Sól sandur og sjór

Miðvikudaginn síðast liðinn fórum við Sigrún og Gústi til Sihanoukville (Snooky). Sihamoni kóngur átti afmæli og það er 3ja daga frí og svo kom helgin. Þýddi að sjálfsögðu ekkert annað en að skella sér bara. Stukkum upp í rútu þegar ég var búin að vinna á miðvikudaginn og vorum komin á ströndina um kvöldið. Hittum félaga minn Niall í öl og spjall og túttuðum aðeins.
Vöknuðum svo eldsnemma á fimmtudeginum til að fara í sólbað og sjóbað. Það var ljúft slöppuðum af allann daginn og gerðum ekki mikið. Nema Gústi og Sigrún brunnu svo lítið illa. Ég brann í lófanum vegna sólarvarnarinnar sem var búin að sjóða lengi í sólinni. þannig að við fengum öll sólartengdann bruna. Tókum því svo bara rólega það kvöldið borðuðum grill á ströndinni með Niall og vini hans sem ég man ekki hvað heitir.
á föstudeginum fór ég í sólbað á meðan Sigrún og Gústi voru í skuggabaði. Jurriaan vinur minn kom svo og hitti okkur á Otres ströndinni og eyddi deginum með okkur. Hann ákvað að vera á sama gisti heimili og við þannig að við fengum öll sér rúm. Ansi ódýrt.. 5 dollarar nóttin með viftu og köldu vatni.
Um kvöldið fórum við öll um borð í bucket train og skemmtum okkur konunglega. Dansað fram eftir öllu og svo löööng ganga aftur heim á gistiheimili, sem var nú bara hressandi.
Í gær tókum við svo rútuna aftur heim til Phnom Penh. Ég þurti að flytja aftur! YAY! Fyndið í rútunni... ég nældi mér í myndarlegt kvef í Snooky. Allavega, það sat stór asísk-amerísk ona við hliðinna á mér og þegar maður er með kvef þarf maður stundum að hósta.. þannig að ég hóstaði. Ég hef aldrei séð manneskju af þessari stærð eða frá Asíu stökkva eins hátt og hratt upp og hún gerði. Konan setti á sig andlits grímu og bað svo til Guðs í 4 klukkutíma. Hún hefur eflaust haldið að ég væri með svínaflensuna... Ég er bara með kvef og Gin og klaufa veikina, því mér finnst Gin og tónik gott og er algjör klaufi.

Að öðru. Ég er loksins flutt aftur. YAY! Í fínu íbúðina mína. Og er strax búin að elda merkilega sterka chili núðlusúpu. Ég er ennþá að vinna í því að taka úr kössum og koma öllu fyrir. Ég hef allavega 6 daga í að Justin komi heim þannig að það er nægur tími.

Núna er ég á The Pavilion að njóta lazy sunday við sundlaug í tropikal garði. Ekki slæmt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti að benda sjálfskipaða kónginum hér á þetta frí þegnanna í tilefni af afmælinu.

Mamma (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 09:37

2 identicon

ljúfa líf :D

spíra (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband