Húsmóðir í hjáverkum

Þess utan að gera allt sem ég geri á venjulegum degi er ég orðin húsmóðir. Hreingerningarkonurnar telja sig eiga skilið að launahækkun, því íbúðin okkar „þarfnast svo mikillar vinnu", þannig að við rákum þær. Þær hafa aldrei unnið vinnuna almennilega hvort eð er. Ég fékk að segja "It's so hard to find good help nowadays". Ég verð nú að segja að það var pínu ógnvekjandi og spennandi að reka þær, því ég hef aldrei rekið neinn. Ég veit ekkert hvað þær meina með að íbúðin þarfnist mikillar vinnu. Jú það tók mig allavega 90 mín að þrífa þvottavélina sem var svo full af sveppagróðri að mér varð flökurt, sem þeim hafði að sjálfsögðu ekki dottið í hug að þrífa og kannski klukkutíma að þrífa baðherbergin almennilega. En ég get með stolti sagt að við erum núna með eflaust hreinustu baðherbergi í Kambódíu, Justin sagði að þau voru ekki einu sinni svona hrein þegar hann flutti inn. En almenn þrif eru ekki meira en 40 mín. Það væri hægt að fá þjónustukonu sem þrífur og eldar ofan í okkur fyrir peningana sem þær vilja. Aðstoðarkennararnir á Giving Tree fá ekki mikið meira en það sem þær vilja í laun, og þær á Giving Tree tala allar ensku og sumar líka frönsku, hreingerningarkonurnar okkar kunna að segja "I clean" og "I go home". Heldur betur óraunhæfar kröfur! Kannski er það gráðugi bróðir þeirra sem vill meira, hver veit. Kona sem ég vinn með sagði mér frá vinkonu sinni sem fór í frí en kom heim fyrr en hún bjóst við. Fann hún ekki bara hreingernignarkonuna sína í góðum fíling í húsinu í fötum af konunni!
En ohj! Við eigum víst að búa í frekar öruggu húsi. Maðurinn við hliðina á okkur kom heim í dag eftir að hafa verið einhverstaðar í 2 vikur. Það er einhver búinn vera að búa í íbúðinni hans! Hann fann íste og mat sem var ekki frá honum í eldhúsinu og óhrein handklæði. Svo hef ég líka séð konu vera að prófa lykla á öllum íbúðunum sem ég þarf að fara fram hjá á leiðinni út. Hún hefur líka reynt að koma hingað inn..en ég er alltaf með hengilásinn á þegar ég er ein heima á daginn. Frekar óþægilegt að vita að einhver sé að skoða dótið okkar. Sem betur fer erum við með peningaskáp þannig að við getum sett skartið mitt, tölvurnar og myndavélarnar þar inn þegar hvorugt okkar er heima.
Jæja nóg af rambli um óprúttið þjónustufólk. Ég lofa!

Á morgun fáum við gesti. Ég hef ekki hugmynd hvað þau ætla að vera lengi. Bróðir Justins og kærasta hans. Eftir morgundaginn verð ég búin að hitta alla helstu "kossana" í fjölskyldunni.

Annars er það helst í fréttum að ég er að bíða eftir svari um almennilega vinnu. Ég vil ekkert segja áður en ég fæ svör sem ætti að vera á næstu vikum.
Einnig er ég komin með fasteignamann sem ætlar að finna handa mér fullkomna íbúð. Ég er á báðum áttum hvort ég vilji búa ein eða hvort ég vilji búa með einhverjum. Það er mjög gott að búa með Justin, það er alltaf félagsskapur og skemmtilegra að elda fyrir fleiri en mig (þá er það bara soðið pasta með osti eða eitthvað álíka spennandi). En á hinn bóginn veit ég ekki hvort ég vilji búa með einhverjum ókunnugum. En svo kemur það á móti að ég get fengið fallegri íbúð, sem kostar aðeins meira en það sem ég hef efni á ef ég leigi með einhverjum sem deilir kostnaðinum. Ákvarðannir ákvarðannir....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er erfitt að finna góða hjálp sama hvar maður er í heiminum.

Gummi Kári (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 09:42

2 identicon

heyrheyr gummi

en já erna eins gott að nýja íbúðin rúmi okkur gústa HAHA þá býrðu allavegana ekki ein í tvær vikur :P

good luck honeybun

spíra (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband