frabaer vika

Thessi vika er buin ad vera frabaer. Nog ad gera og allt a fullu.

Best ad vera buin ad fa Justin heim, okkur badum lidur meira heima i Kambodiu heldur en i okkar heimalondum. Vid attum frabaera helgi saman, versludum fra okkur allt vit, bordudum konnukokur sem eg bjo til med braeddu edal sukkuladi og hindberjum, hittum vini, vorum astfangin og hamingjusom. Justin er byrjadur i nyja starfinu sinu sem Senior Manager i Retails hja ANZRoyal og likar mjog vel, krefjandi og erfitt en skemmtilegt, ekki ad eg skilji neitt af thvi sem hann segir thegar hann segir mer fra vinnudeginum sinum. 

Sundkennslan min gengur mjog vel. Eg er ad vonast eftir ad fa fleiri tima a naesta ari thar sem thad a ad staekka skolann. Einnig held eg ad eg gaeti fengid fleiri tima hja Smart Kids, en thad er ekkert oruggt, skolinn er frekar illa upp settur og eg veit ekkert hvad a eftir ad gerast thar.. Annars er eg ad fara i vidtal a eftir, og eg var ad fa bod til ad vera greinahofundur. Skrifa meira um thad seinna ef thad gegnur upp.

A eftir erum vid ad fara a godgerdar gala med konginum! Eina sem eg heyrdi var kongurinn og tekkneski balletinn. Eg veit ekkert hvad vid erum ad fara ad gera i godgerdarmalum med ad fara a  galad, Vid vaerum galin ad fara ekki a gala. Eg hlakka til, svo mikid er vist, og eg tharf ekki ad elda i kvold.

Um helgina er svo Drag show a bar vinkonu minnar, og meiri verslunnarleidangur a laugardaginn, vid eigum svo mikid af afslattarmidum sem verdur ad nota fyrir 1 juni thannig ad um ad gera og nota tha. Mer finnst svo gaman ad versla i ibudina okkar.

Ups, nu er eg ad verda of sein i vinnuna, best ad bua til nokkra peninga i dag. 

 


Sól sandur og sjór

Miðvikudaginn síðast liðinn fórum við Sigrún og Gústi til Sihanoukville (Snooky). Sihamoni kóngur átti afmæli og það er 3ja daga frí og svo kom helgin. Þýddi að sjálfsögðu ekkert annað en að skella sér bara. Stukkum upp í rútu þegar ég var búin að vinna á miðvikudaginn og vorum komin á ströndina um kvöldið. Hittum félaga minn Niall í öl og spjall og túttuðum aðeins.
Vöknuðum svo eldsnemma á fimmtudeginum til að fara í sólbað og sjóbað. Það var ljúft slöppuðum af allann daginn og gerðum ekki mikið. Nema Gústi og Sigrún brunnu svo lítið illa. Ég brann í lófanum vegna sólarvarnarinnar sem var búin að sjóða lengi í sólinni. þannig að við fengum öll sólartengdann bruna. Tókum því svo bara rólega það kvöldið borðuðum grill á ströndinni með Niall og vini hans sem ég man ekki hvað heitir.
á föstudeginum fór ég í sólbað á meðan Sigrún og Gústi voru í skuggabaði. Jurriaan vinur minn kom svo og hitti okkur á Otres ströndinni og eyddi deginum með okkur. Hann ákvað að vera á sama gisti heimili og við þannig að við fengum öll sér rúm. Ansi ódýrt.. 5 dollarar nóttin með viftu og köldu vatni.
Um kvöldið fórum við öll um borð í bucket train og skemmtum okkur konunglega. Dansað fram eftir öllu og svo löööng ganga aftur heim á gistiheimili, sem var nú bara hressandi.
Í gær tókum við svo rútuna aftur heim til Phnom Penh. Ég þurti að flytja aftur! YAY! Fyndið í rútunni... ég nældi mér í myndarlegt kvef í Snooky. Allavega, það sat stór asísk-amerísk ona við hliðinna á mér og þegar maður er með kvef þarf maður stundum að hósta.. þannig að ég hóstaði. Ég hef aldrei séð manneskju af þessari stærð eða frá Asíu stökkva eins hátt og hratt upp og hún gerði. Konan setti á sig andlits grímu og bað svo til Guðs í 4 klukkutíma. Hún hefur eflaust haldið að ég væri með svínaflensuna... Ég er bara með kvef og Gin og klaufa veikina, því mér finnst Gin og tónik gott og er algjör klaufi.

Að öðru. Ég er loksins flutt aftur. YAY! Í fínu íbúðina mína. Og er strax búin að elda merkilega sterka chili núðlusúpu. Ég er ennþá að vinna í því að taka úr kössum og koma öllu fyrir. Ég hef allavega 6 daga í að Justin komi heim þannig að það er nægur tími.

Núna er ég á The Pavilion að njóta lazy sunday við sundlaug í tropikal garði. Ekki slæmt það.


Man Day og fyrsta Gay Pride

Sæl nú,

Sigrún og Gústi hafa þá verið hér í viku. Við höfum gert alskonar. Farið á markaði, borðað mat, drukkið bjór, farið í strandarpartí á Lakeside inni á Moskito bar, Gústi hefur hrætt hórur vegna hæðar sinnar, og við héldum MANDAY hátíðlegann með öllu tilheyrandi. Ég vann Go-kartið, náið að lap-a Sigrúnu tvisvar sinnum, Gústa einu sinni og Kim næstum því þrisvar...ég þurfti að fara útaf brautinni því ég var búin að vinna. Svo skutu Sigrún og Gústi úr byssum, ég og Kim öskruðum bara. Fórum svo að ná í Jurriaan og skelltum okkur á box sem var allt í lagi. Happy hour var byrjaður þannig að um að gera að fá sér hressingu. Leigðum bát og sigldum í klukkutíma en urðum að sleppa Snowy's vegna þess að það ringdi og moldin er sleip og brekkan er brött sem þarf að klifra upp frá bátnum. Þá skildu leiðir okkar en bara í smá stund því við hittumst aftur og borðuðum skítugann indverja. Nokkrum drykkjum var slátrað áður en við héldum í mjög manly karíókí. Eftir að hafa sungið eins og stungnir grísir í klukkutíma leituðum við uppi bestu girlie barina. Knickers and Liquors var að loka þegar við komum þangað. En stelpurnar þekkja mig þannig að þær opnuðu bara aftur fyrir okkur og sýndu súludans og nudduðu okkur. ...Allt í allt mjög góður dagur og kvöld og nótt.
Ég og Sigrún áttum svo frekar stelpulegann dag í gær á meðan Gústi svaf. Við Sigrún vorum svo ferlega hressar þegar við vöknuðum, eftir að hafa sofnað aftur eftir að hafa verið vakin af helv... kallbjálfanum sem ég leigi hjá. Hvers konar brandari er það að byrja framkvæmdavinnu á íbúðinni sinni klukkan 7:30 á sunnudagsmorgni?!?! Ég fór fram á gang með hárið út í loftið og steitti hnefann og horfði illilega á grey þrælana sem urðu að vinna á svo syndsamlegum tíma. Fancy börger, boutiques og pedicure.

Núna þarf ég að klára að pakka öllu mínu, sem eru nú bara 5 kassar og ferðataska, og pakka bikini-inu í aðra tösku, fara á ströndina og flytja á laugardaginn.

Annars er það skemmtileg tilviljun að fyrsta Gay Pride í Kambódíu er akkúrat vikuna sem kóngurinn á afmæli. Það hafa lengi verið orðrómar um að kóngurinn sem samkynhneigður þannig að kannski kemur hann úr skápnum núna. Við reyndar missum af þessum herlegheitum því við förum á ströndina á miðvikudaginn eftir vinnu hjá mér, og Sigrún og Gústi þurfa að vakna eldsnemma á sunnudaginn til að fara til Íslands...kannski mér takist að plata þau í Gay Pride Partí á Pontoon. Alvöru bakpokaferðamenn fara hálf fullir og hálf þunnir í rútur og flug...þannig að afhverju ekki þau.

Oh við sjáum til.

Jæja,
ég ætla að klára að pakka íbúðinni minni.. hlakka svo til að flytja og fá Justin minn heim.


Mánudagur til mæðu.

Laugardagskvöldið var rosalegt. Við gerðum nú ekki mikið í gæsuninni nema að drekka kokkteila og annan kjánaskap. En það var dansað. Bert Bevans var með súrpræs sjóv á Pontoon. Bert er voða frægur diskaþeytari, hann spilaði t.d. á studio 54 þegar það var sem heitast og var einn fyrsti snúður ministry of sound (http://www.disco-disco.com/djs/bert.shtml). Rosa gaman að dansa við góða tóna og mix til tilbreytingar, því flestir plötusnúðar sem spila í PP eru frekar lélegir. Síðast þegar Bert spilaði sökk Pontoon. Ég held að báturinn hafi ekki sokkið núna, hann var allavega ennþá á floti þegar ég fór heim og ég hef ekki heyrt neitt síðann.

Annars fékk ég frábærar fréttir frá Kim vinkonu/kennarinn á NACA sem ég fann, hún ætlaði upphaflega að fara aftur til Ástralíu eftir mánuð en hefur ákveðið að fá sér starf sem leikskólakennari og vera áfram hér í einhvern óákveðinn langann tíma, allavega til áramóta.

Sunnudagur fór svo bara í almenna leti. Las góða bók og horfði á DVD og borðaði popp og nammi og talaði við Justin lengi lengi.

Af einhverri ástæðu vaknaði ég klukkan 5:30 í morgun. Gæti verið því ég gerði það líka síðasta mánudag.. og alltaf þegar ég þarf að fara á flugvöllinn er það eldsnemma á morgnanna. Var voða spræk í morgun og sé eiginlega eftir því að fara ekki út að hlaupa eða í eróbik tíma á riverside. Sópaði bara í staðinn og var mætt í vinnuna allt of snemma. Ég og Anna, hinn kennarinn hjá Smart kids erum að setja upp nýtt dans og söng prógram fyrir krakkana, það á að vera opin dagur í lok skólaársins og við ætlum að setja upp smá sýningu. Svo af því að ég nennti ekki heim í hádegis hléinu mínu (sem er núna fór ég á markaðinn og fékk fót- og handsnyrtingu á 75 cent. Núna er bíð ég eftir að blund tíminn verði búin til að ég geti kennt myndmennt. Svo fer ég með Adele, vinkonu minni, á flugvöllinn, mamma hennar er að koma í sama flugi frá Bangkok og Sigrún og Gústi.

Kominn tími á nýtt dagatal? Já það held ég!
Í dag: Sigrún og Gústi koma!
Á morgun: Stranda teiti á Moskito í tilefni afmæli Dee, vinar míns.
Miðvikudagur: sendi Sigrúnu og Gústa til Siem Reap
Föstudagur: Sigrún og Gústi koma aftur.
Laugardagur: MAN DAY! með öllu tilheyrandi.
11/12/13 maí: flytja!
14 maí: Sihanoukville eftir vinnu í vegna þess að kóngurinn á afmæli.
Föstudagur/laugardagur: Phnom Penh.
17. maí: Sigrún og Gústi fara frá mér.
23 maí: Justin kemur heim.
Júní: Steinunn kemur til Phnom Penh.
Júlí: Dita systir mín í Indónesíu kemur í heimsókn?
21. júlí: Ég á afmæli!
Ágúst: Ísland?
September: Bylgja kemur í heimsókn
2. Október: Justin á afmæli!
Einhverntíman: löng helgi í Kampot/Kep

Jæja, ég þarf að fara aftur í skólann að vekja krílin mín. Við ætlum að búa til glimmer pappírsdúka og svo eldum við eitthvað kambódískt.


Fullkominn laugardagur

Það er fullkomið vor veður í Phnom Penh í dag og ég er búin að eiga fullkomin laugardag hingað til og hann mun bara verða betri.

Í gær ringdi eins og væri hellt úr baðkerum í marga marga klukkutíma þannig að það varð ekki mikið úr kvöldinu mínu, flestir voru líka þreyttir eftir langa vinnuviku og ég leið eftir að hafa kvatt Justin á flugvellinum, en hann kemur aftur eftir 3 vikur þannig að það er bara stutt þar til við sjáumst aftur.
Vegna rigningarinnar er bara nokkuð svalt í PPhen í dag. Í morgun var ég reyndar vakin klukkan 5 af leiðinda nágrönnum sem skilja ekki hvað laugardagur þýðir. Þau gengu um á háuum hælum og spiluðu khmer karíókí klukkan 5!! svo var farið í framkvæmdir á íbúðinni þeirra með tilheyrandi hávaða. Auðvitað var eldað allann tíma, djúpsteiktur þurkaður fiskur og eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er en ætla að giska á eitthvað kjöt, ég fæ alveg hryllilega klýju af lyktinni sem fylgir þessu. Nema hvað... um 11 leitið var ég í góðu skapi og var að spila góða tónlist til að drekkja hávaðanum, þá ákváðu þau að það væri kominn tími á blund og eiginlega skipuðu mér með látum að slökkva á tónlistinni minni. Ég sýndi þeim bara hnefann og skellti hurðinni.
Um hádegið var ég orðin smá svöng og fór þá á markaðinn að kaupa kúst og klósettbursta. En endaði með silkitösku og pöddusprey og epli.. Fór svo í ísbúðina og fékk mér ís á meðan ég las í bókinni minni. ákvað svo að rölta niður að ánum og finna góðann stað í skugga og lesa bókina mína með svaladrykk við höndina í golunni. Svo hef ég bara verið að ráfa um göturnar að sjá hvað er nýtt og hvað er hætt. Fann ég ekki þennan fína veitingastað sem selur allt undir 3 dollurum og klæðskera sem ætlar að gefa mér góðann díl á kjólinn sem mig langar til að búa til.

Svo á eftir ætla ég að fara og kíkja aðeins á krakkana mína á NACA. Kannski borða með Kim vinkonu minni sem yfirgaf mig og fann annann Íslending til að hanga með í Kampot. Engann annan en Ásger úr Vogaskóla sem útskrifaðist nokkrum árum á undan mér. Skemmtilega lítill heimur. Svo er ég að fara að kveðja Erin vinkonu mína í hænuteitinu hennar. Hún er búin með verkefnið sitt í Kratie að bjarga fersksvatns höfrungum með unnusta sínum og eru að fara að gifta sig á Ítalíu í kastala systur hans ef ég man rétt. Alltaf minnkar vinahópurinn minn..

Á morgun ætlum við öll að skella okkur í keilu. Á mánudaginn er svo vinna frá 8-5 og svo að fara aftur á flugvöllin en nú sæki ég fólk, svona til tilbreytingar. Þannig að Sigrún eða Gústi verða vinsamlegast að senda mér ferða skipulagið sitt svo ég komi nú á réttum tíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband