Otres og aðrar ferðir

Elsewhere hefur breyst, það var vissulega slatti af skítugum bakpokaferðalangum en fólkið sem var í teitinu var eldra en fyrir 5 mánuðum, og allir betur klæddir. Það var stuð, naktir karlmenn stukku ofan í laugina fyrir peninga, ekki að ég hafi staðið fyrir því. Mér voru boðnir 100 dollarar fyrir að hoppa nakin, ég horfði á kunningja minn gáttuð og spurði "heldurðu að ég sé virkilega svona ódýr?!" Gleði gleði, allt í einu var klukkan orðin 4 og við fórum heim. Þetta var síðasta "fyrsti föstudagurinn í mánuðnum partíið" afþví að leigan var hækkuð, eða afþví að landið var keypt af einum af þessum ríku spilltu köllum og hann æltar að sameina lóðina með 2 eða 3 öðrum lóðum og byggja hús handa kærustinni sinni.. en þetta eru bara orðrómar, enginn veit neitt.

Tókum svo rútuna til Sihanouk ville þar sem við gistum á Otres strönd í strá kofa án rafmagns. Það var ekkert smá afslappandi, flatmöguðum á ströndinni, syntum í heitum sjónum, borðuðum ferska ávexti og sjávarfang, lásum bækur og rákum blejur út úr kofanum okkar. Eiginlega engar kellingar að bjóða nudd eða humar eða kleinuhryngi eða armbönd. Engin brjáluð tónlist eða betlarar bara ró og friður.

Núna erum við að fara að plana næstu ferð, til Siem Reap. Og svo ferðina eftir það.. ekki alveg vitað hvert en það verður á nýja árinu í apríl... og svo eitthvað í Júní, liggur við að ég biðji bara um að gista á sófa hjá vinum mínum miðað við hvað ég ætla að fara mikið. Ó brunnur, ég sé hvað gerist.

Annars ætla ég núna að reyna að vinna hópverkefni fyrir mannfræðina og reyna að gleyma matareitruninni sem ég er með. Ég er mjög fegin að hafa ekki orðið veik í fyrri nótt í strá kofanum, ég hefð þá pottþétt dottið niður stigann, og þið vitið hvað ég er hryllilega mikið hrædd vid stiga.


Bloggfærslur 10. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband