Föstudagur, 11. júlí 2008
Föstudagur til frægðar?
Það er föstudagur, loksins. Ég hélt að það væri föstudagur í gær, ég var ekki sátt við að vakna í morgun við vekjarann. Jæja, helgin byrjar i kvöld klukkan 19:30 stundvíslega vona ég. Pant ekki vinna í kvöld, nei ég ætla út að borða með nokkrum vinum, drekka kokkteil eða vínglas og horfa á dvd.
Af einhverri ástæðu hafa allir í Phnom Penh sem ég þekki spurt hvað ég ætla að gera um helgina. Þegar ég segist ekki vita það, er mér ekki boðið í teiti eða go-kart eða keilu eða bátsferð. Það veit enginn hvað er að gerast um helgian. Mér varð líka ljóst í vikunni að ég er ekki "In the know" um hvað er að gerast í Phnom Penh, ég var að sjá um The Insider fyrir The Advisor, og mér datt bara ekkert í hug um neitt sem væri að gerast, allavega ekki neitt nýtt, bara þetta venjulega, listasýningar á Meta House og Reyum og Poker eða Bridge kvöld og sunnudags brunch á Raffles og Metro. Nú og auðvitað Gleði klukkutímar á börum.
Í gærkvöldi var ákveðið samt plan fyrir laugardaginn. Ég fer í súpu eldhúsið og gef fátækum að borða, strákarnir fara í körfubolta eða blak á meðan. Svo er það sturta... ekki samt öll saman. Hádegismatur og svo eitthvað skemmtilegt. Held að við gætum ekki haft óljósari plön. Ef ég ætti fleiri vinkonur myndi ég vilja fara með þeim á spa. En allir vinir mínir eru strákar, eða kallar, svona upp til hópa. Bara tvær stelpur sem ég þekki sem ég geri eitthvað með.
Annars er bara allt gott að frétta. Er að hitta house hubbies í dag yfir bjór til að spurja hvað í ósköpunum þeir geri hérna á meðan konan er í vinnunni. Paul sem er art director á The Advisor vill að ég spurji hversu oft þeir "tosi í hann, lemji hann og hversu oft á dag" svo ég þýði nákvæmlega það sem hann sagði.
Þegar ég flutti út úr íbúðinni gaf ég NACA sjónvarpið mitt og DVD spilarann minn. Núna hef ég gefið þeim allar mínar uppáhalds Disney myndir. Fyrst horfðum við á Fríðu og Dýrið við mikinn fögnuð. Á planinu er Litla hafmeyjan, Alladín, Öskubuska og Fantasía. Ég var alltaf með leiki á föstudögum, en ég held að núna horfum við á teiknimyndir á ensku. Hver mynd er eins og tvær kennslustundir og þetta bætir orðaforðann þeirra.
Ég er á fullu að heimta peninga. Fékk loksins hálf jákvætt svar! Ekki bara eitt, heldur TVÖ!
Jæja, vinna. undirbúa viðtal, ná í peninga, hafa viðtal og drekka eitt stykki bjór, horfa á Alladín...
p.s. Ég á afmæli bráðum :D Við ætlum að halda veislu á NACA, hamborgarar og safi á hópinn og svo kaka í hádeginu. Svo um kvöldið verður eitthvað rosalegt, því ég er víst að halda teiti, ekki að ég vissi að ég væri að halda það, en fólk er samt að koma í þetta ósýnilega partí. Ég vona bara að ég fari á Chow í kampavín og svo á La Residence eða Van's Restaurant.
Athugasemdir
hlakka til að heyra hvernig helgin fór ;)
og svo ósýnilega afmælispartýið :D
spíra (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:29
Þú getur farið ein í Amara. Þær hljóta að vera farnar að þekkja þig með nafni.
Mamma (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 19:17
ég verð ósýnilegur gestur í ósýnilega partýinu ;)
Lena :) (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 03:43
Einn bjór og horfa svo á Alladin hehehe ég þyrfti örugglega tvo fyrir litlu hafmeyjuna. En veit að þú ert svo mikil Disney prinsessa
Lilja Kjerúlf, 13.7.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.