Fimmtudagur, 19. mars 2009
Ný vinna!
Jæja, ég er komin með vinnu eftir hádegi. :) ég er sund-, ensku- og danskennari hjá Smart Kids. Ég fæ ekki eins mikið borgað og ég vonaðist eftir, en það er ágætt engu að síður, og þá hef ég meira að gera loksins. Það eru samt bara 4 krakkar sem ég kenni. Miriam er kanadísk/Khmer algjör orkubolti og hress stelpa. Rathanak kann 15 orð í ensku, það stoppar hann ekki í að segja mér endalausar sögur á khmer. Dara er voða krúttleg en ferlega feimin en situr alltaf nálægt mér og finnst gaman að sýna mér uppáhaldsbækurnar sínar, Varatanak er feimnari en Dara og frekar hikandi, tekur ekkert sérlega mikinn þátt í því sem við gerum en finnst gott að fylgjast með.
Í dag lærðum við tölurnar, þau kunna að telja, en vita ekki hvað 2 er... en það kemur fljótlega vonandi. Þau kunna nokkra stafi. Við lærðum nýtt lag og dans sem er eins og hókípókí en með tölum. Eftir það lásum við eina bók, púsluðum smá og byggðum sandkastala.
Þannig að núna vinn ég mánudaga til miðvikudaga frá 8-16:30 og fimmtudaga og föstudaga frá 13:30-16:30, eftir vinnu þarf ég að læra sem ég geri líka í hádegishléinu mínu, sjá um heimilið, skrifa og vinna sjálfboðavinnu á NACA (sem ég þarf ekki að gera, en geri því mér finnst það skemmtilegt), ég er eiginlega dottin út úr Who Will, því ég hef bara 24 klukkutíma í hverjum sólarhring.
Það eru 2 vikur í að ég flytji.
Það eru 3.5 vikur í Khmer nýja árið. Nú verð ég að ákveða hvort ég vilji fara til Laos, Vietnam, Kuala Lumpur, Tælands eða Indónesíu. Ákvarðannir ákvarðannir.
Það eru 5 vikur í helgarferð til Singapore.
Það eru 6 vikur í að ég fái Gústa og Sigrúnu í heimsókn, sem er spennandi og smá ógnvekjandi, bara mamma og amma hafa séð lífið mitt hér. Jú Sara Kistín og Steinunn, en enginn úr vinahópunum mínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 13. mars 2009
Nýjustu fréttir
Ég get tuggt matinn minn aftur. Ég er búin að vera fárveik síðustu viku. Með hita og kvef og ennisholubólgur. Þannig að geta tuggt var mikill sigur, og að vera bara á daufum verkjalyfjum er enn meiri sigur. Ég sat í sófanum og grét af verkjum. Justin vaknaði meira að segja við mig hágrátandi í svefni, og ég ætla að kenna Domadolinu um þetta en ég talaði á dönsku í svefni! Íslenska, enska, indóensíska, malasíska, khmer jafnvel kínverska væri meira skiljanlegt en DANSKA?! Det er maget underligt.
Ég er loksins að fá fulla vinnu.
Ég er að flytja.
Ég er að fá ansi myndarlega bólu á nefbroddinn sem er mjög þægilegt fyrir grútkvefaða mig.
Það eru enn og aftur að koma gestir til okkar. Stelpa, ég held að hún verði ein, og bara í 2 daga. Þetta eru síðustu tvær vikur Justins (í bili) og ég vil vera sjálfselsk og njóta hans alein!
Ég er búin að finna íbúð. Hún er pínu pínu lítil, en voða sæt og notaleg með bleiku klósetti og gulum veggjum á tveim hæðum, full af nýlendutíma antík húsgögnum, og það er verið að gera hana upp bara núna! Kannski aðeins í dýrari kantinum miðað við stærð, en jafn mikið og herbergi í deildu húsnæði. Og ég fæ vatn og rusl frítt og húsgögn (ekki bara bambus drasl, heldur alvöru antík húsgögn sem eru gullfalleg) og hjálm og aðgang að þvottavél og hljóðkerfi og leigusalinn er listamaður og ætlar að búa til nafnspjald handa mér.
Það er allt að ganga upp :D
Ást, hamingja og yndislegheit.
Bloggar | Breytt 14.3.2009 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 7. mars 2009
Barnarán úr pagóðu
Þetta er alveg hræðilegt.
Við hjá Who Will vorum búin að lofa að taka við 2 börnum (stelpa, 6 ára og strákur, 5 ára) sem búa með móður sinni í pagóðu ásamt nunnum. Móðirin er ekki nunna, hún vinnur í fataverksmiðju en getur ekki leitað til neins annars. Á daginn þegar móðirin er að vinna er enginn sem sér um börnin. Jane þekkir tiltölulega vel til í þessari pagóðu, hún á vinkonu sem er dótturdóttir einnar nunnunar.
