Barnarán úr pagóðu

Þetta er alveg hræðilegt.

Við hjá Who Will vorum búin að lofa að taka við 2 börnum (stelpa, 6 ára og strákur, 5 ára) sem búa með móður sinni í pagóðu ásamt nunnum. Móðirin er ekki nunna, hún vinnur í fataverksmiðju en getur ekki leitað til neins annars. Á daginn þegar móðirin er að vinna er enginn sem sér um börnin. Jane þekkir tiltölulega vel til í þessari pagóðu, hún á vinkonu sem er dótturdóttir einnar nunnunar.

Í gærkvöld fékk Jane símhringingu frá vinkonu sinni.

Það er búið að ræna börnunum! Ég giska helst á að það hafi einhver heyrt frá því að einhver frá Who Will myndi koma að sækja þau farið og sagst vera frá Who Will og tekið þau. Það var víst einhver kona sem tók börnin. Móðirin er að sjálfsögðu móðursjúk og örvæntingafull, það er ekkert sem við getum gert nema að bíða og vona að börnunum verði skilað.

Ef ekki, þá get ég ekki einu sinni ímyndað mér hvað verður gert við þau. Seld í þrælkun, vændi, myrt... eflaust allt.


mbl.is „Slúðurblöðin rústuðu næstum lífi mínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband