Phnom Penh, skemmtileg borg

Undur og stórmerki, nýtt blogg bara strax...

ELT byrjaði aftur í dag, ég er aftur að kenna 3B og er með 27 nemendur kannski fæ ég fleiri kannski fæ ég færri en mér lýst miklu betur á bekkinn minn núna heldur en á síðustu önn. Þau lögðu sig fram við að koma með spurningar og ég gerði ofboðslega mikið grín af sjálfri mér. Getur líka verið að ég sé mun öruggari með mig í þessu starfi en á síðustu önn.

Svo var ég að ganga heim, mér finnst það alveg nauðsynlegt til að hreinsa höfuðið áður en ég kem heim svo ég taki ekki of mikla vinnu heim þar sem ég vinn nú alveg nóg heima. Þetta er ekkert það merkilegt en ég labbaði fram hjá einni ráðuneytisbyggingu sem er á Norodom og þar er smá tjörn eða brunnur fyrir framan. Þar voru átta karlmenn á lendarskýlum að baða sig. Svo neyddist ég til að fara framhjá ruslabíl sem lyktað ekki illa!! Ég var sko tilbúin með lófann fyrir framan andlitið en fann svo bara enga ógeðslykt.

Annars hefur þetta verið mjög góður í Phnom Penh. Fór á ferlega svankí stað í hádeginu, fullt af business köllum flissandi eins og skólastelpur og skólastelpurnar að lesa blöðin mjög alvarlegar á svip, einn háttsettur og dónalegur hermaður.. þetta var nú bara götu búlla þar sem ég fékk frítt te og núðlur fyrir dollar. Justin hefur því tekið kredit kortið sitt til baka, hann er ekki sáttur við að ég sé að eyða 4000 rílum í mat á svona hip og trendí stöðum. Svo við tölum nú ekki um peningaspreðið á mér á spa og verslunnarferðir, með nýju Prada töskuna mína sem er ekki að detta í sundur..

Nú erum við að verða of sein í teiti, end of term parteyh fyrir Giving Tree.

Verið heil og sæl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:)

spíra (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 12:43

2 identicon

Ný Prada taska?

Inga! (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

nei maður ertu beluð! Þetta var nú bara grín því 5 dollara silki taskan mín er að detta í sundur og Justin jókar að ég sé að spreða peningum út um allt.

Erna Eiríksdóttir, 20.10.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband