Ferðalag.

Ég er í London. Búin að tjékka mig inn og búin að hanga og bíða í 3.5 klukkutíma, ennþá 5.5 tími í flugið mitt :(. En Singapore Air gaf mér 10 pund til að kaupa mat. Og þegar ég lendi í Singapore á morgun þá verð ég keyrð á A flokks hótel og fæ 3 matarmiða. Almennilegt! Eitthvað annað en að þurfa að borga fyrir afnot af heyrnartólum í Icelandair vélunum.
Núna er ég að borða fría máltið.

Núna er ég að fara að hitta Charlie á eftir, það hefði verið æði ef hún hefði tekið Singapore air flugið, tvær á flottu hóteli í Singapore yfir nótt.. oh jæja. Ég fékk morgunflug frá Singapore í staðinn, en fyndna er að við lendum á eiginlega alveg sama tíma... sem er fullkomið því Martin og hinir kallarnir koma að sækja okkur á völlin, fara með okkur heim til Charlie þannig að við getum rifið upp bikini-in og annann strandaklæðnað til að keyra niður til Sihanouk ville og búa til súper parteyh! Ég veit ekki alveg hvað planið er... en ég ætla að fara aftur til PP á laugard í síðasta lagi. Ég þarf að gera ýmislegt og svo kemur Justin 4ja.
En það verður ljúft að liggja í sólbaði og kokkteilum í nokkra daga.

Ég hvet alla til að fá sér Skype! ég er með innbyggða myndavél svo að allir geta séð mig :D

Ég ætla að ráfa núna um Heatrow og eyða síðust 2 pundunum sem Singapore gaf mér, held ég kaupi bara köku, þar sem ég var að fatta það að ég borðaði aldrei afgangin af jóladesertnum, en ég er með flatkökur með smjöri í plastpoka í töskunni minni og fjólubláann Tópas.

Gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allar góðu stundirnar á árinu sem er að líða.


Með trega kveð ég.

Mig langar til að þakka öllum sem komu í teitið mitt. Það var svo gaman, og allir í glimmergallanum, enda var þemað gleði glamúr og glimmer. Mér þykir afskaplega mikið vænt um ykkur öll..en hjartað mitt er úti í Kambódíu.

Og nú er komið að kveðju stund. Ég legg af stað í fyrramálið frá heimili mínu klukkan 06:30 til að fara til Keflavíkur til að fara til London til að fara til Singapore og vera yfir nótt í Singapore á kostnað Singapore Airlines til að fara til Phnom Penh morguninn eftir :D..

Verið þið sæl. Sjáumst bráðum aftur... og ég hvet alla til að koma í heimsókn :D


Góðann daginn get ég aðstoðað?

Þá er ég hætt í Máli og menningu... í 3ja skiptið. Gærdagurinn var góður, seldum alveg heil lifandis ósköp af bókum og spilum, hillurnar voru hálf tómar í nótt þegar við lokuðum á miðnætti, við unnum líka! Það er BMM seldi laaang mest :D Ég held ég hafi setið í svona 15 mínótur af deginum í gær eftir að ég mætti til vinnu, og mikil ósköp að ég er fegin að ég hafi ekki farið í hæla..þá fengi ég eflaust aldrei tilfinningu aftur í fæturnar.

Jólasveinninn gaf mér í sokkinn í nótt, því ég er búin að vera svo þæg og góð þetta árið. Ferlega fínt konfekt frá Anthon Berg og jólastafur bíðu mín í hádeginu þegar ég vaknaði.
Og ég er búin að opna eina jólagjöf, reyndar tvær... en frá mömmu og óla fékk ég iPod í nóvember og frá mér til mín fékk ég ný gleraugu, eitthvað sem mig er búið að langa í lengi.
Þegar ég var lítil fékk ég svo roooosalega mikið af pökkum að það tók allann daginn, einn á c.a. 2ja tíma fresti og svo á milli hvers réttar eftir klukkan 6 og svo margir klukkutímar í pakkaopnun, núna er þetta allt búið fyrir klukkan 9. En ég held svo mörg jól í ár. Ein með mömmu, óla og ömmu, ein með pabba, mömmu og systur minni, nokkur jólaboð í sveitinni með ömmum og öfum og föður og móður systkinum, ein með krökkunum á NACA, ein með Justin.

Eitt stykki brjáluð tilviljun! Charlie hélt að ég myndi flúgja út á föstudaginn (26.des) og allt í lagi með það, svo var ég að tala við hana í fyrra dag og sagði henni að endilega koma á Heathrow til að halda mér félagsskap í transit-inu mínu á mánudaginn, er þá ekki Charlie bara líka að flúgja til Kambódíu á mánudaginn!! Og það munar 2 tímum á fluginu okkar. Ég var að spá í Cathay Pacific sem Charlie tekur en ákvað að borga 30 pundum meira til að flúgja með Singapore air og þurfa ekki að vera í 12 tíma transitti í Bangkok. En ætli við hittumst ekki á Heathrow. Mér finnst þetta alveg ótrúleg tilviljun!

Ég ætla að klára að pakka in gjöfunum..ég hef aldrei verið svona sein að þessu.
Ég var svo þreytt áðan í sturtunni að hún breyttist í heitt bað og ég spurði mömmu hvort að það væri ekki hægt að halda jólin inn á baði ef ég færi bara í nýja bikini-ið mitt. Það var ekkert sérlega vel tekið í það, augljóst að ég er ekki lengur litli króinn hennar mömmu sinnar..

Takk fyrir og Gleðilega hátið :) ..NÆSTI GJÖRI SVO VEL!!


Allt það fína í Kína

Ég gleymdi alveg að segja frá einu rosalegu öðru sem gerðist í vinnuni um helgina.

Ég var að afgreiða útlending, og var nokkuð viss um hvaðan hann væri en spurði samt, og jújú hann var kínverji. Þannig að ég kláraði afgreiðsluna á kínversku! Hann vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga!

Ni hui shuo hanyu?!?! (Geturðu talað kínversku?) spurði hann furðu lostinn, og ég svaraði Dangran! (að sjálfsögðu) eins og það væri ósköp eðlilegt :) og útskýrði svo að "wo zai Bingdao Daxue xuexi hanyu" (ég er í HÍ að læra kínversku)

 Hressandi.

 


Bölvaður ruddi.

Ég var alveg hryllilega dónaleg alveg óvart í dag. Það var einhver að hringja í deildina mína, en ég var í miðri afgreiðslu, og síminn hætti hreinlega ekki að hringja, ég leit snöggt á símann og sá númerið og hélt að það væri Guðrún að hringja í mig. Síminn hélt áfram að hringja og hringja.... þannig að ég greip tólið og sagði heldur höstug "Ég hringi í þig á eftir!" Þegar ég var að leggja á sá ég að síðasti stafurinn í númerinu var ekki sá sami og í númerinu hjá Guðrúnu.. ÚPS!


Fyrsta önnin

JEIJ, ég er búin með mína fyrstu önn í háskóla, mér finnst ég vera svo fullorðin, byrjuð að drekka kaffi, búin með 1/6 af BA gráðu... núna er bara að skoða á hverju degi oft á dag til að sjá einkunnir þegar þær koma inn...vona að þær komi fljótt inn... annars fer ég bara og gef kennurunum mínum einn á túllann. :D

Prófin gengu bara ágætlega, hef aldrei skrifað eins mikla steypu í einni ritgerð og ég gerði í Forspjallsvísindunum. Og kínverskan var mun auðveldari en ég bjóst við.
Þá er bara að þvo af sér prófaslen, skella hafragraut í bumbuna, rífa upp freyðivínið, gefa skít í storminn og fara í teiti.

Jólafrí á morgun... það verður þó skamm líft, byrja eins og brjáluð að lesa allar barnabækurnar sem hafa verið gefnar út fyrir þessi jól á laugardaginn, verð að klára þetta sem fyrst, ég er byrjuð á nokkrum. en... Ekki mikið af krassandi, eða skemmtilegum bókum að koma út núna því miður. Nema endurútgáfurnar, Bangsímon og Pollyana.

Gleði gleði gleði....
Vinna, jól, taska, teiti, flúgja, lenda, íbúð, vinna, skóli


Kaffi

"Sigurður tók líka dæmi af fólki sem bregzt hið versta við manni sem ryðst fram fyrir það í biðröð orðalaust, en helypir fram fyrir sig öðrum manni sem gefur þá skýringu á framhleypninni að hann sé með appelsínu í vasanum"
"að segja um það sem er að það sé er satt, og að segja að að sé ekki er ósatt: og að segja um það sem ekki er að það sé er ósatt og að segja að það sé ekki er satt"
"vísindi eru siðlaus"
"samtekin ræða á föstuformi"
"Ef hann er gyðingur segir maður að sjálfsögðu „gefstu upp" ..."
"Ungi ameríski nemandinn hefur ekki virðingu fyrir neinu"
"Það er glæpur að hugsa um eitthvað án gagnrýninngar hugsunnar"

Það er stuð að læra undir próf!

Ég byrjaði að drekka kaffi í nótt... án mjólkurfroðu.. reyndar með súkkulaði útí, en ég meina, ég er ekki kaffidrykkjumanneskja svona yfirleitt, hef ekki drukkið neitt kaffi nema frappochino á starbucks, og þá er það náttúrulega með sírópi og súkkulaði bitum og mjólk og gervirjóma, þannig að þetta er stórt skref.. I'm growing up, og er nú orðin alvöru háskóla nemi.


Próf

eina sem ég mun gera næstu 2 vikurnar er að læra fyrir þessu 2 próf sem ég er að fara í. Ég er reyndar heppin miðað við marga, að fara bara í 2 próf og að það sé gott bil á milli þeirra. Ég hef heyrt af þeim sem fara í 4 próf á 5 dögum. Líklega geranlegt í menntaskóla, en í háskóla? ég veit ekki.
Að skrifa blogg, skoða facebook, og allt annað eins og til dæmis að taka til í fataskápnum mínum er svo mun meira spennandi en að lesa þessi tákn í kínversku og heimspeki texta f. forspjalla vísindin. En ég fæ bráðum fyrstu einkunina mína, ég hlakka mikið til þess. Er búin að ná áfanganum, en ég vil að sjálfsögðu hærri enkun en það sem er komið, vantar ennþá 25%.
En, núna eftir að hafa lamið stelpu og fellt strák, sit ég í bás á bókhlöðunni að hlusta á Britney Spears og annað gæða popp, að mestu leiti frá Asíu... Audy og Chris Lee og SHE og Tata Young. Stuð!

Nú hefst mössun! óskið mér lukku um leið og ég óska öðrum nemum lukku og samúðar á þessum skemmtilegu tímum. Það verður æði að vera búin, 11 desember og fyrsta önnin mín í háskóla búin.

Þetta ár er búið að vera magnað, svo mikið er víst, Kambódía, Naca, Phan, Who Will, Advisor, teiti hart, Expat Advisory, spilling, kennsla, Mekong River, Sihanoukville, Siem Reap, Malasía, Thailand, Ísland, H.Í., Ísland í dag, DV, teiti hart, Ameríka, nærbuxur, fjármál, vinna, skóli,... gott að getað hugsað til góðra tíma í prófatörninni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband