Mánudagur, 24. ágúst 2009
Sund, enska, ballet
Já, ég er kannski að verða ballet kennari líka.
Það er víst mikil eftirspurn hjá litlum stelpum að læra að dansa, sérstaklega í hjá The Giving Tree (TGT) en það eru engir danstímar fyrir börn í Phnom Penh. Fyrst þarf náttúrulega að setja parket eða dúk á gólfið og spegla og slár á veggina. En það væri gaman að kenna ballet hjá TGT. Mér finnst þetta alveg ferlega spennandi. Ég var líka að skrifa undir nýjann sund samning hjá TGT..Gleði gleði.
Ég fékk kennslumat frá ELT í síðustu viku, mjög sátt við það. Ég tala víst ekki alveg nógu skýrt... en þau eru sátt við að ég sýni öllum jafna athygli, hvet þau til að læra og hvernig ég klæði mig. Þannig að núna get ég hætt að stressa mig yfir því.
Fórum í Superhetju partí á föstudaginn. DuffMan og Bananaman og Batman og Rubies-gang var þar í góðum fíling. Ég fór sem Icemaiden og Justin var SuperBanker og Ina (vinkona Justins frá Melbourne) fór sem WonderWoman going out for dinner. Það var stuð og gaman en við þurftum að fara heim snemma til að vakna alltof snemma til að taka rútu til Sihanoukville.
Komum til Snooky um hádegi og fórum á gistiheimilið sem ég var búin að bóka og brunuðum á Otres þar sem ég og Justin sváfum í marga klukkutíma. Ég komst líka að því að ég nauðsynlega verð að kaupa nýtt bikini þar sem minikinið mitt var bara ekki að meika þetta. Mér tókst að flassa alla á ströndinni...eða svoleiðis, enginn nema Justin sá aðra túttuna mína. Ferskur sjávarmatur og sundsprettur.
Svo var tjúttað aðeins eftir að hafa fengið næst bestu borgara í Kambódíu. Fötur og stríðsmálning...
Ljóta rútu fyrirtækið seldi sætin okkar því við vorum ekki komin 20 mín áður en hún átti að fara, og rútan fór 5 mín á undan átætlun. Og þau voru með kjaft og leiðindi, neituðu að endurgreiða okkur en enduðu á að senda okkur heim með frekar lélegri rútu frá allt öðru fyrirtæki. Auma pakkið.
Og núna er Justin í Siem Reap með Inu og ég er bara ein heima. Finnst það bara ekkert skemmtilegt, en ég á ekki fyrir því að fara til SR. Hann kemur svo sem aftur heim á morgun þannig að þetta er allt í lagi.
Jæja, best ég fari að vinna... verð að skrifa meira.
Þar til síðar.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
Veistu, þetta hljómar eins og ömurlegt rútufyrirtæki!
En töff þemapartý!
Gummi Kári (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 14:12
:)
spíra (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.