Síðustu vikur

Ætli það sé ekki kominn tími á að ég hugsi um það sem hefur drifið á daga mína..

Það er nú ekki mikið svo sem...

Það eru 3 mánuðir og 2 dagar síðan ég kom hingað aftur, mér finnst ég vera búin að vera hér í viku.

Helstu fréttirnar eru þær að Justin hefur ákveðið að vera áfram í Kambódíu með mér. Hann tók dúndur starfi hjá bankanum. Þannig að núna hefst íbúðarleitin aftur! Núna verður það aðeins auðveldara því Justin er tilbúin að eyða ágætri slummu í hýbíli. Fasteignamaðurinn minn segist vera með lítið franskt nýlendutíma hús með litlum garði á leigu. Ekki amalegt það. Mig hefur alltaf langað til að búa aftur í einbýlishúsi og ekki væri french colonial villa amaleg byrjun. Svo mikið er víst að ég hef ekki áhuga á að fara aftur í þjónustu íbúð fyrir útlendinga, miklu skemmtilegra að búa lókal.

Í gær fór ég í brúðkaup vinkvenna minna, Anandi og Michelle létu vaða og giftu sig á Mekong ánni í roki og rigningu. Þar kom fram að undirstaða lesbísks hjónabands væri "trust and union as this hand fisting shows" eins og Charlie mismælti sig kostulega! Það var gleði og ást og hamingja í loftinu. Og þær brúðir yfir sig ástfangnar.
Gæsunin var víst rosaleg, en ég komst ekki í hana því..

Ég flutti í fyrradag þegar gæsunin var.. og allt sem mér var lofað að yrði búið að gera í íbúðinni þegar ég kæmi var ekki búið að gera! Þannig að ég get ekki tekið úr kössum eða töskum, aðalega því hillu einingin sem ég átti að fá er ekki hér.. en þetta vonandi reddast á morgun. Justin var svo elskulegur að fara til Siem Reap til að fara til Laos til að fara til Japan daginn sem ég varð að flytja en skildi bílstjórann sinn eftir til að hjálpa mér. Sary hljóp upp og niður tröppur í gegnum þröngt húsasund í myrkrinu með kassana mína. Honum fannst þetta nú frekar mikil breyting hjá mér og flissaði alltaf smá þegar hann kom inn í nýju íbúðina. Ég gaf honum bjór og handklæði fyrir hjálpina.
Það var mjög skrítið að vera ein núna, því ég hef ekki verið fullkomlega ein síðan í október þegar mamma og Óli voru á Flórída. En ég lít á björtu hliðarnar, nú get ég borðað það sem mér sýnist og horft á stelpu myndir fram eftir öllu.

Það er alltaf nóg að gera hjá Smart-kids. Ég hef tekið Magnús sögukennara í FÁ á þetta og handskrifa öll verkefni. Krakkarnir eru alveg ágætir og farnir að treysta mér. Það eru engin tár lengur hjá Vorthanak, Dara Tepi er farin að tala, Rathanak segir mér ennþá fleiri sögur og Miriam er búin að vera fjarverandi í viku.. Tepi er ný stelpa eftir hádegi, mjög þögul en góð í að skrifa stafina. Mér finnst samt ferkar óþægilegt eitt, þau eru öll í sama bekk, en á sitthvoru efninu, þannig að það er erfitt að kenna tvennt í einu. 2 þeirra kunna að skrifa stafina upp til stórt J og lítið j en hin 2 bara stórt B og lítið b... en það þau eru öll eins með tölurnar, þekkja ekki muninn á 2 og 8. Miriam sem er ný orðin 4ra ára segir alltaf að allar tölur séu 4.
Það er líka nóg að gera hjá Giving Tree. Krakkarnir þar hafa tekið mér rosalega vel og elska sundtímana. Nokkur þeirra hafa meira að segja sagt mér að það sé uppáhalds tíminn þeirra. Það er alveg stórkostlegt að sjá hvað mörg þeirra hafa lært mikið. Þau alveg geisla þegar þeim tekst að gera eitthvað sjálf. Stefna Giving Tree er að kenna í gegnum leik, þannig að við gerum mikið "ring a ring a rosy a pocket full of posy, i teach you i teach you, we all blow BIG bubbles" og svo gerum við "burr" í vatnið. Svo var ég í Lucky Market um daginn þegar Leo litli kom hlaupandi til mín og bað mig um að synda. Svo verða alltaf risastór tár hjá krökkunum þegar þau geta ekki synt, vegna veikinda eða vegna þess að mamma/pabbi/barnfóstran þeirra gleymdu að pakka sundfötum.
Ég skammast mín fyrir hvað ég hef farið lítið á NACA upp á síðkastið, það er bara búið að vera svo mikið að gera eitthvað. En ég fékk alveg stórkostlega og yndislega símhringingu frá krökkunum um daginn úr símanum hennar Kim. Justin finnst alltaf svo sérstakt hvað krakkarnir klifra mikið á mér þegar ég kem þangað, þau svo sem klifra á öllum, en eru æstari í að klifra á mér í rólegheitunum á meðan við spjöllum og lesum ég er alltaf allavega með 6 krakka í fanginu, enginn hamagangur.

Eftir stórfelldar spekúleringar hef ég ákveðið að skella mér til Indónesíu með mánaðarlaunin mín og eyða þeim í átlettum og verslunarmiðstöðvum. Mig vantar gallabuxur. Og ný sundföt þar sem mér tókst að týna uppáhalds bikini buxunum mínum í fluttningunum. Ég fer á miðvikudaginn 8 apríl og verð yfir kambódíska nýja árið og kem heim á mánudags morgun 20. apríl. Ég hlakka svo til að fara til Indónesíu. Komin 2 ár síðan síðast. Fyrir utan að hitta fjölskyldu og vini hlakka ég mest til að fá Mie Baso og Satay Kambing Kecap.

Jæja ég er með eina úrvals lélega stelpumynd tilbúna, og ég ætla svo sannarlega að nýta tækifærið næstu 7 vikurnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nauh! ætlar justin að vera?

fáum við gústi gistingu í villu?? :D osom!!

og mikið er gaman að lesa um hvað það er allt eitthvað yndislegt hjá þér, börnin og fólkið og lesbískt brúðkaup? geðveikt!! :D

hlakka of mikið til núna.....rétt rúmur mánuður!! GLEEEE

spíra (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

nei, þið fáið gistingu í pínu íbúðinni minni. Ég er með smá áhyggjur hvort að Gústi geti staðið uppréttur..

Erna Eiríksdóttir, 2.4.2009 kl. 19:53

3 identicon

Gústi er stór strákur og ætti að vera orðinn vanur litlum rýmum (geddit?)

Gummi Kári (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband