Afsakið hlé...

Vinna og lærdómur er það eina sem er í lífi mínu núna.

En þetta er búið að gerast síðasta mánuðinn:

Hitti ekki Villa prins.

Hitti eiganda Óríental ferðaskrifstofunnar, Viktor Sveinsson, sem er jafnframt yfirmaður minn, betra er seint en aldrei... búin að vinna saman í nokkra mánuði en bara með tölvupóstum og skype.

Svínaflensan, eða svo er mér sagt, fór ekki til læknis því ég vildi ekki vera læst inn á Calmette s(kíta)pítala í einangrun í byrjun prófatarnarinnar og þegar ég var að leggja lokahönd á öll verkefnin mín. STUÐ!

Við fengum frábæra íbúð. $400 á mánuði með öllu, rafmagn, vatn, sjónvarp, húsgögn, alvöru eldhús með safavél og alskonar, þvottavél og þurkari, skrifstofa og fataherbergi í báðum herbergju (hint hint fólk að koma í heimsókn í gestaherbergið mitt), skrifstofa (YES! alvöru aðstaða til að vinna og læra heima), svalir með útsýni yfir Tonle Sap og Mekong, öryggisvörður. Eeeen bara eitt baðherbergi á neðri hæðinni, ekkert uppi, flísar á öllum gólfum og ef eðlur eða skordýr fara óvart fyrir skynjarana niðri í bankanum munum við vakna... Það er ekkert fullkomið í þessum heimi greinilega.

Árshátið ANZRoyal. Það var gaman. Justin var kóngur í skemmtiatriði deildarinnar sinnar. Þau unnu ekki sem er bara fáranlegt! Árshátíðinni var sjónvarpað í beinni útsendingu. Ég er ekki að grínast.

Erum með hreingerningarkonu í láni. Það er sko ekkert grín að vera að gera lokaverkefni og lokapróf í rúmlega fullri vinnu og að eiga að sjá um heimilið líka. Rithia er æði.

Ég veiddi rottu í gildru. Fyrst komu bara geckoar í gildruna og festust á límplötunni og svo 2 dögum seinna voru þeir horfnir og maurar útum allt. Það var ekki skemmtilegt að myrða mitt fyrsta dýr, en þetta er stórkostlega sýkt dý, alskonar pöddur sem búa á þeim sem geta drepið mann ef þau komast á mannfólk og ekki gott að hafa rottukúk útum allt, gjörsamlega allt. Justin hefði nú átt að sjá um þetta, en hann var í Siem Reap að gefa mér frið til að læra og hlaupa í hálfu maraþoni í góðgerðarskyni, og hann þurfti að fara á ráðstefnu.

Ég keypti nýjann kjól, sólgleraugu, bol, tvær bækur, 6 DVD, brauð, hlaup og súkkulaði á innan við 4000 krónur. Ekki slæmt það... Miklu betra en að læra fyrir próf.

Próf í inngangi, gekk bara vel.

Próf í etnógrafíu er á miðvikudaginn. Búin að lesa fullt af greinum og Malinowski, nú eru það Nuer og beljurnar þeirra sem eiga mig, þar á eftir koma konur sem eru þreyttar á að gráta í Guinea-Bissau. Gleði gleði!

Frábært að læra undir próf í Kambódíu. Frábært að taka próf alein inn í einhverju fundarherbergi með manni sem starir á mig eins og enginn sé morgundagurinn í þrjá klukkutíma!

Hanwei vinur minn ætlar að kíkja í heimsókn um helgina. Nóg að gerast þá, leikrit, próflokafagnaður, óviðeigandi partí og kampavíns bröns til að fagna próflokum (að öllum líkendum, ef Justin verður kominn frá Singapore).

Núna eru bara 13 dagar í að við förum til Ástralíu! og 5 vikur þar til við flytjum!

Læra = gleði :) eða ég er að reyna telja sjálfri mér trú um það

Þar til síðar,

Erna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Súrt að þurfa að drepa rottu. Hún hefur vonandi ekki öskrað og skrækt eins og sú sem ég þurfti að drepa. Ekki fara að rifja upp allar teiknimyndirnar þar sem eru svo voða sætir ættingjar hennar.

Mamma (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 20:17

2 identicon

Halló meindýraeyðir!

Nóg að gera hjá þér eins og alltaf,
nú eru einmitt prófin að skella á og allir rosa duglegir að læra.. eða fara í karaoke í kvöld? Já það er kannski hægt að gera bæði

Við erum búin að gera grófa ferðaáætlun sem hljómar svona:

* Ferð hefst fös. 15.janúar.
Vinnum okkur niður að landamærum Kína og Víetnam (vel) fyrir lok janúar.
Förum frá Nanning til Hanoi og þaðan suður á bóginn niður Víetnam.
Frá Ho Chi Minh yfir til Pnom Penh ca. 7.feb???
Eyða x mörgum dögum með þér í Kambó, eins og þú þolir og við höfum tíma til.
Okkur langar mjög að fara síðan til Angkor Wat, ..auðvitað!

Svo er restin enn fremur óljós,
ein hugmynd væri að fljúga frá Siam Riep til Guangzhou í Guangdong héraði og eyða kínverska nýárinu í Hong Kong - ef það verða einhver flug laus.

* Heimkoma til Nanjing ca. 20.feb.

Fannst ég verða heyra í þér, hvernig stendur til hjá þér á þessum tíma? Heyrðu! Er þetta ekki ca. tíminn sem þið eruð að flytja? Og heldurðu að þið getið hýst 3 Íslendinga? Verðum í bandi honey,
við fixum þetta einhvern veginn, right?

Ást frá Suður-Höfuðborginni,
Anna, Davíð & Helga

Anna Nanjing rén (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:50

3 identicon

*sakn*

spíra (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband