Sunnudagur, 28. desember 2008
Með trega kveð ég.
Mig langar til að þakka öllum sem komu í teitið mitt. Það var svo gaman, og allir í glimmergallanum, enda var þemað gleði glamúr og glimmer. Mér þykir afskaplega mikið vænt um ykkur öll..en hjartað mitt er úti í Kambódíu.
Og nú er komið að kveðju stund. Ég legg af stað í fyrramálið frá heimili mínu klukkan 06:30 til að fara til Keflavíkur til að fara til London til að fara til Singapore og vera yfir nótt í Singapore á kostnað Singapore Airlines til að fara til Phnom Penh morguninn eftir :D..
Verið þið sæl. Sjáumst bráðum aftur... og ég hvet alla til að koma í heimsókn :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)