Fimmtudagur, 18. september 2008
Klukk?
Já, ég var klukkuð af henni Söru Kristínu í einhverju hefndarskyni fyrir að hafa nefnt klikkaðan tjáningardans sem hún og einhver fagur fýr dönsuðu í "Take over a giant colonial mansion house party" í Phnom Penh fyrir nokkrum mánuðum.
jæja..
1. Fjögur störf sem ég hef unnið:
Bókabúð Máls og menningar

NACA
Drunken Frog

The Advisor
2.Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Beauty and the Beast

Mary Poppins

Monkey Business

Funny Face
3.Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:
Bogor, Indonesia

Phnom Penh, Cambodia

Reykjavík, Ísland

Lerberget, Svíþjóð
4.Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi helst á:
Gilmore Girls

Sex and the City

Friends

Gossip Girl
5.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Thailand
Malasía
Kína
Japan
6.Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (reglulega):
ugla.hi.is

gmail.com

facebook.com

Phnompenhpost.com
7.Fjórir réttir sem mér finnst góðir:
Mie Baso

Amok
Dumplingar og Sushi

Soðin fiskur með smjöri og stöppuðum kartöflum
8.Fjórar bækur sem ég les amk. árlega:
Dísa siglir um suðurhöf e. Armine VonTempsky (ein af ástæðunum fyrir ferðaþrá minni)
Murakami, allavega ein bók á ári eftir Murakami er nauðsyn
Being there e. Jerzy Kosinski (hef bara lesið hana 10 sinnum á þessu ári)
John Irving, allavega ein bók á ári eftir Irving er nauðsyn
Ég held að allir sem ég þekki sem hafa blogg hafa gert þetta svo ég klukka bara engann!
Annars er ekki mikið í fréttum, skóli, læra, plana næstu ferð, stórar ákvarðannatökur, nýtt hár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Líka í Kambódíu
Bretar og Frakkar sjá Mýrina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Hanyu
Wo shi xuexi Hanyu.
Stórum áfanga náð í dag í skólanum. Við höfum lært allt pinyin sem hægt er að læra. Þannig að núna hef ég lært alla kínversku, og það bara á 2 námsvikum. Þetta ætti að sýna okkur það að kínverska er ekki það hrognamál eins og margir vilja meina og bara asni auðvelt að læra hana.
Nú tekur við að læra að skrifa öll táknin. 1-10 er auðvelt: 1,2,3, rassinn út í glugga, þarf á klósettið, hleyp út, að veiða, fer í splitt, meiði mig í fætinum og dey. Bara 2400 tákn eftir og þá get ég lesið næstum alla kínversku! 3500 tákn og ég er bara í góðum málum.
Jæja, best að fylgjast með í Kínversk menning og samfélag, Understanding Contemporary China.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. september 2008
Spítalar
Ekki hef ég verið það heppin/óheppin að vera á spítala í Thailandi, en hef verið á spítölum óþarflega mikið í Indónesíu og Kambódíu.
Annars var mér hugsað til stórs skiltis sem er á Koh Phangan, þar sem það er ungur maður í spítalarúmi og ung dama situr hjá honum. Ágiskun okkar Justins var að parið á myndinni hafi verið í Full Moon Party / Half Moon Party / Black Moon Party / You can see the moon Party, drukkið allt of mikið, bæði af áfengi og sveppasjeik, endað í kynlífssvalli og öðrum skemmtunum. Að sjálfsögðu hefur þurft að dæla uppúr þeim og gefa þeim alskonar fúkkalyf fyrir kynsjúkdómum, nú eða einhverjum pöddum sem hafa skriðið inn í þau þar sem þau lágu nakin í brennivínsdauða á ströndinni.
Annars hafa þeir spítalar sem ég hef þurft að fara á í SA-Asíu ekki verið neitt sérstakir. Mér er minnistætt þegar ég var með magabólgur og garnaflækju og matareitranir og það var farið með mig upp á bráðamótöku í Bogor. Skítugir villikettir að ráfa um biðstofuna, laufblöð og rusl fuku inn um dyrnar. Ég var leidd að óhreinum bedda með nokkrum þornuðum blóðblettum í lakinu, yfir mig var breytt skítugt sarong og svo kom læknirinn. Hann var ekki í hvítum læknaslopp, eða neinu sem gaf til kynna að hann væri læknir og bograði yfir mér með sígarettu í kjaftinum. Setti ekki á sig gúmmíhanska þegar hann fór að pota í bumbuna mína. Mér leið bara verr á að vera á spítalanum, tók við enn fleiri lyfjum, var á 11 þegar ég var sem verst, og heimtaði að fara heim. Þegar mamah fékk krabbamein, fekk hún reyndar hreint herbergi til að jafna sig í eftir aðgerðina, en það var nú ekkert sérstakt.
Eða þau ófáu skipti sem ég varð að fara á Calmette Hospital í Phnom Penh. Það var erfitt að fá niðurstöður án þess að múta, allt kostar peninga ofan á peningana. Þegar Phan var að jafna sig eftir hjartaáfallið var hún í herbergi með 10 öðrum, 3 viftur, einn opinn gluggi og skítugt rúm. Það var víst úti bú af Bangkok Hospital fyrir ofan skrifstofu Malaysian Air, og annar spítali á Hotel Cambodiana, en það var bara okur og aðeins hreinna. Annars er spítaladvöl í Kambódíu óþarflega dýr, það eru reyndar fríir barnaspítalar sem útlendingar hafa sett upp, en útaf því að það er svo dýrt að vera á spítala er hægt að kaupa drip í æð bara úti í næsta apóteki, og svo tekurðu bara pokann með þér hvert sem þú þarft að fara, alltaf jafn sérstakt að sjá fjölskyluldu á mótórhjóli með veikt barn og halda uppi pokanum, með 2 - 3 börn í fanginu og grjónapoka á milli fótana á keyraranum. Einu sinni þegar ég var með flensu í Kambódíu og mætti á NACA var náð í einhvern gamlann kall sem átti koparpening, svo var ég smurð á bakinu með Tigerbalm og littli kallinn, sem leit ekki út fyrir að geta slegið flugu, svo kraftlítill leit hann út fyrir að vera, skrapaði mig alla á bakinu, til að koma vanheilsu minni út um rispurnar sem mynduðust. Þetta var líka gert við mig í Indonesiu. Þetta er VONT!
Mér skillst þó að heilsukerfið í Thailandi sé ansi gott, ef einhverjir af ANZ vinum mínum verða veikir verður annað hvort flogið með þá til Thailands eða Singapore, flestir vilja nú frekar neyðast til að fara til Singapore. Ef eitthvað hefði gerst fyrir mig hefði ég pottþétt farið til Singapore, ég þekki líka fleiri í Singapore heldur en í Bangkok.
En afhverju er alltaf sama lyktin á spítölum?
Til Taílands á sjúkrahús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 12. september 2008
Helgarviðtal
Það er stórt opnu viðtal við mig í helgarblaði DV. Ég er meira að segja á forsíðunni.
Þar sem ég veit ekki hverjum ég hef sagt hvað um dvöl mína í Kambódíu er bara ágætt að lesa þetta viðtal og þá eru allir upp til stefnumóts (up to date)
Njótið vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 7. september 2008
Ísland..
bezt í heimi? æji ég veit það ekki. Þetta er nú alveg búið að vera ágætt. Teiti hart, skóli, strætó og vinna. Ég veit samt um fullt af skemmtilegri stöðum til að búa á heldur en þetta kalda land.
Námið virkar mjög áhugavert, og kennararnir mínir fínir.
Vinnan er sú sama. Ekkert frá sögu færandi úr bóksölu bransanum. Nema það að ég hef verið við vinnu on and off í bókabúðum í 7 ár! Jú eitt alveg stórkostlega fyndið gerðist.
Ég var að afgreiða Ástrala sem spurði mig hvaðan í Melbourne ég kæmi og hvað ég væri að gera á Íslandi. Ég væri ekki eins sátt hefði hann spurt hvaðan í Northern Territory ég væri frá, því ég er ekki a bit larry eða bogan.
Mér finnst allir í kringum mig tala um hvað tíminn líður hratt hérna, mér finnst vera liðinn meira en mánuður síðan ég kom aftur, en það eru bara komnir 10 dagar. Tíminn í Phnom Penh leið óþarflega hratt, ég vaknaði á mánudegi og það var föstudagur. Ohhh Phnom Penh. Mér er sagt að Elsewhere hafi verið ömurlegt síðasta föstudag. Justin gerði meira að segja drekkanlega drykki.
Jæja, þýðir ekki að velta sér upp úr þessu, ég verð að make the best out of my situation.
Best að gera heimavinnuna mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Furðulegt allt saman.
Á mánudaginn var síðasti heili dagurinn minn í Phnom Penh, þriðjudaginn var ég að kveðja á flugvellinum, á miðvikudaginn kom ég heim, í gær fór ég að fá vaktaplanið í BMM, í dag byrjaði ég í Austur Asíufræðum í Háskólanum.
En já.. það var rosalega erfitt að kveðja, sérstaklega á NACA. Fyrst var barist um að fá að borða hrísgrjón með mér. Í kambódíu ef einhver biður þig um að "nyam bai ai khnyom" (borða grjón með mér) þá er það argasti dónaskapur að neita grjónaátinu. Þannig að ég sat bara í miðjum hringnum til að geta borðað með öllum. Það voru hrísgrjón, vatnakál, fiskur, hvítlaukur, chili og spræt. Eftir matinn gáfu þau mér gjafir, silki slæðu og spegil og origami hjörtu og certificate um vinnu mína. Ég átti að halda ræðu til að kveðja krakkana. Mér tókst að lesa 10 orð og var þá farin að hágráta. Phan kom þá og hélt í höndina mína og reyndi að hugga mig. Krakkarnir fóru flestir líka að gráta, allavega þau sem skildu hvað var í gangi. Eftir ræðuna sat ég á gólfinu með krökkunum og reyndi að þurka öll tárin og halda í sem flestar hendur. David fannst þetta mjög fyndið, við værum bara smábörn að gráta svona, hann er náttúrulega bara eitthvað um 3ja ára. Phan hvíslaði þá að honum að ég væri að fara og kæmi ekki aftur daginn eftir eða daginn þar á eftir, ekki fyrr en eftir langann tíma. Þá brutust út rosalega hræðslu og reiði og sorgar öskur frá David, hann fleygði sér yfir hópinn og lenti sem betur fer í fanginu á mér þar sem hann snýti sér í bolinn minn.
Eftir að stóru tárin voru búin var ég reyst á fætur og sett fyrir framan Phan og Sovang. Sovang hélt þá ræðu þar sem mér var þakkað fyirr að hafa verið með þeim í meira en hálft ár, venjulega koma sjálfboðaliðar bara í viku-mánuð. Hann sagðist aldrei hafa átt dóttur, og þau Phan hafi lengi dreymt um að eiga dóttur, eftir að hafa kynnst mér álíta þau mig sem dóttur sína. Auðvitað hélt ég áfram að gráta yfir þessum orðum.
Reach þakkaði mér líka kærlega fyrir og vonar að ég komi sem fyrst aftur, því við vinnum svo vel saman.
Eftir að kveðju partíið á NACA var búið, og komið langt yfir háttatíma krakkana var farið á Liquid. Mig langaði í eitt stykki bjór og áhyggjulausann félagsskap áður en ég færi heim að sofa. Nei... 4 tímum seinna var ég ásamt Justin og Oliver dansandi við ladyboys og hórur á einum alræmdasta girliebar Phnom Penh. En mikil ósköp var gaman.
Síðastu helginni var svo eytt á Sokha beach eins og áður hefur komið fram. Sem var algjör draumur og svo afslappandi. Akkúrat það sem við þruftum.
Síðasta daginn minn ákvað ég að fara í nudd. Nuddstofan, Amara, sem ég fór alltaf á gaf mér kveðjugjöf. Þegar ég er farin að syngja með khmer popp lögum á skemmtistöðum og nuddstofa gefur mér kveðjugjöf er ég þá búin að vera of lengi í Phnom Penh? Neih það finnst mér ekki.
Svo var bara pakkað, auðvitað gleymdi ég einhverju og tók vitlausann myndavélakapal með mér. En öll búslóðin mín var 18 kíló! Og það var með slatta af tímaritum, The Advisor, og nóg af bókum.
Já...ótrulegt hvað tíminn hefur flogið hratt!
Teiti Hart í kvöld. Best að fagan ýmsum tímamótum í lífi mínu.
Heimkoma, þriðji í ammæli, skólastelpa, byrjuð að nota aftur lokaða skó og sokka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
39 klukkutímar...
...og ég er komin. Flug til Siem Reap, Kuala Lumpur, London, Keflavík.
Fjölskylda, lasagna, upp-pökkun, sturta, náttföt, sofa, sofa og sofa! Hef ekki sofið í tæpa tvo sólarhringa.
Skóli á föstudaginn! Mjög ógnvekjandi! Eiginlega meira ógnvekjandi heldur en að fara út í óvissuna til Kambódíu fyrir sjö mánuðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Hæhæ
Það er svo gaman á NACA.
ég var líka að læra að gera svona bæta við skrám, þannig að núna get ég sett inn myndir :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 24. ágúst 2008
Versta rúta sem ég hef tekið í Kambódíu,
var með Paramount Express Bus frá Sihanoukville til Phnom Penh. Dempararnir voru ónýtir, þannig að við hossuðumst það mikið að sætisbakið mitt datt næstum því af! Það datt líka partur af rútunni, og það sprakk dekk. Svo fór loftkælingin og aumingja Justin meira brendur en breskur ferðamaður, hann varð sveitasti maður í Suðaustur Asíu.
Rútan stoppaði líka alltof oft á leiðinni, ég held að eigandinn hafi ekki hugmynd um hvað orðið express þýðir þar sem að rúta sem fór 40 mínótum seinna en okkar rúta fór fram úr okkur á leiðinni.
Ef þið eruð á rútustöð í Kambódíu aldrei fara með Paramount.
Reyndar var eitt gott við þessa ferð, það var ekki spilað neitt karíókí á fullum hávaða á leiðinni, ég giska á að sjónvörpin voru biluð. Við vorum ánægð með það, þar sem það voru skuggalega margir hátalarar í rútunni.
Jæja, best að hjálpa meðleigjandanum með vinnuna. Ég er að þykjast vera bankamanneskja :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)