Laugardagur, 9. febrúar 2008
Venjuleg helgi
I gaer for eg í afmaeli hjá Nick, hann vinnur hjá Brocon sem leigir mér íbúdina. Ég var fyrst til ad maeta. Thetta átti ad vera Grill teiti. Allt kvoldid beid ég eftir ad heyra "Fire up the barbie, mate". Theta var kvoldverdarbod, an kvoldmats. Vid nutum fljotandi ónaeringar í stadinn. Um midnaetti voru pizzur pantadar, svo var vatn pantad og einhver pantadi sígarettur. Thad kom allt upp til okkar. Gaerkvold var mjog skemtilegt! Thad kom mér samt á óvart ad ég var sú eina sem kom med eitthvad handa gestgjofunum.
Adan fór ég ad fá mér ad borda, thar sem ad ég átti ekkert nema eina skinu sneid og fjolkornakex í ískápnum. Umferdin var furdulega haeg nidri vid ánna. Ég skildi ekkert í thessu... svo sá ég ástaeduna. Einhvern vegin hafdi fíll komist inn í borgina og var á roltinu á River Side. Túristar hlupu út af veitingastodum til ad taka myndir af fílnum. Ég bý hérna svo thetta er óskop venjulegt fyir mér. Thar sen ég er expat-i núna, borda ég 'vestraenann mat'. En bara stundum, thad tekur svo langann tíma ad matreida hann. Ég fékk mér dýrustu máltídina mína hingad til. Hamborgari og vatn á 6 dollara. Borgarinn var furdulegur. Alltof steiktur og thurr, en samt rosalega djúsí. Á leidinni hingad stoppadi ég í DVD búd til ad finna eitthvad lélegt til ad horfa á ádur en ég fer ad borda aftur og í kvedju partíid sem ég og Kyle aetlum ad halda fyrir Dave. Fremst í hillunni í búdinni var Jar City. Mýrin. Vid hlidina á The History of Angkor Wat og Killing Fields. Skemmtilegt nokk.
Á midvikudaginn var ég veik, med hita og alskonar. Mer leiddist svo ótrúlega ad ég vard ad klaeda mig, taka mototaxa og kaupa sjónvarp. Stórt og fínt sjónvarp á 100 dollara. Nú vantar bara bord til ad setja thad á. Nick aetlar ad gefa/lána mér 2 bord.
Midvikudagur var líka fyrsti dagur í kínverska nýja árinu. Fólk er ennthá ad sprengja thessa helvítis hvellhettur. Allann daginn og alla nóttina. Ég hrekk upp vid thad á nótunni. Ég dett naestum af motoum vid laetin í theim. Nema hvad, ég er búin ad sjá miljón drekadansa, en er aldrei med myndavélina mína á mér. ...Fyndna er ad ég sé ekki dansana á venjulegum stodum, eins og í gordum eda hofum. Ne-heihei. Naesta gotuhorn virkar vel. Nú eda bara bensínstodin! Trukkar af fólki og trommum og drekum bruna fram og til baka um borgina og stundum dansa their bara á trukkinum.
12 febrúar fer ég, Ann (nýji sjálfbodalidinn), 72 krakkar, Mr. Lee og allir sem búa á LHO í brúdkaup hjá systur Sokhorn. Veislan byrjar klukkan 1 eftir hádegi, vid leggjum af stad klukkan 4, seinni partinn. Vid komum heim daginn eftir, klukkan 7. Thetta á víst ad vera edlilegt. Nú tharf ég bara ad finna eitthvad til ad vera í. Mér er sagt ad thad sé nóg ad vera í gallabuxum. En ég aetla ekki ad fara í gomlum gallabuxum og stuttermabol í brúdkaup!
Ég aetladi ad skrifa meira, ég man ekki hvad thad var.
Ég held ad thetta sé lengsta bloggid mitt hingad til.
Ég aetla ad halda áfram ad horfa á lélegt-gott sjónvarp.
Baejo!
p.s.
Lena: rotturnar hér eru ógedlsegar, ekki hárlausar og litlar og saetar. Thaer eru lodnar, skítugar og brúnar.
Gudrún: Thad er ótrúlega fallegt hér. Sólin skín allann daginn, frá 6 á morgnanna til 7 á kvoldinn. Léttur gustur í pálmatrjánum. Heitt, og thad mun bara hitna.
Sigrún: Óvedur, hvad er thad? Hef ekki fengid almennilegann vind eda séd regn í nokkrar vikur. Thad datt ein dropi á mig ádann samt.
Athugasemdir
úú brúðkaup!!
já skondið að vera boðin í mat án matar....
...oooog ég er ekki að komast yfir það hversu mikilli lúxúsíbúð þú býrð í! :D
skilaðu heillaóskum frá mér til systur sokhorn :D
spíra (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:05
Ég var ekkert að dissa Kambódíu með því að segja að það væri fallegt hér sko... haha, ég þekki þig aðeins of vel held ég...
Hussband (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:38
p.s. annars getur þetta land engan veginn ákveðið sig hvað það vill gera. Snjór, svo brjáluð rigning og stormur og svo er kominn aftur snjór í dag... ótrúlegt...
verður maður samt einhverntíman vanur því að sjá fíl út á götu? hefur það komið oft fyrir þig?
setur nýja meiningu í "the pink elephant in the room" dæmi
Guðrún
Hussband (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 12:42
ég á nú bágt með að trúa að þær séu ljótar...svo má alltaf setja þær í bað :)
(já og taka rakvélina á þær ef maður vill þær hárlausar)
...góða skemmtun í brúðkaupinu ;)
lena :) (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.