Fimmtudagur, 5. nóvember 2009
Ljúfa líf
Ég og Justin áttum yndislega 4.5 dag í Siem Reap. Hótelið var æðislegt, fyrir utan það að það var ekkert beikon með morgunverðar hlaðborðinu (Justin var mjög ósattur með það!!). Við ætluðum að skoða Angkor en svo varð ekkert úr því þannig að við nutum þess bara að vera saman. Gerðum eiginlega ekkert annað en að sofa, borða og sofa meira. Justin fór í golf og ég fór á spa í skrub og nudd.
Við fundum frábærann japanskann veitingastað, vel falinn í hliðar götu langt frá öllum túristum og með pínu pínu lítið skilti sem sést ekki! En maturinn æðislegur og stórir skammtar. Kona eigandans kom út úr eldhúsinu alveg furðulostin á pöntuninni okkar og spurði "Eruð þið viss um að þið viljið allann þennann mat!?", þegar allt (miso súpa, 2 forréttir, salat, kjúkklingabitar, svína-katso og 12 sushi bitar) var horfið ofan í okkur ásamt potti af Woolong tei var konan alveg agndofa.
Það var voðalega gott að komast út úr Phnom Penh í smá tíma, alveg best í heimi. Það var líka Water Festival í Siem Reap en ekkert í samanburði við það sem gengur á í Phnom Penh. Við fundum góðann stað til að standa á og horfðum á fullt af bátum keppa í kappróðri. Skemmtilega mikið af stelpu liðum en það lið sem vann var að sjálfsögðu ANZRoyal liðið!
Nú fer svo sannarlega að styttast í Ástralíu! Og ég hlakka svo til! Þrjár vikur af stuði og gleði, sól og hita, ströndum og ströllum. Justin er búinn að þjálfa mig í áströlsku:
Við förum til Radelaide (Adelaide) að hitta rellies (ættingja) til að halda chrissie (jól). Svo förum við á barinn og fáum skúner (1/2 líter af bjór) og pöj (pæ, baka) og ég mun segja með nöldur tón "chuck us a pöj, luv" (gemmér böku, ljúfan).
Ég ætla að panta að fara í Ikea svo að jólin mín geti byrjað, er meira að segja búin að finna það út á netinu hvað það er langt í næstu Ikea búð í Melbourne og Sydney. Eldfastamótið mitt brotnaði nefninlega, eða hreinlega klofnaði í tvennt og kallinn á markaðnum vildi fá 27 dollara fyrir skitið skítugt mót! Svo langar mig líka til að kaupa ostaskera, ég er búin að skera mig einum of oft á puttunum við það að skera ost.
Best að skúra og setja utan um sófann um leið og ég er búin að koma rottunni, sem var að hlaupa yfir stofugólfið mitt, út!! Ewww!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.