Nóg að gera.

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að ég átti afmæli fyrir tveim vikum. Og þvílikur dagur.

Tók reyndar forskot á sæluna og hélt smá afmæli á NACA. Ég Steinunn keyptum heilt fjall af flatbökum og ávaxtasafa handa þeim. Uppi varð fótur og fit og brjálæðiskast. Steinunn hafði sagt krökkunum að ég ætti afmæli í síðustu viku og þau bjuggu til afmæliskort handa mér. Eftir að hafa borðað helling af pizzu og drukkið safa var spurt hvort ég hefði komið með köku, en ég hafði ekki verið svo grand á því. Þá laumuðust nokkrar stelpnanna út til að kaupa cup-keik handa mer laumuðust upp á efri hæðina og setti fullt af kertum í hana og komu svo að sækja mig. Eftir að þau höfðu troðið kökunni upp í mig fóru þau að stilla mér upp eins og það væri að fara úr tísku. Ansi skemmtilegt og mikið hleygið.

Tuttuguasti og fyrstu júli, tuttugasti og þriðji afmælisdagurinn minn byrjaði bara eins og hver annar þriðjudagur svo sem, fór í vinnuna, sem átti að vera síðasti dagurinn minn í sundinu. Svo varð ég að bruna heim og undirbúa mig fyrir kennslupróf sem ég rústaði! Justin hafði hjálpað mér kvöldið áður að undirbúa 2 kennslustundir, eina fyrir unglinga og eina fyrir fullorðna. Og já... ég rústaði því. Byrja í dag hjá ELT (elt.edu.kh) ferlega spennandi

Fór svo og hitti Steinunni sem gaf mér klukkustund af himnaríki í afmælisgjöf... við fórum á Bliss Spa (http://blissspacambodia.com/). Eitt af mínum uppáhalds, og Bliss Boutique er alveg æði líka, allt svo blómalegt og fallegt, og alveg tilvalið í veðrinu hér. Þegar himnaríki kláraðist í sundlauginni sem var inn í nuddherberginu mínu fórum við á The Shop, sem er yndislegt lítið belgískt kaffihús, þar sem við fegnum súper góðar kökur.
Steinunn varð þá að drífa sig á NACA og ég kíkti aðeins í búðirnar á st.240, sem er eiginlega hátískugata Phnom Penh og fór svo heim til að bíða spennt eftir Justin. Mjög skemmtilegt að bíða því ég fékk að tala við pabba og Eydísi á Skype og þau eru loksins komin með vefmyndavél, góð afmælisgjöf það.
Justin tók mig svo út í 3ja rétta máltíð á uppáhalds veitingstaðnum mínum Scoop (það er engin heimasíða...). Kampavín var pantað um leið og við settumst og hörpudiskar og sniglar, epla sorbet til að hreinsa munninn og ferska bragðlaukana, í aðalrétt var steikarsalat fyrir mig og Kobe svín handa Justin, í eftirrétt var súkkulaði Sufflé handa Justin og Lava cake handa mér. Ég fór á salernið á meðan við vorum að bíða eftir aðalréttinum og þá talaði Justin við þjónanna og þegar það var kominn tími til að fá eftirréttinn voru ljósin dimmuð og sett eitthvað stuð lag á sem passaði ekki alveg við stemminguna, en klukkan var að verða 9 (sem er mjög seint í Kambódíu) ég djókaði eins og bjáni “hva, er bara verið að breyta Scoop í skemmtistað?” en þá kom allt starfsfólkið með yfirkokkinn í fararbroddi að syngja fyrir mig og yfirkokkurinn hafði meira að segja sett bleikt kerti hjá kökunni minni.
Allt í allt, ferlega góður dagur og kvöld.

Nú gleðin hættir ekki þar... á laugardaginn (25 júlí) var kveðju teiti fyrir Paul og Steinunni, að sjálfsögðu, misskildi þetta allt saman, hélt að Paul hefði skipulagt þetta allt saman fyrir hana. Steinunni fannst hann ferlega góðhjartaður að gera þetta fyrir hana miðað við hvað þau þekkjast mjög lítið... Allavega... þá byrjuðum við á því að sigla niður Tonle Sap og upp Mekong og til baka, ótrúlega skemmtilegt og fallegt að horfa á sólsetrið. Brunuðum svo í karaoke sem var dúndur stuð. Við vorum líklega 20 í uber stuði. Svo byrjaði pöbba-rölt sem endist nú ekki lengi.. við fórum á 1 bar... Justin, Steinunn og ég vorum ekki á þeim buxunum að fara heim strax og fórum í spilavítið Nagaworld þar sem Justin vann fullt af seðlum í 21 og ég vann nokkra í spilakassa.. ekki skemmdi fríi bjórinn fyrir.
Daginn eftir kom svo loksins nýji fallegi æðislegi sófinn okkar. LOKSINS. Íbúðin miklu fallegri núna eftir að við losnuðum við þetta ljóta óþægilega sófadrasl.

Síðasta vika hefur ekki verið neitt sérlega viðburðarrík. ... fórum í networking teiti.. ég þarf að fara að fá mér nafnspjald til að gefa fólki. Væri erfitt að koma öllu fyrir sem ég geri, en það má reyna. Justin stakk upp á “teacher extraordinaire”, ég held að það sé aðeins og mikið kannski.

Justin notaði spilavítispeningana sína til að kaupa Nitendo Wii um helgina. Vííí, núna spilum við keilu og tennis og trivial og einhvern Agatha Christie leik. Ég hefði nú samt vilja að hann hefði splæst í lök og rúmteppi.. ég hef bara eitt orð: karlmenn!

Jæja ég þarf að fara að undirbúa mig fyrir fyrsta daginn minn.

Ást og hamingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vííííííííííííí

frábært að heyra hvað ammlisdagurinn var næs :D

um að gera þar sem hann er nú bara einu sinni á ári :P

og til hamingju með nýja starfið *knús*

spíra (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband