Í skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera.

Nýja vinnan er mjög fín. Ég held að mér gangi vel og ég held að nemunum mínum líki vel við mig. Ég er að kenna 3ja stig í ensku. Ég er samt ekki alveg viss hvað það þýðir, þetta er 9unda - 10unda bekkjar enska en þau sem sækja tímana eru miklu eldri.Það er einn strákur skotinn í mér og horfir dreyminn á mig í klukkutíma, hann mætir líka alltaf fyrstur og er síðastur til að fara, svo er hann ferlega æstur í að svara spurningunum mínum. Svo er annar sem er yndislega dramatískur, við vorum að læra um Past Continuous og heimavinnan var að skrifa 10 setningar í P.C. hans voru t.d. "Juliette was sleeping when Romeo died", ég er reyndar ekki alveg viss hvernig hann þekkir Rómeo og Júlíu, þar sem ég hef aldrei séð kambódíska unglinga lesa eitthvað annað en glansblöð. Þau eru öll alveg ágæt sem sækja tímana mína. Þau eru samt ennþá svolítið feimin en við erum að vinna í þessu.. kannski hressist eitthvað í þeim þegar við leikum orðaforða keppnina á eftir.
Einnig var ég að fá fleiri tíma í sundinu. þannig að núna vinn ég alveg 12.5 tíma á viku og þjéna næstum því stóra peninga.
Ég er mjög ánægð með vinnustaðina mína, því það er svo gott andrúmsloft á báðum stöðum og samstarfsfólkið mitt skemmtilegt og allir hjálpast að. Nú hef ég farið í prufur í marga skóla og hvegi kunnað við mig betur en í ELT og The Giving Tree.

Við Justin erum loksins byrjuð í Khmer tímum, betra er seint en aldrei ekki satt? Við erum búin að læra fullt og ferlega skemmtilegt. Kennarinn okkar, Khiench (ég hef ekki hugmynd um hvernig nafnið hans er skrifað en svona hljómar það) er alveg handviss um að við verðum reiprennandi í Khmer eftir bara nokkrar vikur. Ég er nú ekki alveg svo viss. Þetta er nú ekkert svo erfitt tungumál, allavega í framburði og málfræði. Sjáum til hvrenig fer ef ég reyni að læra að lesa og skrifa.

Í síðustu viku var byrjað að vinna í húsinu mínu. Það mætti halda að byggingamennirnir séu í keppni um hver geti búið til mesta hávaðann, frá klukkan 7 á morgnanna. Best var samt að það var sett tilkynningin um yfirvofandi framkvæmdir daginn eftir að þau lömdu veggi og glugga og eldhús út úr 4 íbúðum.

Vinkona hans Justins kemur í heimsókn eftir 2 vikur og þá ætlum við á ströndina, mikið hlakka ég til að gera ekkert í 2 daga, við ætlum að sleppa Serendipity og þeim látum og fara beint á Otres í slökun.
Það eru líka nokrrir Íslendingar á leiðinni hingað. Það verður gaman. Kannski ég grafi upp Ópalið?
Einnig er frí í September og þá ætlum við til Kampot og Kep.
Svo ég tali nú ekki um fríið í Nóvember, water festival. Ég vona að við verðum komin í aðra íbúð þá við Riverside svo við getum fylgst með bátunum. Í fyrra voru víst 2 milljónir manns á Sisowath Quay, það tók hátt í klukkutíma að fara yfir götuna sem er bara tvíbreið.
Og í Desember er það Ástralía. Alltaf gaman að fara eitthvað nýtt

Ást og hamingja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert ísland? :(

Inga! (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 08:36

2 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

ekki í bili...það er of dýrt.

Erna Eiríksdóttir, 11.8.2009 kl. 08:54

3 identicon

Sjibbý!

Mikið óskaplega er gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur :D

Gummi Kári (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 11:56

4 identicon

bíddú vó

nýja íbúð til að fylgjast með bátunum? ætliði að flytja aftur? no comprendo

en khmer tímar? SNIILLD :D

og alltaf gaman að nemandi/kennslukona draumórunum :P

spíra (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:55

5 Smámynd: Erna Eiríksdóttir

Það eru fleiri ástæður en bara bátar...

Erna Eiríksdóttir, 12.8.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband