Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Ekkert smá hallærisleg.
Var vakin í morgun fyrir klukkan 6. Þar með byrjaði hallæri dagsins. Meðlegjandinn henti í mig stuttbuxum og bol, ég var fegin að það var ekki grásleppa. Svo dró hann mig í ræktina...Við vorum í eins stuttbuxum, eins litum bolum og eins sokkum. Hann átti ekki aukaskó handa mér. Eftir morgunmat og sturtu fór ég í ljóst pils... og þá fór að rigna, rykugar götur+rigning=drulla.
Eins gott að Elsewhere verði með nóg af kókósrjóma og ananas í kvöld...Þið þekkið lagið, :)
Það á að halda upp á afmælið mitt aftur í kvöld. Ég á að mæta með kórónuna, og ég er nokkuð viss um að mér verði hent ofaní laugina. Ég er nokkuð viss um að fá STD við það... Swimming-pool Transmitted Disease...
Ég ætla að vera í hallærislegum fötum af meðleigjandanum...Fyrst ég byrjaði daginn þannig er ekki best að ég endi hann þannig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Flødeskum
Ég fékk ansi áhugavert símtal frá danska sendiráðinu þegar þeir hringdu í heimasímann minn í dag. Maðurinn bauð góðann daginn og kynnti sig, næsta setning var "Hvað kostar að leigja þyrlu hjá þér?" Við búum í frekar stórri íbúð með öryggisvörðum og gaddavír í kringum húsið (vegna innbrots sem varð fyrir nokkrum mánuðum, hjá frægri ástralskri stelpu sem bjó við hliðina á okkur). Það væri svo sem hægt að lenda þyrlu á þakinu, en það er ekki almennt notað sem þyrlupallur. Ég sagði Dananum að ég bara byggi hérna en ætti ekki þyrlu, hefði svo sem ekkert á móti því, en yrði að láta mér bíl með bílstjóra nægja einstaka sinnum (bílinn fylgir meðleigjandanum). Daninn var mjög undrandi á þessu, og sagði mér að hann hefði fundið númerið mitt í gulusíðunum!
Meðleigndinn hló dátt af þessum fréttum þegar hann kom heim, sagði að ég hefði átt að biðja um 1000 dollara á hinn eða þennann bankareikninginn, beðið um staðsetningu þar sem hann vildi verða sóttur og ég myndi senda þyrlu með stiga og hann yrði að príla upp. Mæta svo á svæðið með fjarstýrða dótaþyrlu...rökin mín yrðu að sjálfsögðu að hann bað aldrei um þyrlu í fullri stærð!
Meðleigjandinn fékk líka skemmtilegt símtal, ekki eins skemmtilegt samt, bara einhver random gaur, sagðist vera að keyra tuktuk. Gott fyrir þig sagði meðleigjandinn og hélt áfram að borða þurrt pasta og bölva yfirmanni sínum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Engin gleði...
Pub quiz trivia night á Gym Bar í gær. Við vorum í öðru sæti, munaði einu stigi. ... The Wingnuts and The Wingettes munu snúa aftur og hrifsa 40 dollara pottinn, 40 dollarar það eru alveg 40 bjórar
Það er hálf asnalegt að þurfa að fara að pakka niður í tösku bráðum, ég er ný búin að ganga frá öllu dótinu mínu í íbúðinni. Annars var mér bannað að fara, vinir mínir eru tiltölulega nýbúnir að ná því að segja Erna, og eru ennþá að reyna við eftirnafnið. Það er heldur enginn sem dettur jafn skemmtilega og ég!
Húsgesturinn er komin aftur. Ég sagði hæ ... hún talaði um niðurgang og tönnina sína í 30 mínótur og ætlaði svo að fá tölvuna mína á meðan ég er að skrifa á hana... á meðan ég er að vinna og er að skrifa grein fyrir The Advisor.
Við vorum búin að finna annan ferðalang sem var alveg hreint drauma húsgestur, hann kom með okkur og nokkrum vinum í nightcap og dumplinga fyrir svefninn, á meðan dumplingarnir voru í pottinum endurraðaði hann öllum dósamat og þurrmatnum okkar og því litla sem var í ískápnum, hann þurfti því miður að fara til Vietnam á mánudaginn, svo það gekk ekki alveg upp.
Okkur datt í hug að skipta um lás, en við viljum ekki fara niður á hennar stig. Hún fer sem betur fer á laugardagsmorgun og ég þarf aldrei að hitta hana aftur.
Jæja kvöldmatur. Við erum að fara á "lokaðann fund" allt til að losna við þetta ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. júlí 2008
Þetta var nú vitað mál..
Við vissum það öll að CPP og Hun Sen myndi vinna. En sem betur fer hefur hann misst eitthvað af fylginu sínu!
Annars vill Sam Rainsy Party að það verði endurkosið og talið í Phnom Penh, þetta er eitthvað gruggugt mál. Tölurnar um þá sem kusu eru eitthvað skrýtnar, þar sem fólk þarf að fara aftur í heimabæinn sinn til að kjósa nema að það sé skráð í meira en svo og svo mörg ár í Phnom Penh. Ég vona að Hun Sen, sem er holdgervingur spillingar í Kambódíu, missi meira af fylginu sem hann hafði heldur en tölurnar í dag sýna.
Ég vildi að Sam Rainsy myndi vinna. Þeir eru 3ja stærsta party-ið í Kambódíu.
Phnom Penh var 'City of Ghosts' um helgina. Skemmtilegt og skrýtið að sjá borginna þannig. Á laugardaginn fórum við á Riverside að fá hádegismat og það voru kannski 100 manns í öllu hverfinu! Gjörsamlega tómt og ótrúlega hljóðlátt. Í gær um eftirmiðdaginn fórum við á Psah Toul Tom Pong, markaðurinn var næstum tómur, mjög fáir með opnar búðir. Gaman að vita að það voru augljóslega margir sem héldu heim á leið að kjósa.
Núna hætta líka kosninga bílarnir að burna um göturnar, ég lendi í einni af þessum 'skrúðgöngum' alveg óvart. 20 CPP bílar og ég aftan á mótórhjóli. Alltaf gaman, þar sem ég er ekki mikil stuðningskona CPP. Ennþá meira gaman þegar þeir fóru að skjóta í loftið, ég er náttúrulega mikil byssukona.
Það lýtur allt út fyrir það að ég þarf ekki að hýrast á Raffles Le Royal allt er ennþá frekar hljóðlátt. Vona að það haldist þannig.
Forsætisráðherra Kambódíu lýsir yfir sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Það sem gerðist í minni Kambódíu í dag.
Það er mikil spenna í loftinu.
Kosningar á sunnudaginn.
Mikið af lögreglu og hermönnum í Phnom Penh með stórar byssur
Stríð gæti brotist út við landamæri Kambódíu og Tælands.
Hermenn og þorpsbúar eru í viðbragðstöðu.
Motodop-ar sem ég tek hafa mjög miklar áhyggjur af komandi kosningum og látunum við landamærin. Ekki skrítið þar sem þeir muna eftir K.R. regime.
Motodop-inn sem ég tók í dag fór að gráta þegar við vorum að tala um málið yfir vatnsflöskum.
Mikið af lögreglu og hermönnum í Phnom Penh með stórar byssur.
Fyndið að sjá mynd af kökunni minni í The Advisor. Þar var sagt að ég hefði sleppt því að skinny-dip í hverum við dögun 22. afmælisdagsins og drukkið kampavín og borðað köku eftir dekurdag í Phnom Penh.
Fékk nýtt viðtal við listamann sem ég veit ekkert um, finn ekki neitt um hann á google.
Það komu ferðamenn á NACA í dag eftir ensku tímana, krakkarnir höfðu engann áhuga þeim, ég var búin að lofa að við myndum horfa á Cinderella 2.
Ég eldaði í nýja eldhúsinu mínu sem er einnig herbergið þar sem við hengjum alla kjöt skrokkana okkar.
Við sátum úti á svölum í svalanum þegar *pæng* pólitíkus frá CPP ákvað að sýna vinum sínum nýju byssuna sína og skaut í loftið með henni.
Nóg að gerast...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Afmæli og annar í afmæli
Ég átti dúndur afmælisdag.
Morgunmatur í rúmið (hafragrautur, súkkúlaði, 2 ástaraldin og mangósafi), ég fékk reyndar ekki að sofa út, því það er svo rosalega gaman að vekja mig klukkan 6 á morgnanna! Allavega...
Afmælissöngur á NACA og 35 faðmlög.
Rekin út af skrifstofu The Advisor eftir afmælissönginn, mér var ekki ætlað að vinna þann daginn, né mátti ég fá nein ný verkefni. Charlie bauð mér í hádegismat á Metro, þar sem var skálað fyrir mér. Keypti svo afmælisgjöf frá mér til mín, veski og kjól. Og fór í nudd á uppáhalds spa-inu mínu.
Þegar ég kom heim gékk ég aðeins frá, þar sem hreingerningakonurnar eru hreinlega ekki að standa sig í stykkinu, það var pollur í herberginu mínu og ekki búið að ganga frá pottum og diskum. Meðleigjandinn kom heim með sushi frá góða sushi staðnum, Moët kampavín, blöðrur, kórónu, kerti og ROSALEGA köku, sem var meira að segja með áletrun. Kökubúðin klúðraði reyndar aðeins áletruninni. En nafnið mitt var rétt! Það var skálað, Charlie, Nathan og Sebastian komu í skálun og köku.
Annar í afmæli var líka góður, eða svona á köflum. Það fór allt í klessu og uppnám og rugl á The Advisor. Allt slæmt sem gat gerst gerðist að sjálfsögðu og við áttum að fara í prent klukkan 4! Þar sem ég hafði hádegisfund með Who Will og auglýsinga sölu eftir það veit ég ekki hvernig fór.
Þar sem það er annar í afmæli í dag var ég með teiti handa NACA í kvöld. Þegar ég kom í tuktuknum með allt saman brutust út mikil öskur og gleði, 20 krakkar stukku á tuktukinn og föðmuðu mig, ökumaðurinn varð skíthræddur en ég útskýrði á brotinni khmer að ég ynni þarna og ætti afmæli. ... Ég keypti sjö stykki pizzur, og litlar safafernur sem var rifið í sig við mikil fagnaðarlæti. Og auðvitað afganginn af kökunni mögnuðu. Þessi kaka var sko með allt saman. Súkkulaðikrem, rjómablóm, rúsinur og hnetur í jarðaberjasultunni, og kakan sjálf þegar skorið var í hana var græn á litinn! Það voru sett 22 kerti í kökuna, slökkt ljósin og sungið fyrir mig í líklega fimmtánda skiptið. Svo horfðum við á Öskubusku, og ég kunni öll lögin utan að, sem krökkunum fannst mjög skemmtielgt.
Um helgina verður sundlauga teiti þar sem mér verður skálað. Og Karíókí. Miklar æfingar hafa verið í íbúðinni og allri byggingunni þar sem margir vinir mínir búa í húsinu.
Reyndar gæti verið að ég hreinlega verði að fara á Raffles og vera þar í nokkra daga, ef allt fer til helvítis í kosningunum um helgina. Við bíðum spennt, það verður mikið stress að hýsast á Raffles.
Annars gæti verið að við skellum okkur bara á ströndina um helgina, eða jafnvel til Hong Kong, allt til að losna við húsgestinn...sem er sem betur fer ekki komin til baka. En helvísk, hún tók aukalykilinn með sér. Hún hefur ekki einu sinni þakkað fyrir gestrisnina.
Ég ætla að búa til kvöldmat. Meðleigjandinn er ennþá á skrifstofunni...klukkan er að verða hálf tíu, ég ætla aldrei að búa til banka svo mikið er víst. Ég var reyndar bara að koma heim fyrir hálftíma úr vinnu, en ég var í teitinu mínu, svo ég var ekki beint að vinna þannig séð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Það styttist í að ég geti farið á eftirlaun.
afþví að ...
Í DAG ER BESTI DAGUR ÁRSINS...
afþví að
ÉG Á AFMÆLI!
ég elska afmæli. Sérstaklega mitt afmæli.
Ég er búin að fá í afmælisgjöf:
ferð til Thailands,
flugfar til Íslands,
ást og hamingju.
stórt faðmlag.
og handsápu.. meðleigjandinn er frumlegur ha?
Ég ætla að fara að sofa til að geta notið dagsins míns sem mest, hann verður súper!
p.s.
síminn minn týndist mamma og pabbi. En þið megið hringja í heimasímann minn... jáh ég er sko komin með heimasíma og allar græjur, en ég veit ekki númerið mitt. Ég sendi ykkur það á morgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 20. júlí 2008
Ég hlakka svo til...
af því að á morgun á ég afmæli.
Og þar til að Tiffany sem er ótrúlega pirrandi, leiðinlegi og vanþakkláti húsgesturinn okkar fari í burtu.
Teiti hart í gær. Swing dancing og alskonar.
Í dag er ég þreytt, ég komst líka að því að mér finnst lebanese matur ekkert sérstaklega góður.
Ég er afmælisstelpa eftir 6 klukkutíma og 3 mínótur akkúrat á meðan ég er að skrifa þetta! Kannski fæ ég pakka. Umfjöllun um stóra daginn verður í The Advisor.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18. júlí 2008
Bitin i hausinn
Eg sat i tuktuk a leidinni a gistiheimilid til ad saekja dotid mitt til ad flytja! ja eg er komin i ibud med lfotkaelingu og hreingerningarkonum og friu interneti a kvoldin og friri likamsraekt og oryggisvordum. Allavega, eins og dagurinn byrjadi vel versnadi hann illa.
Allt i einu fann eg sting og svo eins og eg vaeri ad brenna i harsverdinum. Eg helt ad einhver hefdi hent i mig sigarettu og reyndi ad sla hana ur harinu. Tha fann eg annan bruna og verri sting, og 3ja brunann sem var ekki eins mikill. Thad var RISA fljugandi bjalla med gulann rass sem brendi mig. Thessar bjollur sprauta syru undir hudina! Onnur hlidin a andlitinu minu er bolgin og a medan eg var ad bolgna leid mer eins og thad vaeri ad pumpa inn lofti. Og sarsaukinn var otrulegur! Versta var ad eg vard ad missa af vidtali sem mig langadi rosalega til ad gera, Khmer/franskur cartoonist sem var ad gefa ut myndabok sem er fyrst sinnar tegundar i Kambodiu.
Thad er eins gott ad eg verdi ekki lengur bolgin og med hita a manudaginn, annars er mer ad maeta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 16. júlí 2008
Í fréttum er þetta helst.
Það sem kemur ekki í fréttum á Íslandi um Kambódíu:
Blaðamaður, Khim Sambo 47 ára, var skotinn ásamt syni sínu, Khem Sambo 21 árs, þegar þeir voru á ferð um Phnom Penh á mótórhjólinu sínu á föstudaginn 12.júlí síðastliðinn.
Theary Seng, frá Mannréttenda samtökum Kambódíu, segir að Khim sé tólfti blaðamaðurinn sem er myrtur fyrir störf sín frá árinu 1992. Drápin eru skilaboð til hins almenna borgara í Kambódíu um hvern þeir eigi að kjósa í kosningunum sem áður hafa verið og þeim sem eru 28. júlí næstkomandi. Morðin eru á pólitískum grundvelli segir Theary, en morðingjarnir hafa aldrei verið handsamaðir
Khim fjallaði um spillingu, land stuld og önnur félagsleg málefni í Kambódíu fyrir stjórnarandstæðu dagblaðið Moneaseka Khmer.
Hann var vel þekktur blaðamaður hér
hann hefur verið mjög gagnrýninn á ríksstjórnina. Morðið var augljóslega planað, þar sem hann var skotinn fimm sinnum, sem bendir til að þetta hafi verið pólitískt morð.
FBI hefur boðist til að finna morðingja feðganna.
Um daginn var tuktuk sem rakst utan í bíl sem einhver ríkur átti í umferðinni. Sá ríki var ekki sáttur, fór út með byssuna sína og skaut í átt að tuktuk stjóranum en hitti ekki, hann drap í staðinn saklausann og grunlausann mótó-stjóra.
Ráðist var á stjórnmálamann Cambodias People Party Ngor Srun með sýru. Hann var að sækja bílinn sinn í bílastæðahúsi þegar árásin varð. Engin vitni voru að árásinni en það var heyrt til Ngors þegar hann öskraði á hjálp og hellti vatni yfir sig allann. Hann er ekki í hættu.
Eftir að Kambódía setti fram tillögu til UNESCO að skrá Preah Vihear sem World Heritage site varð upp fótur og fit. Mikill ágreiningur varð á milli Kambódíu og Tælands, því ekki voru allir sammála um hvort hofið stæði á Kambódískri eða Tælenskri grundu. Það varð að loka landmærum landanna 22. Júní s.l. og eftir að Tæland ákvað að styðja við bakið á Kambódíu í að fá hofið skráð, þótti það vera á móti stjórnarskránni og utanríkisráðherra Tælands ( sem var sá sem samþykkti að styðja Kambódíu) var að segja af sér. Preah Vihear fór á lista UNESCO World Heritage Site, 8. júlí síðast liðinn. Mikil fagnaðarlæti brutust út í Phnom Penh (þetta voru sem sagt ekki mótmæli sem ég lenti í 8 júlí, heldur fagnaðarlæti), tónleikar voru haldnir við Wat Phnom um kvöldið og þrátt fyrir þráláta rigningu komu þúsundir manna til að fylgjast með tónleikunum. 10.júní voru tóleikar í Olympic Stadium þar sem 8000 mans komu saman.
Sovannahong, sem er Khmer Ballet var frumsýnt í fyrsta skipti í 50 ár 4 júlí s.l. Vegna þess að svo margir listamenn voru myrtir á tíma Khmer Rouge hefur ekki verið hægt að sýna balletinn. Það þurfti að þjálfa nýja dansara, fyrir tíma Khmer Rouge voru 200 dansarar, núna eru aðeins 50 sem kunna listina. (lesið meira um Sovannahong á http://www.expat-advisory.com/cambodia/phnom-penh/)
Náttföt eru í tísku hjá kambódískum konum. Þær segja þau vera þægileg, mun betra að ganga í náttfötum sem eru með teygju í strengnum, í staðin fyrir tölur og rennilása. Vinsælast eru bleik með blómamyndum, þar á eftir gul og appelsínugul með myndum af teiknimynda fígúrum. Konur vilja hylja sig, og svo eru fötin líka sæt.
Það er hægt að fá hálsbólgu og hita þrátt fyrir að ofkælast ekki. Það er heitt og rakt, og ég er ekki með loftkælingu, samt er ég með hálsbólgu og hita og almennann flökurleika.
Ég á afmæli á mánudaginn.
Að sjálfsögðu eru fleiri fréttir héðan, en þetta er það helsta.
Fyrir þá sem vilja fylgjast með fréttum á Kambódíu: http://www.phnompenhpost.com/
40 taílenskir hermenn fara yfir landamæri Kambódíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)