Gamanþáttur í hádeginu

Morguninn var hress. Í dag er síðasti lati morguninn minn... þar sem ég byrja að vinna á hverju morgni í næstu viku. Allavega, vaknaði með Justin eins og venjulega og settist fyrir framan tölvuna til að vinna svolítið, en vegna þess að við fórum allt of seint að sofa í gær varð ég þreytt um hálf ellevu leitið og ákvað að leggja mig rétt svo í 10-20 mínótur. Ekki leið á löngu en Justin kom færandi hendi með samlokur frá FatBoy, sem eru alveg bestu pínu skítugu samlokurnar í borginni, þá var ég búin að sofa í 2 tíma.. jæja, ég brölti fram og gleymdi að skipta um föt, var bara í náttkjólnum en snéri við til að fara í eitthvað. Þetta er svo sem ekki frásögu færandi nema að það koma vindkviða og skellti svefnherbergishurðinni, hurðinn er búin að vera með ferlega mikla stæla upp á síðkastið. Kannski ekki hurðinn en húninn, hann er alltaf að detta af of læsa mig inni í herbergi (eins og í gær þegar ég var læst inni í 2 tíma og náði ekki að taka aðeins til áður en gestir komu til okkar bækurnar mínar og pappírar útum allt...). Að sjálfsögðu var hurðin læst innan frá. Þannig að ég stóð á náttkjólnum læst út úr herberginu mínu. Justin fór niður að sækja leigusalann því það var slökkt á símanum þeirra. Ég gat illa tekið á móti manninum í ljóta náttkjólnum mínum og Justin þurfti að fara aftur í vinnuna... neyðin kennir naktri konu að stelast til að gramsa í ferðatösku hjá helgargestunum sínum og stelast í föt af þeim.. Hvernig ég passaði í fötin hennar Tash er óskiljanlegt, en það tókst. Leigusalinn kom upp með 4 RISA lyklakippur... eftir 20 mínótur fann hann loksins lykilinn að herberginu.

Allt sem ég ætlaði að gera í dag tafðist þar að leiðandi um rúmlega klukkutíma.

Svo las ég stjörnuspána mína á mbl.is

Krabbi: Krabbinn upplifir fáránlegan hlykk á atburðarás um miðjan daginn sem minnir meira á gamanþátt en veruleika. Um þessar mundir ættir þú að einbeita þér að heimilinu og fjölskyldunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha óborganlegt :D

spíra (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:24

2 identicon

MBAHAHAHAHA! Þetta er magnað!

Gummi Kári (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:32

3 identicon

það sem þér tekst að lenda í....

Guðrún (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:21

4 identicon

Hahahahaha! Erna mín! Þú ert svo best :)

Inga! (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband