Mánudagur, 27. apríl 2009
Svo leið ein vika...
Síðan ég tjékkaði mig inn í Jakarta og svaf á Changi í Singapore hef ég séð 50 íbúðir í PPhen, þvegið 8 kíló af þvotti, gengið um alla PPhen til að finna íbúð...sofið yfir mig og næstum misst af fluginu til Singapore, hitt minn elskulega Justin, farið á fína bari, borgað 13 dollara fyrir einn drykk, farið á hvítann klúbb (SupperClub) og farið í fyrsta skipti á dinner and a movie deit með Justin, við höfðum aldrei farið í bíó saman.. skoðað ChinaTown, Little India og listasafn og ráfað um Singapore. Núna erum við komin í litlu íbúðina mína og erum búin að sjá 5 íbúðir í dag.. þetta gegnur allt í lagi, við skulum finna eina á næstu dögum.
Og núna þarf ég að þjóta í vinnuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)