Skemmtilegt nokk.

Það var hringt í mig í gær, ég var ráðin sem forfallakennari á the Giving tree, ágætt svo sem. Það er bara þangað til að ég finn fulla vinnu, sem ætti að gerast á næstu dögum því ég fæ að vita í næstu viku hvort ég er kennari eða aðstoðar skólastjóri hjá Smart Kids Cambodia. Ég hlakka til að fá meiri vinnu...

Í hádeginu hringdi Justin í mig og sagði mér að hann ætti langa helgi, það er enn einn opinberi hátíðisdagurinn, ekki að við munum hvaða hátíðardagur það er á mánudaginn, og því ætlar hann að fara með mig til Sihanouk ville í fyrramálið. Það verður notalegt. Í dag eftir að hafa lesið í marga marga klukkutíma af því að ég hafði ekkert annað að gera í dag fór ég í sundlaugina og sólbað...þarf að venja húðina við sólina, því það er það eina sem ég ætla að gera í Snooky, liggja við sundlaug eða sjó í sólinni og borða sjávarfang.

Í kvöld er allra allra síðasta Elsewhere partíið. Ég er komin í glimmergalla sem er allt í lagi ef ég dett ofan í sundlaugina í... þannig að ég er eins og hver annar skítugur bakpokaferðalangur í kvöld, það mætti halda að ég hafi verið í skátunum, alltaf viðbúin!
Rosalega er skrítið að hugsa til þess að það sé síðasta Elsewhere í kvöld. Það eru góóóóð TEITI HART! Og ég hef hitt mikið af góðu fólki í teitunum, það eru til dæmis 48 vikur síðan Justin féll á mig og svo fyrir mér :) ... þegar ég hugsa um það þá kynntist ég eiginlega öllum sem ég kynntist í PPhen í þessu teiti. Ég hlakka til að fá Passion Paradise, Wing Sling og Disgustin' Justin þó það sé í síðasta skipti. Ég vona samt að ég endi ekki í lauginni, þar sem partíið er í Lonely Planet Cambodia bókinni þá koma alltaf fleiri og fleiri skítugir bakpokaferðalangar í teitið og ef maður lendir í lauginni fer maður heim lytktandi og útlýtandi eins og einn af þeim. OHJ bara...

Best að haska sér í teiti hart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HAHA snilld

en af hverju er þetta síðasta partýið?

spíra (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 15:10

2 identicon

Ah, ég væri til í Kambódískt partý, þau eru best! Mig langar svo að koma aftur að ég er að deyja, en hér er ég föst í líffræðinni í háskólanum og lifi skemmtilegu khmeralífi í gegnum þig.

Tvær vinkonur mínar eru á þessum slóðum, ég læt þær vita af þér.

Knús og klem

Sara Kristín Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband