Mánudagur, 14. júlí 2008
Spenna!
Ég gleymdi alveg að segja frá hvað gærkvöldið var spennandi.
Það var pantaður matur, klárað að vinna og horft á vídjó...
um 9 leitið var byssubardagi fyrir utan húsið í BKK! 4 skot. Beið í klukkutíma. Engar sírenur, ég sá engann dáinn þegar ég fór út á svalir. Samkvæmt Mike er gulur kóði fyrir hættustigið hérna. Hvað sem það nú þýðir. Ef það fer í rautt koma þyrlurnar og ég stelst á Raffles í ginið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Gleði Gleði.
Gleðilegann Bastillu dag.
Ég hef aldrei hitt tvo eins mismunandi menn í einu eins og þegar ég hitti house hubbies á föstudaginn, annar út-húðflúraður og gataður rosalega afslappaður og alveg sama hvað ég set um hann í greinina mína og sagði mér meira en það sem ég þrufti að vita, hinn clean cut útlendingur (ég má ekki gefa upp hvaðan hann er) sagði mér eiginlega ekki neitt, allt var rosalega óljóst. En þetta ætti að setja skemmtilegann brag á greininna.
Á laugardaginn vaknaði ég eiturhress klukkan 7, fór í langann göngutúr og morgunmat áður en ég fór að elda handa fátækum og gefa þeim að borða. Þurfti reyndar að vaða yfir veg sem var orðinn að á vegna rigninga, og datt næstum því í drullusvað ásamt Janeo og tuktukinn festist svo ég hoppaði út að ýta.
Allavega þá gekk mjög vel að gefa að borða. við elduðum handa 200 en 100 komu svo allir fengu seconds. Börnin eru svo lítil að ég skil ekkert í því hvernig þau gátu borðað svona mikið, og fengið sér svo 3 litla banana í eftirrétt. En þau voru vel södd líklega í fyrsta skipti alla þessa viku. Maturinn sem við elduðum var meira að segja góður, ekki ofsoðinn fiskur með of soðnu grænmeti sem er orðið glært. Heldur Khmer karrí með eggaldin, kartöflum, baunum, káli, baunaspírum, khmer osti, gullrótum, kjúkklingi og núðlur eða hrísgrjón.
Góðar fréttir fyrir Who Will: Við erum komin með fjármagn fyrir einu barnahúsi af tíu. Og erum mjög líklega að fá meira fjármagn frá Dubai.
Slæmar fréttir fyrir Who Will: Við fengum næstum því fjármagn frá vinkonu mannsins sem er með sama nafn og bróðir vinkonu minnar, en til að fá það verðum við að kenna orð Guðs. Ég held sko ekki, þetta er buddah land og við skulum gjöra svo vel og virða það.
Fyndið hvernig þau fyrirtæki/NGO sem við tölum við sem eru kristin fara fram á það að við kennum um Guð á meðan önnur NGO með önnur trúarbrögð eru nákvæmlega sama og bera virðingu fyrir því að Khmerar séu buddah trúar.
Ég komst að því fyrir nokkru hvað mig langar mikið að tala góða Khmer, mín er svo brotin, ég get bjargað mér og skil meira en ég get sagt en als ekki nógu mikið. Ég vil vera reiprennandi, þá gæti ég talað við Phan og hlustað á sögur frá Pol Pot, þegar hún var leikkona eða þegar hún hitti kónginn. Þá gætu krakkarnir mínir sagt mér sínar sögur, þau reyna á ensku og khmer blandað saman, en það er ekki nóg.
Annars var helginn ekkert sérlega viðburðarrík. Út að borða og nokkrir kokkteilar á laugardagskvölið. Las eina bók, horfði á Star Wars og vann aðeins að greininni minni.
Helst í fréttum sem tilheyra mér; er að ég hef ákveðið hvernig afmælisdeginum mínum verður varið svona í grófum dráttum. Það verður allavega nudd, kampavín og súkkulaði kaka einhverntímann yfir daginn. Einnig ætla ég að fá að gista einvherstaðar þar sem ég fæ morgunmat í rúmið. Og um kvöldið, eftir kampavínið, verður það annað hvort Ginga (besti japanski staðurinn í bænum, þegar ég fór þar síðast ætluðum við bara ekki að hætta að borða, pöntuðum og pöntuðum og fengum meira að segja frítt Sake og auka sushi) eða La Residence (einn besti franski staðurinn í bænum). Mig langar líka í spilavíti. Kannski verður partíið mitt ekkert svo ósýnilegt...flestir hafa heyrt af því hvað ég er mikil afmælis manneskja og búast við einhverju stórkostlegu.
Hah, ég var á veitingastað bara rétt áðan, ég pantaði steikt hrísgrjón með grænmeti og sítrónu safa, ég fékk loc lac (steikt kjöt með khmer piparsósu, steiktu eggi og hrísgrjón) og kaffi.
Hversu mismunandi eru þessir tveir réttir? á held ég öllum tungumálum ætti ekki að vera hægt að rugla þessu saman. Svo voru allir þjónarnir að glápa á mig og spurðu hvað ég borga mikið í leigu og hvað ég fæ mikið borgað á mánuði. Ég gleypti matinn og fór. Þetta var frekar óþægilegur hádegismatur.
Annars er ekkert að frétta í húsnæðismálum, ég er ennþá á gistiheimili. Ég hef skoðað nokkrar íbúðir, en hef eiginlega bara gefist upp. Þær voru allar skítaholur með skotgötum og veggjunum og brjáluðum hundum og ennþá brjálaðri herbergisfélögum. Á einu stað var ég spurð hverrar trúar ég væri, þar sem ég var ekki úber kristin var ég beðin um að fara. Ein íbúð ar við hliðina á barnaskóla, ég fæ nóg af öskrandi börnum í minni vinnu, og konan lyktaði líka mjög MJÖG furðulega! Svo voru nokkrar sem ég hætti við að skoða þegar ég sá að þær voru fyrir ofan Girlie bar, eins og það getur verið gaman að fara inn á þessa bari einstaka sinnum vil ég ekki búa þar. Þannig að ég gefst upp, held mig á gistiheimilinu og flý inn í BKK þegar ég þarfnast loftkælingar og heits vatns. Það er heldur ekki svo langt þar til að ég tek flugið á klakann. Eiginlega bara of stutt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. júlí 2008
Föstudagur til frægðar?
Það er föstudagur, loksins. Ég hélt að það væri föstudagur í gær, ég var ekki sátt við að vakna í morgun við vekjarann. Jæja, helgin byrjar i kvöld klukkan 19:30 stundvíslega vona ég. Pant ekki vinna í kvöld, nei ég ætla út að borða með nokkrum vinum, drekka kokkteil eða vínglas og horfa á dvd.
Af einhverri ástæðu hafa allir í Phnom Penh sem ég þekki spurt hvað ég ætla að gera um helgina. Þegar ég segist ekki vita það, er mér ekki boðið í teiti eða go-kart eða keilu eða bátsferð. Það veit enginn hvað er að gerast um helgian. Mér varð líka ljóst í vikunni að ég er ekki "In the know" um hvað er að gerast í Phnom Penh, ég var að sjá um The Insider fyrir The Advisor, og mér datt bara ekkert í hug um neitt sem væri að gerast, allavega ekki neitt nýtt, bara þetta venjulega, listasýningar á Meta House og Reyum og Poker eða Bridge kvöld og sunnudags brunch á Raffles og Metro. Nú og auðvitað Gleði klukkutímar á börum.
Í gærkvöldi var ákveðið samt plan fyrir laugardaginn. Ég fer í súpu eldhúsið og gef fátækum að borða, strákarnir fara í körfubolta eða blak á meðan. Svo er það sturta... ekki samt öll saman. Hádegismatur og svo eitthvað skemmtilegt. Held að við gætum ekki haft óljósari plön. Ef ég ætti fleiri vinkonur myndi ég vilja fara með þeim á spa. En allir vinir mínir eru strákar, eða kallar, svona upp til hópa. Bara tvær stelpur sem ég þekki sem ég geri eitthvað með.
Annars er bara allt gott að frétta. Er að hitta house hubbies í dag yfir bjór til að spurja hvað í ósköpunum þeir geri hérna á meðan konan er í vinnunni. Paul sem er art director á The Advisor vill að ég spurji hversu oft þeir "tosi í hann, lemji hann og hversu oft á dag" svo ég þýði nákvæmlega það sem hann sagði.
Þegar ég flutti út úr íbúðinni gaf ég NACA sjónvarpið mitt og DVD spilarann minn. Núna hef ég gefið þeim allar mínar uppáhalds Disney myndir. Fyrst horfðum við á Fríðu og Dýrið við mikinn fögnuð. Á planinu er Litla hafmeyjan, Alladín, Öskubuska og Fantasía. Ég var alltaf með leiki á föstudögum, en ég held að núna horfum við á teiknimyndir á ensku. Hver mynd er eins og tvær kennslustundir og þetta bætir orðaforðann þeirra.
Ég er á fullu að heimta peninga. Fékk loksins hálf jákvætt svar! Ekki bara eitt, heldur TVÖ!
Jæja, vinna. undirbúa viðtal, ná í peninga, hafa viðtal og drekka eitt stykki bjór, horfa á Alladín...
p.s. Ég á afmæli bráðum :D Við ætlum að halda veislu á NACA, hamborgarar og safi á hópinn og svo kaka í hádeginu. Svo um kvöldið verður eitthvað rosalegt, því ég er víst að halda teiti, ekki að ég vissi að ég væri að halda það, en fólk er samt að koma í þetta ósýnilega partí. Ég vona bara að ég fari á Chow í kampavín og svo á La Residence eða Van's Restaurant.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Forsídudama í mótmaelum
Ég var á leidinni á gistiheimilid ádan thegar ég bara óvart lenti í mótmaelum. Ekki ad ég viti neitt hverju ég var ad mótmaela, en fólk var med Kambódíska fánann á lofti og thuldu baráttu kvaedi. Loggan reyndi ad stjórna thessu, og herinn. Thegar hermadur sem var ad kveikja sér í sígarettu missti AK47-inn sinn ákvad ég ad forda mér, svona bara ef einhver myndi missa byssuna sína og skot fara úr henni og allt fara til helvítis.
Ég var í sundlauginni á Elsewhere, eins og ádur hefur komid framm, thegar madur sem ég kannast vid nálgadist mig og baud mér vinnu. Ad vera manager á bar. Mér finnst thrjár vinnur alveg nóg. Thad var of mikid thegar ég var í fjórum vinnum. En samt fyndid ad bjóda mér vinnu thegar ég er í midjum vatnsslag vid GM hjá ANZ, klukkan 3 um morgun eftir nokkra Justins drykki.
En núna aetla ég ad drífa mig á skrifstofuna ádur en allt thar fer til helvítis. Erum ad gera Sérstaka útgáfu, med svona fold out og alskonar. Held ad thad séu 2 greinar eftir mig í bladinu, og núna er ég ad skrifa feature, sem jafnvel verdur ad forsídugrein. Spennandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Þau ættu að búa hér.
Það er verið að byggja 8 hæða blokk við hliðina á húsi kunningja míns, hún átti að vera tilbúin fyrir 3 mánuðum, það er ennþá í gangi. Sundlaugin heima hjá vini mínum átti að vera tilbúin í fyrra. Það er ennþá að henda til og frá einhverjum spítum, það er ekki einu sinni búið að grafa holu fyrir sundlaugina. Og lætin við þetta allt saman eru ótrúleg, oft að ég varð að flýja út ef ég var að vinna heima. En oftast dugar það ekki neitt þar sem öll borgin er "under construction". Það hreinlega þýðir ekki að kvarta hérna yfir látunum, en lætin venjast óvenju vel. Borið og sagið og neglið er ennþá betra en CPP hávaðinn.
Íbúar kvarta undan hávaða vegna viðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Helgarstuð
Fólk er farið að verða svoldið paranojað hérna útaf kosningunum. Ég var heima hjá vini á föstudagskvöldið að misnota internetið hans þegar nágranni kemur hlaupandi niður í panikk kasti og spyr hvort að við heyrðum skot árásina og sprengingarnar sem væru í gangi. Jú jú við heyrðum það en vorum ekkert að spá í látunum. Nágranninn spyr hvort að þyrlan sem á að taka alla banka vini míni í burtu sæki þau ekki í blokkina eða hvort það væri bara á skrifstofunni. Þegar ég benti kurteislega og mjög rólega á það að það væri 4 júlí og ameríska sendiráðið væri með einhver hátíðarhöld og að þetta hlytu að vera flugeldar var hreytt í mig "Það er rigning! hver sprengir flugelda í rigningu?!" eins og ég væri rosalega heimsk og vitlaus að láta mér detta í hug að þetta væru flugeldar. Ég svaraði fullum róm "khmerar!" og dró frá gardenínurnar og viti menn, það var flugeldasýning í gangi í ameríska sendiráðinu.
Ætli það sé ekki best að ég haldi mér á góðu hliðinni hjá banka vinum mínum, svona ef skíturinn lendir í viftunni og allt fer til helvítis í kosningunum að ég fái að gista hjá einhverjum á Le Royal með öryggisverði á hverju strái með AK47. Þá verða einu áhyggjarnar okkar hvort að það sé ekki til nógu mikið af gini.
Ég er farin að hata kosningabaráttunna sem er í gangi...vaknaði í morgun klukkan 8 útaf því að Cambodian Peoples Party (CPP) bíll var að keyra fram hjá með miklum látum að boða loforð sín sem verður að sjálfsögðu aldrei framfleytt. Bílar og fólk eru alstaðar að múta fólki til að kjósa sig. Plaköt eru upp um alla veggi alstaðar. Þetta verður sem betur fer búið bráðum.
Ég er bara fegin að hafa ekki verið vakin í gær morgun, eftir Elsewhere partíið, sem var besta teitð til þessa. Var með stórum hóp vina, til að byrja með þóttumst við vera betri en skítugu bakpokaferðalangarnir og ætluðum sko ekki ofan í sundlaugina... um klukkan 3 á laugardagsmorgun vorum við öll 12 komin ofan í laugina í brjáluðum vatnsslag við khmer hórur, bakpokara og sexpata. Og sundlaugin er ekki stór. Ég datt ofan í. Ég ætlaði aldrei ofan í, ég var nefninlega í öðrum af betri bolunum mínum. Ég datt á hóru, bakpokara og sexpata. Stuð að eilífu hah?
Justin var bak við barinn til að byrja með að búa til furðulegustu drykki sem hægt er að hugsa sér, þar sem öllu sem er við hendina er hent ofan í blandara, klaki og blandað saman, á stórkostlega furðulegann hátt eru dyrkkirnir alltaf vel drekkanlegir. Enn þá furðulegri samræður í gangi og allir í súper stuði með kokteil í einni og kokteil á annari.
Vaknað um hádegi, alltof seint að sjálfsögðu, með stíft hár eftir sundlaugina, til að hjálpa hjúkkunni minni að pakka og bruna uppá flugvöll, hringi í flugvélagið og sagði að mjög mikilvæg og fræg manneskja frá Ástralíu væri á leiðinni, hún hafði tafist á fundi en mætti als ekki missa af vélini sem átti að fara 30 mínótum seinna. Hjúkkan mín náði vélini og ekkert mál. Fórum þá nokkur saman í dumplinga, súpermarkað, bókabúðir, bestu dvd búð bæjarins, málverka búðir, lista galleríin á stræti 178 þrædd, og lélegasta Stjörnustríðs myndin sett í tækið. Nú á ég bara eftir að sjá þátt 2 og 3. Við ætluðum í sund en eftir langann verslunnar dag með orkideurnar mínar í fanginu (þær eru með heimili en ekki ég) nennti ég ekki að fara á gistiheimilið og reyna að finna bikiníið í bakpokanum. Heimatilbúinn kvöldmatur, svona til tilbreytingar, Shepard´s pie eftir einhverri voðalega sérstakri uppskrift sem er topp leyndarmál. Ég bjó til kartöflumúsina, Justin bjó til kjötið og USA bjó til drykkina. Kvöldið tekið rólega og snemma í rúmið.
Í dag á ég að vera að vinna, en það gegnur frekar illa að byrja gerinina sem ég á að skila á miðvikudaginn, NGO og Fair Trade verslun. Ég ræð hvort það sé review eða feature, og ég vil gera feature af því að það eru áhrifameiri greinar, en það er aðeins erfiðara. Finna sjónarhorn og bara það að byrja.
Jæja...Mér skal takast það og ég skal byrja núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Árás í litlum heimi
Sem dæmi um það hve heimurinn okkar er lítill kemur hér smá saga:
Bresk vinkona mín á bróður sem heitir James. Hann ætlaði að hafa emailið sitt fornafn.eftirnafn@daemi.com, en þá var einhver alnafni hans í Ameríku búinn að taka það. Jæja. Mamma þeirra systkina sendir viðstöðulaust tölvupóst á grey kanann. Alskonar lýsingar af ættingja boðum og myndir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum og þess hátttar. Kana James sendi mörg mjög reið email til þeirra og segir þeim að hundskast til að hætta að senda sér email. Honum er alveg sama hvað einhverjir breta lúðar eru að gera og honum finnist litla frænka bara forljót!
Mamman sendir USA James email í síðustu viku til að biðjast afsökunnar eftir að hafa gert þetta enn eina ferðina, segist vera í Kambódíu í heimsókn hjá dóttur sinni og hafi týnt heimilisfangabókinni sinni og fundist email sonar síns vera þetta. Kaninn breytir þá algjörlega um tón. Allt í einu eru þau bara best buddies og allar græjur... Hann er nefninlega að leyta að munaðarleysingjaheimili í Kambódíu til að styrkja.
Að sjálfsöðu er ég 'á því eins og feitur krakki á bollaköku' (þetta þýðist ekki mjög vel) og er búin að heimta peningana hans á fallegsta veg sem hægt er.
Þegar það var ráðist á mig í gær varð mér ljóst að furðulegustu hlutir ráðast á mig.
Eiginlega í hverri ferð sem ég fer í er allavega eitt klósett sem ræðst á mig. Núna síðast var það í Thailandi, ekki skemmtilegt.
Ferjuklósett réðst líka einu sinni á mig.
Um daginn var það leðurblaka, og þar áður tarantúlla.
Í fyrri nótt vaknaði ég með risa kakkalakka á hendinni. Hann var alveg 8cm að lengd.
Bæði karlmenn og kvennmenn hafa ráðist á mig í margvíslegum tilgangi, hér á landi og annarstaðar. Ég er með nokkur ör eftir slíkar árásir. Mis góðar minningar að sjálfsögðu.
Einu sinni réðst á mig stigi, eða sko hann fellti mig og ég datt upp tröppurnar.
Í gær réðust á mig steikt hrísgrjón.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 1. júlí 2008
Naest mesta spillingin.
Ég man ekki hverjir thad voru sem framkvaemdu thessa ransókn, en Kambódía er naest mesta spillta landid í heiminum. Strax á eftir Bangladesh. Maelt var út frá hversu oft hinn almenni Khmeri og expati tharf ad múta oft á dag.
Bankarnir eru med fólk í vinnu til ad múta fyrir sig. Fólk borgar 50.000 dollara eda meira til ad fá vinnu sem tollvordur baedi á flugvollum og á hofninni til ad geta tekid vid mútum. Logreglumenn múta yfirmonnum sínum til ad fá bestu gotuhornin til ad geta tekid vid sem haestu mútunum thegar their stoppa fólk..fyrir ekkert. Sektin á ad vera 5000riel (1.25usd) fyrir smávaegilegt brot á mótórhjóli, taka verdur tillit til thess ad thad eru margir sem fá bara einn dollar í laun á dag! Oft fer setktin hins vegar upp í nokkra dollara, og jafnvel tugi thegar expatar/túristar eiga í hlut.
Thad tharf ad múta til ad fá allt! Betri thjónustu, rúm á fría spítalanum, internet tengingu (thad tharf reyndar líka ad vera med tjékka reikning og fimm copy af vegabréfinu sínu), ad rafmagnid mans sé borgad á réttum tíma, ad fá ad leika í auglýsingu. ALLT!
Thad er augljóst ad eigandi gistiheimilisins sem ég er á mútadi ekki rafmagnsfólkinu í gaer, thar sem ad rafmagnid fór af klukkan hálf 9 í gaerkvoldi og kom ekki fyrr en seint í morgun, á medan meira og minna oll gatan var uppljómud. Hins vegar verdur madur ad skilja oll sprengi efni eftir hjá eigandanum og thad má als ekki borda í herbergjunum.
Thad er meira ad segja haegt ad kaupa titila hérna. Sem thýda "ósnertanlegur" fólk borgar helling af peningum fyrir titilinn og getur thá gert hvad sem er. Thad er haegt ad drepa mann og thad skiptir ekki máli, thú ert búinn ad borga milljón dollara. Thetta er ástaeda thess ad ég er meira hraedd vid ríku khmerana heldur en thá fátaeku. Einn ungur khmeri sem sló upp samraedum vid mig á metro eitt kvoldid sagdist vera Khmericani (amerískur khmeri) og ad pabbi hans ynni baedi fyrir herinn og ríkid. Hann átti splunku nýjann jeppa og ad sjálfsogdu skambyssu og AK47, sem voru í aftursaetinu á jeppanum. Gott ad reita hann ekki til reidi!
Í theirri vinnu sem ég er í sé ég skuggalega mikla spillingu. En thad er lítid haegt ad gera annad en ad vera medvirkur og horfa fram hjá, thví midur. Núna er spillingin hins vegar í hámarki, kosningar í lok mánadarins. Reach sem ég vinn med á NACA er búinn ad setja upp plakot sem hann bjó til sjálfur sem stendur á "I will not let money influence my decions and ideas" Hann aetlar ekki ad kjósa CPP. CPP er ad gefa áfengi, hrísgjrón, kjot og peninga ef fólk kýs thá. Vid erum nokkud viss um ad CPP vinni, en ég vona ad thad séu fleiri eins og Reach sem sjá í gegnum thá. Ofbeldi er líka ordid meira upp á sídkastid í borginni útaf spennu í kringum kosningarnar og ekki rádlegt ad vera mikid ein á flakki eftir myrkur, en ekki óttast, ég er med túktúkstjóra sem hugsar vodalega vel um mig og er alveg sama hversu mikid ég borga honum. Einn af theim fáu sem eru thannig. Hann er ad laera verkfraedi, hann tharf líklega ad múta skólanum til ad fá prófskírtenid sitt..thar sem flest prófskírteni hérna eru plat, folsud og fengin med mútum.
Mútugreiðslur algengar á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 30. júní 2008
The Advisor, gefur mér engin ráð...
...bara peninga, ég fékk launahækkun án þess að biðja um það! 7 cent á orðið...það tel ég helvíti gott í Cambodia.
Fyrir þá sem vija hvað er hægt að gera innandyra utandyra ... grein eftir mig.
http://www.expat-advisory.com/advisor/advisor-190608.pdf
Eg er ennthá heimilislaus. ég er búin að fara á 65 gistiheimili í dag. Allt fullt eða rándýrt, hverskonar húmor er það að rukka 16 dollara fyrir herbergi með viftu, köldu vatni og engu sjónvarpi??!! Fæ herbergi 5 júlí á gistiheimili með fríu WiFi sem mun spara mér internetkostnað. Orkideurnar mínar og koddinn minn eru í pössun, sömuleiðis stuttbuxurnar mínar og hinn bolurinn minn...ég er að verða einn af þessum fanatísku NGO workers (vinnurum?). Ég hef allavega vinnu og góða vini, sem búa í pínu litlum íbúðum með öðru fólki og geta því ekki hýst mig. Tvennt af þrennu, ég ætti að teljast heppin. En ég vil allt þrennt! Ég verð að athuga hverjum ég get mútað í kvöld.
annars komst ég að því um helgina að það er ekki hægt að plana neitt í þessu landi..það sem átti að vera í rúminu helgi, fór útí það að fara til Snooky á ströndina fór útí pókerkvöld með strákunum og að þrífa og vinna eins og mér væri borgað fyrir það! hahaha ég er sjáfboðaliði...díses ég er svo fyndin. Held að ég hefði gott að því að borða eitthvað, er ordin light headed á stressinu í dag.
Tveir fleiri fundir í dag...og svo mútun. Bjórkassi (kassinn er á 13 dollara) og kápa og háir hælar?
...nei, þetta reddast. Nema að ég sætti mig bara við þessi himinháuverð. Eða nöldra í leigusalanum mínum um að gista í aukaherberginu hans, eða á RISA svölunum.
Ég á afmæli eftir 3 vikur! :) fyrsta skipti sem ég á afmæli í útlöndum. Spennandi, hvernig morgunmat í rúmið ætli ég fái?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. júní 2008
Heimilislaus
Eg er heimilislaus.
Buin ad gefa ALLT! nema nokkrar flikur, baekur, toskuna og tolvuna mina! Eg hef 2 klukkutima til ad finna ut hvad eg mun gera. ...Afhverju er eg tha ad eyda timanum i ad skrifa um thad? Thvi eg hef ekkert betra ad gera.
Ah ju, fundur med Charlie, editornum minum. Kannski eg fai ad bua a EAS/The Advisor skrifstofunni.
Jaeja, oskid mer lukku vid ad finna nytt heimili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)