Stuð í Indónesíu..

Þar sem ég er núna á leiðinni heim til Phnom Penh og hef ekkert nema tíma til að drepa er best að segja ykkur frá dvöl minni í Indónesíu.

Á fimtudaginn fór ég bara um Bogor og ekkert merkilegt gerðist.
Á föstudaginn hitti ég Iin vinkonu mína og mömmu hennar og pabba og litlu frænku hennar, við fórum um og skoðuðum í búðir og spjölluðum og vorum hress. Um fimm leitið hitti ég svo Gama, Andre og Svan frá AFS. Svanur er ungur skiptinemi. Hann býr ekki bara í hverfinu mínu í Bogor heldur líka í Reykjavík. Við fórum ekki bara í sama grunnskóla og menntaskóla á Íslandi heldur er hann líka í SMAN 1 Bogor! Það var rosalega fáránlegt fyrst að tala á íslensku en svo komst ég í gýrinn og við hættum bara ekki að tala. Við 4 fórum í bíó á Monsters vs. Aliens sem er bara snild. Ég kom heim mjög seint það kvöld, eða rétt um 10, og enginn var reiður við mig. Þegar ég var skiptinemi varð ég að koma heim um sólsetur.

Á laugardaginn fór ég til Jakarta með mömmu til að gista hjá Inda frænku og Andi frænda. Inda er dóttir systur mömmu. Ég fór svo í eitt af óteljandi nýju verslunnarmiðstöðvunum til að hitta Remi vin minn. Ég keypti hvítann og bláann blómakjól og bol og sólgleraugu og eyrnalokka og krem. Við Remi og Tomy (sem ég held að sé kærasti Remis) hittum svo Irwan frá Filipseyjum og 8 aðra stráka sem voru allir frekar samkynhneigðir einhvernvegin, og nú er ég algjörlega að steríótýpa.. Við fórum í aðra verslunnarkeðju til að fara á fínann sushi veitingastað í mjög seinann kvöldmat. Við vorum á gestalista fyrir X2 sem er klúbbur í annari verslunnarmiðstöð. Þar sem ekki gafst tími til að fara heim og skipta um föt skellti ég mér bara í nýja kjólinn í bíl fullum af strákum sem flissuðu voðalega yfir bröltinu í mér, en þeir voru allir með lokuð augun. Sem betur fer hafði ég ákveðið að fara í almenninlega sandala ekki bara þonga og var með maskara í töskunni. Jæja við komum á X2 en þá mátti ég ekki fara inn, þrátt fyrir að nafnið mitt væri á listanum. Því stelpur verða að vera í háhæluðum skóm. En þrátt fyrir reglur komst ég inn.
Ég var eina stelpan í flötum skóm og jafnframt eina stelpan með náttúrulegann hvítann húðlit á staðnum sem eru 2 hæðir og á þeim 2 hæðum eru 4 skemmtistaðir inní einum. Að sjálfsögðu voru ljósmyndarar á staðnum og að sjálfsögðu var þetta afmæli fyrir eitthvað Ubermodel í Indónesíu sem ég hef aldrei heyrt um. Jæja... ég endaði á því að dansa dangdut við eina af frægustu dangdut söngkonum Indónesíu og almennt stuð bara. Þó að allar hinar stelpurnar voru í hælum steig enginn hæll á mig! Það var mjög ánægjulegt.

Á sunnudaginn fór ég svo í afmæli hjá Miu vinkonu minni. Ég var að sjálfsögðu búin að steingleyma því að það voru páskar þar til að amma Dísa hirngdi í mig. Mia gaf mér líka bollaköku með páskaeggi úr marsipani ofan á kreminu. Það var alveg frábært að hitta Miu aftur! Og foreldrar hennar eru æði líka. Þau voru hin fjölskyldan mín. Ég átti 3 fjölskyldur á meðan ég var skiptinemi, sú 3ja var fjölskylda Eku.

Á mánudaginn var ég bara slök heima og fór svo með Inda að kaupa snyrtivörur og hitti svo DIna vinkonu mína í Grand Indonesia, ég keypti annan kjól. Svo fór ég að hitta Inda á veitingastaðnum hennar og vini hennar sem ég man ekkert hvað heita.. þeir reyndu að kenna mér sundanesísku, ultankonlah er það eina sem ég man.

Á þriðjudaginn var bara leti og meiri leti. Fór í creambath og fótsnyrtingu og ekkert mikið meira...

Á miðvikudaginn ætlaði ég til Bogor en af því að það átti að vera SMUNSA hittingur á föstudaginn nennti ég ekki heim, og ég fæ að vera lengur úti í Jakarta ákvað ég að vera áfram. Ég og Inda fórum í ITC Kuningan þar sem ég keypti litla tösku og háa hæla og nærhald af fullklæddri múslimakonu sem sagði mér alskonar kynlífssögur sem fylgdu hinum og þessum pínu nærfötum og nærbuxum sem voru ekki mikið meira en tannþráður, og gollu. Svo fórum við að hitta Andi á Rax sem er nýji poolstaðurinn sem hann rekur. Svo fórum við á veitingastað Inda.Þá var ég uppgötvuð.. ljósmyndari sá mig og vildi gera einhverja myndatöku með mér, og hann talaði um nýja sápuóperu sem ég gæti verið fullkomin í. En... það átti allt að vera í næstu viku og þá verð ég í Phnom Penh svo að það var ekkert úr því því miður. Svo hitti ég Gete vin minn. Við fórum um á mótórhjólinu hans og vorum í góðum gýr. Inda lokaði ekki veitingastaðnum fyrr en 3 þannig að ég var að deyja úr þreytu.

Á fimtudaginn var ég bara heima með krökkunum hennar Inda, Kayla og Farrel. Við lékum prinsessur og klipptum út pappírsdúka og töldum upp á 10. Um seinnipartinn fórum við svo í Plaza Semanggi og keypti kodda og buxur. Við borðuðum í Skydining sem er á 10 hæð og nutum útsýnisins fór ég svo á veitingstaðinn hennar Inda og hékk með vinum hennar til lokunnar.

Á föstudaginn var ég bara heima að bíða eftir systur minni henni Ditu. Ég ætlaði að hitta SMUNSA vini mína en... allir þurftu að vinna over time þannig að því var frestað. Seinna um kvöldið fórum við á veitingastaðinn hennar Inda og létum okkur leiðast.

Í gær vaknaði ég klukkan 5:30 til að fara til Bogor með bílstjóranum og foreldrum Inda. Það var frekar leiðinlegt að kveðja, en það fylgir þessu.. Svo fór ég í Botani Square með mömmu. Ég fór svo í Tajur að skoða töskur og bíða eftir SMUNSA. Við ætluðum að hittast klukkan 12:30 en að sjálfsögðu kom enginn fyrr en alltof seint, ég beið í næstum 2 tíma! Jæja, við fórum á Death By Chocolate and Spaghetti. Átum dýrindis súkkulaði kökur og skröfuðum um það sem hefur gerst síðustu 5 ár, frá því að við útskrifuðumst úr SMUNSA. Ég fór svo heim til að pakka. Mia komst ekki á ríjúníónið þannig að ég fór til hennar um kvöldið til að gista. Hún var ein heima og það var svo bjrálað veður að koma að hún vildi ekki vera ein... og að sjálfsögðu vildi hún hitta mig einu sinni enn áður en ég færi. Við pöntuðum pizzu, lökkuðum á okkur neglurnar og horfðum á rómantískar gamanmyndir fram eftir öllu.

Í dag kvaddi ég Miu, foreldra hennar, foreldra mína og systur. Tók rútu á flugvöllinn, ég var svo hrædd um að það yrði brjáluð umferð, sem var ekki, svo ég er búin að bíða hér í 2 tíma, núna get ég farið að tjékka inn bráðum til að fara til Singapore, til að bíða þar í 6 klukkutíma til að fara til Phnom Penh. Það er náttúrlega fáránlegt að það taki mig um 17 klukkutíma að fara svona stutt! En jæja, cheap and best býst ég við... Annars gleymdi ég matarpokanum mínum í rútunni, þannig að ég varð að hlaupa á eftir henni með töskuna mína úttroðna, handfarangurinn minn og tölvutöskuna. Það var hressandi. Annars er ég ekki mikið búin að gera, bara fylla bumbið af súkkulaði og skrifa þetta. Og já... venjulega þyngist ég í Indónesíu... en núna hef ég lést ótrúlega, eitt kíló í viðbót og ég er raunverulega búin að ná þyngdinni sem ég vildi. Þá er bara að viðhalda því eða að setja nýtt takmark?

Jæja, best að tjékka inn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nauh! það er ekkert annað

mm man eftir death by chocolate

og eru inda og andi búin að eignast annað barn?

ja hérna hér. hey remi var ekki kominn útúr skápnum þegar eg var þarna er það nokkuð?

omg hvað það var gaman að lesa þetta híhíh

spíra (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 13:14

2 identicon

WHOOOOAH!

Þetta er massíft blogg!

Gummi Kári (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 08:36

3 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

DBC er ennþá gómsætt, það er samt svolítið öðruvísi í Bogor. Eftir myrkur koma víst út böðlar og gefa manni súkkulaði!

Já þau eiga núna strák sem heitir Farrel hann er rúmlega eins árs prakkari.

Remi er ekki ennþá komin út úr skápnum, enda góður múslima strákur.. þetta er náttúrulega leyndarmál en hann er steríótýpan af samkynhneigðum karlmanni.

Eins gott að þú hafir lesið það Guðmundur Kári!

Erna Eiríksdóttir, 22.4.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband