Árás í litlum heimi

Sem dæmi um það hve heimurinn okkar er lítill kemur hér smá saga:

Bresk vinkona mín á bróður sem heitir James. Hann ætlaði að hafa emailið sitt fornafn.eftirnafn@daemi.com, en þá var einhver alnafni hans í Ameríku búinn að taka það. Jæja. Mamma þeirra systkina sendir viðstöðulaust tölvupóst á grey kanann. Alskonar lýsingar af ættingja boðum og myndir af nýjasta fjölskyldumeðlimnum og þess hátttar. Kana James sendi mörg mjög reið email til þeirra og segir þeim að hundskast til að hætta að senda sér email. Honum er alveg sama hvað einhverjir breta lúðar eru að gera og honum finnist litla frænka bara forljót!
Mamman sendir USA James email í síðustu viku til að biðjast afsökunnar eftir að hafa gert þetta enn eina ferðina, segist vera í Kambódíu í heimsókn hjá dóttur sinni og hafi týnt heimilisfangabókinni sinni og fundist email sonar síns vera þetta. Kaninn breytir þá algjörlega um tón. Allt í einu eru þau bara best buddies og allar græjur... Hann er nefninlega að leyta að munaðarleysingjaheimili í Kambódíu til að styrkja.
Að sjálfsöðu er ég 'á því eins og feitur krakki á bollaköku' (þetta þýðist ekki mjög vel) og er búin að heimta peningana hans á fallegsta veg sem hægt er.

Þegar það var ráðist á mig í gær varð mér ljóst að furðulegustu hlutir ráðast á mig.
Eiginlega í hverri ferð sem ég fer í er allavega eitt klósett sem ræðst á mig. Núna síðast var það í Thailandi, ekki skemmtilegt.
Ferjuklósett réðst líka einu sinni á mig.
Um daginn var það leðurblaka, og þar áður tarantúlla.
Í fyrri nótt vaknaði ég með risa kakkalakka á hendinni. Hann var alveg 8cm að lengd.
Bæði karlmenn og kvennmenn hafa ráðist á mig í margvíslegum tilgangi, hér á landi og annarstaðar. Ég er með nokkur ör eftir slíkar árásir. Mis góðar minningar að sjálfsögðu.
Einu sinni réðst á mig stigi, eða sko hann fellti mig og ég datt upp tröppurnar.

Í gær réðust á mig steikt hrísgrjón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það er eitthvað sem ég þreytist aldrei á að heyra þá er það sögur af marblettum og föllum hennar Ernu...

hvað ertu með marga marbletti?

og hey, manstu þegar coke light dósin réðst á mig?

Hussband (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Thótt ótrúlegt sé er ég bara med marblett inn í kinninni minni og einn lítinn á hnénu.

Ég fae pottthétt nokkur U.D.I. í kvold, og ég á pottthétt eftir ad labba á loftid thar sem ég er ad fara í kvold.

 Annars er ég med nokkrar rosalega gódar sogur af thví hvernig ég hef duttid sídustu mánudi, sem verda ad bída fjés til fjés aksjón.

 Audvitad man ég thegar dósin rédst á thig, ég man ennthá eftir smáróma strídsoskrinu hennar.

Erna Eiríksdóttir, 4.7.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband