegnum þröngt húsasund í myrkrinu með kassana mína. Honum fannst þetta nú frekar mikil breyting hjá mér og flissaði alltaf smá þegar hann kom inn í nýju íbúðina. Ég gaf honum bjór og handklæði fyrir hjálpina.
Það var mjög skrítið að vera ein núna, því ég hef ekki verið fullkomlega ein síðan í október þegar mamma og Óli voru á Flórída. En ég lít á björtu hliðarnar, nú get ég borðað það sem mér sýnist og horft á stelpu myndir fram eftir öllu.
Það er alltaf nóg að gera hjá Smart-kids. Ég hef tekið Magnús sögukennara í FÁ á þetta og handskrifa öll verkefni. Krakkarnir eru alveg ágætir og farnir að treysta mér. Það eru engin tár lengur hjá Vorthanak, Dara Tepi er farin að tala, Rathanak segir mér ennþá fleiri sögur og Miriam er búin að vera fjarverandi í viku.. Tepi er ný stelpa eftir hádegi, mjög þögul en góð í að skrifa stafina. Mér finnst samt ferkar óþægilegt eitt, þau eru öll í sama bekk, en á sitthvoru efninu, þannig að það er erfitt að kenna tvennt í einu. 2 þeirra kunna að skrifa stafina upp til stórt J og lítið j en hin 2 bara stórt B og lítið b... en það þau eru öll eins með tölurnar, þekkja ekki muninn á 2 og 8. Miriam sem er ný orðin 4ra ára segir alltaf að allar tölur séu 4.
Það er líka nóg að gera hjá Giving Tree. Krakkarnir þar hafa tekið mér rosalega vel og elska sundtímana. Nokkur þeirra hafa meira að segja sagt mér að það sé uppáhalds tíminn þeirra. Það er alveg stórkostlegt að sjá hvað mörg þeirra hafa lært mikið. Þau alveg geisla þegar þeim tekst að gera eitthvað sjálf. Stefna Giving Tree er að kenna í gegnum leik, þannig að við gerum mikið "ring a ring a rosy a pocket full of posy, i teach you i teach you, we all blow BIG bubbles" og svo gerum við "burr" í vatnið. Svo var ég í Lucky Market um daginn þegar Leo litli kom hlaupandi til mín og bað mig um að synda. Svo verða alltaf risastór tár hjá krökkunum þegar þau geta ekki synt, vegna veikinda eða vegna þess að mamma/pabbi/barnfóstran þeirra gleymdu að pakka sundfötum.
Ég skammast mín fyrir hvað ég hef farið lítið á NACA upp á síðkastið, það er bara búið að vera svo mikið að gera eitthvað. En ég fékk alveg stórkostlega og yndislega símhringingu frá krökkunum um daginn úr símanum hennar Kim. Justin finnst alltaf svo sérstakt hvað krakkarnir klifra mikið á mér þegar ég kem þangað, þau svo sem klifra á öllum, en eru æstari í að klifra á mér í rólegheitunum á meðan við spjöllum og lesum ég er alltaf allavega með 6 krakka í fanginu, enginn hamagangur.
Eftir stórfelldar spekúleringar hef ég ákveðið að skella mér til Indónesíu með mánaðarlaunin mín og eyða þeim í átlettum og verslunarmiðstöðvum. Mig vantar gallabuxur. Og ný sundföt þar sem mér tókst að týna uppáhalds bikini buxunum mínum í fluttningunum. Ég fer á miðvikudaginn 8 apríl og verð yfir kambódíska nýja árið og kem heim á mánudags morgun 20. apríl. Ég hlakka svo til að fara til Indónesíu. Komin 2 ár síðan síðast. Fyrir utan að hitta fjölskyldu og vini hlakka ég mest til að fá Mie Baso og Satay Kambing Kecap.
Jæja ég er með eina úrvals lélega stelpumynd tilbúna, og ég ætla svo sannarlega að nýta tækifærið næstu 7 vikurnar!
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 19. mars 2009
Ný vinna!
Jæja, ég er komin með vinnu eftir hádegi. :) ég er sund-, ensku- og danskennari hjá Smart Kids. Ég fæ ekki eins mikið borgað og ég vonaðist eftir, en það er ágætt engu að síður, og þá hef ég meira að gera loksins. Það eru samt bara 4 krakkar sem ég kenni. Miriam er kanadísk/Khmer algjör orkubolti og hress stelpa. Rathanak kann 15 orð í ensku, það stoppar hann ekki í að segja mér endalausar sögur á khmer. Dara er voða krúttleg en ferlega feimin en situr alltaf nálægt mér og finnst gaman að sýna mér uppáhaldsbækurnar sínar, Varatanak er feimnari en Dara og frekar hikandi, tekur ekkert sérlega mikinn þátt í því sem við gerum en finnst gott að fylgjast með.
Í dag lærðum við tölurnar, þau kunna að telja, en vita ekki hvað 2 er... en það kemur fljótlega vonandi. Þau kunna nokkra stafi. Við lærðum nýtt lag og dans sem er eins og hókípókí en með tölum. Eftir það lásum við eina bók, púsluðum smá og byggðum sandkastala.
Þannig að núna vinn ég mánudaga til miðvikudaga frá 8-16:30 og fimmtudaga og föstudaga frá 13:30-16:30, eftir vinnu þarf ég að læra sem ég geri líka í hádegishléinu mínu, sjá um heimilið, skrifa og vinna sjálfboðavinnu á NACA (sem ég þarf ekki að gera, en geri því mér finnst það skemmtilegt), ég er eiginlega dottin út úr Who Will, því ég hef bara 24 klukkutíma í hverjum sólarhring.
Það eru 2 vikur í að ég flytji.
Það eru 3.5 vikur í Khmer nýja árið. Nú verð ég að ákveða hvort ég vilji fara til Laos, Vietnam, Kuala Lumpur, Tælands eða Indónesíu. Ákvarðannir ákvarðannir.
Það eru 5 vikur í helgarferð til Singapore.
Það eru 6 vikur í að ég fái Gústa og Sigrúnu í heimsókn, sem er spennandi og smá ógnvekjandi, bara mamma og amma hafa séð lífið mitt hér. Jú Sara Kistín og Steinunn, en enginn úr vinahópunum mínum.
Þriðjudagur, 16. september 2008
Hanyu
Wo shi xuexi Hanyu.
Stórum áfanga náð í dag í skólanum. Við höfum lært allt pinyin sem hægt er að læra. Þannig að núna hef ég lært alla kínversku, og það bara á 2 námsvikum. Þetta ætti að sýna okkur það að kínverska er ekki það hrognamál eins og margir vilja meina og bara asni auðvelt að læra hana.
Nú tekur við að læra að skrifa öll táknin. 1-10 er auðvelt: 1,2,3, rassinn út í glugga, þarf á klósettið, hleyp út, að veiða, fer í splitt, meiði mig í fætinum og dey. Bara 2400 tákn eftir og þá get ég lesið næstum alla kínversku! 3500 tákn og ég er bara í góðum málum.
Jæja, best að fylgjast með í Kínversk menning og samfélag, Understanding Contemporary China.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)