Í gærkvöld fékk Jane símhringingu frá vinkonu sinni.
Það er búið að ræna börnunum! Ég giska helst á að það hafi einhver heyrt frá því að einhver frá Who Will myndi koma að sækja þau farið og sagst vera frá Who Will og tekið þau. Það var víst einhver kona sem tók börnin. Móðirin er að sjálfsögðu móðursjúk og örvæntingafull, það er ekkert sem við getum gert nema að bíða og vona að börnunum verði skilað.
Ef ekki, þá get ég ekki einu sinni ímyndað mér hvað verður gert við þau. Seld í þrælkun, vændi, myrt... eflaust allt.
![]() |
Slúðurblöðin rústuðu næstum lífi mínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Húsmóðir í hjáverkum
Þess utan að gera allt sem ég geri á venjulegum degi er ég orðin húsmóðir. Hreingerningarkonurnar telja sig eiga skilið að launahækkun, því íbúðin okkar þarfnast svo mikillar vinnu", þannig að við rákum þær. Þær hafa aldrei unnið vinnuna almennilega hvort eð er. Ég fékk að segja "It's so hard to find good help nowadays". Ég verð nú að segja að það var pínu ógnvekjandi og spennandi að reka þær, því ég hef aldrei rekið neinn. Ég veit ekkert hvað þær meina með að íbúðin þarfnist mikillar vinnu. Jú það tók mig allavega 90 mín að þrífa þvottavélina sem var svo full af sveppagróðri að mér varð flökurt, sem þeim hafði að sjálfsögðu ekki dottið í hug að þrífa og kannski klukkutíma að þrífa baðherbergin almennilega. En ég get með stolti sagt að við erum núna með eflaust hreinustu baðherbergi í Kambódíu, Justin sagði að þau voru ekki einu sinni svona hrein þegar hann flutti inn. En almenn þrif eru ekki meira en 40 mín. Það væri hægt að fá þjónustukonu sem þrífur og eldar ofan í okkur fyrir peningana sem þær vilja. Aðstoðarkennararnir á Giving Tree fá ekki mikið meira en það sem þær vilja í laun, og þær á Giving Tree tala allar ensku og sumar líka frönsku, hreingerningarkonurnar okkar kunna að segja "I clean" og "I go home". Heldur betur óraunhæfar kröfur! Kannski er það gráðugi bróðir þeirra sem vill meira, hver veit. Kona sem ég vinn með sagði mér frá vinkonu sinni sem fór í frí en kom heim fyrr en hún bjóst við. Fann hún ekki bara hreingernignarkonuna sína í góðum fíling í húsinu í fötum af konunni!
En ohj! Við eigum víst að búa í frekar öruggu húsi. Maðurinn við hliðina á okkur kom heim í dag eftir að hafa verið einhverstaðar í 2 vikur. Það er einhver búinn vera að búa í íbúðinni hans! Hann fann íste og mat sem var ekki frá honum í eldhúsinu og óhrein handklæði. Svo hef ég líka séð konu vera að prófa lykla á öllum íbúðunum sem ég þarf að fara fram hjá á leiðinni út. Hún hefur líka reynt að koma hingað inn..en ég er alltaf með hengilásinn á þegar ég er ein heima á daginn. Frekar óþægilegt að vita að einhver sé að skoða dótið okkar. Sem betur fer erum við með peningaskáp þannig að við getum sett skartið mitt, tölvurnar og myndavélarnar þar inn þegar hvorugt okkar er heima.
Jæja nóg af rambli um óprúttið þjónustufólk. Ég lofa!
Á morgun fáum við gesti. Ég hef ekki hugmynd hvað þau ætla að vera lengi. Bróðir Justins og kærasta hans. Eftir morgundaginn verð ég búin að hitta alla helstu "kossana" í fjölskyldunni.
Annars er það helst í fréttum að ég er að bíða eftir svari um almennilega vinnu. Ég vil ekkert segja áður en ég fæ svör sem ætti að vera á næstu vikum.
Einnig er ég komin með fasteignamann sem ætlar að finna handa mér fullkomna íbúð. Ég er á báðum áttum hvort ég vilji búa ein eða hvort ég vilji búa með einhverjum. Það er mjög gott að búa með Justin, það er alltaf félagsskapur og skemmtilegra að elda fyrir fleiri en mig (þá er það bara soðið pasta með osti eða eitthvað álíka spennandi). En á hinn bóginn veit ég ekki hvort ég vilji búa með einhverjum ókunnugum. En svo kemur það á móti að ég get fengið fallegri íbúð, sem kostar aðeins meira en það sem ég hef efni á ef ég leigi með einhverjum sem deilir kostnaðinum. Ákvarðannir ákvarðannir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)