Sunnudagur, 18. október 2009
Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
Það munar ekki um það. Ég og Justin vöknuðum bara spræk klukkan 6 í gærmorgun en því það var laugardagur og við fengum okkur öl á föstudaginn ákváðum við að kúra aðeins lengur en spruttum á fætur um átta og elduðum morgunmat. Justin sá um smoothie-inn (mangó, ástaraldin, léttmjólk og bláberja ís) og ég sá um eggin. Justin vildi samt eiginlega sjá um eggin og ég ætti að meðhöndla smoothie gerð ... Svo rauk pilturinn út að kaupa mótórhjól. eitt stykki 250cc RX tryllitæki. Sem betur fer er hann búinn að kaupa allann öryggisbúnað, annars mætti hann sko ekki fara á mótórhjólið. Um daginn datt hann og hnéhlífin brotnaði í tvennt þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hefði getað gerst! Justin ætlaði að kaupa hjól fyrir mánuði, en þá ákvað botnlanginn minn að vera með stæla og svo ákvað tryggingafélagið mitt að vera með ennþá meiri stæla þannig að hjólkaupin töfðust heldur betur. Hann er búinn að tala um þetta síðan í apríl og ég er búin að fara í milljón hjólabúðir með honum og svo að sjálfsögðu kaupir hann það fyrsta sem við skoðuðum Á föstudaginn áttum voða gott kvöld. Ég gerði roast chicken og kartöflustöppu og mango salsa salat í kvöldmatinn. Hristi það hreinlega út úr erminni Justin sagði að undirstaða þessa yndislega mat væri hversu vel hann hefði þvegið kartöflurnar og raðað þeim í pottinn fyrir mig. Fórum svo á leiksæd að hitta vinina. Liv vinkona mín var að koma heim úr ricksaw rally í Indlandi (http://madashatters2009.blogspot.com/) , ferlega skemmtilegt að heyra sögurnar hennar lið tapaði ekki og þau safnaði fullt af peningum fyrir góðgerðarmál svo allir eru sigurvegarar. Við komum svo heim fyrir miðnætti eins og góðum krökkum sæmir. Í dag og í gær varð ég svo að vinna og læra eins og galin kona. Fór samt aðeins í búðir í gær með Ásdísi, Það var alveg ferlega sæt búð að opna í gær sem heitir Wanderlust. Sem var alveg nauðsynlegt þar sem kjólinn minn rifnaði á föstudaginn. Ég var að labba niður stiga og svo heyrði ég krtssh og kjólinn ónýtur. Þar fer gæða, uppáhalds flík og 40 dalir beint í ruslið. En... water, water everywhere but not a drop to drink.. Ótrúlega sætir kjólar og mig langar í alveg 15. Kannski seinna ef ég á fyrir því. Það var rugby æfing í gær. Ástraskar reglur. Eins og hollenskur vinur okkar kallar þetta "rugby with the fist". Þetta er brútal leikur! Liðið hans Justins samanstendur af honum og fullt af litlum kambódískum strákum sem voru sorphaugs-strákar en hafa fengið tækifæri til að gera eitthvað við líf sitt. Justin kom heim í einu stykki...svona næstum því illa bólgin á hægra læri en í góðum gýr á fullt af bólgu eyðandi með vodkaflösku. Við fórum á bar í gærkvöldi að hitta nokkra félaga, sem er nú ekki frásögurfærandi en... Ég horfði á fótbolta leik. Ekki bara einn heldur sex! Jább!! ég er sko ekki að ljúga. Við sáum klukkutíma af fyrri leiknum (man ekki hvaða lið það voru) og svo allan ManU og Bolton leikinn um leið voru fimm aðrir í gangi. Munar ekki um það! Justin er núna úti á nýja hjólinu. Vona að honum gangi vel með bólgið læri og brjóti ekki neitt meira af öryggistólunum. Þegar hann er full dressaður lítur hann út eins og Teenage Mutant Ninja Turtle ! Best að læra meira og kannski hrista út eina eða tvær greinar fyrir dohop í leiðinni.. Ást og yndislegheit alltaf hreint. Þar til næst p.s. ég var að fatta broskallana bara áðan
Athugasemdir
Hahah áttu Turtles kærasta? Það er awesome! Ég dýrkaði Turtles þegar ég var lítil en var ekki með stöð 2, sad story but true.
Haltu áfram að vera ofvirk og dugleg,
ást ást
Anna
AnNanjing (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 06:46
:D :D :D yay broskallar yay :D :D :D
Spíra (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.